Morgunblaðið - 16.09.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.1958, Blaðsíða 1
20 síður 45 árgangur 210. tbl. — Þriðjudagur 16. september 1958 Prentsmiðja Morgunblaðsíns Eldflaugar fluttar til Formósu TAIPEI og Washingto*, 15. september — í Washington var tilkynnt í dag, að f jarstýrðar eld- flaugar af gerðinni Nike-Her- kules, sem flutt geta kjarnorku- hleðslu, hafi nú verið sendar til Kyrrahafssvæðisins. Eldflaugar þessar draga 75 mílur. Jafnframt var tilkynnt, að vopn þessi myndu verða undir stjórn yfir- stjórnar herafla Bandarikja- Rússar vilja sér- fræbingafund MOSKVU, 15. sept. — f dag var afhent í Moskvu orðsending frá Ráðstjórninni til Bandaríkja- stjórnar þar sem lagt var til, að sérfræðingar austurs og vesturs hittust í Genf til þess að ræða hvaða ráðstafanir væri hægt að gera til þess að koma í veg fyrir skyndiárás. Segir í orðsending- unni, að nauðsyn beri til að efnt verði til fundarins hið bráðasta — og sérfræðingar frá Banda- ríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Belgíu, Ráðstjórnarríkjunum, Pól landi, Tékkóslóvakíu og Rúmeníu taki þátt í honum. manna á Kyrrahafi, en ekki var nánar tilgreint hvar vopnin væru staðsett. En frá Formósu berast þær fregnir, að þangað hafi í dag verið flutt nýtízku-vopn — og jafnframt hafi herstjórninni bor- izt leyndarskjöl um framtíðar- áætianir varðandi varnir For- mósu. Talsmaður þjóðernissinna upp- Iýsti ennfremur, að bandarískar orrustuþotur væru framvegis reiðubúnar tii þess að verja flutn ingasveitir þjóðernissinna á Ieið til Quemoy og annarra smáeyja, en þoturnar tóku í dag í fyrsta sinn þátt í aðgerðunum. Bandaríska herstjórnin á For- mósu hefur tiikynnt, að óbreytt- ir bandarískir borgarar geti kom- izt heim hvenær sem er. Herinn muni greiða götu þeirra. Ástand- ið þykir nú enn hafa versnað. BRUSSEL, 15. sept. — Ráðherra- nefnd markaðsbandalagsins og Euratom kom saman til viku- fundahalds í dag. Er hér um að ræða mjög mikilvægar viðræðwr — og mun þeim Ijúka með um- ræðum um fríverzlunarsvæðið. Sigling Eastbourne upp að Keflavík „ósaknœm" — segir brezka utanríkisráðuneytið Soustelle. London, 15. september. Einkaskeyti frá Reuter. TALSMAÐUR brezka utanríkis- ráðuneytisins lét svo um mælt i dag, að för brezka verndarskips- ins Eastbourne inn fyrir íslenzka landhelgi í síðustu viku, hefði verið ósaknæm samkvæmt sam- þykktum Genfarráðstefnunnar um réttarreglur á hafinu. Tilfærði talsmaðurinn 14. grein samþykkta þeirra, sem gerðar voru á Genfarráðstefnunni. Sam- kvæmt þessari grein væri ferð skipa innan lögsögulandhelgi ann arra landa ósaknæm, ef ekki væri um neina ógnun við frið- inn, reglur eða öryggi viðkom- andi landa að ræða. Samkvæmt þessu var ferð Eastbourne ósaknæm, sagði tals- maðurinn. Bætti hann því og við, að samkvæmt alþjóðalögum væru öll ríki skyldug til þess að veita viðtöku þegnum sínum, sem önnur lönd sendu þeim. Soustelle sýnt banatilræði Stóð andspænis vélbyssukjafti og kastaði sér i götuna PARÍS, 15. sept. — Reuter — 1 morgun gerðu serkneskir hermdarverkamenn tilraun til að myrða upplýsingamálaráðherr- ann, Jacques Soustelle, skammt frá Sigurboganum í París. Skotið var á bifreið upplýsingamálaráð- herrans og biðu tveir menn bana, en fjórir særðust í skot- hríðinni. Upplýsingamálaráðherr Meiri afli utan 12 mílnanna en mnan — segja brezkir togaramenn FISHING NEWS hefur það eftir stýrimanni á brezka togaranum Rosella frá Hull, að aflinn sé nú lakari innan 12 mílna fiskveiði- landhelginnar við ísland en utan hennar. „í síðustu ferðum okkar höfum við fengið allan okkar afla utan 12 mílnanna, allt að 36 mílum frá ströndinni. Aflinn er meiri út að 36 mílum en innan við 12 mílna fiskveiðilandhelgina,“ sagði stýrimaðurinn. Hann sagði, að aflinn hefði sjaldan verið jafnrýr við ísland og nú. Rosella var 19 daga að veiðum og aflamagnið var 1.000. kits. Sem dæmi um aflatregðuna sögðu þeir, að einn daginn, fyrir útfærslu fiskveiðitakmarkanna, hafi þeir togað fjórum sinnum og fengið að meðaltali 20 körfur í hverju togi. Sumir togarar hafi fengið betri afla, aðrir lakari — sumir ekkert. Þarna hafi botninn verið ójafn, vörpurnar hafi festst í botni og togvindurnar orðið óvirkar. Bretar mótmæla LONDON, 15. september. — Brezka stjórnin bar í dag fram formleg mótmæli við stjórn kín- verskra kommúnista vegna út- færslu lögsögulandhelgi Kína í 12 mílur. Sagði í brezku mótmælun- um, að brezka stjórnin gæti ekki fallizt á einhliða útfærslu lögsögu landhelginnar í 12 mílur. Loftskeytamaðurinn á Rosella sagði, að hugmyndin um skipu- lagðar veiðar togaranna undir hervernd innan landhelgislínunn ar nýju væri góð. Togaramenn kæmust brátt upp á lagið með að notfæra sér fyrirkomulagið — og mikill stuðningur væri að því að hafa reynda menn og kunnuga fiskislóðunum um borð í herskip- unum. Þessir menn gætu stjórnað veiðunum eftir aflabrögðunum. Þegar veiðin rýrnaði á einum staðnum færði allur flotinn sig til annarra veiðislóða. Loftskeyta maðurinn sagði, að lögð hefði verið áherzla á það, að togararnir fylgdust allir að á milli veiði- svæðanna. Togarar, sem veiddu einn og einn á stangli væru ekki óhultir. ser i ann slapp að mestu ómeiddur, en hlaut nokkrar skrámur, er rúð- urnar í bifreið hans brotnuðu. Byssukúlu var skotið í gegnum jakkalaf hans. ★ Lögreglan skaut einn af árás- armönnunum til bana og hand- tók tvo. Fjórði maðurinn reyndi að komast undan niður í neðan- jarðarbrautarstöð, en var hand- tekinn af mannfjöldanum og síð- ar fluttur í sjúkrahús. Fjórir veg- farendur særðust í skothríðinni, og lézt einn þeirra nokkru síðar í sjúkrahúsi. Serkirnir hófu skothríð á bif- reið Soustelles, er hún staðnæmd ist við rautt ljós örskammt frá Sigurboganum. — Sjónarvottar sögðu, að maður, er hallaði sér upp að ljósastaur, hefði skyndi- lega dregið upp skammbyssu og skotið nokkrum kúlum á bifreið- ina. Tveir menn, sem stóðu skammt frá, hófu þá skothríð á bifreiðina með handvélbyssum. Comet á I8V2 klst. frá Hong Kong til London Farþegaflug með Boeing 707 hefst í nœsta mánuði LUNDÚNUM, 15. september — Reuter — Brezka farþegaþotan Comet IV hefur flogið á 18 V2 klukkustund frá Hong Kong til Lund- úna. Lagði flugvélin af stað frá Hong Kong, -er sólin var að koma upp og lenti á Hatfield-flugvellinum í LundúnUm tveimur klukku- stundum áður en sólin settist. Flugvélin var 16 'klukkustundir og 16 mínútur á lofti, en hún lenti á tveim.ur stöðum á leiðinni — Bombay og Kaíró — til að taka eldsneyti. Fregnir af þessu flugmeti eru flutningar með Comet IV á flug- birtar undir stórum fyrirsögnum, þar sem m.a. segir, að Comet hafi „sigrað sólina“. Um borð í flug- vélinni voru 34 farþegar, og borð- uðu þeir morgunverð yfir Thai- landi, hádegisverð yfir Saudi- Arabíu og miðdegisverð yfir Alpafjöllunum. Ber fregnum saman um það, að í þessari reynsluför hafi Comet IV sett eitthvert glæsilegasta flugmet, er sögur fara af. Brezku Brit- anniaflugvélarnar fljúga þessa vegalengd venjulega á 32 klukku stundum. O ★ O Undanfarið hefur BOAC-flug- félagið látið Comet IV fara all- margar reynsluferðir, og búizt er við, að þess verði ekki langt að bíða, að hefjast muni farþega- leiðum bæði yfir Atlantshaf og Kyrrahaf. Nú er í þann veginn að hefjast mikil keppni um, hvorar verði fyrr reiðubúnar í farþegaflugið — Cometurnar nýju eða banda- rísku farþegaþoturnar með Boe- ing 707. Allt bendir nú til þess, að Boeing 707 vinni þá keppni. O ★ O í dag tilkynnti Pan-American- flugfélagið, að hafið yrði farþega flug á vegum félagsins með þot- um yfir Atlantshafið 26. okt. nk. Farið verður daglega með Boeing 707 milli New York, Parísar og Rómaborgar. BOAC mun ætla að hefja far- þegaflug með Cometunni yfir Atlantshafið í nóvember nk. Upplýsingamálaráðherrann fór út úr bílnum, er bílstjórinn tók að elta einn árásarmanna. Stóð ráðherrann þá augliti til auglits við mann, sem vopnaður var handvélbyssu. Átti hann þá ekki annarra kosta völ en kasta sér á grúfu á götuna og barg þannig lífi sínu. Soustelle er 46 ára að aldri. Soustelle sagði síðar svo frá, að hann hefði séð skammbyssu beint að sér gegnum opinn bíl- gluggann. Vopnið var um 20 sm frá andlitinu á mér, sagði ráð- herrann. Ósjálfrátt fleygði ég mér niður á gólfið í bílnum. — Skothvellirnir dundu, og gler- brotunum rigndi yfir mig. Byssu kúla fór gegnum jakkann minn í handarkrikanum, nokkra senti- metra frá hjartanu. Mér er ó- skiljanlegt með hvaða hætti ég komst lífs af, sagði Soustelle. — Stórslys 40 drukkna ELIZABETH, 15. sept. — í dag fórust a. m. k. 40 manns, er far- þegalest ók út af brúnni á New- arkflóanum — milli Jersey City og Elizabeth í New Jersey. — Fremstu vagnarnir, tveir diesel- vagnar, og þrír aðrir vagnar, fóru út af sporinu og steyptust í flóann, en hann er þarna 10 m djúpur. Næstu vagnar hengu út af brúnni, en aftari vagnarnir stóðu eftir á teinunum. Talið er, að a. m. k. 100 manns hafi verið í vögnunum, sem fóru út af brúnni — og björgunaraðgerðir hófust þegar í stað. Nærstödd skip og bátar komu strax á vett- vang — og innan lítillar stundar komu einnig þyrilvængjur til að- stoðar. Þegar síðast fréttist höfðu 15 lík fundizt, en fullvíst er talið, að úr einum farþegavagnanna, sem steyptust út af brúnni — og 30—40 manns voru í — hafi eng- inn komizt lífs af. Þegar síðast fréttist var vitað um 21 mann, sem ekið hafði verið í sjúkrahús vegna mikilla meiðsla. Mannlaus rússneskur togari við Jan Mayen TROM'SÖ, 15. september. — Rúss neskur togari hefur strandað á suðurodda Jan Mayen. Norð- menn hafa veðurathugunarstöð á eyjunni sem kunnugt er — og í dag fóru veðurfræðingar niður að ströndinni til þess að athuga hvort þeir gætu veitt togara- mönnum einhverja aðstoð. Ekki var sálu að sjá á skipsfjöl og virtist togarinn með öllu mann- laus. Þykjast Norðmennirnir viss ir um það, að Rússarnir hafi ekki gengið á land — og telja senni- legt, að annar rússneskur togari hafi tekið áhöfnina. Kyrrt var og ládautt við eyjuna í dag. Engin tilkynning hefur borizt frá Rúss- um um strandið — og Norðmenn telja ekki ástæðu til þess að reyna að bjarga togaranum úr því engin tilmæli hafa konr* um það frá Rússum. Norðmenn styðja Pekiugstjórnina NEW YORK, 15. sept. — Lange, utanríkisráðherra Norðmanna, kom í dag til New York til þess að sitja Allsherjarþing S. Þ. Lét hann svo um mælt við komuna, að norska stjórnin væri þeirrar skoðunar, að stjórnin í Peking væri hin rétta ríkisstjórn Kína- veldis og Norðmenn mundu styðja upptöku kommúnistastjórn arinnar í S. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.