Morgunblaðið - 28.11.1958, Síða 13

Morgunblaðið - 28.11.1958, Síða 13
Föstudagur 28. nóv. 1958 MOROUTVBLAÐ1Ð 13 Jón Pálmason alþingismaður sjötugur HÚNVETNINGAR hafa oft átt skörunga mikla í bændastétt og þá stundum allfyrirferðarmikla á opinberum vettvangi. Fremstur slíkra manna á síðari áratugum er Jón bóndi á Akri. Hann er sjötugur í dag, en á einnig á þessu ári aldarfjórðungsafmæli sem þingmaður og hefur enginn mað- ur áður farið svo lengi með um- boð Húnvetninga á Alþingi. Jón er sonur Pálma bónda á Ytri- Langamýri, Jónssonar Pálmason- ar alþingismanns í Stóradal, sem var bróðir hins mikla forustu- manns í búnaðarmálum, Erlends dannebrogsmanns í Tungunesi. Kona Jóns Pálmasonar eldra var Salóme Þorleifsdóttir hins ríka í Stóradal, en hann var frændi og tengdasonur Guðmundar ríka í Stóradal, Jónssonar á Skeggs- stöðum, sem Skeggstaðaætt er komin af. Þeir Stórdælir voru um langt skeið höfðingjar mikl- ir í héraði sökum auðs og for- ustuhæfileika. Ætt þeirra hefur löngum verið framgjörn til mannaforráða og óvægin, ef þvi hefur verið að skipta, enda varð Akursbóndinn að heyja orrustur margar og harðar við þá frænd- ur sína, Guðmund Ólafsson al- þingismann í Ási, Jón Jónsson alþingismann í Stóradal og Hannes Pálsson, um kjördæmið. Móðir Jóns á Akri var Ingi- björg Eggertsdóttir frá Skefils- stöðum af ætt Barna-Gunnars, sem er úrbreidd í Skagafirði og margt merkra manna er runnið af, svo sem Ásverjar í Hegranesi. Karlleggur Jóns er aftur á móti af Steingrímsætt og er hún al- kunn, en einnig er hann kominn af Bjarna lögréttumanni á Ey- vindarstöðum, sem var af karl- legg innar gömlu Geitaskarðs- ættar, en hún er rakin til Jóns Einarssonar sýslumanns á Geita- skarði og Kristínar dóttur Gott- skálks Hólabiskups, sem kallað- ur hefur verið inn grimmi. Jón á Geitaskarði stóð eitt sinn á Alþingi svo uppi í hárinu á höf- uðsmanninum á Bessastöðum, að hann lét setja hann í járn. Eins hefði farið fyrir Jóni bónda á Akri, þegar hann er í stjórnar- andstöðu, ef landsstjórar hefðu nú sömu völd og fógetar kon- ungs á fyrri öldum. Jón á Akri er kvæntur Jónínu Ólafsdóttur frá Gili í Bolungar- vík og eiga þau fimm börn. Eðli- lega hefur umsjón heimilisins mikið hvílt á herðum húsfreyj- unnar þann aldarfjórðung, sem bóndi hennar hefur setið á þingi, en hún hefur borið þá raun með þolinmæði og fórnfýsi, enda er hún góð kona. Jón hefur verið með atkvæða- mestu mönnum á Alþingi í heil- an aldarfjórðung sökum harð- fylgis síns og sjálfstæðis í skoð- unum. Einkum hefur hann látið landbúnaðarmál og fjármál til sín taka, svo sem sæmdi ætterni hans, verið um stutt skeið land- búnaðarráðherra og um langt skeið endurskoðandi landsreikn- inganna. Hann hefur stundum þótt ýtinn og aðfangadrjúgur fyrir kjördæmi sitt og situr illa á Húnvetningum að lasta það eða vanþakka. Annars mun eg ekki rekja þingferil hans hér, því að það munu aðrir gera, heldur minn ast mannsins Jóns á Akri. Hann er allra manna gestrisnastur og greiðviknastur, við sámherja jafnt sem andstæðinga í stjórn- málum. Það er sérstakur kost- ur á öðrum eins kappmanni og lýsir því hugarþeli, sem innra býr. Hygg eg, að hann hafi aldrei neitað neinum andstæðinga sinna um að gera honum greiða, ef hann hefur mátt því við koma, og það jafnvel þeim, er hann gat vænzt þess að launuðu illu einu. Hann er hagmæltur vel og hrókur fagn- aðar í vinahópi. Samtíðarmenn Jóns Pálmason- ar alþingismanns þekkja hann sem gestrisinn höfðingja og góð- an dreng, sem vill hvers manns vandræði leysa, en þegar þeir, sem hafa þau persónulegu kynni af honum, eru allir komnir undir græna torfu, munu sagnaritarar framtíðarinnar minnast hans sem þess skörungs, er varpaði ljóma á húnvetnska bændastétt um mið- bik tuttugustu aldar. P. Y. G. Kolka. ★ AÐ ég gríp til pennans og hripa niður nokkur viðurkenningar- og þakkarorð til vinar míns Jóns Pálmasonar alþingismanns og bónda á Akri, nú þegar hann stíg ur inn á áttunda áratug ævi sinn- ar, er ekki vegna þess að mér sé svo gjarnt til að láta dátt að þeim háttum nútímans, er afmæl- isfagnaðir nefnast, með vín- skvampi og skjallræðum, við heils eða hálfs tugar ævimót manna, — manna, sem á gengn- um lífsárum hafa reynzt, sumir, lítilla kosta og smárra afreka. Hitt tel ég skylt og ljúft, að minnast með virðingu og þakk- arhug dáðríkra drengskapar- manna, er gengið hafa sjötuga lífsgötu, og skilað þörfum verkn- aði frá hug og hönd, sér til sóma og öðrum til heilla. Þann orðstír tel ég hiklaust að Jóni Pálmasyni hafi hlotnast, bæði í einkalífi og frá opinber- um störfum, margháttuðum og ýmislegum, þótt umfangsmest megi teljast starf hans, sem al- þingismanns okkar Austur-Hún- vetninga er hann hefir um langt skeið gegnt, eða um fullan aldar- fjórðung, sér til sóma og héraði okkar til heilla og happa á marga lund. Það hefir löngurn veiið talinn mætur kostur í gerð og fari manna, að vera skilamenn, ekki einasta hvað snertir krónur og aura, heldur einnig á sem flest- um sviðum manniegs lífs, í hinni margháttuðu sambúð og samskipt um við einstaklinga og heildir. Og vissulega sýnir fátt skírar og betur dáðrekki drengskapar- mannsins en skilamennskan, skilsemin við skyldurnar, sem lífskröfurnar, — lífsbaráttan — færir að höndum. En það krefst stundum mikils andlegs þreks, sjálfsafneitunar og sjálfsaga, að reynast skyldunum trúr, vera skilamaður við sam- félagið, — við sjálfan sig, líf’^ og Guð sinn. Kynning mín af Jóni Pálmu syni er orðin áratugalöng og ég tel mig ekki ógleggri á mann- galla og mannkosti en miðlungs- manni sæmir að vera, og ég hika ekki við að telja Jón Pálmason í hópi þeirra manna, er ég hefi ágætustum kynnst, manna sem aldrei urðu við vamm kenndir, — manna sem gegnúm starf sitt og baráttu hafa ætíð reynst heiðarleikanum trúir. Slíkur er Jón Pálmason á Akri, og það hve hann á mikla mann- hylli og góða hér í héraði, — líka meðal pólitískra skoðana- andstæðinga, — sýnir hve hann er vel búinn mannkostum. Þó er það svo þegar til sennu dregur, á opinberúm vettvangi, hvort heldur er í ræðu eða riti, að þá er Jón þar líka skilamaður, á föst rök og beitt tilsvör gegn andstæðingaskoðunum. Segja má að Jón hafi í hinum margháttuðu, og oft ábyrgðar- miklu störfum, reynst hinn trausti, öruggi skilamaður til orðs og athafna, og víst gæti hann tileinkað sér með sanni, til- svör Kolskeggs Gunnarsbróður frá Hlíðarenda, er til hans (Kol- skeggs) var stefnt eggjan til griðarofs, og hann svarar með hinni ókvikulú mannheilinda- og drengskaparyfirlýsingu: „Ekki mun ég á þessu níðast, né öðru, sem mér er til trúað“. Víst er gott til að vita, þess sóma fyrir Húnvetninga að hafa um svo langt skeið, borið gæfu til að skipa bekk þingsala svo vel hug- ulum, vitrum og farsælum þing- höldi, sem Jón Pálmason hefir reynst, og það má telja gæfu hvers héraðs, sem hefir á að skipa slíkum mönnum til hvers- kyns trúnaðar, sem Jóni. Um leið og ég óska af heilum hug, þessum sjötuga afmælis- dreng, Jóni á Akri, hollvætta- handleiðslu, hér eftir, sem hingað til, allt til lífs hans lokadags, óska ég einnig hins, að við Aust- ur-Húnvetningar, verðum í fram haldi, þeir lánsmenn að fá notið starfskrafta hans til þingsetu enn um mörg ár. Þorbjörn Björnsson, Geitaskarði. JÓN PÁLMASON á Akri var fyrst kosinn á þing 1933 og hef- ur setið þar óslitið síðan, ætíð kosinn af sveitungum sínum í Austur-Húnavatnssýslu., Með þessu hafa þeir, sem þekkja Jón bezt, sýnt honum verðskuldað traust. Hins sama trúnaðar hef- ur Jón notið, á Alþingi. Hann var þar all-mörg ár forseti Sam- einaðs Alþingis, um skeið land- búnaðarráðherra og hefur lengi verið endurskoðandi landsreikn- inga. Þá á hann sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, var um hríð ritstjóri ísafoldar og hefur gegnt ýmsum fleiri trúnaðarstörf um, sem of langt væri upp að telja. Á Alþingi he'fur hugur Jóns 'ón Pálmason einkum beinst að landbúnaðar- málum og fjármálum. Hann er bóndi að ætt og uppruna, eðli og starfi og skilur því til hlítar nauðsyn þjóðarinnar á öflugri bændastétt. Hann er og flestum glöggskyggnari á, hvað gera þarf af þjóðfélagsins hálfu, svo að bændastéttin geti dafnað og haldið áfram að vera verki sínu vaxin. öll einokun er eitur í beinum Jóns. Hann telur bændastéttinni því ekkert hættulegra en ef ein- um flokki tækist að beita henni fyrir æki sitt. Á sama veg er hann andvígur allri áþján í verzl- un og viðskiptum en einlægur samvinnumaður, sem síst af öllu óttast frjálsa samkeppni. Jón er vegna starfs síns sem endurskoðandi landsreikninga flestum kunnugri ríkisrekstrin- um. Hefur hann þar bent á margt, sem betur mætti fara, en því lítt verið sint. Einmitt vegna sérstakrar þekkingar sinnar á þessurn málum hefur Jón allra manna lengst og óhvikulast rök- stutt, hversu fjá'rstjórn undan- farinna ára væri þjóðinni hættu- leg. Kjördæmamálið er eitt þeirra, sem Jón Pálmason hefur ríkan hug á að koma í betra horf. Hefur hann unnið ósleitilega að því að samræma skoðanir flokks manna í því mikla máli. í þessu sem öðru lýsir sér hug- kvæmni Jóns og óvenjulegur bar áttukjarkur. Hann hrekkur aldrei undan vandanum heldur leggur ótrauður og hvergi myrkur í máli til atlögu við hann. Nú þegar Jón stendur á sjö- tugu er hann enn jafn ákafur til að leggja góðu máli lið sem nokkru sinni fyrr. Hann getur með ánægju horft yfir farinn veg og myndarlegan barnahóp, sem þau frú Jónína eiga: Frú Ingibjörg, sem gift er Guð mundi Jónssyni frá Sölvabakka. Eggert bæjarstjóra í Keflavík, sem kvæntur er Sigríði Árna- dóttur. Margrét, sem heldur heimili fyrir föður sinn hér í bæ. Frú Salome, sem gift er Reyni bónda Steingrímssyni 1 Hvammi í Vatnsdal. Pálmi bóndi á Akri, sem kvæntur er Helgu Sigfúsdóttur. Þótt Jón Pálmason hafi verið gæfumaður í einkalífi og skiptum af almennum málum, þá lætur hann aldrei það, sem liðið er, nægja sér, heldur sækir ótrauður fram til vaxandi hagsældar fyrir land og lýð. Bjarni Benediktsson. HINGAÐ til Reykjavíkur hafa á liðnum árum komið ýmsir afreks- og ágætismenn, er verið hafa fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi, og hafa þeir margir orðið Reyk- víkingum minnisstæðir. Einn af þeim, sem mestar vin- sældir hefur hlotið, er afmælis- barnið í dag, Jón Pálmason al- þingismaður og fyrrum alþingis- forseti. Hann kom fyrst hingað sem þingmaður árið 1933 og hefir síð- an, í æ ríkara mæli, sett svip sinn á höfuðborgina og eignast hér fjölda vina, sem vel kunna að meta einurð hans drengskap og rausn. En hann verður kann- ske minnisstæðastur oss mörg- um fyrir það hvílíkur gleðiauki hann er á góðra vina fundi. Þar ríkir hinn hressandi blær, því að Jón líður enga lognmollu í sinni viðurvist. Hann hefir manna gleggst auga fyrir því, sem skop- legt er í þjóðfélaginu og það er vandalaust fyrir hann að ræða það í bundnu máli. Fljúga þá oft ferskeytlurnar, margar þeirra um land allt. Aðrir munu í dag minnast þing skörungsins og héraðshöfðingj- ans, en þetta á aðeins að vera heillakveðja til afmælisbarnsins frá fjölmörgum vinum hans i hópi yngri manna hér í bæ. Er það vor eigingjarna afmælisósk, að vér fáum enn lengi að hafa hann hér á meðal vor, sí-ungan og fjörugan, því að þannig er og verður Jón, þó að árin færist yfir. Á. Nýtt Helgafell og Árbók TÍMARITBD „Nýtt Helgafell", 2. hefti 3. árgangs, er komið út fjöl- breytt að efni. Það hefst á for- spjalli ritstjórnar, „Kapp er bezt með forsjá", þar sem rætt er um fiskveiðideiluna og átökin við Breta. Þórbergur Þórðarson skrifar greinina „Lífsgleði í Suðursveit", þar sem hann rifjar upp ýmsar skemmtilegar bernskuminning- ar. Matthias Johannessen blaða- maður birtir „Brot úr óprentuð- um samtölum við Stein“. Segir hann þar frá tvéimur kvöld- stundum með Steini Steinarr þegar skáldið rifjaði upp ýmis skemmtileg atvik úr lífi sínu. Þá er í þessu hefti fyrsta greinin í greinaflokki eftir ýmsa merka menn sem kallaður er „Lífsskoðun mín“. Fyrsta grein- in er eftir Bertrand Russel og heitir „Formáli eða eftirmáli". Þá er í heftinu „Dálítið ævin- týr“ eftir Jules Supervielle, og er efnið sótt í fornar goðsagnir. Loks eru svo hinir föstu þætt- ir: Bréf til Helgafells, þar sem Halldór Halldórsson skrifar um framtíð Skálhoits, Ragnar Jóns- son og Hannes Pétursson skrifa um kvæði eftir Tómas í kvæða- úrvali Sigurðar frá Arnarholti, og Sigurður Grímsson og Krist- ján Albertsson deila um siðgæði. Svo kemur þátturinn „Undir skilningstrénu" og bókmeimta- þáttur þar sem Kristján Karlsson skrifar um skáldskap Steins Steinars og smásögur Friðjóns Stefánssonar, en Hermann Páls- son skrifar um ljóðabók Jóns Óskars og tvö skaftfellsk rit. Ragnar Jónsson skrifar þátt- inn „Úr einu í annað“ og ræðir þar um list og andlega ögun og markað í musterinu. Arbók 58 —- Ritgerðir Þessu hefti af „Nýju Helga- felli“ fylgir „Arbók 58“, sem að þessu sinni flytur ritgerðir eftir ýmsa höfunda um markmið og eðli hinnar yngri ritlistar hér á landi, um vinnubrögð höfund- anna og listræn áhugamál. í „Árbók 58“ skrifa eftirtaldir menn: Einar Kristjánsson Freyr: „Svo er mál með vexti“. Elías Mar: „Höfundarspjall". Jóhannes Helgi: „Bréf um Grundvallaratriði". Jón frá Pálmholti: „Skáldið og þjóðfélagið". Magnús Magnússon: „Til varn- ar ungum höfundum". Matthías Johannessen: „Bréf til Árbókar“. Rósberg G. Snædal: „Fáein orð í fullri meiningu". Sigurður A. Magnússon: „Glím £tn við orðið“. „Arbók 58“ er 58 blaðsíður í He! gaf elisbroti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.