Morgunblaðið - 01.11.1958, Side 1

Morgunblaðið - 01.11.1958, Side 1
16 síður og Lesbók 45. árgangur. 250. tbl. — Laugardagur 1. nóvember 1958 Prentsmiðja Morgunblaðsim Vilja svipta Pasternak borgararéttindum Herferðin gegn honum heldur áfram í heimalandinu MOSKVU, 31. okt. — I út- varpssendingu M o s k v u - útvarpsins á grísku í kvöld var frá því skýrt, að rithöf- undafélagið í Moskvu hefði s k o r a ð á Ráðstjórnina að s v i p t a Nóbelsverðlaunarit- höfundinn Boris Pasternak rússneskum ríkishorgararétti. Fundur Moskvu-rithöfunda samþykkti einróma ákvörð- un rithöfundasambands Ráð- stjórnarríkjanna um að reka Pasternak úr sambandinu. í ályktun fundarins var Paster- nak nefndur „svikari“ og enn- fremur sagt, að gjörðir hans væru ósamrýmanlegar nafn- bótinni sovéthöfundur, sem hann og hefur verið sviptur. Einn af ræðumönnum sagði, að Pasternak væri ó v i n u r fólksins og hefði hann svívirt októberbyltinguna, sem væri. af öllu hér á jörðu kærust Ráðstjórnarborgaranum o g framfarasinnuðu mannkyni. í Stokkliólmi var orðsveimur um það í kvöld, að fuiltrúi við rússneska sendiráðið þar, Voi- nov, hefði gengið á fund ritara sænsku akademíunnar, öster- lings, og mótmælt úthlutun bók- menntaverðlauna Nobels. Öster- ling sagði hins vegar í kvöld, að honum hefði borizt bréf frá Voi- nov, sem svar við heillaóskum til hans frá akademíunni í sam- bandi við úthlutun verð- iaunanna. Kvaðst Öster- ling ekki geta tekið bréf- ið sem diplomatisk mót- mæli. Samtök rithöfunda, mennta manna og stúdenta um ger- völl Vesturlönd hafa í gær og í dag samþykkt ályktanir eða s e n t samtökum rússneskra rithöfunda vítur vegna svik- samlegrar framkomu v i ð Pasternak, svika við frelsi andans, frjálsa hugsun. Alls kyns félög í Ráðstjórn- arríkjunum keppast að sama skapi við að gera samþykktir um „svik“ Pasternaks við kommúnismann og föðurland ið. — Nasser KAIRO, 31. október. — Egypzk blöð eru nú upp full af því, að ísraelsmenn séu að draga saman lið við landamæri sín og hyggist láta til skarar skríða gegn Aröb- um, strax eftir að brezka herliðið er horfið frá Jórdaníu. Fregnum þessum hefur verið vísað á bug í ísrael. Stjórnmálafregnritarar eru þeirrar skoðunar, að Nasser sé með þessu að reyna að egna andstæðinga Husseins Jórdaníu- konungs og hvetja tii uppreisn- ar gegn honum, því að Hussein hefur ekki þótt jafnskeleggur í áróðri sínum gegn Gyðingum og aðrir leiðtogar Arabaríkjanna. Þá er og hugsanlegt, að Nasser ætli sér að reyna að þröngva Hussein með þessu til þess að gera ein- hvers konar samning við ara- bíska sambandslýðveldið, eem tryggi einhver áhrif Nassers í Jórdaníu. En eigi þessi nýja herferð Nass ers ekkert skylt við brottfiutn- ing brezka hersins frá Jórdaníu og „varnarleysi" Husseins — þá er hann aðeins að draga athygl- ina frá ófremdarástandi. Flugvélaútsalan hafin Þotan ryður ,gömlu' flugvélunúm úr vegl KAUPMANNAHÖFN, 31. október. — Þeir, sem áhuga hafa á því að fá sér flugvél, fá nú loksins tækifærið, því að verðið hefur aldrei verið lægra. Flugvélaútsalan mikla er hafin. Þoturnar hafa rutt gömlu flugvélunum úr vegi — og nú byrja stóru flugfélögin að bjóða þær gömlu til sölu hvert í kapp við annað. ráðstöfun, því að nú eru þessar flugvélar í mjög litlu verði vegna hins stóraukna framboðs. Vitað er, að önnur flugfélög eru að undirbúa „útsölur" flug- véla og er búizt við, að mörg smá-flugfélög, sem ekki hafa bol- magn til þess að taka þotuna í sína þjónustu, geti gert góð kaup á næstunni. SAS varð fyrst til og hefur því mesta möguleika til þess að fá sæmilegt verð fyrir vélar sínar. Hér er um að ræða 5 flugvélar, sem boðnar eru til sölu. Þær eru af gerðinni Douglas DC-6, eða hinar svonefndu Cloudmaster- flugvélar. Annars á SAS alls 12 slíkar vélar, auk 13 af gerðinni DC-6b — og sennilegt er, að flestar þeirra verði seldar í haust og á næsta ári. Það er franska þotan Cara- velle, sem á að leysa DC-6 og DC-6b af hólmi. Félagið fær fyrstu þotuna af þeirri gerð í apríl nk. og síðan 6 þotur í við- bót með stuttu millibili. Vegna þess hve þessar þotur eru miklu hraðfleygari en „gömlu“ flugvél- arnar þarf félagið mun færri vélar en áður til þess að anna sömu flutningum. SAS losaði sig einnig við 5 Douglas DC-3 fyrir skemmstu og þóttust forráðamenn félagsins hafa sloppið vel — að sitja ekki uppi með þær. Þá heppnaðist líka að selja Skandia-vélarnar, sem SAS hafði í förum á stuttum inn- anlandsleiðum. Þær voru seldar til S-Ameríku. Haustið 1956 losaði SAS sig við allar Skymasterflugvélar sín- ar og segja forráðamenn félags- ins, að það hafi verið heppileg Laugardagur 1. nóvember Efni blaðsins er m.a.: Bls. 2: Eiríkur Kristófersson skipherra segir frá landhelgisgæzlunni. — 3: Hross flutt út. — 6: De Gaulle og Alsír. — 8: Forystugreinin: Verzlunarólag- ið nýja. Vorkuta — rússneskar þræla- búðir (Utan úr heimi). — 9: Bókaþáttur (Frú Lúna í snör- unni). Fréttabréf frá Dalvík. í LESBÓKer fylgir blaðjnu er efni m.a.: Harðangur inn himinblíðl (ÁGE). Leiði tveggja vina. Töframaðurinn Houdini. Nýtízku „engísprettur". Hið dásamlega vatft. Álagablettir. Fjaðrafok o. fl. Myndin hér að ofan var tekin á Vesturgötunni í gær. — Litla stúlkan er sex ára og var að koma úr tíma þegar ljósmyndari Mörgunblaðsins mætti henni. Hún er vel klædd, í úlpu og með hettu um höfuðið, og veitti ekki af, enda var kalt og snjór í Reykjavík í gær. Flokksaginn fyrsta bodorðið þrumaði Pospelov yfir dönskum kommúnistum Kaupmannahöfn, 31. október. Einkaskeyti til Mbl. ÁRSÞING danska kommúnista- flokksins hófst í dag. Aldrei hefur þing danskra kommúnista vakið jafnmikla athygli, enda stendur nú fyrir dyrum ein mesta hreinsun í flokknum, sem nokkru sinm hefur átt sér stað. Fullvíst er talið, að Aksel Larsen, sem sviptur var formennsku í flokxn- um fyrir nokkru, verði gerður brottrækur fyrir „endurskoðun- arstefnu sína“. Margir eru þeirrar skoðunar, að flokkurinn klofni — og það verði til þess, að komm- únistar fái engan þingmann kjör- inn við næstu þingkosningar. Þingið er haldið í Christians- borgar-höll og strax í upphafi kom til átaka. Komrnúnistar stóðu vörð á göngum hallarinnar og meinuð blaðamönnum og ljós- myndurum aðgang að þingsaln- um. Forseti Fólksþingsins tók í taumana og skipaði vörðunum á brott, en kommúnistar gerðu samt tilraunir til þess að hindra blaða- ljósmyndara og fréttamenn við störf sín. Margir fulltrúar ut-an af landsbyggðinni voru mættir til þings auk miðstjórnar flokks- Vesturveldin vilja ársbann, en Rússar eilífðarbann Eftirlitskerfi sérfræðinganna lagt til grundvallar GENF, 31. október. — Fulltrúar stórveldanna komu saman í dag á ráðstefnu til þess að ræða bann við tilraunum með kjarnorku- sprengjur. Fyrsti fundurinn var fyrir opnum tjöldum og flutlu fulltrúar Breta, Bandaríkjamanna og Rússa þar stuttar ræður og gerðu grein fyrir stefnu sinni i kjarnorkumálunum. Aðrir fundir verða haldnir fýrir luktum dyr- um og er búizt við að ráðstefnan standi nokkrar vikur. Rússneski fulltrúinn Tsarapkin skýrði frá því, að hann mundi bera fram tillögu um eilífðar- bann við tilraunum með kjarn- orkuvopn undir eftirliti, í samræmi við kerfi það, sem fulltrúarnir á sérfræð- ingaráðstefnunni um eftirlit með tilraunum með kjarnorkuvopn komu sér saman um fyrr á árinu. Sagði hann Ráðstjórnina aðeins mundu fallast á slíkt bann — og ef Vesturveldin vildu ganga að þessu mundu Rússar ekki gera fleiri tilraunir með kjarnorku- vopn enda þótt þeir hefðu ekki gert jafnmargar tilraunir og Bret ar og Bandaríkjamenn til sam- ans. Frh. á bls. 19. ins og erlendra gesta — frá komm únistaríkjunum. Meðal hinna ar- lendu bar mest á Pospelov, sem sæti á í miðstjórn rússneska kommúnistaflokksins, og er einn af höfuðandstæðingum endurskoð- unarmanna. Hann héfur stjórnað herferðinni gegn Tító og var nú sendur til þess að kveða niður „endurskoðunar“-drauginn i danska kommúnistaflokknum. Aksel Larsen var mættur til þings, en sem vænta mátti tók hann ekki til máls við þingsetn- ingu. Strax og þingið hafði verið sett var sendiboðanum frá Moskvu, Pospelov, gefið orðið og þrumaði hann yfir þingheimi, að enginn sannur kommúnisti yrði titoism- anum að bráð. Sagði hann, að mörgum aðferðum væri beitt til þess að reyna að veikja kommún- istaflokkinn, allar „endurskoðun- ar“-aðferðin væru liður i þeirri árás. Sagði hann, að nútíma-„end- urskoðunarstefna", hin andkomm únisku og andmarxisku sjónar- mið og tilraunir til þess að sam- hæfast kapitalismanum spegluð- ust í stefnu Júgoslava. Þar mið- aði allt að því að grafa" undan marx- og leninismanum. En sann ir kommúnistar yrðu að standa saman sem einn. Flokksaginn væri fyrsta boðorðið og allir meðlimir flokksins yrðu að lúta boði hans og banni. Hér væri ekki um neina málamiðlun að ræða. Kommúnist- ar yrðu að gera það, sem þeim væri sagt að gera í nafni lenin- ismans og marxismans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.