Morgunblaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 12
12
MORCVNBLAÐtÐ
L,augardagur 1. nóv. 1958
brúnan blett sem birtist og hvarf
eftir því sem öldurnar hækkuðu
og hnigu. Ösjálfrátt, af eðlihvöt
og sökum skylduvitundar hafði
h-ann brotið heilann um það, hvaða
persónulegar aðgerðir hann gæti
framkvæmt til þess að afstýra
þessari ógæfu. — „Það er alltaf
hægt að gera eitthvað meira, ein-
hverjar auka-framkvæmdir sem
hægt er að ráðast í“. — Þannig
höíðu yfirvöld Herdeildar S16
fullyrt. 1 fyrsta skipti frá því er
hann hafði verið ráðinn til starfs
sem þessa, gat Shears ekki látið
sér til hugar koma neitt sem hann
gæti gert og hann bölvaði sjálfum
sér fyrir vanmátt sinn og getu-
leysi.
Fyrir honum var teningnum
kastað. Hann hafði engan mögu-
leika til að gjalda líku líkt, frem-
ur en Warden, sem hafði nú vafa-
laust einnig tekið eftir sviksemi
Kwai-fljótsins. Joyce, kannske?
En hafði hann þá uppgötvað
breytingu þá sem orðin var? Og
hver gat sagt nokkuð um það,
hvort hann hefði þá hug og hæfi-
leika til að bregðast á réttan hátt
við þessari óvæntu ógæfu? Shears
sem hafði mikla reynslu og þekk-
ingu í að meta rétt þá örðugleika
sem yfirstíga þurfti í tilfellum
sem þessu, iðraðist þess nú beisk-
lega að hafa ekki sjálfur tekið að
sér hans hlutverk.
Tvær endalausar klukkustundir
liðu. Frá verustað sínum gat
hann séð íbúðarskálana. Hann
hafði séð nokkra japanska her-
menn á ferli í fullum einkennis-
B a by
strauvélin
BABY er einasta borðstrauvélin, sem stjórnað er
með fæti og því hægt að nota báðar hendur við að
hagræða þvottinum.
með árs ábyrgð.
— Verð kr.: 3.850,00 —
Tfekla
Austurstræti 14
Sími 11687
skrúða. 1 hundrað metra fj'arlægð
frá fljótinu var heill hópur af
þeim, er beið eftir járnbrautar-
lestinni, í skipulagðri röð, til heið
urs yfirvöldunum sem opna skyldu
brautarlinuna. Kannske myndi
undirbúningur þessarar athafnar
draga að sér alla athygli þeirra?
Shears vonaði það. En japanskur
varðmaður hafði komið út úr varð-
skýlinu og stefndi nú beint nið-
ur að brúnni.
Nú gengu mennirnir, undir
stjórn undirforingja, eftir brúar-
pallinum, i tveimur röðum, beggja
megin við gangbrautina. Þeir
gengu hægt og rólega með riffl-
ana kæruleysislega hagandi við
axlir sér. Hlutverk þeirra var ,að
framkvæma síðustu rannsóknina
áður en lestin kæmi. Öðru hverju
staðnæmdist einn og einn í hópn-
úm og laut út yfir handriðið. Ber-
sýnilega til þess eins að friða sam-
vizkuna, og framkvæma þær skip-
anir sem þeim höfðu verið gefnar.
Shears reyndi að telja sjálfum
sér trú um að athygli þeirra væri
ekki algerlega bundin við þetta
skyldustarf — enda mun svo held-
ur ekki hafa verið í raun og veru.
Ekkert slys gat hent brúna yfir
Kwai-fljótið, sem þeir höfðu sjálf
ir séð ríáa upp og fullkomnast í
þessum auða og yfirgefna dal.
„Sjáandi sjá þeir ekki“, sagði
hann við sjálfan sig, meðan hann
fylgdist með atferli þeirra. Hvert
spor sem þeir stigu, endurómaði
innra með honurrt. Hann neyddi
sjálfan sig til að horfa stö.ðugt á
þá og fylgjast með hverri hreyf-
ingu þeirra, meðan hann bað heitt
og í hljóði til þess dularfulla mátt
arvalds, sem þarna gat einhverju
til vegar komið, hvort sém það var
guð eða djöfull. Hann fylgdist al-
veg ósjálfrátt með gönguhraða
þeirra og vegalengdinni sem þeir
fóru á hverri sekúndu. Nú voru
þeir komnir meira en hálfa leið
yfir brúna. Undirforinginn hall-
aði sér yfir handriðið og talaði
eitthvað við fremsta manninn um
leið og hann benti með hendinni
út á fljótið. Shears greip með lóf-
anum fyrir munninn á sér til þess
að stöðva hljóðið sem v."r nærri
sloppið af vörum hans. Undirfor-
inginn hló. Hann hafði eflaust
sagt eitthvað sniðugt viðvíkjandi
hinni skyndilegu lækkun vatnsins
í farveginum. Aftur héldu þeir af
stað. Shears hafði rétt fyrir sér:
„Sjáandi sjá þeir ékki“. Nú var
síðasti maðurinn kominn hjá. Þeir
höfðu ekki tekið eftir neinu.
Nú komu þeir aftur til baka.
Þeir gengu yfir brúna, í gagn-
stæða átt, með sama hraða og
sama eftirtektarleysinu. —■ Einn
þeir'ra teygði höfuðið og axlirnar
út yfir handriðið, en gekk svo aft-
ur inn í röðina.
Aftur voru þeir farnir hjá. —
Shears strauk hendinni yfir sveitt
ennið. Þeir smá-fjarlægðust fljót-
ið. „Þeir hafa ekki séð neitt“,
I hvíslaði hann nær ósjálfrátt, til
þess að fullvissa sig enn frekar
um það, að kraftaverkið hefði í
raun og veru skeð. Hann fylgdi
þeim eftir með augunum og leit
ekki af þeim, fyrr en þeir höfðu
sameinazt flokknum. Jafnframt
því sem gleðin blossaði upp í huga
hans, fann hann til óljósrar
hreykni.
„Ef ég hefði verið einn af
þeim“, tautaði hann fyrir munni
sér — „þá hefði ég ekki verið
svona hirðulaus. Hver einasti
brezkur hermaður hefði tekið eft-
ir skemmdarverkinu. Ah, jæja, nú
verður ekki langt þangað til lest-
in kemur, vona ég“.
Eins og svar við síðustu hugs-
unum hans, heyrði hann höstuga
rödd sem kallaði skipanir, yfir á
óvinabakkanum. Einhver hreyfing
komst á mennina. Shears horfði út
í fjarskann. Yzt úti við sjóndeild-
arhring sléttunnar tilkynnti lítið,
dökkt reykjarský komu fyrstu
japönsku flutningalestarinnar,
um megin fljótsins.
Á því augnabliki sem Númer
Eitt tók aftur fyrri varðstöðu
sína, enn á valdi ákafrar geðs-
hræringar og hugsandi einungis
um væntanlega sprengingu og al-
geran úrslitasigur sinn og sinna
manna, steig Nicholson ofursti
fyrsta skrefið út á brúna yfir
Kwai-fljótið.
Með hreina samvizku, í friði við
alheiminn við guð, horfandi
augum sem voru blárri en hita-
beltishimininn að afstöðnum
stormi, njótandi unaðar hinnar
verðskulduðu hvíldar sem hver
starfsmaður öðlast að loknu erfiðu
verki, hreykinn yfir því að hafa
sigrað allar hindranir og örðug-
leika með persónulegum kjarki og
þolgæði, glaður af því að hafa
sýnt sig fullan jafnoka forfeðra
sinna og bætt nýjum og mjög
óvenjulegum kafla við goðsagnir
Austurlanda um almætti hinna
vestrænu þjóða, sannfærður um
— hann sá ekki glæsilega, teinrétta liðsforingjann í einkenn-
isbúningi brezks ofursta, sem nálgaðist brúna---------
sem fara átti inn í Síam — fyrstu
lestarinnar sem hlaðin var her-
mönnum, hergögnum og háttsett-
um, japönskum herforingjum, og
skyldi nú bruna yfir brúna yfir
Kwai-fljótið.
Tilfinningar Shears milduðust.
Þakkartár til hinna dularfullu
máttarvalda runnu niður kinnar
hans.
„Hér eftir getur ekkert stöðv-
að okkur eða hindrað", hvíslaði
hann. — „Örlögin hafa engin
fleiri brögð til að beit-a. Lestin
verður komin hingað eftir 20
mínútur".
Hann sefaði áhyggjufullt skap
sitt og hélt aftur niður að fjalls-
rótunum, til þess að taka að sér
stjórn hjálparflokksins. Þegar
hann klöngraðist hálfboginn nið-
ur brattann með allan hugann við
það að halda sig í felum, sá hann
ekki glæsilega, teinrétta liðsfor-
ingjann í einkennisbúningi brezks
ofursta, sem nálgaðist brúna hin-
a
r
í
U
ó
i)
Andi
„Það
hlypi
heyri ekki lengur
2) „Sjáðu Sirrí! Þarna hleyp-
ur fjárhxrðir í áttina til indíána-
þorpsins, og það lítur út fyrir að
hann sé í uppnámi.“
3) „Hlustaðu, Markús! Þetta
er Andi. Hann hlýtur að vera
meiddur“.
að enginn hefði getað gert verkið
betur, trúaðri en áður á yfirburði
síns eigin kynþáttar á öllum at-
hafnasviðum, ánægður yfir kost-
um og gæðum þessa mikla mann-
virkis og til þess að skoða í síð-
asta skipti árangurinn af sjálfs-
fórn, hetjulund og drengskap
brezku fanganna gekk Nicholson
ofursti, virðulegur í svip og fasi,
eftir brúnni yfir Kwai-fljótið.
Flestir fangarnir og allir liðs-
foringjarnir höfðu yfirgefið búð-
irnar við Kwai-fljótið fyrir
tveimur dögum, og farið fót-
gangandi t il einhvers ákveð-
ins staðar, en þaðan átti
svo að senda þá áfram til
Malaya, til eyjanna eða til Jap-
ailltvarpiö
Laugardagur 1. nóvember
Fastir liðir eins og venjulega:
12.50 Óskalög sjúklinga (Bryn-
dís Sigurjónsdóttir). — 14.00
íþróttafræðsla (Benedikt Jakobs
son). — 14.15—16.30 Laugardags-
lögin — 16.30 Tónleikar. — 17.15
Skákþáttur (Guðmundur Arn-
laugsson). — 18.00 Tómstunda-
þáttur barna og unglinga (Jón
Pálsson). —- 18.30 Útvarpssaga
barnanna: Pabbi, mamma, börn
og bíll, eftir önnu C. Vestly, —
III. (Stefán Sigurðsson kennari).
— 18.55 í kvöldrökkrinu, — tón-
leikar af plötum. — 20.30 Leik-
rit: Drottningin og uppreisnar-
mennirnir eftir Ugo Betti, í þýð-
ingu Áslaugar Árnadóttur. Leik-
stjóri: Ævar Kvaran. — 22.10
Danslög (pl.). — 24.00 Dagskrár-
lok.