Morgunblaðið - 12.09.1958, Page 2

Morgunblaðið - 12.09.1958, Page 2
r z. MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 12. sept. 1958 — Friðrik Framh. af bls. 1 Fiister 0, Neikirk Vz —Benkö Vz, Gligoric % — Fischer Vs, Filip Vz — Averbach Vz, Pachman % — Sanguinetti '/2, Sherwin Vz — Tal %. Biðskákirnar voru svo tefldar í dag og urðu úrslit þessi: Car- doso 1 — Bronstein 0, Friðrik Ólafsson 1 — De Greiff 0, Matano vic 1 — Larsen 0. Szabo Vi — Panno Vz. Niðurstaðan hefir þá orðið sú, svo óvænt sem það var að Bron- stein hefur ekki tekizt að rétta sig úr kútnum frá því í gær- kvöldi, en svo sem áður var frá skýrt stóð hann lakar, hins vegar tókst Szabo að ná jafntefli með lakara tafl gegn Panno, en Gligoric hefur ekki tekizt að nýta sigurhorfur sínar gegn Bobby Fischer og Sherwin orðið að sleppa takinu af Thal, sem er manna harðvítugastur að bjarga sér úr erfiðum stöðum. Loka vinningastaðan í mótinu varð þá þessi: X. Mikhail Tal, Rússl..... 13v. 2. Gligoric, Júgóslavíu .. 13 3. Benkö, Ungv. (landfl.) .... 12>/2 - Petrosjan. Rússl....... 12',i - 5. Friðrik Ólafsson ....... 12 Fischer, Bandar......... 12 7. Averbach, Rússl........ ll>/2 - Bronstein, Rússl........ llVz - Matanovic, Júgóslavíu .... 111. - Pachman, Tékkóslóv...... U*/2 - Szabo, Ungvjerjal....... ll*/2 - 12. Filip, Tékkóslóvakíu .. 11 Panno, Argentínu ....... 11 14. Sanguinetti, Argentínu .... 10 15. Neykirk, Búlgaríu ..... 9>/2 - 16. Bent Larsen, Danm...... 8*,i - 17. Sherwin, Bandar........ 7*/2 - 18. Rossetto, Argentínu ... 7 19. Cardoso, Filippseyjum .... 6 20. de Greiff, Kólumbíu ... 4*2 - 21. Fúster, Kanada ........ 2 Kandidatarnir. Sex þeir fyrstu Michael Thal, Svetozar Gligoric, Tigran Pet- rosjan, Pal Benkö, Friðrik Ólafs- son og Robert Fischer, hafa þar með unnið sér rétt til þess að keppa á næsta ári um það, ásamt þeim Vasili Smyslov og Paul Keres, hver skuli heyja næsta ein vígi um heismeistaratignina í skák við heimsmeistarann Mic- hael Botvinnink. Afarhörð keppni. Keppnin á þessu móti í Porto- roz hefur verið afar höi'ð. Fram til hins síðasta, já, fram í síðusíu umferð hafa um helmingi fleiri haft möguleika á að ná sigur- sætunum en hreppt gætu þau. Og þegar athugað er að munur- inn á 1. og 13. manni er aðeins 2V2 vinninigur, sést bezt hve hörð keppnin var milli stórmeist- aranna 12 (að Bent Larsen und- anskildum) og jafnoka þeirra, Benkö og Fischer. í upphafi móts- ins var Thal í fararbroddi, síðan tók Petrosjan við forystunni meg inhluta mótsins, en þegar kempan Bent Larsen lagði hann að velli komst Thal aftur fram úr hon- um. Thal hélt svo forystunni til enda mótsins, þótt litlu munaði imdir lokin, og stríðsgæfan yrði að koma honum til hjálpar svo að Gligoric færi ekki fram úr honum á síðasta augnabliki. „Endcisprettur“ Gligoric var ævin týralegur, hann fékk 6 vinninga og 5 jafntefli í síðustu 11 skák- unum. Mest kemur á óvart í mótinu frammistaða þeirra Bobby Fischer, undrabarnsins 15 ára, og vinar okkar frá því fyrir ári síðan Pal Benkö, og er lítill vafi á því að þeir verða sæmdir stórmeistaranafnbót fyrir afrek sín. — Að vissu leyti kemur þó jafnvel ennþá meira á óvart ósig- ur Bronsteins, yfirburðasigurveg- arans frá tveimur fyrri milli- svæðakeppnum, sem hann hefur tekið þátt í og það átti auk þess fyrir honum að liggja að verða jafnteflakóngur með 15 jafntefli, hann sem hefir jafnan verið harð vítugasti og vogaðasti bardaga- maður meðal skákmanna, og loks, taplaus fram í síðustu umíerð, einn allra, taoar hann fyrir þeim þriðja lægsta og missir af stræt- isvagninum. Hinn ánægjulegi sigur Frið- riks Ólafssonar, kórónan, að svo stöddu, á hinurn glæsilega skák- ferli hins unga iagastúdents, sem á undanförnum árum hefir ver- ið að vinna sér æ meira álit meðal skákunnenda um allan heim, er auðvitað það sem mesta gleði vekur hér heima, og við samlandar hans samfögnum hon- um og foreldrum hans með þennan árangur. Alit og vin- sældir Friðriks um þann víða heim, byggjast ekki eingöngu á taflmennsku hans, sem þó hefir frá upphafi vakið athygli vegna glæsibragða þeirra, sem honum hafa ávallt verið svo lagin. Ein- mitt þessir hæfileikar hans í skákinni hafa farið svo sérstak- lega vel við hina mannlegu kosti hans, látleysi og hógværð, sem hefur unnið huga manna engu síður en snilld hans. — Margur hefur misst jafnvægið af minna tilefni á sigurbraut sinni en Friðrik, sem nú 23 ára gamall, með fleiri skáksigra að baki en hægt er að muna svo að nærri lagi sé, er sami prúði pilturinn og þegar hann 11 ára gamall tefldi sitt fyrsta skákmót í Al- þýðubrauðgerðarsalnum haustið 1946. Þar vakti hinn fullorðins- legi skákstíll hans, sem var þó svo greinilega á barnsaldri að öllu öðru leyti, þegar mikla at- hygli. Sigra hans síðan er næsta tilgangslítið að telja. Þátttaka í heimsmeistarakeppnum unglinga í Englandi og Kaupmannahöfn. Sigur með yfirburðum í meist- araflokki á Skákþingi Norður- landa 1950 15 ára gamall. íslands meistari 1952 17 ára. Skákmeist- ari Norðurlanda 1953. Glæsileg frammistaða í Hastings um næstu áramót. Sigur á þar næsta Hastingsmóti. Næsta sæti við sigursætin á svæðiskeppni í Prag 1954, aftur mjög góð frammi- staða á mótinu í Hastings. Sigur yfir Pilnik í tveim einvígum. Sig- ur á skákmótum með Taimarov og Ilividsky með Benkö, Stáhl- berg og Pilnik; auk margra sigra á alþjóðamótum F.I.D.E. Viður- kenning sem alþjóðlegur meist- ari 1956 og hin glæsilega frammistaða á svæðismótinu í Waageningen, sem enn er í fersku minni, þótt nær ár sé liðið og þá skákmótið í Dallas, þar sem hann um tíma var í fararbroddi, þótt skákþreytan keyrði hann niður. Og nú í miðj- um átökunum í Portoroz, viður- kenning sem stórmeistari í skák, sem hann vissulega hefði verð- skuldað tveim árum fyrr, en all- an slíkan heiður er vissulega betra að hljóta of seint en of snemma. Gegn þeim sterkustu. Ef athugað er hin að vissu leyti ójafna frammistaða Frið- riks í hinu nýafstaðna skákmóti vekur það athygli að það má að sumu leyti telja frammistöðu hans enn betri en vinningastaðan sýnir. Ef skoðaðir eru vinningar sigurvegaranna 6 sín á milli, kemur í ljós að Friðrik er þar efstur með 3%, Thal með 3, Petrosjan og Benkö 2Vs, Fischer IVz. Sama er uppi á teningnum ef skoðuð er útkoma „verðlauna- mannanna", þ. e. 13 fyrstu manna (12 verðlaun voru veitt). Þar verða þeir Friðrik og Thal efstir með IVz vinning af 12 mögu legum en Petrosjan með 7, Gligo- ric og Benkö 6V2, Fischer 5. — Heilum vinning hærri er Friðrik ef aðeins eru taldir 11 þeir efstu. — En hvað þá með tapskákirnar 3 með hvítu á mennina í neðsta þriðjungnum? Það verður fróð- legt að rekja gang þeirra síðar, en ætla má að sigurvilji Frið- riks hafi þar hlaupið með hann í gönur. Að lokum er ástæða til að vekja athygli á því, að full þörf er að að hugleiða með hverjum hætti sé ástæða tii að þakka hinum unga afreksmanni sóma þann, sem hann vinnur þjóð sinni. Sigurinn og erfiðið bera vissulega launin í sjálfu sér, en þó er full ástæða til þess að gleyma ekki þessum afrekum, heldur þakka þau að minnsta kosti með því, að gæta þess að veita honum áfram tæki- færi til nýrra afreka. Þeim, sem stutt hafa Friðrik Ólafsson til þessa, er vissulega veglega þakkað með afrekum hans. Fjögra manna dönsk sendinefnd komin til Lundúna KAUPMANNAHÖFN, 11. sept. — Reuter — NTB — Danskí fjár- málaráðherrann Viggo Kamp- mann fór héðan í dag flugleiðis til Lundúna. Hann er formaður fjögurra manna danskrar sendi- nefndar, sem á morgun mun hefja í Lundúnum viðræður um kröfur Færeyinga til 12 milna fiskveiði- lögsögu. í fiskveiðisamningi Breta og Dana frá 1955, er gert ráð fyrir 3 mílna mörkum við Færeyjar. í utanríkisráðuneytinu danska ríkti í dag bjartsýni á góð an árangur af viðræðunum í Lundúnum. Akvörðun íslendir.ga um að færa mörkin út í 12 rr.íl- ur er einhliða, en danska stjórnin getur haldið því fram, að afieið- inganna gæti beinlínis í Færeyj- um, þar sem erlendir togarar kunna að flykkjast að, er þeir eru útilokaðir frá öðrum miðum. ★ að fordæmi íslendinga. Ekki er þó búizt við því, að Færeyingar muni þegar í stað fá 12 mílna fiskveiðilogsögu, einkum þar sem nú stendur fyrir dyrum, að S. Þ. fjalli um málið. Allsherjarþingið kemur saman n. k. þriðjudag. Danir búast ekki við því, að Bretar muni verða við óskum þeirra í þessu máli, þar sem Bretar hafa ekki látið sig í deil- unni við íslendinga. ★ Óvenjulega fá brezk fiskiskip eru við Færeyjar, ef til vill, af því að Bretar vilja komast hjá því að aðstaða þeirra versni þar. Rúmlega 300 rússnesk síldveiði- skip, sem voru að veiðum aust- an ‘við Island, virðast nálgast miðin við Færeyjar. Og Færey- ingar velta því fyrir sér, hvort rússnesk fiskveiðiskip mundu virða 12 mílna mörk við Fær- eyjar. — Eisenhower Framh. af bls. 1 þegar gleymt Kóreu? spurði Eisenhower. Sumir, sem ekki vita betur, hafa sagt, að Quemoy sé ekkert til þess að æsa sig upp út af, sagði forsetinn. En þeir hafa sagt það sama um Suður-Kóreu, um Vietnam og <um Líbanon. Ég full- yrði, að aldrei mun ég biðja nokkurn bandarískan hermann um að berjast fyrir Quemoyeyju eina. En ég held, að allir banda- rískir hermenn — og ég held einnig bandaríska þjóðin — eru reiðubúin til að verja þá megin- reglu, að vopnuðu ofbeldi á ekki að beita til að koma málum sín- um fram. MOSKVU, 11. sept. — NTB. — Reuter. — Deildir úr sovézka flotanum, búnar fullkomroustu nýtizku vopnum, munu þann 20. sept. hefja æfingar á Berentshaf- inu, segir í tilkynningu frá varn- armálaráðuneytinu, sem birt er í Izvestia. Æfingar munu standa yfir til 25. okt. Fiskimálaráðherra lofar „skapstillingu og þolin- mœði" brezkra togara- sjómanna GRIMSBY, 11. sept. — Einka- skeyti til Mbl. frá Reuter — Brezki fiskimálaráðherrann, John Hare, fór í kvöld lofsamlegum orðum um þá „skapstillingu og þolinmæði", sem áhafnir brezkra togara hefðu sýnt að undanförnu í þeim erfiðleikum, sem þeir hefðu átt við að etja. Komst Hare svo að orði í miðdegisverðarboði, sem samtök brezkra togaraeig- enda hélt í Grimsby. Sagði Hare, að forráðamenn fiskiðnaðarins sýndu ábyrgðartil- finningu og héldu uppi aga af fúsum vilja. Svo lengi . sem ástandið héldist óbreytt myndi verða mikil þörf á þessum eigin- leikum. Við munum halda áfram að leita lausna, þar sem höfð er hliðsjón af þörfum og hagsmun- um allra þeirra landa, sem stunda fiskveiðar í Norður-Atlantshaf- inu, sagði Hare ennfremur. Eng- in ástæða er til að ætla, að við myndum ekki geta gert þetta, ef öll löndin leggðust á eitt og ákvæðu að fjalla skynsamlega um fiskveiðivandamálin á raun- hæfum grundvelli og að tryggja lífsafkomu fiskimanna alls stað- ar. Dauðadómurinn yfir Wilson staðfestur MONTGOMERY, 11. sept. — Reuter — NTB — Hæstiréttur- inn í Alabamafylki staðfesti í dag dauðadóm yfir negranum Jimmy Wilson og ákvað, að hann skyldi tekinn af lífi 24. okt. Wilson var dæmdur til dauða fyrir að hafa stolið 1 dal og 95 centum frá hvítri konu. Foster Dulles utanríkisráðherra sendi í sl. viku fylkitstjóranum símskeyti um öll þau mótmæli, sem bandarískum sendiherrum víða í heiminum hafa borizt vegna dauðadómsins yfir Wilson. Skömmu eftir komuna til Lundúna sagði Kampmann, að Danir myndu ekki með ánægju fallast á málamiðlun í viðræð- unum um víkkun færeysku fisk- veiðilögsögunnar. Ef hagstæð málamiðlun býðst, munum við íhuga hana, sagði Kampmann, sem annars lagði áherzlu á, að það væri skoðun dönsku stjórn- arinnar, að fiskveiðitakmörk landanna, sem liggja að Atlants- hafi ættu að vera eins. Kamp- mann var spurður að því, hvort Danmörk og Færeyjar mundu fallast á úrskurð S. Þ. í deil- unni um fiskveiðilögsöguna, og hann svaraði: Já, ég held það. Landbúnaðar- og fiskimálaráð- herrann, John Hare, verður for- maður brezku nefndarinnar, er ræðir við Danina. ★ í einkaskeyti frá Kaupmanna- höfn segir, að þess sé vænzt, að Danir muni fara fram á, að samn- ingurinn frá 1955 verði numinn úr gildi, svo að mögulegt verði að færa út mörkin við Færeyjar r Agætur aíli hjá togurunum UNDANFARIÐ hefir verið ágæt veiði hjá togurunum. Það sem af er mánuðinum hafa allir togar- arnir, sem lagt hafa upp afla, verið með karfa, nema Jón Þor- láksson, sem í fyrradag losaði 277 tonn af saltfiski. Þessir togarar hafa komið í höfn með karfa síðan um mán- aðamót, samkvæmt upplýsingum frá Togaraafgreiðslunni: Neptún- us með 344 tonn 30. gúst. Geir með 294 tonn, 31., Hvalfell með 276 tonn 1. sept., Askur með 288 tonn 2. sept., Ingólfur Arnarson með 298 tonn 3. sept., Hallveig Fróðadóttir með 331 tonn 4 sept. og Marz með 305 tonn 8. sept. í gær var verið að landa karfa úr Karlsefni og Agli Skallagríms syni, og var áætlað að hvor værj með um 300 tonn. Og í dag er Skúli Magnússon og Neptúnus væntanlegir í höfn. Þannig var staðan í skák Friðriks við deGreiff, er hún fór í bið: Svart: Friðrik Ólafsson. ABCDEFGH Hvítt: de Greiff. Kynþáttavanda- málið fyrir hæstarétt WASHINGTON, 11. sept. —NTB- Reuter—Hæstiréttur Bandaríkj- anna fjallaði I dag um kynþátta- vandamálið í gagnfræðaskólan- um í Little Rock í Arkansas. Áhorfendabekkirnir voru þétt setnir, er hæstiréttur kom sam- an til að fjalla um, hvort blökku- börn fá áfram að sækja gagn- fræðaskólann í Little Rock. Veiddir 474hvalir AKRANESI, 11. sept. — 474 hval- ir voru veiddir og á land komnir í Hvalstöðinni á þessari vertíð kl. 5 í dag. Sumarið hefur á köfl- um verið stormasamt og torveld- að veiði úti á Halamiðunum, en síðasta hálfan mánuðinn hafa hvalbátarnir aflað ágætlega. Þó er þess að gæta, að mikið hefur verið um sandreyði upp á sið- kastið og er það minni gerð hvala. —Oddur. VESTMANNAEYJUM, 11. sept,— Nú eru farnir til reknetjaveiða í Faxaflóa, 10 bátar héðan frá Vestmannaeyjum og er gert ráð fyrir að alls muni 16—20 bátar fara, ef á annað borð tekst að manna þá. Hefur það gengið erfið lega. —Bj. Guðm. Hæstiréttur í Alabama staðfesti fyrst dauðadóminn 12. júlí sl., en Wilson fór fram á, að málið yrði tekið upp að nýju, en því var neitað í dag. Taka átti Wil- son af lífi í sl. viku en því var frestað, þar sem beðið var eftir endanlegum úrskurði hæstarétt- ar. Eina von Wilsons nú er, að hann verði náðaður. Fjalla um stjórn- arskrá de Gaulles PARÍS, 11. sept. — Reuter — Franski Jafnaðarmannaflokkur- inn og róttæki flokkurinn tóku í dag að þinga um afstöðuna til stjórnarskrár de Gaulles for- sætisráðherra. Hófust í dag þing beggja flokkanna, er munu standa í fjóra daga. Nú eru að- eins 17 dagar, þar til þjóðarat- kvæðagreiðsla fer fram um stjórn arskrárfrumvarp de Gaulles. Báð ir flokkarnir eru klofnir um mál- ið. Guy Mollet, framkvæmdastjóri Jafnaöarmannaflokksins, hvatti í dag flokksbræður sína til að greiða atkvæði með stjórnar- skránni, en Chrisian Pineau, sem var utanríkisráðherra í stjórn Mollets á sínum tíma, hefir þeg- ar lýst yfir, að hann muni greiða atkvæði gegn henni. Varði Mollet á þinginu í dag stefnu flokksins gegn árásum vinstrisinnaðra flokksbræðra sinna og vann mikinn sigur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.