Morgunblaðið - 01.11.1958, Síða 2

Morgunblaðið - 01.11.1958, Síða 2
2 MORCl'NBL 4 Ð1Ð Laugardagur 1. nóv. 1958 Dulbúin árás á Reykjavík Frumvarp þess efnis til umrœðu á Alþingi I GÆR var til umræðu í neðri deild Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um auka- útsvör ríkisstofnana. Flm. er Karl Guðjónsson. í frumvarpinu er lagt til að verzlunarstofnanir ríkisins skuli greiða hálft % af nettóágóða aðalbúsins eða útibús ins í bæjar- eða sveitarsjóði, þar sem aðalaðsetur þeirra og útibú eru í stað 5% í gildandi lögum. JÞá skulu þær greiða 414% af nettóágóða sínum í byggingar- sjóð ríkisins og skal húsnæðis- málastjórn ráðstafa a.m.k. helm- ingi þeirrar fjárhæðar til útrým- ingar heilsuspillandi húsnæði, en að öðru leyti má verja fénu til byggingarlána samkv. almenn um reglum húsnæðismálastjórn- ar um lán til íbúðarhúsabygg- inga. Útsvarsálagning of há Karl Guðjónsson fylgdi frum- varpinu úr hlaði með ræðu. Taldi hann óeðlilegt að skatt- leggja fyrirtæki eins og Áfengis- verzlun ríkisins og Tóbakseinka- söluna eins og nú er gert. Sam- kvæmt gildandi lögum yrði út- svarsálagning einstakra bæjar- félaga og þá sérstaklega Reykja- víkur á fyrirtæki ríkisins óeðli- lega há. Þá fór hann nokkrum orðum um hve þær ráðstafanir, sem gert er ráð fyrir í frumvarp- inu myndu stuðla að aukinni út- rýmingu heilsuspillandi húsnæð is og bæta úr lánsfjárskorti al- mennt. Sagði hann, að Reykja- vík myndi þó hagnast mest á þeirri ráðstöfun lánsfjárins og hljóta um 9/10 hluta þess fjár, sem úthlutað yrði úr bygginga- sjóði, ef frumvarpið yrði að lög- um. Hagsmunir Reykjavíkur Jóhann Hafstein tók til máls að lokinni ræðu flutningsmanns. Kvað hann góðvild stjórnarliðs- ins í garð Reýkjavíkur ekki enda sleppa. Það hefði oft áður sýnt sinn hug í garð þess fólks, sem byggi í Reykjavík, en hér kæmi enn eitt dæmi til viðbótar. Ræðu maður hefði í seinni hluta ræðu sinnar farið um það mörgum orð | um hversu mikið hagsmunamál það væri fyrir Reykjavík, ef frumvarp þetta yrði að lögum. Hér yrði aflað tekna til að út- rýma heilsuspillandi húsnæði og 9/10 hlutar þess fjár mundu renna til Reykjavíkur Tillaga SjálfstæSismanna Þetta segir flm., en sannleik- urinn er sá, að fyrir nokkrum árum voru sett lög um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis og var þar gert ráð fyrir, að ríkissjóður legði fram fé að jöfnu móti hlut- aðeigandi bæjarfélagi. í fyrstu var fjárveitingin takmörkuð við vissa upphæð, en ári eftir að þessi lög tóku gildi, fluttum við Sjálfstæðismenn tillögu um að þessar takmarkanir yrðu numd- ar úr gildi, en ríkissjóður greiddi hverju sinni jafnháa upphæð og bæjarfélagið eða sveitarfélagið legði fram. Bárum við borgar- stjóri fram tillögu um að fram- lag ríkisins hækkaði samkv. þessu, en sú hækkun verður úr 4 millj. í 10 millj. kr. Hefði það nokkurn veginn samsvarað því, að ríkið greiddi helminginn. Þarf ekki frekar vitnanna við Allar þessar tillögur voru kol- felldar og það var einnig fellt, að nema úr gildi takmarkanir á fjárframlaginu. En nú er lausn- in fundin. Það á að taka þessa upphæð af útsvörunum í Reykja vík og afhenda svo bænum mik- inn hluta þess aftur. Það er und arlegt, að flutningsmaður skuli hafa geð í sér að tala um, að hér sé verið að vinna að hagsmun um Reykjavíkur. Það er verið að lækka útsvarstekjur Reykja- víkur af þessum fyrirtækjum úr 5% niður I hálft % og þarf ekki frekar vitnanna við hvert hags- munamál það er fyrir Reykja- vík. Ríkisstjórnin hefur daufheyrzt Á undanförnum árum hafa bæjar- og sveitarféiög barizt fyrir því undir forystu borgar- stjórans í Reykjavík, að fá aukna tekjustofna. Var samþyiikt á Al- þingi eftir tillögu Sjálfstæðis- manna að taka þetta mál til end- urskoðunar og sjá bæjar- og sveitarfélögunum fyrir nýjum tekjustofnum, en ríkisstjórnin hefur daufheyrzt við málinu hing að til. Frumvarp það, sem hér liggur fyrir gengur mjög á hag Reykjavíkur og rýrir verulega tekjur bæjarsjóðsins. Jafnframt er með þessu verið að skjóta sér undan þeirri lagaskyldu, sem á ríkissjóði hvílir. Getur verið að stjórnarliðið sé farið að efast um, að hægt sé ár eftir ár að dauf- heyrast við hagsmunamálum ^ólksins í Reykjavík, en ríkis- sjóður hefur um árabil v.'nrækt að greiða sitt framlag. Nú á að taka féð úr bæjar- og sveitar- sjóðunum og afhenda þeim síðan hluta af því aftur. Úthlutanir í kosningamánuð inum Það er út af fyrir sig góðra gjalda veít, að afla byggingar- sjóði ríkisins tekna, ef það er gert með mannsæmandi hætti. En hverjar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess í tíð núverandi stjórnar, að afla fjár til hans? Ræðumaður er úr hópi þeirra manna, sem gagnrýndu síðustu ríkisstjórn fyrir þessi mál. Nú hlýtur fljótlega að iíða að því, að við fáum skýrslu um hvað nú- verandi stjórn hefur gert. Félags- málaráðherra var ekki lítill fyrir sér, er hann ræddi um þessi mál hér í þinginu í janúar sJ. Var honum þá bent á, að alrnenningi væri lítill vinningur að því, að ausa út lánsfé viku fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningar, þeg- ar það væri gert með þeim hætti, að veðsetja væntanlegar tekjur byggingarsjóðs síðar á árinu, eins og gert hefði verið. Revnslan hef- ur líka orðið sú, að sáralítið Jáns- fé hefur orðið til úth’.utunar eftir kosningamánuðinn. Höfuðið af skömminni Eins og ég sagði áðan mun ekki líða á löngu unz ríkisstjórnin verður að leggja fram skýrslu um hvað hún hefur gert í þessum málum, en þá verða menn að horfast í augu við stór svik. En það er að bíta höfuðið af skömm- inni, að bera fram frumvarp eins og þetta. Einn og óstuddur Karl Guðjónsson tók aftur til máls, en varð fátt um svör. Þó sagði hann, að það væri ekkert réttlæti í því, að Reykjavík fengi að skattleggja fyrirtæki, sem seldu öllum landsmönnum vörur. Hins vegar kvað hann ekki við Síðosto tilraunin WASHINGTON, 31. okt. — Frá og með miðnætti gengur í gildi stöðvun Bandaríkjamanna og Breta á kjarnorkutilraunum í eitt ár. Ef Rússar halda áfram sínum tilraunum og ekki næst samkomulag á Genfarráðstefn- unni, áskilja báðir sér rétt til að halda tilraunum áfram. Banda- ríkjamenn ætluðu að gera síð- ustu tilraunina í morgun, en henni var frestað vegna óhag- stæðrar veðráttu. Menn eru að vona, að aldrei þurfi að koma til þess að þessi tilraun verði gerð. Bandaríska kjarnorkumála- nefndin skýrði svo fró í dag, að geislavirka rykið, sem féll í Los Angeles í morgun, væri ekki skaðlegt mönnum. stjórnina að sakast um þetta frumvarp, því hann stæði einn að því og hefði ekki haft samráð við aðra um að bera það fram. Vísvitandi blekking Jóhann Hafstein tók aftur til máls og fór nokkrum orðum um það réttlæti, sem Karl hafði talað um 1 síðari ræðu sinni. Kvað hann það hljóma vel, er ræðu- maður talaði um að það væri ekki réttlæti, að Reykjavík fengi að skattleggja fyrirtæki, sem seldu vörur til allra landsmanna. Hins vegar bæri að líta á það, að tekjur ríkisins af þessum fyrir- Framh. á bls. 14 Fyrirbyggja órekstra í lofti NÝJU DELHI, 31. okt. — Alþjóða samband flugfélaga (IATA) sam þykkti ó fundi sínum í dag, að skora á Alþjóðaflugmálastofnun- ina að sjá til þess, að flugum- ferðarstjórn farþega- og herflug- véla yrði sameinuð að öllu leyti um allan heim. Töldu fundar- menn, að slíkt mundi fyrirbyggja árekstra, sem stundum hafa orðið milli herflugvéla og farþegaflug- véla — og nú væri ekki sízt ástæða til þess að gera þessar úrbótaráðstafanir, þegar hraðinn í fluginu hefur aukizt um ailan helming eins og raun bér vitni. -<S> Eiríkur Kristófersson. <v- Brezku fogararnir gæta mikillar varúðar, að fara ekki inn fyrir línu nema undir vernd Við munum hiklaust taka landhelgis- brjót sem ekki nýtur verndar, segir Eirikur Kristófersson skipherra í sam- tali við Mbl. í DAG eru tveir mánuðir liðnir síðan íslendingar færðu landhelgi sina út í 12 sjómíl- ur og síðan fiskveiðideilan við Breta hófst með hinum hervernduðu landhelgisbrot um togara þeirra. Fréttaritari Mbl. hitti í gær að máli Eirík Kristófersson, skipherra á Þór, er hann var staddur hér í bænum og bað hann að segja nokkuð frá því hvernig ástandið væri í viður eigninni við Breta kringum landið. ★ — Hvað er það sem landhelg- isgæzlan hefur verið að gera upp á síðkastið? — Það er þetta hálfgerða taugastríð sem við höldum uppi, sagði Eiríkur. Við förum að tog- urunum, mælum stöðu þeirra og tilkynnum þeim að þeir séu að veiðum innan landhelgi, það verði kært og vonandi fái þeir sinn dóm, þótt síðar verði, hvort ið honum til hjálpar, þá mynd- um við hiklaust taka hann. í þessu sambandi skal ég geta þess að við ætluðum að taka tog arann Cape Campbell fyrir Aust urlandi, er við komum að hon- um. En vélarbilun í mótorbót okkar hindraði það. Það var stór sjór, svo að við gátum ekki sett niður stærri mótorbátinn. Við létum minni mótornátinn niður og settum í hann lð menn sem skyldu ráðast til upogöngu. En þegar báturinn var Konunn hálfa leið, bilaði vélin í honum og þetta endur'ok sig, svo að við urðum írá að hverfa. ★ — Hvernig virðist ykkur Bret- arnir afla upp á síðkastið? — Þeir fá enn lítinn afla í land helgi. Það sem þó bjargar þeim helzt núna ei koli og annar flat- fiskur sem er að ganga út frá Vestfjörðum. Þar hefur það kom ið fyrir að þeir hafa fengið „góð- an“ afla, þótt hann sé lítill. Þess vegna eru Bretarnir nú nær ein- göngu út af Vestfjörðum. Þéir hafa aðeins verið lítils háttar við sem þeir verða teknir af íslenzk- j Langanes. Þar er afli lítill, aðal- um varðskipum eða verði að jega þorskur. eita hafnar. — Hvað eruð þið búnir að til- kynna mörgum togurum kæru? __ Við á Þór erum búnir að tilkynna 79 togurum, en sum- um þeirra oft. Alls höfðum við lesið upp 313 kærur. Fyrir sum- um togurunum aðeins einu sinni, en fyrir öðrum 10—2G sinnum. Það er stefnan hjá okkur að reyna að birta daglega kæru hverjum þeim togara sem er inn an landhelgi og kemur því fyrir að sama togaranum er birt kæra marga daga í röð og hefur kom- ið fyrir oftar en einu sinni á degi. Hin varðskipin hafa birt mörgum sömu togurunum kæru og ég býst við að nú sé búið að kæra milli 110 og 120 brezka togara fyrir ólöglegar veiðar inn an 12 mílna landhelginnar. Þess- um kærum með nákvæmum stað setningum og lýsingum á brot- um er svo haldið til haga. ★ — Er sú ásökun eins dagblaðs- ins í Reykjavík rétt, að varðskip unum hafi verið gefin fyrirmæli um að taka ekki brezka togara, hvernig sem á stendur — Nei, það er alls ekki rétt, — en það hefur verið lagt fyrir okkur að framkvæma ekki vafa- samar tökur, né heldur þegar her skip eru nálægt og geta kom- ið að okkur. En ef við kæmum að togara að veiðum innan land- 1 helgi og herskip getur ekki kom — Haldið þér þá, að víkkun landhelginnar hafi þrátt fyrir andspyrnu Breta komið að ein- hverjum notum til friðunar? — Já, á því er enginn minnsti vafi. Ég hef oft sagt það við sjó- menn, að jafnvel með þessum erjum náist nokkur árangur til friðunar fiskstofninum. Sjáið til, nú veiða Bretarnir aðeins á takmörkuðum svæðum innan tólf mílna landhelgi, í stað inn fyrir að annars væru þeir skrapandi allt í kringum landið. Á þessum tíma hefðu þeir t.d. á- byggilega verið að veiðum fyrir sunnan land, norður af Eld ey og í Miðnessjó. Nú láta þeir ekki sjá sig þar. Svo eru margir brezku togar- anna, sem veiða aðeins sína tvo skyldudaga innan landhelgi. Eft ir það tilkynna þeir: — Nú er- um við búnir með okkar skyldu- verk. Nú förum við að leita betri miða fyrir utan. Aðrir togarar, einkum þeir eldri og minni eru þó marga daga að skrapa fyrir innan línu. ★ — Hvernig er hegðun Bret- anna og framkoma núna? — Hegðun togaramannanna er miklu betri en hún var áður fyrr. Það kemur nú t.d. varla fyrir lengur að þeir geri hróp að okk- ur. í eina skiptið sem það hef- ur komið fyrir upp á síðkastið, var það á Cape Palliser, sama togaranum og áður var að veifa rússneska fánanum. Þegar háset- arnir á honum hófu upp háreisti, þá kom skipstjórinn til þeirra hinn reiðilegasti og skipaði þeim að þegja og því hlýddu þeir. Við heyrum líka í radíóinu, að togaramennirnir tala hógværar um okkur, þegar þeir eru að kveðja herskipin til hjálpar. Þar höfðum við líka heyrt, að marg- ir togaramenn hafa segulband nieð sér, sem þeir taka kærutil- kynningu okkar upp með og út- varpa síðan til herskipsins. Þó skömm sé frá að segja er ekk- ert segulband um borð í varð- skipunum og hefði þó verið nauð synlegt að taka t.d. niður um- mæli brezkra herskipsforingja, þegar þeir gáfu togurum fyrir- skipanir um að sigla á okkur. — Hafa togararnir gert frek- ari tilraunir til ásiglingar? — Nei, ekki upp á síðkastið, — og herskipin eru yfirleitt prúð- ari í siglingu. Hafið þið séð togara fleiri þjóða en Breta að veiðum innan tólf mílna landhelginnar? — Nei. Við höfum aldrei séð þá að veiðum innan við línu. Eina skiptið sem okkur grunaði það, var er við komum fyrir skömmu að hópi belgískra tog- ara fyrir vestan Ingólfshöfða. Tveir þessara togara voru innan tólf mílna landhelgi, en hvorug- ur þeirra var að veiðum. Þeir voru aðeins að andæfa móti storminum. Þýzkir togarar láta alls ekki sjá sig nálægt línu. Einu sinni sá ég nokkra þeirra koma drekkhlaðna á siglingu inn að línu nálægt Vestfjörðum. En það var víst bara til að for- vitnast um, hvað væri að gerast hjá okkur. Þjóðverjarnir höfðu augsýnilega fengið mikinn afla á djúpmiðum á Hornbanka eða Hala meðan Bretar voru að skrapa botninn fyrir innan iínu. ★ — Nú er fólk oxðið óþolinmótt að þið farið að grípa einhvern brezkan veiðiþjóf og látið hann sæta ábyrgð fyrir dórnstólunum. Fer nú ekki að líða að því ein- hvern tíma á næstunni? — Eins og nú er ástatt, er ég hræddur um að það dragist. Ein- faldlega vegna þess, hvað Bret- arnir fara varlega. Þeim er harð bannað að fara inn fyrir land- helgi nema í herskipavernd. Við gætum að vísu sett menn um borð í togarana, en slíkt er alger- lega þýðingarlaust, því að herskip yrði óðara komið að okkur og búið að ná togaranum á sitt vald og okkar menn fangaðir. Hins vegar veit ég, að brezku togara- mennirnir hafa áhyggjur af vetrinum, sem í hönd fer, og kvíða fyrir versnandi veðrum. — Þ. Th.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.