Morgunblaðið - 14.11.1958, Page 20
Ný vél, sem hreinsar
rœkjur — afkastar um
200 kg. á hálfri klst.
Verið er að reisa biðskýli við endastðð strætisva ?nanna við Kalkofnsveg. Þar verður einnig salur
fyrir vagnstjórana og miðasala. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.
Varðbáturinn hafði ekki við
25 ára gömlum togara, sem
komst undan
SVO SEM komið hefur fram í
samtölum blaðamanna við skips-
menn á smærri varðskipun-
um, verður það nú með hverjum
deginum erfiðara fyrir þessi smá-
skip að fást við gæzlustarfið úti
á opnu hafi. — Þetta kom berlega
fram í fyrradag, er varðbáturinn
Óðinn lenti í kasti við brezkan
togara, sem komst undan vegna
þess að hann var gangmeiri en
Óðinn. Gerðist þetta út af Reykja
nesi.
í þessu tilfelli var um að ræða
brezkan togara, sem orðinn er
25 ára gamall eða eitthvað þar
um bil. í fréttatilkynningu Land-
helgisgæzlunnar um þennan at-
burð segir svo:
Um kl. 3 í fyrradag varð varð-
skipið Óðinn vart við togara á
siglingu við Reykjanes, innan
þriggja sjómílna frá landi.
Þar eð skipherrann á Óðni taldi
v Ný götuljós
í Austurstræti
HEIMIKIÐ rask hefur verið í
Austurstræti síðustu daga. Stend
ur þetta í sambandi við aukna og
' endurbætta götulýsingu við þessa
j aðalgötu Miðbæjarins.
Hinar gömlu, venjulegu ljósa-
perur verða nú teknar niður, en
í þeirra stað sett ljósmikil fluor-
escentljós en auk þess verða reist
ir nýir ljósastaurar, allt að 10 m
háir. Seinlegt er að vinna verkið
vegna hinnar miklu umferðar í
Austurstræti, en í dag er þó von-
azt til að hægt verði að setja upp
| nýju ljóshjálmana og kveikja á
] nýju ljósunum í kvöld.
Laus embætti
I 1 LÖGBIRTINGI í gær er slegið
upp embætti ríkisféhirðis, með
1 umsóknarfresti til 29. þessa mán-
aðar.
★
Ásta Magnúsdóttir, ríkisféhirð-
ir, lætur nú af störfum, en hún
mun hafa verið ríkisféhirðir í
um það bil 25 ár. Hefur hún nú
náð hámarksaldri ríkisembættis-
manna.
★
1 þessum sama Lögbirtingi er
slegið upp embætti skattstjórans
í Kópavogi, einnig með umsókn-
arfresti til 29. þessa mánaðar.
★
Loks er slegið upp nokkrum
héraðslæknisembættum.
þetta vera brezkan togara, sem
áður hafði stundað ólöglegar veið
ar hér við land, gaf hann togar-
anum stöðvunarmerki og reyndi
að stöðva hann, m.a. með því að
skjóta nokkrum lausum skotum
að togaranum. Togarinn sinnti
þessu engu, slökkti öll ljós og
sigldi til hafs.
Dró heldur sundur með skip-
unum og var eftirförinni hætt
tveim tímum síðar.
---♦----
Hér réð úrslitum að ruddaveð-
ur var, og togarinn miklu gang-
meiri en Óðinn.
Aftur á móti er talið fullvíst að
Akranesbátar
fengu 410 tunnur
AKRANESI, 13. nóv. — Reknetja
bátarnir fóru héðan á veiðar á
sjötta tímanum í gærkvöldi. Voru
þeir 11 og fengu alls 410 tunnur
síldar. Aflahæstir voru Höfrung-
ur með 82 tn. og Sigrún með 60
tunnur. Ásbjörn lagði ekki netin,
því að dýptarmælirinn bilaði.
Fór hann inn til Reykjavíkur til
að fá mælinn í lag. — Oddux.
Meðalþungi dilka
14,1 kíló
STYKKISHÓLMI, 13. nóv. —
Slátrun er nú lokið í Stykkis-
hólmi. Hjá Kaupfélagi Stykkis-
hólms var slátrað 13800 fjár á
sex stöðum, og er það rúmlega
1500 meira en í fyrra. Meðal-
þungi dilka er 14,1 kg., og er það
1 kg minna en í fyrra. Þyngsti
dilkurinn vó tæp 24 kg. og var
frá Sigurði Ögmundssyni, Hálsi,
Skógarströnd. Hjá Sigurði
Ágústssyni var slátrað 3100 fjár
á þremur stöðum, og er það þrisv
ar sinnum meira en í fyrra. Með-
alþungi dilka var 14 kg, 0,5 kg
lakari en í fyrra. Einnig hefir
Verzl. Sigurðar Ágústssonar tek
ið í haust á móti rúmum 10 lest-
um af stórgripakjöti. — Fréttar.
BÍLDUDAL, 13. jióv. — Aðal-
fundur stjórnar Félagsheimilisins
á Bíldudal var haldinn fyrir
skömmu. Hjálmar Ágústsson,
verkstjóri við hraðfrystihúsið,
var kosinn framkvæmdastjóri
Félagsheimilisins og formaður
stjórnarinnar. — Hannes.
Ægir, þó gamall sé, hefði náð
togaranum fljótlega. Geta má
þess að það brezkt herskip, sem
næst var, hefði ekki komizt á
staðinn fyr en eftir 3 klst. sigl-
ingu, þó það hefði farið með
fullri ferð.
Það er til
á segulbandi
FJÖLMARGAR fyrirspurnir bár-
ust Mbl. í gærdag, um það hvort
hægt væri, ef á þyrfti að halda,
að sanna orðsendinguna frá skip-
herránum á brezka herskipinu
HMS Russell, til Eiríks skipherra
Kristóferssonar á Þór, um það að
hið brezka herskip myndi ekki
hika við að sökkva Þór, ef hann
framkvæmdi handtöku brezka
togarans.
Vegna þessa spurðist blaðið
fyrir um það hjá Gunnari Berg-
steinssyni sem gegnir forstjóra-
störfum í Landhelgisgæzlunni
vegna fjarveru Péturs Sigurðs-
sonar. Gunnar skýrði svo frá að
öll skipti milli Þórs og HMS
Russels í umrætt skipti, hefðu
náðst greinilega hér í loftskeyta-
stöð Landhelgisgæzlunnar og
hefðu samtölin milli skipherr-
anna verið tekin niður á segul-
band og það væri hægt að stað-
festa orðsendinguna frá hinum
vígreifa brezka sjóliðsforingja til
þeirra á Þór, ef með þarf.
BÍLDUDAL, 13. nóv. — Tíðin hef-
ir verið slæm undanfarið og kalt
í veðri. Snjóað hefir nokkuð, en
snjó jafnan leyst upp aftur, svo
að heita má snjólaust á láglendi.
Ekki hefir gefið á sjó hjá rækju-
bátunum. — Hannes.
SKYNDILEGT verðfall hefur
orðið á karfa á fiskmarkaðnum
í Vestur-Þýzkalandi. Þetta hefur
það í för með sér, að togarinn
Fylkir, sem ætlaði að sigla þang-
að beint af miðunum undan Ný-
fundnalandsströndum, kemur
hingað með aflann. Var Fylki
snúið hingað til Reykjavíkur og
hér verður aflanum landað og er
Fylkir væntanlegur í nótt.
Það er m. a. vegna þess að
vestur-þýzkir togarar hafa sótt í
ríkara mæli á Nýfundnalandsmið
til karfaveiða, að markaðurinn
þar er ekki eins hagstæður nú og
BÍLDUDAL, 13. nóv. — Niður-
suðuverksmiðjan Matvælaiðjan
á Bíldudal átti fyrir nokkru 20
ára afmæli. í tilefni þessa hafði
fréttaritari Mbl. á Bíldudal tal
af verksmiðjustjóranum Valdi-
mar Ottóssyni.
Undirnefnd utan-
ríkismálanefndar
lögð niður
EFTIR að umræður um land-
helgina utan dagskrár höfðu
farið fram á Alþingi í gær, skaut
upp þeirri hugmynd, að afgreitt
yrði á þinginu þann dag frum-
varp til laga um breytingu á lög
um um þingsköp Alþingis, þar
sem gert er ráð fyrir breytingu
á skipan utanríkismálanefndar,
þ.e.a.s. undirnefnd hennar lögð
niður.
Sjálfstæðismenn féllust á þetta,
enda höfðu þeir í samræmi við
ummæli formanns flokksins við
fyrstu umræðu málsins ákveðið
að láta utanríkisráðherra ráða
því að sýna kommúnistum þann
aukna trúnað á sviði utanríkis-
mála, sem í lagabreytingunum
felst. Voru tvær umræður um
málið í neðri deild og þrjár í efri
deild síðdegis í gær, og frum-
varpið afgreitt sem lög.
„Sí^björg44 siglir á
undanþágu-
ENN einu sinni hefur Sæbjörg
látið úr höfn, til þess að taka
þátt í gæzlustarfinu úti við 12
mílna línuna og hinni hörðu bar-
áttu, sem varðskipaflotinn hefur
háð í rúma tvo mánuði við brezkt
ofurefli.
Þegar vetrarverðin eru tekin að
geisa, eru skipsmenn á litlu
varðbátunum ekki öfundsverðir
af því að þurfa að vera í stöðugri
siglingu úti á opnu hafi.
Um það leyti sem Sæbjörg lét
úr höfn, heyrði einn af tíðinda-
mönnum Mbl., á tal tveggja
manna, sem ræddu um það sín á
milli að um það væru fullkomin
áhöld hvort forsvaranlegt væri,
öryggis vegna, að senda þetta
litla skip út til gæzlu. Sæbjörg
mun nú vera á „undanþágupappír
um“ frá Skipaskoðun ríkisins, þar
eð þurrafúi hefur gert vart við
sig í skipinu. Það stendur til að
gera við fúann nú í vetur.
hann hefur verið undanfarið. Er
kílóið af karfanum nú komið nið-
ur í 20 fenninga, en hafði verið
mun hærra. Það eru ekki taldar
horfur á að karfaverðið hækki
aftur í bráð, vegna hins mikla
framboðs frá þýzku togurunum.
Minningaratliöfii
Á SUNNUDAGINN fer fram
minningarathöfn í Fossvogskap-
ellu um þá 17 Þjóðverja og Aust-
urríkismenn, sem lagðir voru til
hinztu hvíldar hér á styrjaldarár-
unum. Munu bæði lútherskir og
kaþólskir klerkar annast athöfn-
Verksmiðjustjórinn hefir ný-
lega fundið upp nýja vél, sem tek
in var í notkun fyrir tæpri viku.
Vélin hreinsar rækjurnar, þegar
búið er að skelfletta þær og af-
kastar um 200 kg. á hálfri klukku
stund. Vélin hreinsar mjög vel.
Lítur rækjan ágætlega út og virð
ist vera alveg óskemmd, er hún
kemur úr vélinni.
Valdimar er 37 ára, sonur Ott-
ós Guðjónssonar, bakara á Pat-
reksfirði. Hefir Valdimar unnið
við verksmiðjuna í 20 ár, þó ekki
alveg samfleytt. Undanfarin 5 ár
hefir hann verið verkstjóri í
verksmiðjunni, en varð verk-
smiðjustjóri í sumar. Fyrir
skömmu fann Valdimar upp
nýja pökkunaraðferð. Þrjár
stúlkur pakka nú sama magn og
níu stúlkur pökkuðu áður. Lækk
ar þetta framleiðslukostnað og
sparar fyrirtækinu því töluvert.
Fastir starfsmenn við verk-
smiðjuna eru tveir auk Valdi-
mars, og starfsstúlkur eru um 40.
Rækjuveiðin er fremur treg
um þessar mundir vegna gæfta-
leysis. — Hannes.
Skíðaskóm stolið
úr ólæstum bíl
MAÐUR nokkur varð fyrir þvi
óhappi síðdegis í gær að glata
skíðaskóm, sem hann hafði keypt
fyrr um daginn. Voru þetta bæði
fallegir og vandaðir skór, útlend
ir, tvílitir og kostuðu 400 kr. Var
maðurinn að reka ýmis erindi í
bænum frá kl. 4—7. Skildi hann
skóna eftir í bílnum, en gætti
þess ekki að læsa honum.
Geymdi hann bílinn fyrst á bíla-
stæðinu við Hótel Skjaldbreið
og síðar vestur við Fiskiðjuver-
ið við Grandagarð. Er maðurinn
kom út í bílinn, veitti hann því
athygli, að skórnir voru horfnir.
Einhver vegfarandi hafði gert
sér lítið fyrir og stolið skónum.
Rannsóknarlögreglan hefir feng-
ið málið til meðferðar.
ÁRSHÁTÍÐ SJÁLFSTÆBIS-
FÉLAGANNA í KEFLAVÍK
ÁRSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélaganna
í Keflavík verður haldin í Sjálf-
stæðishúsinu í Keflavík, laugar-
daginn 22. nóvember n.k.
Eins og undanfarin ár verður
vel vandað til hátíðarinnar og
verður dagskráin auglýst síðar.
Nauðsynlegt er að Sjálfstæð-
isfólk tilkynni þátttöku sína, sem
fyrst.
SKIPULAGSMÁL BÆJARINS
RÆDD I HAFNARFIRÐI
Landsmálafélagið FRAM í
Hafnarfirði heldur fund í kvöld
ki. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Til
umræðu verða skipulagsmál bæj
arins og verður Sigurgeir Guð-
mundsson, skólastjóri, frummæl
andi. Þá verður einnig kosið í
fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna.
Allt Sjálfstæðisfólk er velkom-
ið á fundinn.
Fylkir hœtfir við Þýzka
landsför