Morgunblaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. október 1958 máttarkenndar, sem skapaði hjá honum öfundsjúka og torti'yggna afstöðu til lífsins, eins og hann óttaðist það stöðugt að hlegið væri að honum. Saito hafði dvalið erlendis og hlaut því að hafa orð- ið var við það hvernig Bretarnir hentu stundum gaman að sérstök- um þáttum í eðli og skapgerð Japananna. En hinn ruddalegi talsmáti hans og ofsafullt iát- bragð gat einungis stafað af arf- gengum eiginleikum, grimmd og hrottaskap. Clipton hafði fundið til lítils háttar óróleika, þegar hann heyrði ofurstann taia um aga. En þegar haun sá hann hoppa og hamast á borðinu, eins og púka í flösku, komst hann að þeirri niðurstöðu, að eitt mætti þó segja íbúum hins vestræna heimshluta til verðugs hróss: Þeir gátu a. m. k. neytt áfengis eins og siðaðir menn. Liðsforingjarnir stóðu hljóðir og hlustandi meðal manna sinna, umkringdir af svipljótum og grimmdarlegum varðmönnum. — Þeir krepptu hnefana og reyndu að sýnast kaldir og æðrulausir, eins og fyrirliði þeirra, Nicholson ofursti, sem háfði skipað svo fyrir að hverri f jandsamlegri árás skyldi einungis svarað með virðu- legri rósemi og óttaleysi. Að þessum inngangi loknum, sem átti að vekja fangana til um- hugsunar, sneri Saito blaðinu al- veg við. Haan varð aftur tiltölu- lega rólegur, næstum hæverskur og þeir fóru jafnvel að búast við að heyra einhver skynsamleg orð af vörum hans. „Nú skulið þið allir hlusta á það sem ég ætla að segja. Þið vit- ið hvers konar verk það er sem Hans Keisaralega Hátign hefur verið svo veglyndur að úthluta ykkur. Við eigum að tengja sam- an höfuðboi’gir Siams og Burma og opna þannig öllum japönskum liðsflutninguwi leiðina yfir hið fjögur hundruð mílna breiða skóg arbelti. Við eigum að leggja braut til Bengal fyrir herinn, s©m hefur frelsað þessi tvö lönd undan evrópskri kúgun og áþján. Japan þarfnast þessarar járnbrautar til þess að halda áfram hinni glæstu sigurför sinni, til þess að geta dreift herjum sínum yfir allt Ind- land og bundið skjótan endi á stx-íð ið. Þess vegna verðum við að ljúka þessu verkí eins fljótt og mögulegt or: Á sex mánuðum. — Það er skipun Hans Keisaralegu Hátignar. Þetta er ekki síður hags munamál fyrir ykkur sjálfa. Að stríðinu loknu munuð ,þið senni- lega geta farið heim undir vernd og varðveizlu hers okkar“. Saito hélt áfram, í jafnvel enn stillilegri tón, líkast því sem allt áfengi hefði gufað úr blóði hans. „Jæja, langar ykkur nú ekki að vita hvert ykkar raunverulega starf verður — ykkar sem dveljið 1) „Ég heiti Markús, Monti, og ég er hingað kominn til að taka nokkrar myndir fyrir blað mitt, Náttúrufræðiritið". hér í þesSum búðum og undir minni stjói-n? Ég ætla að segja ykkur það og þess vegna kallaði ég ykkur saman. Þið eigið aðeins að leggja tvo stutta brautar- spotta, til þess að tengja saman hina hlutana. En ykkar sérstaka og ábyrgðarmikla ætlunarverk verður það að byggja brú yfir Kwai-fljótið, sem þið sjáið þarna fyrir handan. Það verður ykkar höfuðvei’k og þið ættuð að vera hreyknir af því, því að það er mikilvægasta atriðið í viðreisnar- starfi voru. Það er mjög skemmti- 'legt starf, sem krefst skilnings og kunnáttu, en ekki tómra líkams kiafta. Og það sem meira er, þið munuð öðlast þann mikla heiður að verða taldir með helztu braut- ryðjendunum í Southeast Asia Coprosperity Sphere. Að sjálf- sögðu mun hæfur verkfx’æðingur stjórna framkvæmdunum — jap- anskur verkfræðingur. Og ég mun sjálfur gæta þess að agi og reglu semi haldist, svo að það mun ekki verða neinn skortur á stjórn og eftirliti. Af öllum þessum ástæð- um, sem ég hef nú verið svo góður að útskýra fyrir ykkur, hef ég fyrirskipað hinum brezku liðsfor- ingjum að vinna við hlið manna sinna — sömu verkin. Eins og nú standa sakir get ég ekki látið það spyrjast að hér gangi neinir iðju- lausir. Ég vona að ég þurfi ekki að enduxtaka þessar fyrirskipanir Að öðrum kosti........“ Saito varð skyndilega og fyrir- varalaust gripinn sama æðinu og í upphafi ræðunnar og öskraði ■eins og vitstola maður. „Að öðrum kosti neyðist ég til að beita valdi. Ég hata Breta. Ég mun láta skjóta ykkur alla, ef þess gerist þörf, frekar en að fæða slæpingja og ónytjunga. Veik indaforföll verða ekki tekin til greina. Veikur maður getur alltaf gert tilraun. Ég mun leggja þessa brú yfir dauða ski-okka ykkar fanganna, ef mér býður svo við að horfa. Ég hata Breta. Vinna hefst í dögun á morgun. Þið eigið að mæta hér til liðskönnunar við fyrsta blástur hljóðpípunnar, liðs foringjarnir ekki síður en hinir. Þeir verða settir í sérstakan flokk og þess verður krafizt, að þeir skili jafn-njiklu dagsverki og allir hinir. Ykkur verða afhent verk- færi og japanski verkfræðingur- inn mun gefa ykkur fyrirskipan- ir sínar. Meira hef ég ekki að segja í kvöld. En ég ætla bara að minna ykkur á kjörorð Yamas- hita hershöfðingja: Verið ham- ingjusamir í starfi ykkar. Hafið þið þetta hugfast". Saito steig niður af ræðupallin um og gekk aftur til aðalstöðva sinna. Fangarnir stóðu eftir með an hin sundurlausu hótunarorð hljómuðu enn fyrir eyrum þeirra. „Hann virðist ekki hafa skilið, sir. Það lítur út fyrir að við verð 2) „Kaupamurðinn sagði mér að þú mundir kannski leyfa mér að tjalda nálægt kofanum þín- um“. „Ég mun ekki aðeins leyfa um eftir allt saman að grípa til Haag-samþykktarinnar“, sagði Clipton við Nicholson ofursta, sém staðið hafði þögull og þungt hugsandi. „Þér munuð hafa á réttu að standa, Clipton", svaraði ofurst- inn alvarlega —■ og ég er hrædd- ur um að við megum búast við helzt til stormasamri siglingu". 4. í fyrstu hélt Clipton að hin stox-masama sigling, sem Nichol- son ofursti hafði spáð, myndi verða stutt, jafnvel enda áður en hún væri raunvei-ulega byrjuð, með hræðilegum harmleik. Sem læknir var hann eini maðurinn með liðsforingjanafnbót, er ekki var beinlínis flæktur í deilumálin. Og þar sem hann var alltaf önn- um kafinn við að líta eftir hinum óteljandi slysum, sem ófullnægj- •andi aðbúð olli, var hann heldur ekki tekinn í neinn vinnuflokk. En þetta varð aðeins til að auka ótta hans, þegar hann varð vitni að fyrsta árekstrinum, úr glugganum á byggingu þeirri, er bar hið óverð skuldaða heiti „Sjúkrahús“, en þar hafði hann mætt til starfa um morguninn. Mennirnir höfðu vaknað fyrir birtingu við hljóðpípublástur og hróp vaxðanna og mætt til liðs- könnunar, þungir í skapi, svefn- lausir og miður sín eftir árásir mosquitoflugnanna. Liðsforingj- arnir höfðu gert eins og fyrir þá var lagt. Nicholson hafði gefið þeim ákveðnar fyrirskipanir. „Við verðum að vinna saman", hafði hann sagt — „svo lengi sem það misbýður ekki sómatilfinn- ingu okkar og heiðrf. Ég ætla líka að mæta til liðskönnunar". Ljóst var að lengra varð ekki gengið í hlýðni við skipanir og boð Saitos ofursta. Þeir voru látnir standa í röðum nokkra stund, í köldu og röku morgunloftinu, en Ioks þegar sólin kom upp, sáu beir Saito birtast í fylgd með undirforingjum sínum og verkfræðingi þeim, er átti að stjórna vinnuflolckunum. Hann virtist vera í slæmu skapi, en Ijóm aði af ánægju jafnskjótt og hann sá bi-ezku liðsforingjana er biðu í skipulegri röð. Síðast kom stór flutningabifreið hlaðin verkfærum og meðan verk fiæðingurinn var að sjá um út- deilingu þeirra, steig Nicholson eitt skref áfram og bað um leyfi til að tala við Saito. Sá síðar- nefndi varð þungur á brún. Hann svaraði ekki, en ofurstinn lézt skilja þögn hans sem samþykki og gekk til móts við hann. Clipton gat ekki fylgzt með hreyfingum hans, því að hann sneri baki að honum. En að andar- taiki liðnu kom hann í ljós, til hlið ar, og læknirinn sá að hann veif- aði lítilli bók framan í Japanann þér það, heldur gerirðu mér mik- inn heiður með því, Markús. Ég veit hver þú ert“. 3) „Mér er sagt að þú hafir utanhéraðsmenn hjá þér, Monti. og beindi athygli han? að einni sér stakri grein — án efa í Haag-sam þykktinni. Saito virtist verða orð- laus og sem snöggvast hvarflaði það að Clipton, að góður og lang- ur svefn næturinnar myndi hafa bætt sálarástand hans, en hann sá brátt hvílík tálvon það var. — Eftir ræðuna sem hann hafði hald ið kvöldið áður varð hann nú fram ar öilu öðru að bjai-ga áliti sínu. Hann dökknaði í framan af bræði. Hann hafði talið það víst að þetta mál væri að fullu útrætt og úr sög unni og svo kom þessi ofursti og reyndi að vekja það upp að nýju. Slik þrjóaka gerði hann alveg ör- vita af reiði. Nicholson ofursti hélt áfram að lesa í mestu róleg- heitum og fylgdi línunum eftir með fingrinum, án þess að vita um þá ummyndun sem orðin var. Clipton sem sá svipbreytinguna á andliti Japans, æpti upp yfir sig, til þess að aðvara Nicholson of- ursta. En það var of seint. Leiftur snöggt hafði Saito slegið bókina úr höndum Niohcrfsons og á næsta augnabliki greiddi hann honum þungt hnéfahögg á kjálkann. — Hann stóð nú beint fyrir framan fangann, hallaði sér Jrlítið áfram með uppglennt starandi augu, bað aði höndunum út í loftið og öskr- aði ókvæðisorð og formælingar á litt skiljanlegu hrognamáli. Þrátt fyrir undrun sína — því að hann hafði ekki búizt við slíku svari — lét Nicholson ofursti sér hvei’gi bregða. Hann tók bókina upp, sem dottið hafði niður í aur- inn, rétti svo úr sér aftur, fyrir framan Japanann, sem var höfði og herðum læg.ri en hann og sagði rólega: „Saito ofursti, ef japönsk yfir- völd neita að hlíta þeim lögum, sem eru í gildi meðal allra sið- aðra þjóða, þá álítum við okkur ekki lengur skylduga að hlýða yð- ur. Ég á aðeins eftir að láta yður vita hvaða skipanir ég hef gefið. Liðsforingjar minir munu ekki vinna neina líkamlega vinnu“. Hann hafði varla sleppt síðasta orðinu, þegar hann varð fyrir ann arri enn hi’ottalegri árás. Saito sem virtist ganga berserksgang, hljóp að honum, tyllti sér á tær og lét hnefana dynja á andliti hans. Horfurnar voru nú farnar að ta/ka á sig íslcyggilegan svip. — Nokkrir af liðsforingjunum gengu fram úr röðinni og hvarvetna í hópnum heyrðist óánægjukliður. Japönsku liðsforingjarnir hróp- uðu einhverjar skipanir og .her- mennirnir drógu upp bógana á rifflum sínum. Nicholson ofursti bað liðsforingja sína að fara aft- ur á sinn stað og skipaði öllum mönnunum að vera kyrrir í röð- unum. Blóð vætlaði út úr munn- inum á honum, en hann hélt enn hinum valdsmannslega svip óskertum, sem ekkert gat breytt. Saito, móður og másandi, gekk nokkur skref aftur á bak og virt- ist ætla að þrífa til skammbyss- unnar, en svo var eins og hann sæi sig um hönd. Hann gekk nokkrum skrefum lengra aftur á bak og gaf skipun með næstum óheillavænlega rólegri rödd. Jap- önsku verðirnir umkringdu fang- ana og ráku þá eins og nautgripa hjörð á undan sér í áttina til fljótsins. Á einum eða tveimur stöðum var hreyft mótmælum og lítils háttar mótspyrna sýnd. Nokkrir sendu ofurstamum áhyggjufull spurnartillit, en hann Þú verður að láta þá fara undir eins“, sagði saeringarmaðurinn. „Ég vil ekki sína þér ókurteisi, Göngugarpur, en ég tek ekkert mark á orðum þínum“. gerði þeim þegar Ijóst, að hann vildi að þeir hlýðnuðust skipun- inni. Loks hvarf hópurinn úr aug- sýn og liðsforingjarnir voru ein- ir eftir hjá Saito ofursta. Japaninn byrjaði aftur að tala með rólegri rödd sem Clipton virt ist illur fyrirboði. Ótti hans var heldur ekki ástæðulaus. Nokkrir hermenn fóru í burtu og komu 'brátt aftur með vélbyssurnar tvær, sem geymdar voru við aðal- 'hlið fangabúðanna. Þeir komu þeim fyrir sitt hvorum megin við Saito og óróleiki Cliptons breytt- ist í kalda skelfingu. Hann sá allt sem gerðist í gegnum bambus- vegginn á „sjúkrahúsinu“ sínu. Fyrir aftan hann lágu nokkxúr hel.særðir og þrautpíndir fangar í einni hrúgu. Nokkrir þeirra höfðu slcreiðst yfir til hans og fylgdust með því ,sem fram fór. Einn þeirra rak upp brostið angistaróp: „Læknir, þeir ætla þó ekki að .. nei, guli apinin myndi ekki þora það. Clipton hugsaði með sér að guii apinn myndi einmitt þora það og flestir liðsforingjarnir sem stóðu aftan við ofurstann, voru sömu skoðunar. Fjölda-aftökur höfðu farið fram í Singapore, um haust- ið. Saito hafði bersýnilega skipað mönnunum í burtu, til þess að ‘losna við alla óþægilega sjónar- votta. Hann talaði á ensku og skip aði liðsforingjunum að taka upp verfærin og byrja að vinna. Aftur heyrðist rödd Nicholsons ofursta. Hann endurtók neitun sína. Engirun hreyfði sig hið iminnsta. Saito gaf aðra skipun. Skothylkjum var komið fyrir í byssunum og hlaupum þeirra beint að föngunum. „Læknir“, snökti hermaðurinn sem stóð næstur Clipton. „Læiknir, gamli maðurinn lætur aldrei und- an. Hann skilur þetta ekki. Við verðum að gera eitthvað“. Þessi orð hvöttu Ciipton til framkvæmda. Til þessa hafði hann verið hálf-aflvana og eins og í leiðslu. Það var augljóst mál að „gamli maðurinn" skildi ekki ástandið eins og það raunverulega var. Eitthvað varð að gera, eins og hermaðurinn hafði sagt. Það varð að gera „gamla manninum" fyllilega ljóst, að hann gæti ekki fórnað lífi tuttugu manna, vegna tómrar þrjózku og sökum hans eigin skipana, að hvorki heiður hans né vald myndu bíða við það nokkrum hnekki þótt hann léti und an grimmdarfullri og mennskri þvingun, eins og allir í öðrum SlJlltvarpiö Miðvikudagur 1. október: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna": Tón- leikar af plötum. 19,30 Tónleikar: Óperulög (plötur^. 20,30 Tónleik- ar Hljómsveitaiþættir og atriði úr óperum eftir tékknesk tónskáld. (Tékkneskir listamenn flytja). — (Frá tónlistaihátíðinni í Prag s. 1. vor). 20,50 Gengið um íslenzku frímerkjasýninguna (Sigurður Þorsteinsson bankamaður). 21,15 Tónleikar (plötur). 21,35 Kímni- saga vikunnar: „Draugaveiz.lan“ eftir Alexander Pushkin (Ævar Kvaran). 22,10 Kvöldsagan: — „Presturinn á Vökuvöllum" eftir Oliver Goldsmith; XIV (Þorsteinn Hannesson). 22,30 Harmonikulög: Art van Damme kvintettinn leik- ur (plötur). 23,00 Dagokrárlok. Fimmtudagur 2. október: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 19,30 Tónleikar: Haxmon ikulög (plötur). 20,30 Erindi: Urtagarðsbók Olaviusar (Ingimar Óskarsson náttúrufræðingur). —- 20,55 Tónleikar (plötur). 21,15 Upplestur: Séra Sigurður Einars son les frumort ljóð. 21,30 Ein- söngur (plötur): Enrico Caruso syngur. 21,40 Iþróttaþáttur (Sig urður Sigurðsson). 22,10 Kvöld- sagan: „Presturinn á Vökuvöll- um“ eftir Oliver Goldsmith; XV. (Þorsteinn Hannesson). — 22,30 Tónleikar af léttara tagi (plötur). 23,00 Dagskrárlok. r DON'T WISH TO BE DlSRESPECTFUL, BI6 WALKER, BUT VOUR TALK MEANS NOTHINS TO ME /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.