Morgunblaðið - 28.11.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.11.1958, Blaðsíða 3
Fostudagur 28. nóv. 1958 WORCUNBL.4Ð1Ð 3 Fráfarandi stjórn ASÍ sætti harðri gagnrýni fjölmargra HINAR almtnnu umræður á | Alþýðusambandsþingi stóðu langt fram á nótt í fyrrinótt. Sætti stjórn Alþýðusambands- ins harðri gagnrýni úr ýmsum áttum, en engir urðu henni til varnar nema nokkrir fylgis- menn Hannibals og fáeinir Framsóknarmenn. Hér verður nú tekið til að segja frá umræðunum, þar sem frá var horfið í blaðinu í gær. Var þá búið að skera ræðutíma manna niður í 5 mínútur. Garðar Jónsson Sjómanna- félagi Reykjavíkur sagði að sneitt hefði verið að félagi sínu í skýrslu formanns fyrir það, að það hefði verið að brölta með stofnun Sjómannasambands. Því væri til að svara að þeir í Sjó- mannafélaginu væru að vinna verk, sem ASÍ hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu. Þá sagði ræðumaður frá af- gieiðsiu 19-manná nefndarinnar á tillögum ríkisstjórnarinnar. Sannleikurinn væri sá að nefndin hefði fellt þær efnislega með 14 atkv. gegn 11. Þá hafi Hannibal gripið til þess ráðs að panta at- kvæði meðstjórnarmanna sílm- leiðis utan af landi — og með þeirri óvenjulegu aðferð tókst að merja fram meirihluta, 15 atkv. gegn 14. En þeir fulltrúar, sem samþykktu höfðu á bak við sig 3300 atkv. meðan þeir sem voru á móti höfðu 10 þús. atkv. — Finnst ykkur að þetta hafi verið rétt? — Ég segi að hér hafi verið farið rangt að. Þá talaði Eðvarð Sigurðsson. Hann sagði að það væri ömurleg- ur kafli í sögu verkalýðssamtak- anna, að Alþýðuflokkurinn og kommúnistar hefðu ekki borið gæfu til að standa saman. Sagði hann að nú væri meir en kominn tími til að slíðra sverðin. En Al- þýðuflokkurinn hefði ekki viljað samstarf við neina aðra en Sjálf- stæðismenn. Þvínæst réðist Eðvrð með of- stæki á Sjálfstæðismenn. Kvað þá ekki verðuga til að starfa í verkalýðsfélögunum. Verkalýðs- leiðtogar Sjálfstæðisflokksins eins og Pétur Sigurðsson væru nýkomnir inn í samtökin. Það væri ekki vegna eigin verðleika sem þeir væru þar, heldur vegna flokksins. ★ Nú var um sinn gert hlé á al- mennum umræðum, en Snorri Jónsson framsögumaður kjör- bréfanefndar tilkynnti að nefnd- in hefði orðið sammála um að samþykkja kjörbréf Félags hljóm'listarmanna, Trésmiðafél- agsins, Verkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík, Verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum og Verkalýðsfélagsins Harðar í Hval firði. Samþykkti þingheimur þau. Þar sem nú var lokið afgreiðslu kjörbréfa var ákveðið að kjósa þegar í nefndir. Eðvarð Sigurðsson framsögu- maður Nefndanefndar tók til máls. Hann sagði, að Nefnda- nefnd hefði orðið sammála um að fækka nefndum þingsins. Þær voru 11 síðast en verða nú 7. Verða iðnaðar-, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndir lagðar niður og sameinaðar í verkalýðs- og atvinnumálanefnd. Aðrar nefndir eru: Skipulags- og laga- nefnd, fræðslunefnd, fjárhags- nefnd, trygginga og öryggismála- nefnd, allsherjarnefnd og kjör- nefnd sambandsstjórnar. Voru allar tillögur Nefnda- nefndar í þessu efni samþykkt- ar í einu hljóði og umræðulaust, svo og tillögur hennar um skip- un í nefndirnar. Á öðrum stað í blaðinu er sagt frá nefndaskipun. ★ Aftur hófust hinar almennu umræður með því, að Guðm. H. Guðmundsso* frá Sjómannafél. Reykjavíkur tók til máls. Taldi hann að skörin væri farin að færast upp í bekkinn, þegar Framsóknarmenn kæmu hérna og þættust vera orðnir einhverj ir verkalýðsvinir. Hann sagði að sjómannastéttin myndi seint gleyma ýmsum ummælum Fram sóknar í hennar garð. Ekki myndi hún heldur gleyma fjand skap Framsóknar við nýsköpun- artogarana, þótt hún væri nú loks farin að styðja togarakaup, þegar þeir kostuðu 15—20 millj. krónur. Þá mótmælti Guðmundur ár- ásum og ósannindum Eðvarðs Sigurðssonar um Pétur Sigurðs- son, svo sem að hann væri nýliði í verkalýðsbaráttunni. Staðreynd in er sú, að Pétur hefur verið virkur félagi í Sjómannafélagi lögum ríkisstjórnarinnar fyrr en að íhuguðu máli og fyrr en við höfðum fengið umboð frá félög- um ’okkar. Varðandi myndun sterkrar fag legrar stjórnar, sagði Eggert, að öll blöð landsins hefðu skrifað um nauðsyn á slíkri stjórn fyrir ASÍ. Að lokum kvaðst Eggert vona, að Alþýðusambandið megi skipa svo málum sínum, „að við þurfum ekki að ganga hryggir af þessu þingi, samtakanna vegna“. Þá talaði Þá talaði Árni Agústsson frá Ðagsbrún. Hann sagði að óþarfi væri fyrir vinstri flokkana að vera að deila. Þeir væru sammála um höfuðatriðið — ríkisstjórnina og þeir ættu að mynda sams konar samstarf um miðstjórn ASÍ. Sagði hann að Al- þýðuflokksmenn ættu að hætta sagt mikið breyttur og engin goð- gá þó hann ætti aðild að nýrri sambandsstjórn, ef það gæti orð- ið til að styrkja hana. Gústaf Halldórsson frá Hvammstanga lýsti því yfir að hann væri eindréginn Framsókn- armaður. Hann sagði að það væri mikill misskilningur að Fram- sóknarmenn væru fjandsamlegir sjómönnum. Minnti hann á það, að það hefði verið Framsóknar- flokkurinn sem bar vökulögin fram til sigurs á sínum tíma. Guðmundur Björnsson frá Stöðvarfirði flutti örstutta ræðu þar sem hann ítrekaði það að hann gæti ekki tekið það ósoðið, að það hefðu verið fulltrúar fé- laganna í Reykjavík og Hafnar- firði, sem hefðu greitt atkvæði gegn efnahagsmálatillögum ríkis- stjórnarinnar í 19 manna nefnd- inni. Óskar Hallgrímsson leiðrétti enn nokkrar villur í skýrslu for- mannsins. Þar væri sagt að félag rafvirkja hefði ekki svarað bréfi frá stjórn ASÍ. Sannleikurinn væri sá að ekkert slíkt bréf hefði Frá Alþýðusambandsþinginu í KR-húsinu. Þarna sjást nokkrir fulltrúar Sjómannafélags Rvíkur. Reykjavíkur í 16 ár og alls staðar unnið af sama dugnaði að fram- faramálum félagsins. Næstur talaði Magnús Guð- mundsson. Hann sagði, að það gæti verið rétt, sem Hannibal hefði sagt, að verkamenn fengju fleiri krónur í vasana en nokkru sinni fyrr. En á hina staðreynd- ina hefði Hannibal ekki minnzt, að það væri erfiðara að láta þess- ar krónur endast en nokkru sinni fyrr. Skírskotaði hann til hinna fjölmörgu kvenna, sem þingið sitja, hvort þeim þætti kaup sitt eða manna sinna drýgra en áður til heimilisþarfa. Hann kvaðst sérstaklega vilja á það benda, hve ósmekklegt það hefði verið hjá Hannibal Valdi- marssyni að ráðast á Jón Sigurðs- son með skömmum og svívirð- ingum, einmitt þegar Jón var að vinna þýðingarmikil störf fyrir þingið í kjörbréfanefnd og gat því ekki hlýtt á ásakanirnar né svarað þeim. Eggert G. Þorsteinsson fulltrúi múrara sté upp í pontuna. Hann kvaðst hafa tekið eftir því að þeir sem lýstu blessun sinni yfir störfum síðustu sambandsstjórn- ar hefðu í ræðum sínum fyrst og. fremst veitzt að Jóni Sigurðs- syni. Það sannaði bezt að Jón hefði í framsöguræðu sinni hitt naglann á höfuðið. Þá svaraði Eggert ræðu, sem Fíamsóknarmaður austan af fjörðum hafði haldið, þar sem hann hafði ráðizt á minni hluta 19 manna nefndarinnar og hafði verið mótfallinn því að mynduð yrði sterk fagleg stjórn. Eggert sagði m. a.: Ég tek því ekki með þökkum að ég eða aðr- ir sem þann minnihluta skipuðu séu sakaðir um að hafa brugðist trausti verkalýðsfélaganna. Ég hugsa heldur ekki að Eðvarð Sigurðsson, fulltrúi Dagsbrúnar, taki slíku með þökkum. Við tók- um heldur ekki afstöðu gegn til- andstöðu sinni við Framsóknar- menn. Hann myndi eftir því fyr- ir nokkrum áratugum, að þá hefði Alþýðuflokkurinn komið á helztu umbótamálum sínum í samstarfi við Framsóknarflokk- inn. Að lokum sagði Árni, að nú hefðu Sjálfstæðismenn tekið upp hið versta frá kommúnistum. Nú ætluðu þeir sér eins og kommúnistar áður fyrr að ná völdum með verkföllum. Örstuttar ræður fluttu Ólafur Björnsson og Kristján Guð- mundsson frá Sjómannafélagi Reykjavíkur. Ólafur taldi eitt vanta inn í skýrslu forseta ASÍ um kjarabaráttu sjómanna. Það hefði átt að þakka Jóni Sigurðs- syni persónulega fyrir hans mikla og góða starf. Kristján lagði fram tvær fyrirspurnir: 1) Hvar í lögum ASÍ er mælt svo fyrir, að félög sem vilja stofna sérgreinasamband beiti sér fyrir því án atbeina ASl? 2) Hvers vegna vildi Hannibal halda leyndri yfirlýsingu frá Jónasi Haralz varðandi kjara- j deilu háseta og kyndara? Þá talaSi Kristján Guðmunds- son frá Eyrarbakka og kvaðst vilja gera grein fyrir hvers vegna hann heiði greitt atkvæði með efnahagsmálatillögum ríkis- stjórnarinnar í 19 manna nefnd- inni. Það hefði verið vegna þess, að hann væri nú svo gamaldags að sjá, að þær kjarabætur, sem verkalýðurinn hefði fengið á síð- ustu árum hefðu verið fólgnar í því að setja eina krónu í einn vasa verkamannsins, en taka tvær krónur úr öðrum vasa hans. Þá kvaðst Kristján þannig gerður, að hann óskaði þess að ný sambandsstjórn yrði mynduð á sem allra breiðustum grund- velli. Þó Sjálfstæðisflokkurinn hefði einu sinni beitt verkalýð- inn ofbeldi, væri hann nú sjálf- borizt frá stjórn ASÍ, svo ekki hefði verið hægt að svara neinu. Þá kvaðst hann undrast það ó- samræmi, að á einum stað í skýrslunni væri veizt að ágætum manni, Jóni Sigurðssyni með á- sökunum um að hann væri full- trúi atvinnurekenda, en á öðrum stað hefði Hannibal skipað þenn- an sama fulltrúa í mikilvæga nefnd verkalýðssamtakanna. En svo virðist sem skýrsla Hanni- bals úi og grúi af slíkri hlut- drægni, ósamræmi og hreinum villum. Hannibal Valdimarsson talaði næst. Hann sagði að það gæti verið að félagi rafvirkja hefði ekki verið sent bréf, en þá hefði verið rætt munnlega við fulltrúa þeirra og væri drátturinn á svari þeirra óhæfilegur. Þá mótmælti Hannibal frásögn Jóhanns Möllers frá Siglufirði um að atvinnuástand væri slæmt þar. Sagði hann að meðaltekjur verkamanna þar myndu vera meiri en víða annars staðar. Þá réðist hann harðlega á flugmenn. Sagði að þeir væru hátekjumenn eins og ráðherrar og hefðu ekki I átt rétt á síðustu kjarabótum. | Marías Þ. Guðmundsson frá ísafirði sagði að mörg ljón hefðu verið lögð á veg sambandsstjórn ar. Væri það ljótur kafli í sögu verkalýðshreyfingarinnar hvern ig ýmsir fulltrúar verkalýðsins hefðu þannig gert sambands- stjórninni erfitt fyrir. Hann sagði að eðlilegt hefði verið að 19 manna nefndin samþykkti efnahagsmálatillögur ríkisstjórn arinnar, því að með þeim var verið að fleyta framleiðslunni á- fram. Björgvin Sighvatsson frá fsa- firði sagði að það væru tvær meginkröfur, sem verkalýðurinn gerði til ríkisstjórnarinnar. 1) að atvinna væri næg og 2) að kaup Frh. á bls. 22 STAKSTEINAR „Glöggt er það enn, ( hvað þeir vilja“ Þjóðviljinn gerir landhelgis- málið að umræðuefni í forystu- grein sinni í gær og er enn með sömu fjarstæðurnar og fúkyrðin í garð Sjálfstæðisflokksins fyrir að hafa komið með þá tillögu að kæra Breta fyrir Atlantshafs- bandalaginu vegna ofbeldis hér við land og krefjast þess að fyrir því verði séð að Bretar láti af ofbeldi sínu. í þessu sambandi var bent á þær hættur, sem vofa yftir íslenzkum sjómönnum og sem hefði orðið lýðum Ijósar við tiltæki brezka skipherrans, þeg- ar hann hótaði að skjóta íslenzkt varðskip í kaf. Af forystugrein Þjóðviljans sést greinilega, að það sem komm únistar fyrst og fremst vilja eru áframhaldandi illindi um land- helgismálið og koma þeir enn fram með sömu tillögurnar og fyrr að Jsveðja sendáherra ís. lands í London heim og annað því um líkt. Fyrir kommúnistum vakir fyrst og fremst að spilla vestrænni samvinnu og við það miðast allar þeirra aðgerðir og viðbrögð í landhelgismálinu. Forystugrein Þjóðviljans í gær sýnir þetta svo glöggt sem verða má, eins og bent er á hér að ofan, en kommúnistar mega ekki heyra það nefnt að málið sé flutt á vettvangi Atlantshafsbanda- lagsins til þess að kæra Breta og gerá þar úrslitatilraun til að koma í veg fyrir frekara lífs- hættulegt ofbeldi af hálfu Breta. Samráðin við verkalýðinn Þegar V-stjórnin kom til valda og í kosningaáróðrinum 1956, var því hátíðlega lofað að nú skyldi verða haft náið samstarf við ís- lenzkan verkalýð í öllum höfuð- málum. Þetta var eitt af lof- orðunum, sem ekki hefur verið haldið og hefur þetta samstarf, sem svo er kallað, komið fram í undarlegum myndum og lítið átt skylt við samráð eða sam- starf. Jón Sigurðsson benti á þessa staðreynd á Alþýðusambands- þinginu í gær og samkvæmt heimild Alþýðublaðsins þá vék Jón að því, „hversu vel Hanni- bal hefði komizt í ráðherrastól sem ráðherra að halda góðu sam ráði við verkalýðssamtökin. Jón benti í þvi sambandi á, að Hanni- bal hefði komizt í ráðherastól vegna þess að hann var forseti ASÍ og hefði honum því öðrum fremur borið að gæta hagsmuna verkalýðssamtakanna. En útkom an hefði samt verið sú, er efna- hagsráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar S.L vor hefðu verið teknar til meðferðar í 19 manna nefnd ASÍ, að þá hefði ríkisstjórnin verið búin að fullganga frá þeim og engu unnt að breyta. Það var ekki spurt hvað verkalýðshreyf- ingin vildi gera í efnahagsmál- unum, sagði Jón. Nei, það var að- eins um það að ræða að sam- þykkja eða hafna framkomnum tillögum. Hannibal hefur því einnig brugðizt í þessu máii mál- anna, sagði Jón“. Sambandsst j órnin nýtur lítils trausts Á það var bent í umræðunum á þingi Alþýðusambandsins i fyrradag, að flestir sambands- stjórnarmanna hefðu lítils trausts notið í félögunum, enda aðeins tveir úr stjórninni verið kjörnir á þingið. Meira vantraust var tæplega hægt að sýna stjórn Alþýðusambandsins en fara þann ig með sjálfa stjórnarmennina [við fulltrúakjör.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.