Morgunblaðið - 12.09.1958, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.09.1958, Qupperneq 1
20 siður * Bandaríkin munu ekki sýna neina undanlátssemi sagbi Eisenhower forseti i útvarpsræðu um ástandið á Formósusundi WASHINGTON, 11. sgpt. — NTB — Reuter. — Eisenhower Banda- ííkjaforseti lýsti yfir því í útvarps- og sjónvarpsræðu tii banda- rísku þjóðarinnar í nótt, að Bandaríkin myndu ekki sýna neina undanlátssemi í átökum þeim, sem nú standa yfir í Austur-Asíu. Ástandið í Austur-Asíu er al- varlegt, en engan veginn háska- legt eða vonlaust, og ég held ekki, að úr því verði styrjöld, sagði forsetinn. Eisenhower lýsti yfir því, að Bandaríkin muni ekki víkja fyrir hótun um vopn- aða árás í AusturAsíu. Hann lagði samt áherzlu á, að Banda- ríkin myndu fagna því, að samn- ingar hæfust, er gætu orðið til þess að varðveita friðinn á For- mósusundi. Sagðist forsetinn telja víst, að viðræður sendiherra Bandaríkj- anna og kínverska alþýðulýð- veldisins myndu hefjast aftur, þegar sendiherra Kína, Wang Ping-Nan kemur aftur til Var- sjár eftir að hafa ráðfært sig við Pekingstjórnina. Bandaríkja- stjórn vonar innilega, að tillaga Bandaríkjamanna um, að við- ræður sendiherranna hefjist að nýju, muni bera árangur, bætti forsetinn við. — ♦ — Eisenhower hvatti kínverska alþýðulýðveldið til að taka þátt í slíkum viðræðum í þeim til- gangi að finna lausn, sem allir aðilar geta sætt sig við — að sjálfsögðu einnig bandamenn Bandaríkjanna, þjóðernissinnar á Pormósu. Ef viðræður sendiherranna bera ekkj árangur, er ennþá sá möguleiki fyrir hendi, að SÞ geti beitt áhrifum sinum til að skapa frið á Formósusvæðinu. Stað- reynd er, að yfirgangur kín- verskra kommúnista á Formósu- Sandys heimsækir Bandaríkin LUNDÚNUM, 11. sept. — Reuter. — Brezki varnarmálaráðherrann Duncan Sandys mun fara í heim- sókn til Bandaríkjanna dagana 22. sept. til 4. okt. Segir í tilkynn ingunni um væntanlega för Sandys, að hann muni eiga mikil- vægar viðræður við forráða- menn varnarmála í Bandaríkjun- um. Sandys mun dveljast þrjá daga í Washington og ræða þar við varnarmálaráðherrann Mc Elroy. Síðar mun hann m.a. skoða tilraunasvæðið á Canaveral höfða og heimsækja yfirmann At lantshafsbandalagsins, Jerauld Wright, í aðalbækistöðvum hans í Norfolk. Hammarskjöld fer til New York ídag BEIRUT, 11. sept. — Reuter. — Dag Hammarskjöld, aðalritari SÞ ræddi í dag við Fuad Chehab, sem tekur við forsetaembættinu i Líbanon síðar í þessum mánuði. Á morgun fer Hammarskjöld til New York að lokinai för um Mið- austurlönd. svæðinu, stofnar friðnum í heim- inum í voða, en ég held ekki, að nokkur stjórn, hversu árásar- sinnuð, sem hún kann að vera, muni hafna tilraun til að koma á friði, hvort sem slíkt er reynt með beinum samningum eða fyrir milligöngu SÞ. - ♦ - Forsetinn lýsti yfir því, að Bandaríkin myndu aldrei hverfa að því ráði að beita valdi til að leysa ágreiningsefni, nema ef ráð izt yrði á þau, þannig að vernda yrði lífsnauðsynlega hagsmuni þjóðarinnar. Þetta merkir, að við mundum aldrei hætta við samn- inga eða sáttatilraunir til þess að beita valdi. Minnti forsetinn á þá undan- látsstefnu, sem fylgt var á árun- um fyrir heimsstyrjöldina síð- ari. Enn stendur heimurinn aug- liti til auglitis við það vanda- mál, sem vopnuð árás er. Vold- ugt einræðisríki ræðst á varn- arlaust, en frjálst land. Eigum við við slíkar aðstæður að láta undan ógnunum og sleppa hend- inni af frjálsu landi í von, að þetta muni seðja hungur árásar- aðilans. Munum við ekki, að nafn ið Miinchen er táknrænt fyrir árangurslausa tilraun til að sætt ast við einræðisherra. Setjum svo, að kínverskir kom múnistar leggi undir sig Quemoy. Myndu það verða sögulok, sagði forsetinn. Nei, við vitum, að svo mundi ekki fara. Það er öruggt, að tilgangurinn með skothríðinni á Quemoy er ekki aðeins að leggja undir sig eyna. Það er aðeins þáttur í umfangs- mikilli landvinningaáætlun. Og svo virðist, sem Sovétríkin og Kína haldist í þessu efni í hendur. En heldur Krúsjeff,að við höfum Framhald á bls. 2 Friðrik Ólafsson skákborðið. Friðrik Ólafsson tryggði sér þátt- töku á kandidatamótinu næsta ár Varð / 5. sæti ásamt Fischer FRIÐRIK ÓLAFSSYNI, hin- um nýbakaða stórmeistara íslendinga í skák, tókst í síð- ustu umferðinni á skákmót- inu í Portoroz að tryggja sér sæti meðal hinna sex efstu SKÁKMÓTINU í Portoroz í Júgó slavíu er nú lokið og heyrir það nú skáksögunni til. Er þar með lokið fjórðu millisvæða- keppninni til undirbúnings □- -□ Boeing 707 UM kl. 1 í nótt lenti á Kefla- víkurflugvelli hin nýja banda ríska farþegaþota, Boeing 707. Þessi risaflugvél, sem á að geta flutt 160 farþega, er í eigu Pan-American Airlines flugfélagsins. Um leið og flug- vélar af þessari gerð verða teknar í notkun, munu verða þáttaskil í farþegaflugi yfir Atlantshafið. □- -□ og þar með rétt til þátttöku , heimsmeistarakePPninni> eftir að þetta keppnisfyrirkomulag var tekið upp eftir stríðið. 1948 í i kandidatamótinu, þar sem átta fræknustu skákmenn heimsins keppa um, hver heyja skuli einvígi við heims- meistarann. Hefir Friðrik með þessu orðið landi sínu til hins mesta sóma. Hér heima var fylgzt með skákmótinu af gífurlegum áhuga, og úrslitin voru kunn var þeim fagnað mjög. Blaðið sneri sér í gær til Baldurs Möllers í tilefni þessa skáksigurs Friðriks, og fer frá- sögn hans hér á eftir: Saltsjöbaden 1952 í Stokkhólmi 1955 í Gautaborg og nú 1958 í Portoroz. í öllum mótunum hefir Rússi orðið í efsta sæti og einnig nú, en nú í fyrsta sinni er ekki um yfirburðasigur Rússanna að ræða og er það ekki sízt hinum ungu skákstjörnum Vesturlanda, Friðriki Ólafssyni og Bobby Fischer, að þakka en ásamt Júgó slavanum Gligoric og landflótta Ungverjanum Pal Benkö veittu þeir stórveldi skákarinnar hörð- ustu mótstöðu sem því hefir um langt árabil verið veitt. Síðasta umferðin Svo sem skýrt var frá í blað- inu í gær voru miklir erfiðleik- ar á öflum frétta um úrslit í síð- ustu umferðinni, vegna óveðurs við Adríahafið. Úrslit í gær- kvöldi urðu þessi: Rossetto 1 — Framh. á bls. 2 Bretar sprengja vetnisvopn LUNDÚNUM, 11. sept. — Reuter. — Bretar sprengdu í dag vetnis- vopn hátt í lofti yfir Jólaeyju. Hófu Bretar tilraunir með kjarn- orkuvopn 22. ágúst s.l., og er þetta þriðja vopnið, sem reynt er, síðan þær hófust. f tilkynningu brezka birgðamálaráðuneytisins segir, að tilraunin hafi tekizt vel. Bolialeggingar í London um afstöðu þings S.þ. í landhelgismálinu í SKEYTI frá NTB í gærkvöld segir, að tilkynningin um, að ís lenzka sendinefndin hjá SÞ muni fara fram á, að allsherjarþing SÞ viðurkenni nýju 12 mílna fisk- veiðilögsöguna, valdi brezku stjórninni áhyggjum, þar sem tal- ið er mögulegt, að íslendingar fái samþykki meirihluta Alls- herjarþingsins. Er þetta haft eftir góðum heimildum í Lundúnum. Skothríðin i en gær Birgðaskip þjóðernissinna urðu að hverfa írá vegna skothríðarinnar á Quemoy harðari nokkru sinni áður TAIPEI og WASHINGTON, 11. sept. —Reuter-NTB— Skothríðin á Quemoyeyju var í dag öflugri en nokkru sinni áður. Var skot- hríðinni aðallega beint að soiður- strönd eyjarinnar, þar sem skip þjóðernissinna voru að setja birgðir á land. Varð skothriðin svo hörð, að eftir nokkra hríð urðu birgðaskipin að hverfa frá og leita verndar herskipa þjóð- ernissinna og Bandarikjamanna. Ekkert skipanna laskaðist þó í skothríðinni segir í fréttatilkynn- ingu frá þjóðernissinnastjórninni á Formósu. Alls var tæplega 60 þús. kúlum skotið á eyna í dag og eru þetta fleiri kúlur en nokkru sinni hefur verið skotið á eyna á einum degi síðan viðsjár hófust á Formósusundi, sagði tals- maður þjóðernissinnastjórnarinn- ar í dag. Bandaríski varnarmálaráðherr- ann, Neil McElroy, lýsti yfir því í Washington í dag, að Banda- ríkin myndu halda áfram að að- stoða þjóðernissinna við að setja á land birgðir á Quemoy þrátt fyrir tilraunir kínverska alþýðu- lýðveldisins til að setja hafn- bann á eyna með sífelldri skot- hríð. Skýrði varnarmálaráðherr- ann frá þessu, eftir að hann hafði rætt við Foster Dulles utanríkis- ráðherra, ásamt nokkrum her- málasérfræðingum. - ♦ - Samtímis varaði kínverska al- þýðulýðveldið Bandaríkjamenn í fjórða sinn við því aff halda áfram að virffa að vettugi kín- verska loft- og sjóhelgi. Frétta- stofan Nýja Kína tilkynnti, að fjögur bandarísk herskip hefðu Framh. á bls. 19 Ennfremur segir í skeytinu, að það sé ekki talið ósennilegt, að endanlega verði samþykkt á Alls- herjarþinginu sex mílna land- helgi og að auki sex mílna fisk- viðilögsaga þar fyrir utan. Á ráðstefnunni um réttarreglur á hafinu fyrr á þessu ári hlaut tillagan um 12 mílna mörk 35 at- kvæði gegn 30, en fulltrúar 20 þjóða sátu hjá. í Genf var krafizt % hluta atkvæðamagnsins. Aftur á móti er búizt við, aff einfaldur meirihluti verði nægur á Allsherjarþinginu. ★ ★ ★ En Bretar tóku að líta bjartari augum á ástandið, er þeim tom í hug, að það myndi valda íslendingum nokkrum erf- iðleikum í SÞ, að kínverska al- þýðulýðveldið hefir lýst yfir 12 mílna landhelgi, segir í skeytinu. Búizt er við því, að Bandaríkin muni vegna ástandsins á For- mósusundi beita sér gegn því, að landhelgi ríkja verði færð færð út í 12 mílur. Með því að láta bandarísk herskip sigla inn hina nýju landhelgi Kína hafi Banda- rkjastjórn ótvírætt sýnt, að hún muni ekki viðurkenna 12 mílna landhelgi. Hefir því verið bent á það í Lundúnum, að banda- ríska sendinefndin hjá SÞ muni sennilega mælast til þess við vestræn ríki, að þau leggist gegn víkkun landhelginnar út í 12 míl- ur, er Allsherjarþingið kemur saman í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.