Morgunblaðið - 01.11.1958, Síða 13
Laugardagur 1. nðv. 1958
MORCV1VBLAÐ1Ð
13
Ólafur M. Sturlaugsson
Minningarorb
LAUGARDAGINN, 25. október
s.l., andaðist í Stykkishólmi
Ólafur Magnús Sturlaugsson,
fyrrverandi ullarmatsmaður.
Jarðarför hans fer fram í dag.
Hann var' fæddur í Ytra-Fagra-
dal á Skarðsströnd í Dalasýslu
15. marz 1885, sonur merkishjón-
anna þar, Sturlaugs Tómassonar
og Herdísar Jónsdóttur, seinni
konu hans.
Sturiaugur var af hinni kunnu
Svefneyjarætt, dóttursonur sr.
Jóhanns Bergsveinssonar að
Brjánslæk, en Herdís var ættuð
úr Suðurdölum og stóðu að henni
sterkir stofnar. Sturlaugur og
Herdís eignuðust 14 börn. Tíu
náðu fullorðinsaldri.
Ólafur ólst upp í Fagradal
til 13 ára aldurs, en þá fluttu
foreldrar hans að Akureyjum í
Gilsfirði og þar átti hann heima
í samtals 29 ár, eða til 1927.
Kvæntist 1. des. 1906 Ágústu Sig
urðardóttur, sem lifir mann sinn.
Voru þau þannig tæp 52 ár í
hjónabandi. Búskaþ byrjuðu þau
1907 í Akureyjum en 1927 flutt-
ust þau að Ögri í Stykkishólms-
hreppi, og bjuggu þar til 1940 að
þau fluttu inn í Stykkishólm og
var heimili þeirra þar æ síðan.
Þeim varð 5 barna auðið, en 4
lifa.
Atlaskerfið í
nýrri útgáfu
BÓK þessi, sem heitir fullu
nafni: „Aðferð Charles Atlas til
að efla heilbrigði og hreysti“
kom út hér á landi fyrir sex ár-
um, og hafa margir iðkað kerfi
þetta síðan. Þýðanda bókarinnar
hafa borizt bréf frá ýmsum iðk-
endum kerfisins hér á landi, og
hefur hann hnikað ýmsu til í þess
ari útgáfu bókarinnar, sem betur
mátti fara, miðað við reynslu,
sem fengizt hefur af kerfinu hér.
Heilsuræktarkerfi þessu er
skipt í 13 kafla eða lexíur, og eru
þær í sendibréfsformi, og skrif-
aðir á mjög hlýlegan og viðfelld-
inn hátt. í bréfunum eru leiðbein
ingar um fjölmargar fimleika-
æfingar, sem gera má án allra
tækja. Þar eru og margs konar
bendingar um hollustuhætti, og
er leitazt við að hafa göfgandi
áhrif á lesendann.
Þýðandi bókarinnar Bjarni
Sveinsson og Atlasútgáfan hafa
ekkert til sparað að gera bókina
sem smekklegasta. Hún er 87 bls.
og með 60 myndum. Mun hún sér
staklega ætluð ungu fólki, en þó
er margt í hennni, sem á erindi
til allra.
Geir Gígja.
LOFTUR h.f.
LJÖSMYNDASTOBAN
Ingólfsstræti 6.
Pantið tíma í sxma 1-47 72.
Magnús Thorlacius
hæstaréttarlógniaður.
Málfiutningsskrifstofa.
ASalstræti 9. — Sími 1-18-75.
Ólafur var merkur maður,
dagfarsprúður dugnaðarmaður
og tryggur því sem hann tók. Al-
vörumaður var hann, en sá
einnig hinar gamansömu hliðar
tilverunnar og í vinahópi var
hann glaðvær og ræðinn. Hann
var minnugur á liðna tíð, fróður j
um ættir, og hafði gaman af allri '
sagnfræði, glöggur og sagði vel
og skilmerkilega frá, tók vel eftir
og fylgdist vel með. Samvizku-
samur í störfum, svo sem hann ,
átti kyn til og í viðskiptum
hreinn og beinn.
Seinustu árin gat hann lítið
stundað atvinnu, enda hafði hann
í harðri lífsbaráttu kunnað að
taka til höndunum, og skildi
það vel að það að sitja aúðum
höndum var dauðadómur fyrri
ára. Hafði hann því góðan og
starfssaman dag að baki.
Ég kveð hann því í dag, og
óska honum góðrar heimferðar,
um leið og ég sendi konu hans
og börnum samúðarkveðjur.
— Á. H.
KJÓSARRÉTT
verður frestð til þriðjud. 4. nóv.
Odðviti Kjósarhrepps
Einangrunarkork
nýkomið.
^Jd. i3enediLtáóon
Lóugötu 2 — Sími 11233.
Stei nu 11
í sekkjum og plötum
^JJ. (Ueneclddióon L.p.
Lóugötu 2 — Sími 11233.
Stúlka óskast
staax í þvottahús.
Uppl. í síma 19599.
Þökkum alla vinsemd, gjafir og heillaóskir
á 40 ára afmæli voru 20. október 1958.
Sjóvátryggingarfélag fslands
Svefnsófar — Svefnsóíar
5 ára ábyrgð.
Hagkvæmir greiðsluskilmálar
LAUGA VEG 58 (Bak við Drangey) Sími13896
Silfurtunglið
Dansleikur
í kvöld kl. 9.
NÝJU DANSARNIR
Hljómsveit Aage Lorange leikur. —
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4.
ÚTVEGUM SKEMMTIKRAFTA.
Súnar 19611, 19965 og 11378. SILFURTUNGLIÐ
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í að byggja einbýlishús í Skerjafirði.
Skilmálar og uppdrættir verða afhentir á Teiknistof-
unni Laugarásvegi 39, gegn 200 króna skilatrygg-
ingu.
SIGVALDI THORDARSON, arkitekt.
Ilý verzlun opnuð i dag
Gjörið svo vel að líta inn.
Verzlunin Sigrun
Tómasarhaga 17.
Búðarinnrétting
til sölu. Upplýsingao* í síma 22160.
lyagnus Víglundsson
Bræðraborgarstíg 7.
BÍLLINN
VARÐARHÚSINU
Chevrolet 1958
Höfum til sölu mjög glæsilegan Chevrolet bel air
árgang 1958 með sjálfskiptingu. Vökvastýri og fl.
Skipti koma til greina á cldri bíl.
BÍLLINN
VARÐARHÚSINU
Við Kalkofnsveg — Sími 18-8-33.
Tilkynning
Nr. 30/1958. .
Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há-
marksverð á brauðum í smásölu:
Rúgbrauð, óseydd, 1500 g.......... Kr. 5,50
Normalbrauð, 1250 g................ — . 5,50
Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan
greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð.
Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi,
má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarks-
verðið.
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera
kr. 0,20 hærra en að framan greinir.
Söluskattur og útflutningssjóðsgjald er innifalið í verð-
inu.
Reykjavík, 31. október 1958.
VERÐLAGSSTJÓRINN.