Morgunblaðið - 14.11.1958, Side 2
2
M O R C r N B L 4 Ð 1 Ð
Posfudagur 14. nóv. 1958
Mistök á báða bóga
AMMAN, 13. nóv. Reuter. — Það
er haft eftir góðum heimildum i
Amman, að Jórdaníustjórn muni
ekki fara með árásarkæru sína
á hendur Arabíska sambandslýð-
veldinu fyrir Öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna.
Skömmu eftir að einkaflugvél
Husseins Jórdaníukonungs hafði
verið stöðvuð yfir Sýrlandi, tii-
kynnti forsætisráðherra Jórd-
aníu, Samir Rifai, á skyndifundi
þingsins, að Jórdaníustjórn
mundi standa fast á kæru sinni.
Síðan hefur rannsókn leitt í ljós
skyssu í áætlun jórdönsku flug-
stjórnarinnar. Flugvél konungs
var send inn yfir Sýrland í góðri
trú án tilskilins leyfis. Flug-
Vörður laganna
drukkinn við
stýrið
YFIRLÖGREGLUÞJÓNN í Óð-
insvéum £ Danmörku lenti í
slæmu klandri um síðustu helgi.
Hann var á heimleið úr veizlu
í bíl sínum, er nokkrir starfs-
bræður sáu til ferða bílsins og
þótti sem honum væri ekið
nokkuð skrykkjótt og ógætilega.
Þeir stöðvuðu því för yfirlög-
regluþjónsins, og við blóðrann-
sókn kom í ljós, að þessi vörður
laganna var lítið eitt undir áhrif-
um áfengis. — Hann var sviptur
ökuleyfi, en sennilega er þó
meira í húfi, því að öllum lík-
indum mun hann einnig verða
látinn víkja úr stöðu sinni.
stjórnin í Jórdaníu fylgdi hinum
venjulegu alþjóðareglum um
millilandaflug áður en lagt var
upp. Það sannaði að hún ieyfði
flugið í góðri trú.
Skriffinnsku kennt um
Sömu heimildir herma að skrif
finnskan í Sýrlandi hafi orðið
þess valdandi að tvær orrustu-
þotur voru sendar í veg fyrir
flugvél Husseins, sem var á leið
til Sviss.
Hussein neitaði að hlýða skip-
unum um að lenda í Sýrlandi og
flaug rakleitt til Amman aítur,
þar sem hann lýsti því yfir að
hann mundi ekki taka sér frí í
bráðina.
Afsökunartónn
Menn hafa veitt því eftirtekt,
að útvarpssendingar frá Kaíró og
Damaskus eru nú mun kurteis-
legri, og ekki laust við afsökunar-
tón í þeim. Helzta vandamálið
virðist nú vera það að finna
lausn sem allir geti unað við án
þess að „týna andlitinu“. Ein
lausn gæti verið að leyfa Zein
drottningu, móður Husseins, að
fljúga yfir Sýrland, þegar hún
fer heim til Jórdaníu frá Sviss.
Það er einkum Pier Spinelli, full-
trúi Hammarskjölds í Amman,
sem vinnur að lausn málsins.
Ekki kært ewnþá
Hussein hefur unmð með 'Spin-
elli að því að safna öUum stað-
reyndum í sambandi við atvikið
og róa Jórdaníustjórn. Emi hefur
málið ekki verið kært fyrir Ör-
yggisráðinu, en stjórnin í Jór-
daníu hefur gefið Spinelli skýrslu
um málsatvik.
Svíar byggja fullkomn-
asta flugvöll Norðurl.
Og nýtízku bílabrauf mun tengja hann
við borgina
BÆJARYFIRVÖLDIN í
Stokkhólmi hafa um langt
skeið verið að velta vöngum
yfir því, hvar staðsetja ætti
í nágrenni borgarinnar full-
kominn nýtízku flugvöll, sem
sé nógu stór fyrir síðustu og
stærstu farþegaþoturnar.
Nú hefur staðurinn verið á-
kveðinn í Arlanda, einu út-
hverfi Stokkhólms og er ekk-
ert verið að tvínóna við
framkvæmdir. Þegar er byrj-
að að leggja fyrstu flugbraut-
ina, sem verður 2500 metrar,
en seinna lengd í 3300 metra.
Verkinu á að vera lokið síðla
árs 1959.
Arlanda flugvöllurinn verður
40 km frá miðbiki Stokkhólms.
Fjarlægðin sakar þó ekki svo
mjög mikið, því að ætlunin er
að leggja mjög fullkomna bíla-
braut milli flugvallarins og
borgarinnar, svo að vegalengdin
verður farin í einum skothvelli.
Það er álitið mikið verk að
jafna jörðina undir þennan full-
komna flugvöll. Til dæmis er það
ljóst, að sprengja verður mikið
magn af hörðu graníti, til að fá
flugvöllinn sléttan. Áætlað er að
sprengja þurfi og flytja burt 450
þúsund rúmmetra af bjargi.
Síðan verður að fylla upp í dæld-
ir og lægðir með um milljón rúm-
metrum af möL
Við flugvallargerðina munu
aðeins starfa um 300 manns, en
þeir hafa í höndum fullkomnustu
vélar og verkfæri, sem hægt er
að hugsa sér. Verðmæti vélanna
sem notaðar eru mun nema um
15 milljón sænskum krónum.
Arlanda-flugvöllurmn mun
kosta uppkominn um 230
milljón sænskar krónur. En
ofsafín og fullkomin bílabraut
milM flugvallarins og borgar-
innar á að kosta 70 milljón
sænskar krónur. Það er álit
manna að bílabrautin sé einn
þýðingarmesti þáttur flugvall-
argerðarinnar, án hennar væri
þýðingarlítið að byggja flug-
völlinn í svo mikilli fjarlægð
frá borginni.
í bandarískri kennslubók í flugi stendur þessi setning: „Engin tunga á orð, sem hægt sé að nota
þeim flugmanni til afsökunar, sem verður uppi skroppa með benzín meðan á flugi stendur“. —
Þessa setningu hefur flugmaður koptans á myndinni sýnilega ekki skilið, því rétt áður en hann
átti að lenda var benzínið búið Þar sem hann va r staddui yfir skóglendi átti hann ekki annars
úrkosta en lenda á akbraut sem lá gegnum skóginn. Þar stóð svo koptinn í vegi fyrir umferðinni
þangað til búið var að ná í benzín á næsta flugveili.
Réttur vesturveldanna
byggisf ekki á Potsdam-
samþykkt-
mm
Washington og Berlín,
13. nóv. NTB-AFP.
BANDARÍKJASTJÓRN lýsti því
yfir í kvöld, að réttur Vestur-
veldanna til að hafa herstyrk í
Berlín og réttur þeirra til að
fara til og frá borginni væri ekki
byggður á Potsdam-samþykkt-
inni frá 1. ágúst 1945, heldur hafi
hann verið staðfestur í f jölmörg-
um fjórveldasamningum, cnda sé
hann grundvöllur þeirrar stefnu
sem rekin hafi verið síðan til-
raun Rússa til að loka Berlin árið
1948 fór út um þúfur.
í yfirlýsingunni sem birt var
Afgreiðslubann á skip
undir ,fö!skum4 flöggum
HAMBORG, 13- nóv. — Reuter.
— Fulltrúafundur Alþjóðasam-
bands flutningaverkamanna
hófst í Hamborg í dag. Fyrir
fundinum liggur tillaga frá sam
bandsstjórninni um að hefja bar-
áttu gegn þeim útgerðarfélögum
sem láta skrásetja skip sin í
Panama, Honduras, Costa Rica
og Líberíu til þess eins að kom-
ast hjá því að ráða áhafnir í sam
ræmi við samninga þá, sem sjó-
mannasamtök í heimalöndum út-
gerðarfélaganna hafa gert við út-
gerðarmenn.
Er í ráði að hafnarverkamenn,
bifreiðastjórar og aðrir sem eru
AKRANESI, 13. nóv. — Sigurð-
ur Ammundsson, verkamaður,
var í dag að setja jámhring á
innri brún hafnargarðsins. Missti
hann þá armbandsúr sitt, þúsund
króna virði, niður um gatið sem
hringurinn er boltaður í. Lásinn
á armbandinu hafði bilað. Ligg-
ur nú úrið á 8 m dýpi á botni
bryggjukersins. — Oddur.
STYKKISHÓLMI, 13. nóv. —
Tíðarfarið hefir verið mjög ó-
stillt undanfarið. Sl. nótt og í
d.ag snjóaði, en síðdegis í dag var
slydda. Hvassviðri var á í morg-
un, en hefir lygnt með kvöldinu.
Götumar eru blautar og hálar.
— Fréttaritari.
í félögum, er aðild eiga að Al-
þjóðasambandinu, neiti að vinna
við afgreiðslu skipa, sem skrá-
sett eru í fyrrgreindum löndum
eða öðrum sem líkt er ástatt
með.
Sænska útvarpið hefur það eft-
ir fréttaritara sínum í Hamborg,
að það sé ætlun sambandsstjórn-
arinnar að afgreiðslubannið hefj-
ist 15. desember nk.
Fundinn í Hamborg sitja 60
fulltrúar frá 11 löndum.
af bandaríska utanríkisráðuneyt-
inu er á það minnt, að árið 1948
reyndu Sovétríkin að vefengja
rétt Vesturveldanna til Berlínar,
en urðu að láta undan.
Stjórnmálafréttaritarar líta á
þessa yfirlýsingu sem óbeina við-
vörun til Sovétríkjanna um að
reyna ekki að endurtaka skrípa-
leikinn frá 1948.
600 flugvélar til taks
Bandarískar heimildir í Bonn
herma, að hingað til hafi þess
ekki sézt nein merki, að Rússar
hafi í hyggju að hefta ferðir
Vesturveldanna til og frá Berlín.
Allar samgöngur í lofti og á landi
hafi farið fram með venjulegum
hætti.
Hins vegar eru Bandaríkin
reiðubúin að byggja nýja „loft-
brú“ til Berlínar, ef þess gerist
þörf. 600 flutningaflugvélar cru
reiðubúnar að hefja flutninga til
borgarinnar hvenær sem er.
Pervukin til Moskvu
Rússneski sendiherrann í A-
Berlín, Mikhail Pervukin, fór í
kvöld áleiðis til Moskvu til að
ráðgast við stjórn sína. Hann
kemur aftur til Austur-Berlínar
snemma í næstu viku. Talið er að
för hans standi í sambandi við
tillögu Krúsjeffs um endurskoð-
un á Potsdam-samþykktinni.
★
París, 13. nóv. — (Reuter) —
Búizt er við, að Fastaráð Atlants-
hafsbandalagsins ræði titlögu
Rússa, þess efnis, að afnumin
Nefnd til að rannsaka
nýtingu geimsins
NEW YORK, 13. nóv. — Reuter.
— Fulltrúar 20 ríkja hjá Samein-
uðu þjóðunum fluttu í dag til-
lögu þess efnis, að samiökin
skipi nefnd til að rannsaka mögu
leika á friðsamiegri hagnýtingu
himingeimsins undir yfinumsjón
Sameinuðu þjóðanna. Skuli þessi
nefnd starfa með það fyrir aug-
um að rannsóknir og hagnýting
á þessu sviðí miðist við hag alis
mannkynsins.
Nefnd þessi skal flytja næsta
Allsherjarþingi skýrslu um starf
sitt og niðurstöður. M.a. skal hún
athuga lögfræðileg vandamál í
sambandi við geimsvæði.
Níu manna nefnd?
Henry Cabot Lodge aðalfulltrúi
Bandarikjanna flutti tillöguna í
stjórnmálanefndinni. Hann taldi
í framsöguræðu sinni heppilegt
að nefndin yrði skipuð níu mönn
um, en í tillögunni er ekkí tekið
fram hve margir skuli sitja í
henni. Vildi hann að fulltrúar
í nefndinni yrðu fyrst og fremst
frá þeim ríkjum, sem hafa þegar
gerzt brautryðjendur í geimrann
sóknum eða hafa sýnt greinileg-
an áhuga á málinu.
verði hernámsstjórn fjórveldanna
í Berlín, á sérstökum fundi
snemma í næstu viku. Er þetta
haft eftir heimildum, sem eru í
nánum tengslum við NATO.
Yfirlýsing Rússa var „athuguð"
á fundi ráðsins í gær, en engar
formlegar umræður urðu um
hana.
Kvenfélagið
„Freyja 40 ára
KVENFÉLAGIÐ „Freyja“ í Arn-
arneshreppi í Eyjarfjarðarsýslu
minntist 40 ára afmælis síns laug-
ardaginn 8. nóv. sl. með fjöl-
mennu samsæti að félagsheimili
sveitarinnar „Freyjulundi“.
Formaður félagsins, Ásrún Þór-
hallsdóttir, Möðruvöllum, setti
samkomuna og stjórnaði henni.
Rakti hún og sögu félagsins frá
upphafi og sagði frá stofnun þess
og helztu starfsemi á liðnum ár-
um. En félagið hefur látið til sín
taka flest nytja- og nauðsynjamál
sveitarinnar og stutt menningar-
viðleitni ýmis lconar alla tíð. Það
hefur t.d. mjög beitt sér fyrir
líknar- og hjúkrunarstarfi og lagt
ötult lið málefnum kirkju og
skóla, glætt félagslíf sveitarinnar
á ýmsan hát og komið upp mynd-
arlegum trjáreit, svo eitthvað sé
nefnt.
í afmælishófinu voru þrjár kon
ur gerðar að heiðursfélögum, og
höfðu þær allar tekið þátt í stofn
un félagsins, Þóra Stefánsdótt-
ir, Hjalteyri, sem var formaður
félagsins í 34 ár, Geirlaug Kon-
ráðsdóttir frá Bragholti, sem var
í stjórn þess yfir 20 ár, og Mar-
grét Jónsdóttir frá Arnarnesi, nú
í Reykjavík. En áður kjörnir heið
ursfélagar voru Jóhanna Frið-
riksdóttir, fyrrv. yfirljósmóðir,
Reykjavík, fyrsti formaður félags
ins, og Valgerður Davíðsdóttir á
Hofi, nú látin.
Tilkynnt var um gjafir til fé-
Iagsins, frá Ungmennafélagi
Möðruvallasóknar, fánastöng, og
frá bændum I Arnarneshreppi,
fundarhamar, auk peningagjafa.
Samsætið fór vel og virðulega
fram, öllum viðstöddum til mik-
illar ánægju, og skemmtu menn
sér við ræðuhöld, söng og dans
lengi nætur.
Núverandi stjóm kvenfélagsins
„Freyju" skipa þessar konur: Ás-
rún Þórhallsdóttir, formaður,
Brynhildur Hermannsdóttir, ljós-
móðir, Hofi, gjaldkeri, og Sig-
ríður Magnúsdóttir, Björgum,
ritari.