Morgunblaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 21
Miðvik'udagur 1. október 1958 MORGUNBLAÐIÐ 21 Kristín Ólafsdóttir: Sumarhugleiðingar FALLEGT er í Vestmannaeyjum og stutt er flugið frá Reykjavík þangað, tekur vart lengri tíma en 25—30 mínútur. Auðséð er að Eyjamönnum líður vel, og að baerinn er í uppgangi. Mikill er sá fiskur, sem lagður er þar á land, og margbrotin er sú vinna, sem unnin er í Fiskiðjuveri Vest- mannaeyja. Unga fólkið þar, vekur athygli, hraustlegt og stolt, með ein- beitni í svip og fasi, á görigu sinni til og frá vinnu, eins og það væri að ganga inn á íþróttavöll til að keppa þar. Skemmtilegt var að sjá ný- byggðu hverfin, með fallegu ein- býlishúsunum, en þau byggja oft- ast ungu mennirnir, fyrir sig og sína, áður en þeir gifta sig, og hjálpa hver öðrum með að koma húsunum upp, en það sýnir dugn- að og fyrirhyggju. Flestir yngri menn í Eyjum eru sjómenn. „Standa upp í stafni, stýra dýr- um knerri", og setur það sér- stakan svip á bæjarlífið yfir- leitt. Annars eru Vestmannaeyingar bókamenn allt að einu, og eiga margir þeirra safn góðra bóka, sem þeir lesa, er því verður við komið. Félags- og þjóðmálaþroski Eyjamanna er fastmótaður, og kunna þeir vel að meta alþingis- mann sinn, sem um langt skeið hefur verið þeim hollur og ör- uggur ráðgjafi í framfarabaráttu þeirra. Og eldri mennirnir í Eyjum. Vel duga þeir. Eg, sem þetta rlta, talaði við einn, sem situr góða stund á hverjum degi og skrifar á ritvél, eitt og annað um liðna tíð. Að skrifa um liðna tíð er erfitt. Þar koma svo margir við sögu, og ekki er víst að æyisagnahöf- undar geti alltaf dregið þannig ályktanir af mönnum og málefn- um samtíðar sinnar að öllum líki. Sannleikann er þó bezt að segja, en honum reiðast menn á stund um hvað mest, eins og dæmin sanna . íslendingar eru lítið gefnir fyr- ir að skrifa æviminningar sín- ar, finnst mér og er það að vísu skiljanlegt, skaði er það samt, því að í ævisögum merkra manna, sem lifað hafa langa og viðburðaríka ævi, er oft mik- inn fróðleik að finna, sem ekki fæst með öðrum hætti. Víst myndi yngri kynslóðinni vera ávinningur að því, að bæta þeim fróðleik í sinn fræðslusjóð og gefa þannig gætur að orðum og athöfnum dáðríkra og viturra manna, það mundi víkka sjón- deildarhringinn og gefa hug- mynd um það liðna og vist er það, að öllu Ijósi mannsandans er ætlað að skína til menntunar og andiegs þroska alls mann- kyns. „Úr fornöldinni fljúga neistar, framtaksins og hraustleikans". Vissulega þarf ekki alltaf að leita aftur í liðna tíma að slíkum „neistum“. íslendingar hafa á öll- um tímum sögunnar átt vitra og góðgjarna forustumenn, sem i hvívetna hafa gætt hagsmuna og sæmdar þjóðarinnar utanlands og innan, af forsjálni og dreng- skap. Vonandi bera Islendingar gæfu til þess að hafa jafnan slíka menn við stjórn og stýri á þjóð- arskútunni. Allar þjóðir heims hafa um stund átt valdasjúka. óþjóðholla, ósannindamenn, sem á þeim forsendum hafa brotizt til æðstu valda með þjóðunum og þannig leitt eymd og tortímingu yfir lönd og lýð. Þó að mér, sem þetta rita, finnist, að nú skyggi í stjórn- málaál íslendinga, vona ég, að með guðs og góðra manna hjálp takist að bægja þeim sorta frá landi voru og þjóð. „Undarlegt er ísland, ef enginn réttir þess stand.“ Komið á Siglufjörð. Að fara alla leið norður á Siglufjörð, finnst mér vera þó nokkuð ferðalag, í langferðabíl. Glatt og skemmtilegt var sam- ferðafólkið, bílstjórarnir við- kunnanlegir. Á viðkomustöðum var ajlt til reiðu fyrir farþeg- ana, góð afgreiðsla, hreinlæti, matur, mjólk og kaffi í bezta lagi, og verði í hóf stillt, að ég hygg. Guðdómlega fallegur, víður og fagur, þótti mér Skagafjörður, það sem ég sá af honum, en það var furðamikið, því að rúðurnar í langferðabílnum voru svo stór- ar og vel hitrar, að landslag, fjöll og umhverfi allt sást ótrú- lega langt að, en það er mikil og góð viðbót við ferðalagið. Ekki sást ský á himni, allt glóði í sól og sumarskrúða. Á Siglufirði var gaman að vera, enda ekki í kot vísað hjá Ólafi Þ. Þorsteinssyni yfirlækni þar og hans ágætu frú Kristínu Hákonardóttur. Því miður var lítið um síld, samt sá ég allar' „græjur". Handfljótar voru stúlk- urnar að leggja síldina niður í tunnurnar, er þó ekki sama hvernig það var gjört. Á Siglufirði er fólkið glatt og dugmikið. Konurnar vinna mik- ið úti með heimilum sínum, og eru félagslyndar. Nú hafa þær á ,,prjónunum“ að koma upp ný- tízku spítala og hafa á því hinar beztu forsjár, svo það mun vel takast. Nokkur nýlunda þótti mér það og skemmtilegt að vísu, að yfir hinum mörgu og góðu kaffiboll- um, sem ég drakk með siglfirzk- um konum, var mest talað um bækur og bókmenntir og hafði ég orð á því við þær. Á Siglufirði býr gott og gáfað fólk, sem fordæmir ósannindi, ranglæti og kúgun, hvar sem er í heiminum. Það mætti því segja mér, að Siglfirðingar sýndu það í verki við næstu alþingiskosn- ingar, með því að kjósa Sjálf- stæðismann á þing fyrir kjör- dæmi sitt. O—★—O Þá eru nú barnaskólar vorir að taka til starfa á ný. Fram af því fer allt fræðslukerfi lands- ins í „gang“. Gott er að útvarpið hefur tek- ið upp þann hátt, að láta lesa íslendingasögur fyrir börn og fullorðna og er þá sérstakur þáttur ætlaður börnum, sem ég tel þó vafasamt að þörf sé á. Sjaldan munu yngri börn en 10—11 ára hlusta að neinu ráði þó lesnar séu íslendingasögur í útvarp, fyrr en þau fara að læra íslandssögu í barnaskólum, en þá eru þau vakin og hafa oft gagn og gaman af lestrinum. Eg hef gjört mér far um það í skóla mínum, að komast eftir því hvað mikið börnin tileinkuðu sér, skildu og myndu af því, sem lesið er í útvarpið, yfirleitt. Rímnakveðskapur fer ekki nærri alltaf fram hjá börnum. Þau hlusta gjarnan á hann, hafa gaman af „stemmunum" og læra þær á stundum. Vitanlega er það misjafnlega mikið, sem börn skilja og muna af því. sem þau heyra. Sum endursegja efni þáttarins þó nokkuð vel. 1 Einkum var það svo, þegar Njála var lesin í útvarpið, þá kom fyr- ir að 11—12 börn í skóla mínum endursögðu yfir fleiri blaðsíður. Liklega þyrfti að lesa þá sögu oft í útvarp, bæði fyrir börn og full- orðna. En ekki er sama hver les, því að annað eins listaverk og Njálssögu má ekki limlesta með slæmum lestri, enda óþarfi, þar sem nóg mun vera til af góðum lesurum. Eg held að engar bækur séu eins vandlesnar í útvarp eins og Islendingasögurnar, ef þær eiga að njóta sín. Mér finnst þær standa þar og falla með lesti’- inum. Öðru máli gegnir ef maður les þær eingöngu fyrir sig sjálfan. Enginn skyldi vanmeta eftir- tekt og skilning barna, þó ung séu, en þess finnst mér þó gæta nokkuð, á ýmsum sviðum, t. d. í bókakosti þeim, sem börnum er ætlaður til lestrar í barnaskól- um vorum nú. Hugsanir, álykt- anir og eftirtekt barna, eru oft furðu þroskaðar. Hugurinn op- inn fyrir sönnu og ósönnu, réttu og röngu. En á þeim eigindum þarf barnið að fá rétta og holla skilgreiningu, svo að samvizkan verði víðsýnn, réttlátur og við- kvæmur leiðtogi allra athafna barnsins. K. Ó. F ramtíðaratvinna Heildverzlun óskar eftir að ráða til sín ungan, efnilegan mann, er hefur áhuga á verzlunarstörfum sem framtíðar- atvimju. Umsóknir, merkt: „Framtíð — 7829“ með mynd og meðmælum, ef til eru, sem hvorttveggja verður endur- sent óskast send blaðinu. Fró iþróttaskdla Jóns Þorsteinssonor Vetrarstarfsemi skólans hefst í dag 1. okt. Leikfimi fyrir stúlkur á mánud. og fimmtud. kl. 8—9 síðdegis. Innritun er hafin. Kennari Anna Gísladóttir. Sími 32532. Baðstofan verður til afnota frá kl. 10 árdegis til kl. 10 síðdegis. Hún er opin fyrir almenning sem hér segir. Á mánud. kl. 4—6 síðdegis fyrir konur. Á laugard. kl. 6—9 síðdegis fyrir karla. Eldri baðflokkar mæti á venjulegum tímum. Nokkr ir nýir baðflokkar geta fengið ákveðinn baðtíma á morgn- ana eða um miðjan daginn. Nánari uppl. í skólanum Lindargötu 7, sími 13738. JÓN ÞORSTEINSSON. Vélbátnr Vélbáturinn OTTÓ Re. 337 er til sölu. Báturinn er 50 tonn með 110 hestafla June Munktell vél, sem er öll nýstand- sett (m.a. nýr sveifarás o.s.frv.). Báturinn er í fullkomnu ríkisskoðunarástandi, allur nýyfirfarinn, hampþéttur og nýmálaður. Bátnum fylgir nýr norskur dýptarmælir og nýr bjögunargúmmíbátur fyrir 8 menn. Báturinn er til sýnis í skipasmíðastöð Daníels Þorsteinssonar v/Bakka- stíg. Allar nánari upplýsingar gefur milli 10—12 og eftir kl. 6. JÓHANNES LÁRUSSON, lögfræðingur. sími 24893. H0TEL HAFNIA við Raadhuspladsen, Köbenh. V. Herbergi með nýtízkuþægindum. Niðursett verð að vetri til. Restaurant — Hljómleikar Samkvæmissalir Sjónvarp á barnum Herbergja- og borðpöntun: Central 4046. Góð bílastæði. Vokkrar unglingakápur á 12—14 ára verða seldar fyrir HÁLFVIRÐI. Ódýrir, uppreimaðir Strigaskór Vetrð frá kr: 31,20. Breiðablik Laugavegi 63 (horni Vitastígs og Laugavegs). Ný sending Ullarkjólar margir litir, flestar stærðir. MARKAÐURINN Hafnarstræti 5. SÍ-SLÉTT P0PLIN IN0-IR0Ni MIMERVAcÆ^te>» STRAUNING ÖÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.