Morgunblaðið - 13.06.1958, Síða 15
Föstudagur 13. júní 1958
MORC.UNnr. 4ÐVÐ
15
ísl. /fð/ð lék vel í einn stund-
arfjórðung, Englendingar í sex
Í GÆKKVÖLDi sigraði Bury úr-
valslið landsliðsnefndar með 3
markutn gegu 0. Er þá lokið heim
sókn þessa 3. deildar liðs frá
Englandi. Islenzkir knattspyrnu-
menn hafa litlum sigrum að
fagna úr viðureign við þá. Bury
heidur heimleiðis með f jóra sigra
og 1 tap, með 13 rnörk skoruð
gegn 2.
Leikurinn i gærkvöldi var sami
einstefnuaksfcurinn af hálfu Bret-
anna eins og hinna fjögurra.
Þó átti is.I liðið ágætan ieikkafla
síðasta þriðjung fyrri hálfleiks.
Utan örfárra skyndiupphlaupa í
síðari hálfleik má heita að þar
með sé talinn tíminn er isl. Iiðið
sýndi samleik svo að i járnum
stóð við brezka liðið.
Veðrið var leiðinlegt til leiks,
rigning lengst af, kalt og völl-
urinn háll. Slíku eru enskir van-
ir en að því kom undir lok að
þeir áttu jafn erfitt með að fóta
sig og-landar vorir.
★
Fyrsta mark Bury kom er 2
mín. voru af leik. Gaf Munro út-
herji, sem kominn var upp að
endamörkum vel fyrir. ísl. vörn-
inni mistókst að „hreinsa", Dar-
byshire miðherji skaut, Heimir
varði en missti og Parker fékk
knöttinn og skoraði af stuttu
faeri.
Eftir það þyngdist sókn Bury
mikið og þeir komust ótal sinn-
um í færi. Átti Parker t. d. hörku
skot í stöng og í þrjú önnur skipti
tókst naumlega að bjarga við ísl.
markið.
Allan þennan tíma átti ísl. liðið
ekki nema eina tilraun til marks
sem teljandi er. Gaf Þórður Þórð
ar fram. Ríkarður brunaði á eftir
knettinum og var nálægt því að
vera brotlega hindraður, en hon-
um tókst að skjóta og það var
varið í horn, sem ekkert fékkst
úr. Skömmu síðar eða um miðbik
hálfleiksins vék hann af velli eft-
ir meiðsli í læri.
★
Siðustu 15 mín. hálfleiksins
tókst ísl. liðinu vel upp og það
var eini samfelldi kafli leiks-
ins, sem það átti í fullu »ré við
Bury og leikurinn var spenn-
andi — tvö jafngóð lið á vell-
inum. Á þessum leikkafla voru
tækifærin íslendinganna. —
Sveinn gaf vel inn til Þórðar,
sem skallaði að marki. Það
var naumlega varið en Mc-
Laren hélt ekki knettinum.
Guðm. Óskarsson kom aðvíf-
Félagslíl
Fariuglar!
Um helgina verður farið til
Þingvalla. Gengið á Botnsúlur
eða Hrafnabjörg.
Upplýsingar í skrifstofunni í
kvöldkl. 8,30—10. Sxmi 15937,
Ferðafélag íslands
efnir tii þriggja skemmtiferða
um helgina. Kl. 2 á laugardag er
ferð í Þórsmörk og önnur í Brú-
arárskörð, í þeirri ferð verður ef
til vill gengið á Högnhöfða. — A
sunnudagsmorgun kl. 9 er göngu-
ferð á Botnsúlur.
Farmiðar eru seldir í skrif-
stofu félagsins, Túngötu 5, sími
19533.
Handnkattieiksstúlkur
Ármanns!
Áríðandi að allar mæti á æf-
ingu kl. 8 I kvöid.
Armenmngar.
Yngri og eldri flokkar. Mætið
öll á gönguæfingu vegna 17. júni,
» félagssvæðinu í kvöld kl. 8.
andi og skaut en bakverðirnir
voru komnir í markið og skot
Guðm. var því miðnr lágt svo
þeir fengu varið í horn. Þar
hefði skot dugað til að jafna
metin í Ieiknum. Mínútu síðar
gaf Þórður fallega í eyðu fram.
Guðmundur Óskarsson komst
inn fyrir og var einn gegn
markverði, en skotið fór fram
hjá.
★
Er leikur hófst f síðari hálf-
leik léku Bretar upp miðjuna.
Parker var með knöttinn um 20
m frá marki og engin kom til
móts við hann, hann skaut glæsi-
legu skoti upp í markhornið.
Staðan var 2:0 fyrir Bury.
Enn náðu Bretar öllum tökum
Sv/jb/oð í úrslitum
í GÆRKVÖLD sigraði Svíþjóð
Ungverjaland í leik í heimsmeist
arakeppninni, skoruðu 2 mörk
gegn 1. Svíar hafa forystu í 1.
riðli og eru öruggir að komast í
8 þjóða úrsiit.
á leiknum og það lá mjög á úr-
valsliðinu þó allri hættu væri
bjargað frá, þar til á 35 mín. að
Parker skoraði sitt þriðja mark
í leiknum upp úr samleik innan
vítateigs úrvalsins eftir horn-
spyrnu.
í síðari hálfleik áttu íslending-
ar aðeins eitt og eitt upphlaup.
Það bezta um miðjan hálfleik
er Þórður Þórðarson komst upp
hægri kant, gaf fyrir þar sem
Helgi Björgvinsson (sem kom inn
fyrir Ríkharð) var í færi, en
skaut yfir. Hættulegt var einnig
síðasta upphlaupið er Grétar Sig-
urðssoa komst í gegn á hægri
kanti, gaf vel fyrir og Ellert
skaut vel — en McLaren tókst
snilldarlega að bjarga.
★
Leikur ísl. liðsins virtist æði
tilviljanakenndur. Það er ekki
gott að finna fullnægjandi skýr-
ingu á því að úrslitaliðið náði
ágætu spili einn stundarfjórðung
af 6 en hvorki áður né síðar.
Langtímum lagðist liðið í vörn
og var Halldór Halldórsson ákaf-
astur í að breyta um og fara í
Iðnaðarhúsnæði
400—600 fermetrar til leigu á góðum stað í austur-
bænum. Húsnæðið leigist í einu eða mörgu lagi. Til-
boð sendist Morgunblaðinu fyrir n.k. þriðjudag
merkt: „Götuhæð —6152“.
Ferðatöskur
há
Prafjofxnort
íjölbreytt úrval
íásl í næstu búð
II
nimiupiM
nm
□L p*
sókn, en tókst misjafnlega. Aft-
asta vörnin verður ekki sökuð
um hvernig fór, nema þá fyrsta
markið. Parker virtist leika full-
lausum hala og verður það að
skrifast hjá Sveini að mestu. Út-
herjainir voru aldrei notaðir að
heitið gæti — stundum vanrækt-
ir. Slíkt leiðir aldrei til árang-
urs. Miðtríó Bury fengi ekki
unnið marga leiki án aðstoðar
útherjanna. Til þess eru 5 menn
í framlínu að allir spili og reyni
að aðstoða hver ánnan. Hörður,
Hreiðar og Heimir skiluðu sínu
vel í vörn, Jón var heldur inn-
arlega, Halldór byggði vel upp og
gefur góðar sendingar. Að því
leyti er hann liði meiri styrkur
sem hliðarframvörður en mið-
vörður. I framlínu skilaði Þórður
Þórðarson sínu bezt og Guðm.
Óskarsson, en gallinn var hve
lítið þeir notuðu kantana. Ellert
sýndi oft lagleg tilþrif en var
alltof sjaldan hafður með. Grét
ar var stórlega vanræktur.
Enska liðið sýndi enn hvernig
knattspyrna á að vera, þó er Bury
3. deildar lið. Hraðinn, leiknin,
dreifing leiksins og uppbyggiiig
er höfð í fyrirrúmi, þar við bæt-
ist krafturinn sem virðist óend-
anlega miklu meiri hjá þeim en
okkar mönnum, sem stundum
eins og lippuðust niður í návígi,
það vantar neistann sem gerir
útslagið á návigið eða á upphlaup
ið. Bretarnir voru vel að sigri
komnir, en úrslit leiksins hefðu
mátt gera 4:1 eða 5:2 eftir gangi
hans. Mergurinn málsins er að ís-
lendingarnir spiluðu í einn stund
arfjórðung, Bretar í sex.
Ég þakka öllum þeim sem glöddu mig með heimsókn-
um og heillaskeytum á 85 ára afmælisdegi mínum 7. þ.m.
Guð blessi ykkur öll.
Hólmavík, 9. júní 1958.
Guðrún Árnadóttir, Hellu, Hólmavík.
Þökkum hjartanlega öllum sem glöddu okkur á fjöru-
tíuára hjúskaparafmæli okkar.
Helga og Ormur Ormsson,
Borgarnesi.
HELGA JÓNSDÓTTIR
frá Höfn í Reykjavík andaðist að Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund 10. þ.m. Hún var fædd að Hrísakoti
í Kjós 9. sept. 1866. Útförin tilkynnt síðar.
Nokkrir vinir liinnar látnu.
Móðir okkar
GUNNÞÓRA GÍSLADÓTTIR
andaðist að heimili sinu Blönduhlíð 29 12. þ.m.
Systkinin.
Hjartkær eiginmaður minn
GUÐMUNDUR GISSURARSON
bæjarfulltrúi, sem andaðist 6. júní s.l. verður jarðsunginn
frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði laugardaginn 14. júní kl.
2 e.h. Athöfnin hefst með húskveðju heima að Tjarnar-
braut 15 kl. 1.15 e.h.
Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu minnast
hans er bent á sjóð þann sem stofnaður hefur verið til
minningar um hann við Elli- og hjúkrunarheimilið Sól-
vang. Minningarspjöldin fást í bókabúðum bæjarins og
Blómaverzluninni Sóley.
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpau.
Fyrir hönd vandamanna.
Ingveldur Gísladóttir.
Okkar innilegustu þakkir færum við öllum nær og
fjær, fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og
ömmu
KRISTÍNAR RÓSU JÓNASDÓTTUR
Guðmundur Andrésson, Jóiiina Jónsdóttir,
Guðni Þórðarson, Kristín R. Guðnadóttir.
Innilegar þakkir til allra sem auðsýnt hafa okkur
samúð við andlát og útför móður okkar og tengdamóður
GUDRÚNAR GUÐJÓNSDÖTTUR
Selvogsgötu 5, Hafnarfirði.
Börn og tengdabörn.
Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og
hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar
RÖGNU JÓNSSON
Ellen Eyjólfsdóttir og Jón Eyjólfsson.
Hjartanlegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auð-
sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og út-
för
STEFANS BJARNASONAR
skipaeftirlitsmanns frá Isafirði.
Guðrún Helgadóttir, dætur og tengdasynir.