Morgunblaðið - 13.06.1958, Page 16
VEÐRIÐ
A-kaldi eða stinningskaldi
____Dálítil rigning.
Eyðiny óþefs
Sjá bls. 9.
131. tbl. — Föstudagur 13. júní 1958
Almennir stjórnmála-
fundir Sjálfstœðismanna
á fjórum stöðum í kvöld
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN heldur fjóra almenna stjórnmála-
lundi í kvöld- A Isafirði, Blönduósi, Sigiufirði og Seyðisfirði.
Fundurinn á ísafirði verður haldinn í Uppsölum og hefst kl.
8,30 síðd. Frummælendur verða alþingismennirnir Björn Óiafsson,
Ólafur Björnsson og Kjartan Jóhannsson.
Á Blönduósi hefst fundurinn kl. 8 síðd. Frummælendur á þeim
fundi verða alþingismennirnir Jón Páimason og Magnús Jónsson.
Fundurinn á Siglufirði verður í Sjómannaheimilinu og máls-
hefjei.dur á þeim fundi verða alþingismennirnir Sigurður Bjarna-
son og Friðjón Þórðarson.
Á Seyðisfirði verða frummælendur Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri og Einar Sigurðsson útgerðarm., og fundurinn þar hefst
ki. 8,30. e.h. —
Sölnbonn n öli og gosdrykbjnm
Deila um greiðsluskilmála
1 DAG fæst ekki Egilsöl í Rvík
og ekki heldur Samtasdrykkir.
Ástæðan er sú, að skorizt hefur
alvarlega í odda með kaup-
mönnum og öðrum þeim, sem Kom það bann þegar til fram.
annast sölu og dreifingu á öli
og gosdrykkjum og Ölgerðinni
Agli Skallagrímssyni og gos-
drykkjaverksmiðjunni Sanitas.
Eins og kunnugt er, eiga iðn-
fyrirtæki í landinu og verzlamr
við mikla og sífellt vaxandi örð-
ugleika að etja, m. a. vegna
rekstrarfjárskorts. Af þeim ástæð
um munu ölgerðin og Sanitas
hafa tilkynnt öllum viðskipta-
vinum sínum, að nú yrði teknir
upp nýir viðskiptahættir. Yrðu
allir að greiða ölið og gosdrykk-
ina með staðgreiðslu — öllum
lánsviðskiptum yrði þætt.
Kaupmenn brugðu skjótt við
því að hér var um að ræða mál,
sem mjög snerti hagsmuni verzl-
unarstéttarinnar. Það mun vera
svo, að ýmsir kaupmenn. greiða
öl og gosdrykki frá verksmiðj-
um þessum við afhendingu, en
margir greiða samkvæmt mánað-
arreikningi og hefur svo verið
um langt árabil.
Félag matvörukaupmanna hér
í Reykjavík hélt fund og mot-
mælti þessum kröfum verksmiðj-
anna eindregið. Taldi það með
öllu ógerl. að verða við kröf-
um staðgreiðslu. Sama sinnis
voru veitingamenn. Þá munu
verksmiðjurnar hafa tilkynnt að
þeir kaupmenn, veitingamenn og
aðrir, sem neituðu staðgreiðslu-
viðskiptum yrðu settir í af-
greiðslubann.
Þessu svaraði Félag matvöru-
kaupmanna, Félag söluturnaeig-
enda og Veitingamannasamband
ið með því að leggja algjört sölu
bann á Egilsöl og gosdrykki, svo
og á Pepsi Cola og aðra fram-
leiðslu Sanitasverksmiðjunnar.
kvæmda í gærdag. I gærkvöldi
voru framleiðsluvörur verk-
smiðjanna ófáanlegar í Reykja-
vík eða Hafnarfirði.
Þórsmerkurför Heimdallar
Ferðadeild Heimdallar efnir til ferðar í Þórsmörk um næstu
helgi. Farið verður frá Reykjavík kl. 2 e. h. á laugardag, en
komið til baka kl. 10 á sunnudagskvöldið. Farmiðar eru seld-
ir * skrifstofu Heimdallar í Valhöll við Suðurgötu. Opið dag-
lega kl. 5—7 e. h. — Sími 17102. —
Myndin hér að ofan er af Hvannagjá í Þórsmörk, en marg-
ar slíkar hrikalegar gjár skerast inn í Mýrdalsjökul.
(Ljósm. Óttar Kjartansson).
Skerðing lífskjaranna óhjákvœmileg
ef sjávaraflinn glœðist ekki
sagði Jónas Haralz á Stúdentafundinum
i gœr
UMRÆÐUFUNDUR Stúdenda-
félags Reykjavíkur um „bjarg-
ráðafrumvarpið" í gærkvöldi var
vel sóttur. Jónas Haralz hagfræð-
ingur og dr. Jóhannes Nordal
fluttu framsöguræður. Jónas var
ekki mjög svartsýnn á framtíð
efnahagsmálanna, kvað þar samt
enga örugga lausn, en meginskil-
yrði fyrir lausn væri hins vegar
það, að þjóðin og forystumenn-
irnir þyrðu að horfast í augu við
veruleikann og hætturnar. Kvað
hann draga verða úr fjárfestingu
og efla framleiðslu útflutnings-
varnings. Verðbólgunni yllu of
miklar framkvæmdir og of hátt
kaup. Aðgerðir ríkisvaldsins
hefðu miðazt við að draga úr af-
leiðingum verðbólgunnar, en
ekki að stöðva misræmið í pen-
ingamálunum.
Ræða dr. Jóhannesar Nordal
Bridgemótið:
sveitir Halls og
Hjalta gefa hlotið sigur
l NÆSTSÍÐUSTU umferðinni á
íslandsmótinu í bridge fóru leik-
ar þannig:
Ragnar vann Eggrúnu, 56:29;
Hallur vann Eystein, 69:23; Hörð-
urvann Ásbjörn, 64:50; Karl vann
Óla, 57:39; Árni M. vann Ástu,
101:34; Hjalti vannSigurbj., 72:37;
Jón jafnt við Hólmar, 50:49.
Fyrir síðustu umferð sem spil-
uð var í gærkvöldi var sveit
Halls efst með 13 stig og næstar
sveit Hjalta með 12 stig og sveit
ir, Árna M., Ásbjörns og Harðar
með 10 stig, svo aðeins var mögu-
leiki fyrir sveitir Halls og Hjalta
að hreppa íslandsmeistaratitilinn.
í síðustu umferðinni, sem iauk
í nótt spilaði sveit Halls við sveit
Hólmars og sveit Hjalta við sveit
Harðar.
í kvöld hefst íslandsmótið í
tvímenning. Þátttakendur eru 48
pör mjög víða af landinu. Nú-
verandi fslandsmeistarar eru þeir
feðgar Sigurður Kristjánsson og
Vilhjálmur Sigurðsson og hafa
þeir fullan hug að halda titlinum
enn um sinn.
Síðustu fréttir
Þegar síðasta umferðin var
hálfnuð í gærkvöldi stóðu leikar
þannig að Hallur hafði 28 stig
gegn 6 stigum Hólmars, og sveit
Harðar 38 stig gegn Hjalta. Allt
benti því til að sveit Halls hlyti
íslandsmeistaratitilinn.
var mjög í sama dúr, enn hefði
ekki tekizt að marka ákveðna
stefnu 1 efnahagsmálunum og
landsmenn vildu ekki sætta' sig
við að herða sultarólina. Stefnu-
leysi væri ríkjandi, bráðabirgða-
ráðstafanir væru gerðar, en ekki
höggvið við rót meinsins. Settu
marki yrði aldrei náð fyrr en
Ijóst væri hvert stefnt væri og
nú bæri að gera ráðstafanir til
þess að efla trú fólks á krónuna.
Nú væri hins vegar svo komið,
að arðbær avinnurekstur væri
almennt talinn brask, en allur
hallarekstur væri talinn bera
vott um þjóðhollustu.
Benedikt Gíslason frá Hofteigi
tók til máls og sagði lítið nýtt í
ræðum hagfræðinganna og bar
fram nokkrar fyrirspurnir.
Pétur Benediktsson, banka-
stjóri, kvað lítið að græða á
orðaleikjum hagfræðinganna.
Stefna ríkisstjórnarinnar í efna-
hagsmálunum leiddi út í tóma
vitleysu, stjórnin hefði ætlað að
taka gjána í tveim stökkum,
hefði nú lokið fyrra stökkina og
hengi í lausu lofti. yfir gjánni.
Hún vissi ekki hvort hún ætti
að fara aftur á bak eða áfram,
en hún kæmist ekkert, því að
vitanlega dytti hún beint niður í
gjána. Hagkerfið væri falskt og
stjórnin þyrði ekki að horfast í
augu við sannleikann.
Prófessor Ólafur Björnsson
flutti stutta ræðu og kvaðst sam-
mála hagfræðingunum í megin-
atriðum. Bar hann fram fyrir-
spurn til þeirra þess efnsi, hvort
þeir teldu, að hægt væri að koma
á jafnvægi í fjármálunum með
minnkandi fjárfestingu einni sam
an — án þess að skerða lífsgjör-
in.
Ingimar Einarsson taldi meg-
inógæfuna vera jafnvægisleysi,
sem vinna íslendinga á vegum
varnarliðsins hefði skapað.
Jónas Haralz svaraði síðan
fyrirspurnum og játti því, að vísi
tölukerfið væri notað til að halda
niðri kaupinu á þann hátt, að
um væri að ræða fölsun á veru-
leikanum „ að sumu leyti“. Spurn
ingu Ólafs svaraði hann á þá
lund, að skerðing lífskjaranna
væri óhjákvæmileg, ef sjávarafl-
inn glæddist ekki. Mjög veruleg-
ur samdráttur í allri fjárfestingu
yrði að verða, ef komast ætti
hjá því að skerða lífskjörin að
mun. Það væri ekki einungis hið
opinbera og bæjarfélögin, sem
yrðu að draga saman seglin, held
ur og einstaklingar í íbúðarbygg-
ingum sínum. Klukkan var lið-
lega 11 þegar hér var komið og
umræðum að Ijúka.
Golfskálinn seldur
Á FUNDI bæjarráðs Reykjavikur
s. 1. þriðjudag var fallizt á tillögu
Jóns Bergsteinssonar og borgar-
lögmanns um að bærinn keypti
Golfskálann á Öskjuhlíð fyrir
600 þús. kr. Jafnframt gaf bæj-
arráð golfklúbbnum fyrirheit um
allt að 100 þús. kr. framlagi til
að gera nýjan völl hjá Grafar-
holti. Bærinn mun nota Golf-
skálann fyrir starfsemi æskulýðs-
ráðs.
Magnús Jónsson
syngur á ísafirði
ÍSAFIRÐI, 12. júní. — Jón Þór-
arinsson, framkvstj. Sinfóníu-
hljómsveitarinnar, var á ferð hér
um helgina til þess að undirbúa
hljómleikaför hljómsveitarinnar
um Vestfirði. Mun hljómsveitin
leika í Alþýðuhúsinu á ísafirði
1. júlí — og er í ráði, að Magnús
Jónsson, óperusöngvari syngi
með sveitinni. Hljómleikar munu
og verða haldnir í Bolungarvík
og suðurfjörðunum.
Unnið við háspennu-
línu lil Akraness
AKRANESI, 12. júní. — Hingað
kom Fjallfoss í morgun með 200
staura í háspennulínuna, sem á
að leggja hér norðan megin Hval-
fjarðar og sem flytja á okkur raf-
magn frá Sogsvirkjuninni. Búið
er að setja upp alla staurana frá
Elliðaárstöðinni og inn með Hval
firði að sunnanverðu að þeim
stað, þar sem rafstrengurinn i
að liggja út í fjörðinn. Rafstreng-
úrinn verður tekinn á land rétt
utan við Kúludalsá hér norðan
fjarðarins. Þangað inn eftir er bú-
ið að keyra nokkuð af staurum
í línuna, og við þá bætast staur-
arnir, sem Fjallfoss losaði i dag.
— Oddur.
AKRANESI, 12. júní — Hér var
í dag danskt skip, Alfa, sem lest-
aði fiskimjöl og saltfisk. Litla-
fell kom og í morgun og losaði
olíu. —Oddur.
Vöruvelta ,,Þórs" á Hellu
nœr 2j milljónir króna
Hellu, 9. júní. — •
AÐALFUNDUR Kaupfélagsins
„Þórs“, Hellu, var haldinn að
Hellu 7. þ. m. Mættir voru stjórn-
armenn, endurskoðendur og 21
fulltrúi úr öllum deildum sýsl-
unnar, auk margra félagsmanna
víðs vegar að úr héraðinu.
Form. félagsins, Guðm. Er-
lendsson, hreppstjóri, Núpi, setti
fundinn og stjórnaði honum. —
Fuhdarritari var Páll Björgvins-
son, Efra-Hvoli.
Framkvæmdastjóri félagsins,
Ingólfur Jónsson, alþm., gerði
grein fyrir afkomu s.l. árs og
lagði fram endurskoðaða reikn-
inga.
Vöruvelta félagsins hafði auk-
izt um rúmlega 3 millj. kr. á
árinu og var kr. 24.972.000,00. —
Útistandandi skuldir lækkuðu
um 1,5 milljónir króna. Skuldir
við banka lækkuðu einnig nokk-
uð. —
Framkvæmdir hafði félagið
með höndum á árinu, svo sem:
lokið var stækkun bifreiða- og
landbúnaðarvélaverkstæðis,
stofnsett rafmagnsverkstæði, inn
réttuð kjötbúð og keyptar vélar
og áhöld í hana, keyptar bók-
haldsvélar og komið á vélabók-
flutningabifreið af Volvo-gerð,
breytt var 8 tonna vörubifreið í
olíuflutningabifreið o. fl. Heildar
fjárfesting nam kr. 1,1 milljón.
Lýstu fundarmenn ánægju sinni
yfir framkvæmdum félagsins og
traustum hag þess. Lagt var í
varasjóð og auk þess í stofnsjóð
kr. 114.000,00.
Fundarmenn íögnuðu því, að
Kaupfélagið Þór skuli ætla að
annast sölu á hrossum til Þýzka-
lands í sumar og haust.
Fram kom á fundinum gagn-
rýni á lögum um útflutningssjóð,
töldu bændur, að hinir þungu
skattar á rekstrarvörur væru ó-
skynsamlegir og stefndu fram-
leiðslunni og efnahag þjóðarinn-
ar í voða.
Ákveðið var á fundinum að
veita Skógræktarfélagi Rangæ-
inga nokkurn styrk á þessu ári.
Úr stjórn kaupfélagsins áttu
að þessu sinni að ganga þeir
Gunnar Runólfsson, Syðri-Rauða-
læk og Sigurjón Sigurðsson, Raft-
holti, en voru báðir endurkjörn-
ir og varamaður var endurkjör-
inn Oddur Oddsson, Heiði. Páll
Björgvinsson, Efra-Hvoli var end
urkosinn endurskoðandi og Guð-
mundur JOnsson, Ægissíðu til
haldi, keypt 12 tonna dieselvöru- vara.
H.