Morgunblaðið - 01.11.1958, Side 3

Morgunblaðið - 01.11.1958, Side 3
Laugardagur 1. nóv. 1958 MORGVNBLAÐIÐ 3 Sjötta sinfónía Beethovens flutt í hátíðasal Háskól- ans á mc<rgun TÓNLISTARNEFND Háskólans efnir til tónlistarkynningar í há- tíðasal Háskólans á morgun, sunnudag 2. nóv., kl. 17. Þar verður flutt af hljómplötutækj- um Háskólans sjötta sinfónía Beethovens (Pastoralsinfónían), og mun dr. Páll ísólfsson lýsa verkinu og skýra það fyrir áheyrendum. Á síðastliðnum vetri voru fluttar á sama hátt fimm fyrstu sinfóníur Beethovens, eins og marga mun reka minni til; var þá svo ráð fyrir gert, að hinar fjór- ar yrðu fluttar í vetur, og verð- ur nú tekið til þar sem frá var horfið. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Sýning Guð- Á þriðja hundrað íslenzkra hesta fluttir til Þýzkalands Hestarnir koma fram i sjónvarpi i Hamborg ÞEIK, sem fóru niður að höfn í gær, sáu að menn voru önnum kafnir við að flytja hross út í skip. í nótt hélt skip þetta til Þýzkalands með íslenzku hest- ana. Fyrr á árum var talsvert flutt út af íslenzkum hestum til Bret- lands og Danmerkur. Bretar not- uðu hestana í námum og mun ævi þeirra hafa verið misjöfn þar. Síðan hefur hrossaútflutn- ingur að mestu legið niðri, þar til nú, að árangur er að koma í ljós fyrir starfsemi Gunnars Bjarnasonar hrossaræktarráðu- nauts, sem hefur gert mikið til að kynna íslenzka hestinn er- lendis. í Þýzkalandi eru ýmsir, sem hafa mikinn áhuga á íslenzka hestinum. Má þar sérstaklega nefna skáldkonuna Ursulu Bruun og frú Ursulu Schaumburg, en sú síðarnefnda var hér í haust ásamt þýzkum kaupmanni, Ulrik Mart, til þess að velja þau hross, sem flutt eru út að þessu sinni. Eins og fyrr segir, var statt hér danskt gripaflutningaskip, Clara Clausen, sem er sérstaklega og vel innréttað til gripaflutninga á milli landa. Það hefur einnig mikla kosti, að slíkt skip hefur ekki fasta áætlun og getur hag- að siglingunni eftir veðri, og fer þannig miklum mun betur um hrossin en í venjulegum flutn- ingaskipum. f nótt sigldi skipið frá Reykjavík með hátt á þriðja hundrað hross, til Vestur-Þýzka- lands, þar sem þau verða til sölu. Flest hrossin eru keypt austur í Rangárvallasýslu á vegum Kaup félagsins Þórs á Hellu, en fáein eru frá hrossaræktarbúinu í Kirkjubæ. Ulrik Mart kaupmaður, vonast til þess, að hann geti komið næsta ár og keypt áfram hross til útflutnings. Það er vissulega mikils virði, ef markaður getur fengizt erlendis fyrir íslenzku hrossin og unnt væri að létta þannig á kjötmarkaðinum inn- anlands og afla erlends gjald- eyris. Bændum hafa verið greidd- ar fyrir folöld 850—900 krónur og fyrir eldri hross 2—3 þús. kr. Segja má, að erfitt sé fyrir ís- lendinga að fást við sölu hross- anna erlendis, og að þetta tekst nú í svo stórum stíl, sem raun ber vitni, er hægt að þakka dugn- aði hins þýzka kaupmanns, sem fyrr er nefndur, en hann virðist hafa sérstakan áhuga á viðskipt- um milli íslands og Vestur-Þýzka lands og lítur á hrossaútflutn- ing sem sérstaka íþrótt, m. a. vegna þess hve erfitt er við slík viðskipti að fást, enda gerir hann ekki ráð fyrir hagnaði af við- skiptunum. fslenzk lög um útflutning hrossa heimila ekki útflutning eftir 1. nóvember, nema sérstök undanþága sé veitt. Það verður því að teljast heppni, að skipið skyldi sigla fyrir 1. nóv. Geta má þess, að neðri deild Alþingis hefur nú þegar samþykkt frum- varp Ingólfs Jónssonar o. fl. um það, að útflutningsheimildin verði látin gilda til 1. des. Vonandi fá íslenzku hrossin góða ferð til Þýzkalands og ekki er að efa, að viðtökurnar verða góðar, þegar þangað kemur. Nú eru hrossin ekki lengur notuð í námur, heldur aðeins til skemmt- unar, og samkvæmt fréttum, sem borizt hafa frá Þýzkalandi af þeim hrossum, sem þangað hafa verið flutt frá íslandi, eru þau alin og fóstruð eins vel og á verð- ur kosið. Þá er einnig vonandi, að framhald verði á hrossaút- flutningi héðan, og sú nýbreytni að leigja sérstaklega innréttað skip til flutninganna er til mikilla framfara á þessu sviði, enda hafa fulltrúar Dýraverndunarfélags- ins lýst ánægju sinni yfir þessari nýbreytni. Þess má svo að lokum geta, að hrossin verða seld strax er til Þýzkalands kemur, og í ráði er að auglýsa þau í sjónvarpi í Ham- borg. Vilja margir fá íslenzka hesta sér til yndis og ánægju. mumlar frá Mið- dal framlengd MÁLVERKASÝNING Guðmund- ar frá Miðdal að Skólavörðustíg 43 verður framlengd til sunnu- dagskvölds, nokkuð breytt. Nú þegar hafa sótt sýninguna rúm- lega 1 þúsund manns. Sýningin verður opin frá kl. 14—22, og á sunndag frá kl. 10—22. Stjarni leggur upp í sjóferð Demokratar sigurstranglegri Þingkosningar i Bandarikjunum 4. nóvember ÞINGKOSNINGAR fara fram í. Bandaríkjunum 4. nóvember og kosningabaráttan er að ná há- marki. Demokratar þykja mjög sigurstranglegir og samkv. Gall- up-skoðanakönnunum hafa þeir að undanförnu verið í miklum uppgangi. Þykja skoðanakann- anir Gallup-stofnunarinnar á- vallt gefa góða mynd af fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkv. síðustu tölum, sem birtar voru í vikunni, og eru samkv. könnun meðal kjósenda í öllum fylkjum Bandaríkjanna hafa demokratar 58% fylgi, en republikanar 42%, Síðustu vikurnar hefur fylgi demokrata vaxið jafnt og þétt. í september var það 56%, í byrjun olíóber 57% og nú 58%. í þing- kosningunum 1956 var það 51%, júní 1957 53% og í febrúar í vet- ur 55%. Fylgi republikana hefur að sama skapi farið minnkandi. Ef fer sem horfir munu demo kratar hljóta jafnmikið fylgi í væntanlegum kosningum og þeir hafa hlotið mest áður. Það var árið 1936, þá hlutu demokratar 59% greiadra atkvæða. Enn er samt ekki Ijóst hvaða árangur tilraunir Eisenhowers til þess að létta republikönum róð- urinn á síðustu mínútu bera, en hins vegar er margra álit, að republikanar hafi byrjað einu og hálfu ári of seint á kosninga- undirbúningnum og demokratar hafi skákað þeim algerlega að því leyti. En baráttan kemur nú eins og endra nær til þess að standa um atkvæði hinna „óákveðnu“, þeirra, sem hvorki eru bundnir á flokksklafa republikana eða demokrata. Meira en fimmti hluti kjósenda er flokkaður und ir hina „óákveðnu" — og fullvíst er, að sigrar Eisenhowers byggð- ust að mestu leyti á þessu fólki, sem margt studdi þó demokrata í þingkosningum. Nú benda skoðanakannanir Gallup til þess, að meirihluti hinna „óákveðnu“ fylgi demo- krötum og þykir þá mörgum sem björninn sé Unninn. STAKSTEINHR ,,ByIting í Sósíalista- félagi Reykjavíkur“ Undir þessari fyrirsögn birtl Alþýðublaðið í fyrradag frásögn af aðalfundi Sósíalistafélags Reykjavíkur, sem er uppistaðan í kommúnistadeildinni á íslandi og þar með Alþýðubandlaginu. Frásögn Alþýðublaðsins hefst svo: „Einlitt Moskvulið „hertók" f fyrrakvöld Sósíalistafélag Reykja víkur. Gömlu stjórninni var sópað út og Brynjólfur Bjarna- son hafinn til valda að nýju. Er stjórnin þá að mestu eða ölln leyti skipuð mönnum úr gamla kommúnistaflokknum. --------má slá því föstu, að hér hafa gerzt mikil pólitísk tíð- indi, sem nærri áreiðanlega ern fyrirboði stærri atburða. Valda- baráttan innan Sósíalistaflokks- ins — og þar með Alþýðubanda- i lagsins — fer harðnandi. Meðal nýju stjórnarmann- anna i Sósíalistafélagi Reykja- víkur eru auk Brynjólfs — sem nú tók við formannsstöðunni — þessir: Hendrik Ottósson, Stefán Ögmundsson, Gísli Ásmundsson varaformaður--------“ „Mikið áfall fyrir kommúnistaráðherrana“ Alþýðublaðið heldur áfram: „Stjórnarkjörið er mikið áfall fyrir kommúnistaráðherrana — Lúðvík og Hannibal. Valdataka Brynjólfs — sem nú er reyndar staddur austur í Moskvu — gæti reynzt undanfari hreinsunar i Sósíalistaflokknum, kynni jafn- vel að riða Alþýðubandalaginu að fullu. Brynjólfur hugsar Lúð- vík og Hannibal þegjandi þörf- ina. Hann hefur frá upphafi verið sáróánægður með stefnu þeirra og athafnir. Og hann veit full- vel, að það var Lúðvík, sem beitti sér fyrir því, að honum — Brynj- ólfi — var bolað frá þingsetu“. Þjóðviljinn gerir í gær enga athugasemd við frásögn Alþýðu- blaðsins, en ekki getur það dul- izt neinum lesendum Þjóðviljans, að skrif hans hafa að undanförnu verið með ólíku móti og engin fastmótuð stefna ráðið. „Pólitískur dauði eða knéfall til fulls“ Hannes á horninu gerir þetta mál að umræðuefni í dálkum sín- um í gær, og segir: „Alþýðubandalagsmennirnir hafa unnið sitt hlutverk og meira fá þeir ekki að gert. Þá er þeim vísað á dyr. Nú býður þeirra pólitískur dauði eða knéfall til fulls — — —. Þessi örlög eru kunn frá fyrri tímuin----—. Moskvukommúnistarnir hafa tekið völdin í félaginu undir for- ustu páfans vegna þess að endur- skoðunarstefnan sundrar nú hverjum kommúnistaflokknum á fætur öðrum úti í heimi og hér er verið að undirbúa átökin. Þetta mun hafa víðtækar afleið- ingar í pólitík kommúnistaflokks ins — og mun á næstunni koma ýmsum á óvart, en ekki þó þcim, sem þekkja kommúnistaflokkana að innanverðu. --------Línurnar verða skýr- ari og það er öllum fyrir beztu. — Erfiðara verður líka fyrir ýmsa meðhlaupara að villa á sér heimildir“. Hver sem skýring þessara at- burða kann að vera í raun og veru, þá sýna þeir og skrií AI- þýðublaðsins hina miklu ókyrrð, sem nú í stjórnarliðinu. Henni veldur fyrst og iremst andúð al- mennings á öllu atferli V-stjórn- arinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.