Morgunblaðið - 01.11.1958, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.11.1958, Qupperneq 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 1. nóv. 1958 — Dalvik Framh. af hls. 9 Sjaldan eða aldrei hefir verið Jafnmikil atvinna á Dalvík og í sumar, og ber þar margt til. Fyrst og fremst er það síldar- söltunin sem varð meiri að þessu sinni en nokkurn tíma áður, eða samtals um 18 þús. tunnur. Hef- ur verið unnið við flokkun og ápökkun síldar fram á þennan dag, en búið er þó að afskipa um 4/5 hlutum heildarmagnsins. Þá hafa húsbyggingar og skolp-, vatns- og raflagnir ! sambandi við þær, tekið upp mikið vinnu- afl. 18 íbúðarhús munu vera í smíðum, auk þess stór verbúð og fiskverkunarhús fyrir Aðal- stein Loftsson og bræður. Er vinna við þessar byggingar enn í íullum gangi og munu flest húsin senn komin undir þak. Þá hefur og verið mikið að gera allt frá áramótum á verkstæði h.f. Netjamanna. Megnið af þessum framkvæmdum hefur verið unn- ið á vegum einstaklinga og fé- laga. Við fyrstu umræðu fjárlag- anna, sem útvarpað var, lét fjár- málaráðherra og þó einkum 8. landkj. í það skína, að hin mikla atvinna, sem skapazt hefði víðs vegar um land við nýtingu sjáv- arafla og fl. væri eingöngu að þakka viturlegum ráðstöfunum V-stjórnarinnar. Vissulega hefur hlutur Dalvíkur orðið lítill í þeirri skipulagningu, því aðeins einn maður á lítilli trillu hefur stundað hér línuveiðar í haust og orðið að fara með aflann (sem að mestu leyti er smáýsa og ekki söltunarhæf) til Hríseyjar í frystihús þar. Um atvinnuhorfurnar á vetri komanda verður engu spáð, velt- ur þar á aflabrögðum eins og jafnan áður. Veiðiflotinn hefur heldur gengið saman á þessu ári. M.s. Baldur og 2 litlir þilfars- bátar hafa verið seldir og sá þriðji nýlega auglýstur til sölu, en svo er gert ráð fyrir að einn af hinum austur-þýzku bátum komi hingað í næsta mánuði. Þá hefur á almennum borgarafundi hinn 3ja þ.m. verið samþykkt „að fela hreppsnefndinni að gera nú þegar nauðsynlegar ráðstafan- ir til kaupa á allt að 250 tonna fiskiskipi, sem hreppsfélagið eða fleiri aðilar geri út frá Dalvík“. Þá var á sama fundi samþykkt, að fela hreppsn. að hafa forustu um byggingu nýs frystihúss með þátttöku útgerðarmanna og ann- arra, sem kynnu að vilja stuðla að framgangi þess máls, fáist ekki loforð stjórnar KEA um nauð- synlega aukningu og endurbætur á húsi því, sem fyrir er. Eitthvað munu forráðamenn hreppsins hafa rætt við ríkisstjórnina og einnig við stjórn KEA um þessi mál, en um árangur af þeim við- ræðum er mér ekki kunnugt, vonandi verður hann einhver, að minnsta kosti hvað snertir frysti húsið, sem mikið veltur á fyrir atvinnulíf þorpsbúa. — S.P.J. Einar 4smundsson hæstarétlarlögmafur. Hafsteinn Sigurðsson h íraðsdómslö »maí.ur Sími 15407, 19813. Skrifstofa Hafnarstrati 5. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn. Þórshamrí við Templarasund — Frá Alþingi Framh. af bls. 2 tækjum, væru ekki einu tekjur þess. Hér væri ræðumaður því að gera tilraun til að blekkja og hann vissi vel af því sjálfur. 70% af ríkistekjunum Um 70% af ríkistekjunum koma frá Reykjavík, en hvert er þeim ráðstafað? spurði Jóhann. Fara þær til hafnarframkvæmda í Reykjavík eða Vestmannaeyj- um? Fara þær til gatnagerðar í Reykjavík eða í vegi og brýr úti um land? Það er unnið mark- visst að því, að flytja fjórmagn- ið úr Reykjavík út um byggðir landsins og það hefur aldrei staðið á þingmönnum Reykvík- inga þegar gerðar hafa verið ráð- stafanir til að stuðla að heil- brigðu jafnvægi í byggð lands- ins. Kvaðst Jóhann vilja taka þetta fram til að sýna, að það dæmi, sem Karl stillti upp, sýndi í sjálfu sér ekki neitt, fyrr en bú- ið væri að gera dæmið upp í heild og taka allar tekjur ríkis- sjóðs með og ráðstöfun þeirra. Þá varpaði Jóhann þeirri fyrir- spurn til flm. að lokum, hvort hann vildi láta fella úr lögum, að ríkissjóður greiddi helming í byggingasjóð, á móti bæjar- og sveitarfélögum? Vissi ekki hvað hann vildi Karl svaraði því til, að hann vildi standa að lagabreytingum þess efnis, að fjárframlög til byggingasjóðs nýttust sem bezt. Hins vegar vissi hann ekki hverj ar breytingar hann vildi á lög- unum. Tekjuöflun bæjar- og sveitarfélaga Magnús Jónsson tók næstur til máls. Kvaðst hann ekki ætla að blanda sér í þessar deilur, en þó vilja ræða 2 atriði, sem umræður hefðu komið inn á. Jóhann Haf- stein hefði bent á, að fjáröflun til bœjar- og sveitarfélaga væri mikið vandamál. Hefði verið gerð ályktun um það mál á síð- asta þingi, að tilhlutan borgar- stjórans í Reykjavík, sem mjög hefði beitt sér fyrir tekjuöflun bæjar- og sveitarfélaga. Hefði komið til mála, að afla bæjar- og sveitarfélögum tekna með því að leggja lándsútsvar á ýmsar stofnanir. Frá Reykjavíkurbæ til ríkissjóðs Kvaðst Magnús fyrst er hann leit á frumvarp það er til um- ræðu var, hafá ímyndað sér, að hér væri verið að ganga til móts við bæjar- og sveitarfélögin. Með frumvarpi þessu væri hins vegar verið, með lögum frá Alþingi, að ráðstafa fé eins bæjarfélags, þ. e. Reykjavíkur, til framkvæmda, sem ríkissjóður ætti að standa undir. Yrði þannig sá hluti, sem að ríkinu snýr, greiddur með fé bæjarins. I þessu frumvarpi væri ekki um annað að ræða, en taka ákveðinn tekjustofn af Reykjavík og afhenda hann ríkis sjóði. Yæri því hér farið öfugt að miðað við þarfir sveitarfélag- anna og mundi mál þetta vekja litla hrifningu hjá forvígismönn- um sveitarfélaganna. Magnús kvað mega deila um hvort landsútsvar væri réttmætt eða ekki, en ef taka ætti mál- ið upp á þeim grundvelli að leysa þörf sveitarfélaganna, yrði að gera það' á annan hátt en hér væri gerff Þá beindi hann því til nefndar þeirrar, er fengi málið til meðferðar, að hún bæri það undir forráðamenn sveitarfélag- anna. Gróðafyrirtæki frá upphafi Bjarni Benediktsson kvaddi sér næstur hljóðs og vék að því, að flm. hefði í síðustu ræðu sinni lagt meginóherzlu á, að viðhorf hefðu breytzt frá því að gildandi lög voru sett. Hann hefði spurt, hvort nokkur gæti neitað því, að Tóbakseinkasalan og Áfengis- verzlunin væru nú orðin gróða- fyrirtæki ríkisins. Þetta kvað Bjarni rétt hjá flm., en þannig hefði þetta verið frá upphafi. Lögin um útsvarsgreiðslur þess- ara fyrrtækja til Reykjavíkur- bæjar væru einmitt sett með þessar staðreyndir fyrir augum. Hugsanagangur flutningsmanns væri hins vegar sá, að nú væri ríkið farið að taka svo mikinn gróða af þessum fyrirtækjum, að það kæmi ekki til mála að leyfa Reykjavíkurbæ að hagnast á þeim líka og því yrði að láta rík- ið taka þann gróða af Reykjavík aftur. Skattlögð eins og fyrirtæki einstaklinga? Flm. teldi óeðlilegt, að Reykja vík fengi hluta af þeim óvenju- lega gróða, sem ríkið skammtaði sér af þessum fyrirtækjum. Hins vegar fyndist honum ekki óeðli- legt, að ríkið fengi útsvar miðað við venjulega verzlunarumsetn- ingu. Varpaði Bjarni fram þeirri fyrirspurn til flutningsmanns, hvort hann vildi fallast á, að Reykjavík fengi að leggja á þessi fyrirtæki eftir sömu reglum og lagt er á fyrirtæki einstaklinga, miðað við það; að áfengisverzl- unin og tóbaksverzlunin legðu ekki meira á vöru sína, en tíðk- ast í venjulegum viðskiptum. Sérstaðan ljós í upphafi Þá benti Bjarni á, að ríkið hefði á sínum tíma tekið í sínar hendur atvinnurekstur, sem hefði staðið undir miklum skött- um. Hefði strax verið litið á það sem sjálfsagðan hlut, að það væri óhæft, að þessi fyrirtæki greiddu útsvör eftir sömu regl- um og önnur fyrirtæki. Hins veg- ar hefði ríkið játað í upphafi, að það væri eðlilegt, að fyrirtækin bæru eitthvert útsvar og því hefði verið sett þessi stórkost- lega takmörkun á útsvarsálagn- ingu, sem væri aðeins 5%. Málið horði öðru vísi við, ef Reykjavík mætti leggja á þessi fyrirtæki eft ir almennum útsvarslögum. Engin lausn að ráðast á Reykjavík Þau lög, sem nú gilda, eru sett samkvæmt þeim sjónarmiðum, sem flm. hefur verið að tala um að séu ný. Tóbak og áfengi er ekki tiltölulega dýrara nú, en þegar lögin tóku gildi og því hvíl ir hugsun flm. hér á gersamlega röngum forsendum. Með breyt- ingum þeim, er frumvarpið fel- ur í sér, er gengið mjög á rétt sveitarfélaganna og þó verður Reykjavík verst leikin af ríkinu. Enn eru mikil verkefni óleyst varðandi tekjuöflun til bæjar- og sveitarfélaga, en það er alveg öfugt að farið og stuðlar ekki að því að leysa þau, ef aðeins er ráðizt á Reykjavík. Fleiri tóku e"kki til máls. Var frumvarpið samþykkt til 2. umr. með 21 samhlj. atkv. og til fjár- hagsnefndar með 22 samhlj. at- kvæðum. — Fleygjum ekki Framh af bls. 8 um virkjunarstað og staðurinn jafnvel nefndur virkjun, en þegar virkjun árinnar er lokið og orku- verið er tekið til starfa, á að nefna það sínu rétta nafni: orkuT ver, en virkjunar-nafnið á að hverfa í skuggann. Mér finnst hér ekki til mikils mælzt, því orkuver er fallegt, rammislenzkt nafn, sem vorkunnarlaust er að nota. Ég ber það traust til liins góða málsmekks ráðandi manna í rafmagnsmálum þjóðarinnar að þeir taki þetta til velviljaðrar ahugnar og leggi sitt þunga lóð á vögarskálina til leiðréttingar, áður en of seint verður. Ég vil nota hér tækifærið til að láta í ljós ánægju yfir hinu ágæta nýyrði: „hverfill", sem vonandi tekst að leysa af hólmi erlenda orðið „Turbine" — með velvilja þeirra, sem málinu unna. Er hér ágætt samræmi milli heita á þeim vélum, er oftast vinna saman, þar sem ýmist hverfill eða hreyfill knýr rafalinn. Ég ætla svo að lokum að láta í ljós þá ósk, að ekki verði látin niður falla hin ágæta hugmynd um vökumenn þjóðarinnar í mál- vernd, hvort sem sú virðulega stofnun verður látin heita: Aka- demía, eða eitthvað annað. Ég trúi ekki, að þingmenn felli slíkt frumvarp af ótta við kostnað, því hann ætti ekki að verða veruleg- ur móti því gagni, sem af yrði, ef réttir menn veljast „á vörð- inn“. Það hlýtur að verða eftir- sótt virðing, að eiga sæti í ís- lenzku „Akademíunni", án tillits til launa, enda vitanlega ekki valdir nema okkar færustu mál- vísindamenn, sem yfirleitt sitja í embættum og verður ánægja að því, að leiðbeina okkur ólærðum á þeirra uppáhaldssviði. Guðm. Ágústsson. HAFNARFJÖRÐUR Börn, unglinga, eða eldra fólk vantar nú þegar til blaðburðar í: SUÐURGÖTU (I hluti) og BREKKUGÖTU Talið stn-ax við afgreiðsluna, Álfaskeið 40. Sími 50930. ,01d English” DRI-BRITE (frb. dræ-bræt) Fljótandi gljávax Sparar dúkinn'. V m in! júgt: v„__ Léttir störfin Er mjög drjúgt Inniheldur undraefnið ..Silicones**, sem bæði hreinsar, gljáir og sparar — tíma, erfiði, dúk og gólf. FÆST ALLS STAÐAR HOTEL HAFNIA við Raadhuspladsen, Köbenh. V. Herbergi með nýtízkuþægindum. Niðursett verð að vetri til. Bestaurant — Hijómleikar Samkvæmissalir Sjónvarp á barnum Herbergja- og borðpöntun: Central 4046. Góð bílastæði. 1. — 2. herbergi og eldhús óskast til Ieigu nú þegar, heizt í Austurbænum. Upplýsingar í síma 3-28-56 í dag og á morgun. V iðskiptaferðalag Duglegur og ábyggilegur maður hefir fyrirhugað ferðalag til Bandaríkjanna um 20. nóv. n.k. Vill taka að sér að annast ýmis konar viðskipti á austurströnd Bandaríkjanna. Tilboð sendist til Mbl. merkt: „Ábyggilegur — 7147“. Stýrimann og háseta vantar á reknetabátinn Fjarðarklett frá Hafnatrfirði. Upplýsingar í síma 50165. Röskur karlmaður óskast nú þegar til stairfa í Bókaverzlun vorri. Uppl. í búðinni. Bókaverziun ísafoldar Austurstræti 8 — Sími 14527.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.