Morgunblaðið - 22.08.1958, Blaðsíða 1
Landhelgismálið rætt fyrir lukt-
um dyrum í aðalstöðvum NATO
P A R í S , 21. ágúst — t dag bjuggust menn hálfvegis við því að
einhver opinber yfirlýsing yrði gefin um landhelgismálið í aðal-
stöðvum Atlantshafsbandalagsins, en þar hafa umræður farið fram
undanfarna daga fyrir luktum dyrum. Sérfræðingar frá bandalags
ríkjunum hafa ræðzt við — og í dag flugu þær fregnir, að þeim
befði orðið vel ágengt.
Samkvæmt fréttaskeyti frá
NTB segir, að í aðalstöðvum
bandalagsins hafi verið látið
uppi, að engin beiðni liggi fyrir
um að kalla fastaráð bandalags-
ins saman, en tíðindamaður NTB
segist hafa það eftir áreiðanleg-
um heimildum, að stjórnir banda
lagsríkjanna hafi nú góða von
um að takast megi að leiða málið
til lykta á farsælan hátt. Samt er
því ekki að leyna, að við mikla
erfiðleika er að etja.
Samkvæmt fréttum út-
varpsins kl. 10 í gærkvöldi sat
Atlantshafsráðið á fundi í
gær. Engin opinber yfirlýsing
var gefin út — og er búizt
við að fundir standi enn í
nokkra daga án þess að nokk-
uð verði látið uppi. Sænska
Samkomulag um ara-
bisku tillöguna
NEW YORK, 21. ágúst — í dag
var tiilaga Arabaríkjanna lögð
fram á Allsherjarþinginu og
fylgdi utanríkisráðherra Súdans
henni úr garði. í tillögunni segir,
að Arabaríkin skuldbindi sig til
þess að virða stjórnskipulag
hvers um sig og hafa engin af-
skipti af innanlandsmálum hvers
annars — og hegða sér á alla
lund í samræmi við stofnskrá
SÞ. Þess er farið á leit við
Hammarskjöld, að hann taki upp
viðræður við stjórnir viðkom-
andi ríkja — í anda stofnskrár
SÞ og beiti sér fyrir því, að
grundvallarreglum og sjónarmið-
um SÞ verði fylgt í Jórdaníu og
Líbanon — og erlendur her verði
fluttur þaðan hið fyrsta. Þá segj-
ast Arabaríkin vera reiðubúin til
samstarfs á efnahagssviðinu.
Fullvíst er talið, að tillagan fái
stuðning mikils meirihluta þing-
heims — og hafa Bretar og
Bandaríkjamenn lýst stuðningi
sínum við hana.
Allsherjarþingið samþykkti á-
lyktunartillögu Arabaríkjanna
einróma. Fulltrúar 80 ríkja
greiddu henni atkvæði, en full-
trúi Dominikanska lýðveldisins
var f jarverandi.
útvarpið mun og hafa skýrt
frá því, að beðið væri komu
þriggja norskra sérfræðinga,
sem væntanlegir eru til París-
ar á laugardag.
De Gaulle hittir
Adenauer
PARÍS, 21. ágúst. De Gaulle kom
flugleiðis til Madagaskar í dag
og hóf þar með 13.000 mílna ferða
lag sitt um yfirráðasvæði Frakka
í Afríku. í þessari ferð ætlar de
Gaulle að kynna þegnum hins
franska ríkis tillögur sínar um
stjórnarskrárbreytingu, sem lagð
ar verða undir þjóðaratkvæði.
í dag var einnig tilkynnt, að
de Gaulle mundj eiga fund með
Adenauer kanslara í næsta mán-
uði. Þeir hafa ekki hitzt fyrr.
Ekki er ákveðið hvar fundurinn
verður haldinn.
Hlakkar í Rússum
Socialdemokraten"
Stórmeistari
í skák
í gær var samþykkt á alþjóða-
skákþinginu, sem haldið er i
Portoroz í Júgóslavíu samtimis
skákmótinu, að Friðrik Ólafs-
son skuli tekinn í tölu stór-
meistara í skák. — Er hann
fyrsti íslendingurinn, sem hlýt
ur slíka viðurkenningu fyrir
afburða hæfnj á sviði skáklist-
arinnar.
Vopn
til íraks
LONDON, 21. ágúst — Bretar og
Bandaríkjamenn munu sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
ætla að halda áfram að senda
vopn til íraks. Vopnasendingar
eru nú á leiðinni þangað, en sagt
er í fréttum, að hér sé um létt
vopn að ræða, sem búið hafi ver-
ið að panta áður en byltingin var
gerð. Engum vafa þykir það und-
irorpið, að Iraksstjórn mun fá
vopn frá Bandaríkjunum, svo
lengi sem nýja stjórnin snýst
ekki á band Rússa.
Þá hefur og verið tilkynnt, að
Bandaríkjamenn ætli að láta
Indónesíustjórn hafa allmikið
magn vopna.
Tveir dauðadómar
AMMAN, 21. ágúst. — Tveir ung-
ir menn voru dæmdir til dauða
í Amman í dag — fundnir sekir
um þátttöku í samsæri gegn
stjórn landsins. Unnusta annars
mannsins var dæmd til fanga-
vistar.
Alþjóðlegu eftirlitskerfi með kjarn-
orkutilraunum verði komið upp
er tillaga sérfræðinganna
GENF, 21. ágúst — 1 dag lauk fundum sérfræðinga austurs og vest-
ui, sem rætt hafa um leiðir til þess að fylgjast með tilraunum með
kjarnorkuvopn í því skyni, að hægt verði að fylgjast nákvæmlega
með því að hugsanlegur sáttmáli um stöðvun kjarnorkutilrauna
yrði haldinn.
— segir
ag.
Kaupmannahöfn, 21.
Einkaskeyti til Mbl.
RITZAU-FRÉTTASTOFAN skýr
ir svo frá, að fundum um land.
helgismálið innan Atlantshafs-
bandalagsins sé haldið mjóg
leyndum. „Poletiken" skýrir svo
frá, að sænska utanríkisráðu-
neytið sé nú að útbúa nákvæm
fyrirmæli fyrir tundurduflaslæð-
arann Hano, sem fylgir sænsk-
um togurum á íslandsmið.
í forystugrein í „Socialdemo-
kraten" í dag er rætt um land-
helgisdeiluna — og harmar blaðið
ástandið, sem skapazt hefur. Seg-
ir það, að þó gleðjist sumir
yíir þessum atburðum — og
þeir séu í Moskvu. Rússar not-
færi sér nú efnahagslega hags-
muni íslands sem lið í baráttunnj
til þess að reyna að kljúfa Atlants
Hörnmngarástand
DONODOSSOLA, Ítalíu 21 ág.
— A. m. k. 13 manns létu lífið
í gær, er aurskriða féll yfir smá-
þorp í sunnanverðum Ölpunum.
Mikið hörmungaástand ríkir nú
í héruðunum sunnan í Ölpun-
um og hafa aurskriður runnið
víða úr hlíðum og lokað sam-
gönguleiðum. Margir ferðamenn
eru innikróaðir í bílum sínum á
vegunum — og taldir í mikilli
hættu — og mörg smáþorp eru
einangruð frá umheimmum. Tal-
ið er, að a. m. k. 1.000 manns séu
einangraðir. Hjálparsveitir, sem
sendar hafa verið á vettvang,
sækist ferðin seint
hafsbandalagið — í voninni um
að veikja norðurhluta varnar-
svæðis bandalagsins. Blaðið bæt-
ir þvi við, að samningaleiðina
verði að fara — og vonandi takist
með skynsamlegum viðræðum að
koma i veg fyrir vandræðaástand,
sem mundi hafa keðjurerkun og
verða norrænum — og vestræn-
um hagsmunum í heild mjög
skaðlegt.
Sérfræðingarnir komust að
samkomulagi um nokkrar tiltæk-
ar aðgerðir til eftirlitsins. í sam-
eiginlegri yfirlýsingu þeirra í
dag sagði, að hér væri um að
ræða:
Söfnun geislavirkra efna í loft-
inu.
Jarðhræringamælingar.
Hljóðbylgjumælingar.
Radíóbylgjumælingar.
Sérstakar allsherjareftirlits-
stöðvar, sem fulltrúar beggja að-
ila önnuðust í sameiningu — og
staðsettar yrðu víðs vegar um
heim, á láði og legi. — Lögðu
vísindamennirnir til, að sliku
eftirlitskerfi yrði komið upp —
og yrði það undir alþjóðlegri
stjórn.
Hammarskjöld, framkvæmda-
stjóri SÞ, sendi sérfræðingunum
þakkarávarp þar sem hann þakk-
aði vel unnin störf — og kvaðst
binda miklar vonir við að árang-
ur þessara funda mætti verða
undanfari samkomulags stórveld-
anna um stöðvun kjarnorkutil-
rauna, slíkt samkomulag yrði
mikill áfangi í afvopnunarmál-
Uggs gœtir í Bandaríkjunum vegna
lántökunnar í Rússlandi
Danir vilja miðla málum með íslendingum
og Bretum, segir Berlingur
Kaupmannahöfn, 21. ágúst.
Einkaskeyti til Mbl.
„Berlingske Aftenavis“ skýrir
svo frá í dag, að fulltrúar Dana
á Parisarfundinum um landhelgis
málið hafi látið svo ummælt í
dag, að Danir væru fúsir til þess
að reyna að koma á málamiðlun
með íslendingum cg Bretum.
Danska sendinefndin ræddi til-
boðið við fastafulltrúa í Atlants-
hafsráðinu og Spaak, fram-
kvæmdastjóra Atlantshafsbanda-
lagsins.
Parísarfréttaritarj „Beriingske
Aftenavis“ segir og í morgun, að
óformlegir viðræðufundir séu
hafnir af fullum krafti — og e.t.v.
sé árangurs að vænta í dag.
„Informationen“ er uggandi i
umræðum sinum um Iandhelgis-
málið og segir, að málamiðiun sé
mjög erfið vegna þess að hun
mundi fella íslenzku stjórnina
og veita kommunistum góðan á-
ioðursgrundvöll.
★
Talið er, að málamiðlunartil-
lagan, sem fram hefur komið í
Parísarviðræðunum feli í sér
þessi atriði: Farið er fram á það
við íslendinga, að þeir fresti
gildistöku nýju reglugerðarinnar
um landhelgislinuna af frjálsum
vilja svo að þjóðum þeim við
N-Atlantshaf, sem hagsmuna
hafa að gæta hvað fiskveiðar
snertir, gefist betri tími til þess
að ræða landhelgismálin. Þess
verði jafnframt farið á .eit við
Breta og aðrar fiskveiðiþjóðir,
sem veiðar stunda við ísland. að
hætta öllum veiðum á ákveðnum
svæðum innan 12 mílna land-
helginnar,
Bandaríkjastjórn varar íslend-
inga og Breta við vaklbeitingu —
og segir, að ef í odda skerist með
þessum tveim Atlantshafsþjóðum
á sjó úti muni Atlantshafsbanda-
lagið biða tjón af — og slíkt yrði
Rússum einum að gagni.
í Bandarikjunum gætir uggs
vegna lántöku íslendinga i Rúss-
landi og þess áróðursmats, sem
Rú&sar gera sér úr ástándinu.
unum. Sagði hann að fundinum
í Genf hefði verið veitt mikil at-
hygli — og vonir manna hefðu
ekki brugðizt, eins og svo oft
áður, þegar fulltrúar stórveld-
anna hefðu komið saman.
Fundir þessir stóðu frá 1. júlí
— og urðu 30 talsins. Sérfræð-
inganefndirnar voru frá Banda-
ríkjunum, Bretlandi, Frakklandi,
Kanada, Rússlandi, Póllandi,
Tékkóslóvakíu og Rúmeníu.
Fullvíst er talið, að Banda-
ríkjamenn muni tilkynna
innan skamms, að þeir hætti
kjarnorkutilraunum að sinni
— og geri Rússum tilboð um
að semja um stöðvun til-
rauna.
Hussein haínar
hersveitum S. þ.
Amman, 21. ágúst. — Hussein
konungur Jórdaníu sagði í dag,
að hann æskti þess, ekki, að her.
sveitir S. þ. kæmu til Jórdaníu
og elystu brezka herinn af liólmi.
Kvað hann brezka herinn mundu
fara úr landi, þegar Jórdaníu-
menn gætu sjálfir gætt öryggis
ríkisins — og sennilega mundi
stjórn hans fara þess á leit við
Bretland og Bandaríkin, að þau
veittu landinu fjárhagsaðstoð til
þess að standa straum af aukn-
um herkostnaði.
Skorað á skipstjóra að
virða landhelgina
í FRÉTTATÍMA Ríkisútvarpsins
í gær var sagt frá því, að sam-
kvæmt skeyti frá Þórshöfn hefði
skipstjóra- og stýrimannafélagið
í Færeyjum skorað á alla fær-
eyska skipstjóra að virða hina
nýju fiskveiðilögsögu Islands,
sem gengur í gildi 1. september
— og veiða ekki fyrir innan fisk-
veiðitakmörkin, enda berjist Fær
eyingar fyrir sömu kröfum varð-
andi eigin fiskveiðilögsögu.