Morgunblaðið - 14.11.1958, Page 12
12
MORainSTtLAÐlÐ
Föstudagur 14. nóv. 1958
Ný bók:
vísindi mmm
Viðfangsefni þeirra
og hagnýting.
„En hvað er það þá, sem einkum verður eftirsótt
í framtíðinni ? Það er þekkingin. Vísindaleg og tækni-
leg þekking og menn sem kunna að beita henni.
Auðug verður talin sú þjóð, sem á mörgum vel
menntuðum vísindamönnum á að skipa en ekki hin
þar sem gull og gimsteinar liggja í jörðu“.
Próf. Þorbjöm Sigurgeirsson.
| \ Höfundar:
\ Davíð Davíðsson
■ \ Ernest Hovmöller
| Hörður Bjarnason
i Jón E. Vestdal
5 Ólafur Björnsson
i Sigurbjörn Einarsson
S Símon Jóh. Ágústsson
\ Trausti Einarsson
| i Vilhjálmur Þ. Gíslason
) ) Þorbjörn Sigurgeirsson
i \ Þórður Eyjólfsson
j j Þorkell Grímsson
* Á öld vísinda og tækni eru engar bækur þarfari, en
alþýðulegar greinargerðir um lifandi og hagnýtar fræði-
greinar nútímans.
Þetta er yfirgripsmesta yfirlitsritið um almenna þekk-
ingu, sem til er á íslenzku.
Þetta verður m.a. kjörbók íslenzkrar skólaæsku, sem
er í þann veginn að velja sér lífsstarf.
Hluðfaúð
S krifs tofustúika
Stúlka óskast til skrifstofustarfa, þarf að hafa gott
vald á íslenzku og ensku. Vélritunarkunnátta nauð-
synleg. Upplýsingar á auglýsingaskrifstofu Vik-'
unnar Tjarnargötu 4 I. hæð milli kl. 5—7 1 dag.
Efni:
Tækni
Eðlisfræði
Læknisfræði
Stjörnufræði
Veðurfræði
Byggingar
Lögfræði
Hagfræði
Sálarfræði
Guðfræði
Fomleifafræði
Sagnfræði
DUGLEG STtJLKA ÓSKAST TIL
Afgreiðslustarfa
í Kjörbúð í Vogahverfl.
Upplýsingar í skrifstofunni Skóiavörðustíg 12.
Vetrarkápur
í glæsilegu úirvali.
Poplinkápur
Peysufatakápur
úr beztu fáanlegum efnum.
Kápu- og dömubúðin
Laugavegi 15.
Jóhann J. E. Kúld, fiskvinnsluleiðbeinandi:
Undirbúningur vetrarvertíðar
Forspjall
ÞEIR sem bezt hafa búið til lands
og sjávar á íslandi frá öndverðu,
það voru menn með mikla fyrir-
hyggju. Menn sem undirbyggðu
það af mikilli kostgæfni að geta
notað álla þá möguleika sem ís-
lenzk náttúra hafði upp á að
bjóða hverju sinni. Það voru
fyrst og fremst þessir eiginleikar,
sem fleyttu þjóðirmi lifandi
gegnum brim og boða fyrri alda.
Það’ eru þessar fornu dyggðir,
sem við megum hvorki vanmeta
né vanrækja, ef við eigum að
búa vel í þessu landi. Þessar
dyggðir eru undirstaða efnalegs
sjálfstæðis í nútíma þjóðfélagi,
alveg á sama hátt og þær voru
bjargvættur þjóðarinnar gegnum
aldirnar.
Vetrarvertíðin á Suður- og
Vesturlandi hefur alla tíma ver-
ið mjög gildur þáttur í þjóðar-
búskapnum, og hafi þessi vertíð
að einhverju leyti brugðist, þá
hefur alltaf orðið þrengra fyrir
dyrum en ella, í þessu landi, og
svo er enn í dag, þrátt fyrir
byltingu í tækjum og útbúnaði
öllum til sjósóknar.
Undirbúningsstörfin
I.
Nú þegar vertíðin fer að nálg-
ast þá er nauðsynlegt, að tekið
sé til starfa við alian undirbún-
ing hennar, bæði í sjálfum ver-
stöðvunum og þá ekki síður hjá
þeim útvegsmönnum, er sendu
báta sína um langa vegu í ver-
stöðvar á Suður- og Vesturlandi,
annars staðar frá af landinu. Ég
veit að uppsetning nýrra veiðar-
færa og endurbætur á notuðum
veiðarfærum stendur nú yfir hjá
útvegsmönnum, enda er sízt
hætta á, að sá undirbúningur
gleymist. En þegar farið er að
tala um veiðarfæri, þá er margt
sem við íslendingar eigum ólært,
þrátt fyrir langa útgerðarsögu að
baki. Og það sem okkur skortir
helzt á í þeim efnum, er betri
meðferð veiðarfæranna. Við þurf
um að geta tileinkað okkur í rík-
ara mæli en verið hefur, snyrti-
mennsku, og hagsýni í allri með-
ferð og nýtingu á veiðarfærum.
í þeim efnum gætum við mikið
lært af frændum okkar Norð-
mönnum, sem standa þjóða
fremstir á því sviði. Ég hef ekki
fleiri orð um þessa hluti, því það
er margur annar undirbúningur
sem frekar gleymist fyrir vertíð
heldur en veiðarfærin.
II.
Ég sný mér þá að sjálfum fiski
bátunum, og þá fyrst og fremst
að geymsluhæfni þeirra hvað við
kemur aflanum. Sú sorglega
staðreynd hefur átt sér stað á
undanförnum árum, að fiskilest-
ar og fiskiþilför sumra vertíðar-
báta hafa verið í svo lélegu ásig-
komulagi að það hefur valdið
stórskemmdum á fiskinum. Sök-
um trassaháttar, skorts á þrifnaði
og góðu viðóhaldi á fiskiþilfari
og fiskilest hefur slagvatnsger-
illinn tekið sér bólfestu um borð
í sumum fiskibátum, og valdið
stórskaða á nýjum og ísvörðum
fiski.
Sum frystihúsin hafa orðið
fyrir þungum búsifjum af þess-
um sökum, því eitt af því versta
sem fyrir getur komið, er það, ef
slagvatnsskemmdur fiskur kem-
ur á okkar freðfisksmarkaði. Það
er korninn tími til, að við upp-
rætum með öllu svona sóðaskap
úr útgerð okkar íslendinga. Það
veltur á miklu, að á þessu sviði
séu ekki meiri vettlingatök við-
höfð. Útvegsmenn og skipstjórar
takið fiskilestina og fiskiþilfarið
vel í gegn nú fyrir vertíðina.
Hreinsið, þurrkið og málið fiski-
lestina vel, með minnst tveimur
umferðum af málningu eða lest-
arlakki. Sé málning notuð verður
hún að vera blönduð með lakki í
síðari umferð. Þegar lestin er
hreinsuð þá verður að gæta vel
að hvergi leynist fúlt eða úldið
vatn milli þilja. Taka verður upp
lestarhólf báðumegin við kjalsog
og hreinsa vel á milli banda, svo
og kjalsog og svelg. Á síðustu
vetrarvertíð kom slagvatns-
skemmdur fiskur úr tveimur
bátum sem mér er kunnugt, að
rekja mátti til þilfars bátanna.
Þarna höfðu slagvatnsgerlar búið
um sig í illa hirtu tré, neðarlega
á yfirbyggingunni yfir vélarhúsi.
En bátarnir geymdu fisk að jafn-
aði í göngunum báðum megin við
vélarhúsið. Svona á ekki að geta
komið fyrir nema vegna van-
þekkingar og vanhirðu og er
hvorugt afsakanlegt, í útgerð
okkar.
Útvegsmenn notið rimlafleka i
fiskilest og á þilfari undir fisk-
inum og hafið þá þannig úr garði
gerða, að sjór geti runnið undir
þeim, ekki aðeins fram og aftur,
heldur líka til hliða.
Öll skilrúmsborð sem notuð
eru á þilfari, þurfa bæði og eiga,
að vera máluð eða lakkborin svo
tryggt sé að slor eða blóð úr
fiskinum gangi ekki inn í viðinn.
Ég vil eindregið ráðleggja öllum
útvegsmönnum að fara nú þegar
að hyggja að þessum hlutum ef
þeir eru eltki þegar búnir að því.
Þessi mál verða áreiðanlega tek-
in fastari tökum nú í byrjun ver-
tíðar, vegna þeirrar slæmu
reynslu, sem ég hef bent á hér að
framan, og tafir þá gætu orðið
dýrar. Ýmsir gera vel og eru
öðrum til fyrirmyndar í allri um-
hirðu og búnaði fiskiskipa, enda
er það svo að þessum mönnum
Hið nýfa einangrunarefni
WELLIT
WELLIT
þolir raka og fúnar ekki
WELLIT
plötur eru mjög léttan* og auð-
veldar í meðferð.
WELLIT
einangrunarplötur kosta aðeins:
5 cm. þybkt: Kr. 46.85 fermeter
Bir^ðir fyrirliggjandi
MARZ TRADIIUG CO.
Klapparstíg 20 — Sími 17373.
WELLIT-pIata 1 cm á
einangrar jafnt og:
1.2 cm asfalteraðnr borkur
2.7 — tréullarplata
5.4 — gjall-ull
5.5 — tré
24 — tígulsteinn
30 — steinsteypa
CZECHOSLOVAK CERAMICS
Prag, Tékkóslóvakíu.