Morgunblaðið - 01.11.1958, Síða 8
8
MORGUNBLAÐlt)
L'augardagur 1. nóv. 195S
Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vipur
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglvsingar og afgreiðsla: Aðalstrætí 6 Sími 22480
Áskriftargjald kr 35.00 á mánuð; innanlands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið.
VERZLUNARÓLAGIÐ NÝJA
AÐ er engum vafa bundið
að síðan núverandi ríkis-
stjórn tók við völdum,
hefur ástandið í verzlunarmál-
unum stórversnað og hefur al-
menningur beðið við það stór-
kostlegt tjón. Um þetta verður
ekki deilt, enda mun allur al-
menningur finna það hve mikill
munur er orðinn á því að verzla
nú eða fyrir 2—3 árum, er
V-stjórnin tók við. Það er hvort-
tveggja í senn að vöruverð hefur
stórlega hækkað og vöruúr-
val hefur mjög minnkað, auk
þess sem margir kvarta sáran
undan því, að hinar svokölluðu
austurvörur séu margar hverjar
miklu endingarminni heldur en
þær, sem áður voru keyptar frá
hinum þekktu iðnaðarlöndum
vestan við járntjald, sem íslend-
ingar hafa öldum saman átt við-
skipti við. Það er sannarlega mis-
skilningur, ef V-stjórnarmenn og
blöð þeirra halda að þetta sé
mál, sem fyrst og fremst varði
kaupmenn og aðra þá, sem við-
skipti reka. Ef ólag er á verzlun-
inni kemur fyrst fremst niður á
öllum almúga í landinu en er
ekkert sérmál fyrir verzlunar-
stéttina, hvort heldur kaupmenn
eða kaupfélög.
★
Á Alþingi var á dögunum sterk
lega minnt á þetta verzlunarólag,
sem nú hefur magnazt, eins og
vikið er að hér að ofan. Það vildi
svo til að það voru Framsóknar-
menn, sem urðu til þess að minna
á þetta með því að flytja tillögu
um, að „Alþingi ályktaði að fela
ríkisstjórninni að hlutast til um
það við ínnflutningsskrifstofuna
og gjaldeyrisbankana, að fram-
kvæmd gjaldeyrisúthlutunar
verði framvegis hagað á þá leið,
að ekki verði af gjaldeyrisástæð-
im skortur á varahlutum í vélar
og nauðsynlegustu verkfærum
og áhöldum til landbúnaðar og
og sjávarútvegs, enda verði haft
samráð um innflutningsþörfina
við Búnaðarfélag íslands og
Fiskifélag íslands", eins og segir
í tillögunni. Það sem menn fyrst
reka augun í við þessa tillögu er
það, að undarlegt má heita að
Alþingi sjálft skuli þurfa að
semja slíka áskorun. Eins og
kunnugt er, hafa stjórnarflokk-
arnir algert meirihlutavald í Inn-
flutningsskrifstofunni. Þeir hafa
einnig komið nýskipan á bank-
ana, eins og þeir kalla það, og
tryggt sér þar öll ráð. Það ætti
því sízt af öllu að þurfa nokkra
áskorun frá Alþingi til þessara
stofnana um að haga gjaldeyris-
úthlutun þannig, að atvinnuveg-
ir landsmanna stöðvist ekki
vegna varahlutaskorts. Þetta er
mál, sem ríkisstjórnin sjálf á að
hafa í hendi sér og á ekki að
þurfa að gera neina áskorun um
það efni. En í öðru lagi felst í
þessari tillögu viðurkenning á
því hörmungarástandi, sem verið
hefur í þessum málum. Það kom
fram í umræðunum að stórkost-
legt tjón hefur orðið vegna þess,
að varahluti hefur skort til véla
og þær því orðið að standa
óhreyfðar tímum saman til mik-
illa vandræða fyrir eigendur
þeirra. Jón Sigurðsson alþingis-
maður á Reynistað tók til máls
á Alþingi í sambandi við þessa
tillögu og sagði m.a., að s.l. sum-
ar hefðu jarðýtur hjá búnaðar-
samböndum og fleiri dýrar vélar,
sem hver um sig kostar hundruð
þúsund króna staðið ónotaðar
vegna þess að varahlutir í þær
voru ófáanlegir. Sami ræðumað-
ur sagði, að rekstur þeirra véla,
sem enn væru þó í gangi, hefði
þar, sem hann þekkti til, aldrei
verið jafn óhagstæður og í sumar
vegna sífelldra bilana og þar af
leiðandi vinnutafa sakir vöntun-
ar á varahlutum. Jón Sigurðsson
rakti reynslu bændanna af þessu
ólagi hvað snerti dráttarvélar og
heyvinnuvélar. Þegar spurt er
um varahluti í margar þessar
vélar eru þeir ekki til og oft
þarf lengi að bíða eftir að þeir
komi til landsins. Á undanförn-
um árum hefur vélakostur sjávar
útvegs og landbúnaðar verið
mjög aukinn og er vitaskuld sí-
vaxandi þörf á varahlutum. Um
þá hlið málsins hefur minna
verið hugsað og þannig orðið
mikið tjón, sem vart verður í töl-
um talið.
Það er athyglisvert að í tillögu
Framsóknármannanna var aðeins
minnzt á varahluti í vélar og
nauðsynleg verkfæri til land-
búnaðar og sjávarútvegs. En á
iðnaðinn var ekki minnzt. Gunn-
ar Thoroddsen borgarstjóri
minnti hins vegar á iðnaðinn í
umræðunum og taldi engan efa
á, að brýn þörf væri á að greiða
úr gjaldeyrisskorti til varahluta
vegna iðnaðarins, alveg eins og
á sér stað um landbúnað og sjáv-
arútveg. í því sambandi benti
Gunnar Thoroddsen á, að þriðj-
ungur landsmanna hefði fram-
færi sitt af iðnaði. Væri þess
vegna eðlilegt, að þessi tillaga
næði einnig til iðnaðarins.
Þessi tillaga, sem kom fram á
Alþingi út af gjaldeyrisskorti til
varahluta er vitaskuld aðeins eitt
dæmi um það ófremdarástand
sem ríkir í verzlunarmálum.
Skortur hefur verið á fjölda
mörgum nauðsynlegum hlutum
öðrum, vegna þess að gjaldeyri
hefur vantað. Gjaldeyrisskortur-
inn kemur vitaskuld ekki fyrst
og fremst niður á varahlutum í
einhvers konar vélar, heldur
verður hans vart á miklu fleiri
sviðum. Allur almenningur
kannast við það og ekki sízt
þeir, sem einhvern rekstur hafa
með höndum.
Fyrir forgöngu Sjálfstæðis-
manna var fyrir um það bil 6
árum, gengizt fyrir því að létta
höftum og hömlum af verzlun-
inni og auka vörubirgðir í land-
inu, en þær voru þá orðnar mjög
litlar eftir margra ára hafta-
stjórn. Nú er þetta allt að fara
í sama farið aftur og ber nú enn
brýnni nauðsyn til en nokkru
sinni áður að varpa hinu nýja
oki haftanna af verzlun og við-
skiptum og innleiða þar frelsi á
ný. Þá mun vöruskorturinn
hverfa úr sögunni og þá mun
ekki þurfa að flytja tillögur á
Alþingi svipaða þeirri, sem Fram
sóknarmenn bera nú fram til
málamynda, til þess að skora á
nefnd, sem sjálf ríkisstjórnin
ræður yfir, um að hún sinni
gjaldeyrisþörfum atvinnuveg-
anna.
ÖR HEIMI
/
Þessari mynd var smyglað frá Vorkuta. Hún er tekin af baltneskri konu, sem flutt var nauðug
frá heimalandi sínu og á þangað aldrei afturkvæmt. Þarna stendur hún utan við moldarkofann,
sem hún býr í ásamt fleiri konum. Andlit konunnar er máð út til þess að hún þekkist ekki og
hljóti ekki enn þyngri refsingu fyrir að hafa smygiað myndinni út. Þetta er í „ríki verkalýðsins"
J og þannig lifa milljónir manna í því „gósenla ndi“.
|fnrl#l if n — stærstu þrælabúðir Rússlands —
m 01 l\0 iú kirkjugarður 10 milljóna
í MÖRG ÁR eftir stríðslok sögð-
ust Rússar hafa skilað öllum
stríðsföngum, sem þeir hefðu tek-
ið. Umheimurinn vissi hins vegar,
að enn voru hundruð þúsund
fanga í Rússlandi í þrældómi.
Að því kom líka, að Rússar urðu
að viðurkenna, að þeir höfðu
aldreí skilað nema hluta stríðs-
fanga sinna í loks stríðsins. Þó
nokkrum þýzkum föngum hafa
Rússar skilað á siðuslu árum og
nú geta aðstandendur sent föng-
um í Síberíu matarböggla gegn
háu gjaldi.
Rússar hafa líka reynt að sann-
færa umheiminn um það, að
pólitískir fangar séu ekki lengur
til í ríki kommúnismans. En þeir
fáu, sem sloppið hafa lifandi úr
Síberíuvistinni vestur fyrir járn-
tjald, hafa aðra sögu að segja.
Þjóðverji einn, sem nýlega losn
aði úr þrælabúðum Rússa og
kominn er til V-Þýzkalands, hef-
ur í blaðaviðtölum skýrt frá vist-
inni í hinum alræmdu fangabúð-
um Rússa í Vorkuta, sem er í sjálf
stjórnar-„lýðveldinu“ KOMI, sem
er vestan Úralfjalla og liggur að
Berentshafi. í Vorkuta eru al-
ræmdustu fangabúir Rússa vest-
an Úral og þar hafa miiljónir
manna látið lífið vegna hungurs,
kulda og þrælkunar.
Þjóðverjinn, sem segir frá. er
námuverkfræðingur og buinn að
vera yfir 20 ár í Vorkuta. Hann
var einn hinna svonefndu Volgu-
Þjóðverja. Nokkru fyrir síðustu
styrjöld gerðu Rússar honum tvo
kosti svo sem mörgum öðrum:
Annaðhvort varð hann að fara
viljugur, eða hann yrði fluttur
nauðugur — hvert vissi hann
ekki, aðeins það, að ferðinni var
heitið til fjarlægra norðurhér-
aða Rússlands.
Hann gerði sér strax grein fyrir
því, að Rússar voru að senda
hann út í opinn dauðann, en samt
sem áður missti hann aldrei von-
ina um að sleppa lifandi — og
fyrir óbugandi viljaþrek og trú
lifði hann allar hörmungar — í
hungurs-. lúsa- og þrlækunarvíti
kommúnista, eins og fangarnir
kalla Vorkuta.
í þá daga voru engir vegir eða
járnbrautarlínur norður stepp-
urnar til Vorkuta. Hann ákvað
að fara viljugur frekar en nauð-
ugur og ásamt 100 manna vinnu-
flokki fór hann með járnbraut
frá Moskvu til Kotla, en síðan
hófst nokkurra vikna gönguferð
í kulda og vosbú. Þetta var árið
1936.
Um 270 km. sunnan þess staðar
þar sem nú er bærinn Vorkuta
var staðar numið. Hér átti að
undirbúa kolanám — og fang-
arnir byrjuðu á því að koma sér
upp einhverjum híbýlum. Með
frumstæðustu vinnutækjum var
hróflað upp moldarkofum og enn
þann dag í dag búa fangarnir
í Vorkuta og nágrenm í slíkum
kofum. Við þessa einu námu, sem
Inta heitir, vinna 500,000 þrælar,
sem í bókum þrælahaldaranna
eiga engin nöfn, aðeins númer,
eins og skynlausar skepnur. Úr
þessum námum fást nú 4 millj.
lesta kola árlega.
Skemmra frá Vorkuta voru
aðrar námur grafnar. Þar heitir
Abes. Þar er lögregluvörðurmn
hvað strangastur, enda eru þar
aðeins pólitískir fangar og las-
burða menn sem þangað eru
sendir frá öðrum námum — til
þess að deyja.
Það var ekki fyrr en 1941, að
lokið var að leggja járnbraut
til Vorkuta. Járnbrautarlínan,
sem að öllu leyti var gerð af föng
um, er 1,000 km. löng. Klæða-
snauðir fangar unnu myrkranna
á milli, vannærðir, suinar sem
vetur. Þeir dóu unnvörpum og
voru jafnharðan grafnir af sam-
föngum sínum við járnbrautar-
teinana. Þjóðverjinn segir, að
yfir milljón mar.na hafa látizt
við þessa járnbrautarlögn og
verið grafnir við teinana. Áður
voru fangarnir látnir ýta k< la-
vögnununl á spori um 100 km.
leið að Pefshora ánni, en þaðan
voru kolapramrnarnir dregnir til
Murmansk.
Þegar járnbrautarlagningunni,
sem tengdi Vorkuta við sam-
göngukerfi Rússlands, var lokið,
fóru fangar að streyma að. Margt
var það fólk frá Eystrasaltsríkj-
unum — og síðan komu stríðs-
fangar af ýmsu þjóðerni. Unnið
var í 20 kolanámum umhverfis
Vorkuta og framleiðslan komst
upp í 10 millj. lesta á ári. En að-
búnaður fanganna var hræðileg-
ur. Vinnutími langur, fæðan
af mjög skornum skammti og hí-
býli þaðan af verri. Fangastraum
urinn var stöðugur til Vorkuta,
þegar einn fangi lézt kom annar
í staðinn. Fangar grófu vini sína
og gátu eins vel búizt við því, að
næst yrðu þeir sjálfir grafnir.
Vetrarkuldarnir voru miklir og
veturinn langur. Sumarið stendur
aðeins 6 vikur og að vetrinum
getur frostið orðið allt að 50 stig.
Fangarnir dóu unnvörpum. Að
vísu var aðbúnaður misjafn, verst
ur hjá pólitísku föngunum.
Kvenfólk vann bar jafnt sem
karlar. T. d. lagði það járnbraut-
ina til nýjustu koianámanna,
Jungjaga 22 km frá Vorkuta.
Fangaverðirnir reyna að hindra
allan samgang milli kvenfólks og
karla, því að kvenfólkið telur
einu undankomuleiðina þá — að
verða þungað. Sumar þungaðar
konur eru fluttar burt, það er
mikil lausn, því að hvert svo sem
ferðinni er heitið þá er varla til
annað eins helvitj á jörðu og
Vorkuta, segir Þjóðverjinn. En
sumar konur ala börn sín í fanga-
búðunum. Þessi börn eru fædd
meðal þræla og þau eiga aldrei
neina undankomuleið. Þau eru
látin þræla í kolanámunum strax
og þau stálpast — og verða aldrei
gömul.
Vorkuta er stór bær, enda þótt
hann sé ekki merktur á lanaa-
bréfi því, sem gefið er út fyrir
almenning í Rússlandi. Járn-
brautin mikla sést heldur ekk, á
því korti. f Vorkuta eru leyndar
þrælabúðir, þangað fara margir,
en aðeins örfáir koma aftur. Um
Vorkuta eru fáir til frásagnar.
Yfirgnæfandi meirihluti manna
bústaða í Vorkuta eru moldar-
kofar, en timburhús hafa verið
byggð fyrir leynilögregluna og
fangaverði svo og samkomuhús
og flokkshús fyrir þrælahaldar-
ana. Aðalgatan heitir þar Komso-
mol (ungkommúnistagatan) og í
hjarta bæjarins hefur til skamms
tíma staðið há Stalinsstytta sem
eins konar tákn um ,,helgi“ staðar
ins.
Rússneskur leynilögreglumað-
ur viðhafði eitt sir.n þau ummæli,
að tilgangurinn með Vorkuta-
fangabúðunum væri tvíþættur: í
fyrsta lagi kolavinnsla og í öðru
lagi að losna fyrir fullt og allt
við jafnmarga andkommúnista og
hægt væri.
í Vorkuta hafa rússneskir
kommúnistar „losnað við“ meira
en 10 milljónir manna síðustu 20
árin. Það er ótrúlegt en satt. Þar
er helvíti á jörðu, segir Þjóðverj-
inn að lokum.