Morgunblaðið - 28.11.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.11.1958, Blaðsíða 20
M O R G V N fí I 4 fí 1 Ð Föstudagur 28. nóv. 1958 2r „Það er ekki svo lítið, sem þú I heimtar", svaraði Súsanna háðs- iega, en hún vissi, að hún gæti aldrei verið mjög lengi reið við i Kurt í einu. „Ef þú ekki fyrirgefur mér, þá j eteypi ég mér í sjóinn í nótt“, Sagði Kurt hátíðlega. , „Jæja, þá fyrirgef ég þér öll ! heimskupör þín“, sagði Súsanna og gat ekki varizt hlátri. „Það er gott, þá færð þú súkku- laðið. Annars hafði ég hugsað mér að hafa það með mér í sjóinn“. Hann var þegar kominn á leið út í eldhús, hellti kaffi í bolla handa sér og kom svo inn og sett- ist á gólfið við hlið hennar. Þau hlustuðu þegjandi á leiðinlegt lag í útvarpinu, þangað til Kurt ekrúfaði skyndilega fyrir og tók bók úr skápnum. „Ef þú vilt móka, þá les 'ég upp hátt fyrir þig á meðan", sagði hann. „Ég get séð það á augun- um í þér, hve þú ert þreytt. Þú hefur átf erfiðan dag og ég skal ekki þreyta þig í kvöld". „Hvað gengur að þér? Það get- ur ekki verið ætlun þín að sitja hér og lesa fyrir roskna konu, sem hefur sjálfstæða atvinnu?" „Æ, aulinn þinn“, svaraði hann rólega, „Þú veizt það, að mér finnst ég eiga heima hérna. Það gieður mig, að þú ert einu einni þreytt og einmana og þarft í raun og veru að hafa einhvern hjá þér“. „Heldurðu það?“ „Já, það er alveg rétt sjúkdóms greining, læknir minn“. Hann stóð upp, kveikti í vindk ing og rétti henni, en skyndilega beygði hann .sig og kyssti hana á kinnina, lítinn, ástúðlegan koss. Síðan settist hann aftur á gólfið og fór að lesa upphátt. Þegar þau væru gift, skyldi hann bera hana á höndum sér, því hafði hann heitið með sjálfum sér. Hún leit ofan á hann. Hann lá & gólfinu, með hugann við það, eem hann var að lesa með drengja Jegri, skýrri rödd. „Hann er lag- legur og það er sjálfsagt fjöldi af ungum stúlkum, sem myndu vera hamingjusamar í mínum sporum", hugsaði hún. En hann hafði bersýnilega ekki skemmtun af þeim eða þá að hann hafði feng ið nóg af þeim. Ef til vill var hann einmitt núna eingöngu þreyttur á þeim og leitaði hennar tii tilbreyt ingar. 7. KAFLI. Ökuferðin. Annríkinu fyrri hluta dagsins var lokið og Súsanna stóð úti á einum ganginum og spjallaði í makindum við Leif. Hingað til hafði samtal þeirra snúizt að mestu um ást hins unga kandi- dats á hjúkrunarkonunni, Ingrid Sjöberg. Hann hafði hrósað sinni útvöldu með hrifningu og Sús- anna hafði hlustað á hann ann- ars hugar. Hugsanir hennar sner- ust nm starfið, og hún átti alltaf erfitt með að breyta til yfir í hið léftara og dálítið háðslega tal, sem Leif fannst eiga við í sjúkrahús- inu, að minnsta kosti á hvíldar- stundunum. „Leif“, sagði hún skyndilega, „tekur þú aldrei áhyggjur með þér heim frá vinnunni hérna? Ég á við, tekur ekkert sjúkdómstil- felli þig svo föstum tökum, að þú eigir erfitt með að leiða hugann frá því?“ „Jú“, sagði Leif með uppgerðar alvörusvip. „Ég man, að við höfð um rauðhærða sýningarstúlku á nr. 7, sem ég hugsaði mikið um, líka í frístundum mínum. Jæja, nú skal ég vera alvarlegur, og ég hugsa í raun og veru ekki svo sjaldan um starfið, enda þótt ég sé langt frá spítalanum. Ég býst við að ég muni gera það enn frek- ar, eftir því sem ég fæ meiri ábyrgð. En hvers vegna spyrð þú annars að því?“ „Það er af því að ég er að hugsa um Tómas litla Agréus“, svaraði Súsanna hægt og hikandi. „Þú manst sjálfsagt eftir því, að þú aðstoðaðir mig við skurðaðgerð ina á honum. Ég hef ekki ein- göngu áhuga á honum sem sjúkl- ing, heldur af því að hann er sú litla manneskja sem hann er. — Hann er óvenjulega laglegur, litli drengurinn, en hann virðist vera ákaflega einmana. Honum líður miklu betur nú, sem betur fer, ojg ég hygg, að mér sé óhætt að láta hann fara heim bráðum. Það er auðvitað indælt, að hann er orðinn frískur, en ég held, að ég muni beinlínis sjá eftir honum". Hún stóð, hallaði sér upp að veggnum og horfði á anliar. skó- inn sinn_, á meðan hún sagði þetta, og Leif athugaði hana nákvæm- lega, án þess að hún tæki eftir því. Hann varð kímileitur og sagði: „Faðir Tómasar, hinn þekkti og virti málafærsiumaður mun sjálf- sagt sjá um, að hann fái allt, sem hann þarfnast. Gættu að því, að hann hefur útvegað honum lækni, sem hugsar nærri því ekki um ann að en Tómas litla“. Súsanna leit snöggvast á hann. Það bjó eitthvað undTr orðum hans og henni gramdist það, án þess að hún vissi fyrir víst, hvers vegna það var. „Það kemur þó fyrir að ég hugsa snöggvast um hina sjúkl- ana mína“, sagði hún napurt. „Og ég tek ekki mínar eigin ástar- áhyggjur með mér hingað til vinnunnar, eins og sumir aðrir“. „Hvað getur hún nú átt við með því?“ sagði Leif og horfði út í loftið. „En hvað ber mér fyrir augu! Þarna kemur ungfrú Ingrid 1“ Hann horfði nærri því með lotn ingu á hina litlu, ungu hjúkrunar1 konu, sem kom í áttina til þeirra með eitthvað af verkfærum á bakka. „Það var heppilegt, að þú varst einmitt staddur hérna á deildinni, Leif“, sagði Súsanna í sakleysis- legum róm, „því ungfrú Ingrid vinnur hérna“. Leif virtist ekki heyra það, sem hún sagði, og ungfrú Ingrid nam staðar hikandi, þegar Leif hneygði sig djúpt fyrir henni. „Mín náðuga! Leyfið mér að fylgja yður til — já, hvert í skoll anum sem þú ætlar“. „Ég á að fara upp á 3. hæð“, svaraði Ingrid, „og ungfrú Corr- el er þar uppi, svo það er víst bezt að ég fari þangað ein“. „Stattu þá við andartak og segðu okkur eitthvað í fréttum frá deild B-9! Það er að segja, Bergmann læknir má varla vera að því að vera hérna lengur". Hann leit til Súsönnu ströngu augnaráði. „Jú, ég má vera að því“, sagði hún brosandi, „en líklega hvorki þú né ungfrú Ingrid. Ef ég þekki ungfrú Corel rétt, þá stendur hún nú og bíður eftir verkfærunum, sem ungfrú Ingrid hefur verið að sækja niður". Ungfrú Ingrid hi'ökk við, og flýtti sér áfram, en Leif tautaði eitthvað um alræðisvald sumra að- stoðarlækna. „O, þú hefur ekki undan neinu að kvarta", sagði Súsanna hlæj- andi. „Þú hittir hana hvort sem er í kvöld, og þar að auki átt þú ekki að vera alltof ákafur. Ég hef varað þig við því“. „Ha, ha“, Leifur hló eðlilega. „Þú ert einungis afbrýðissöm. Þú býrð yfir leynilegri ást til mín, og ætiar að deyja úr kvölum, þeg- ar þú séð okkur Ingrid saman". „Er það mögulegt, hefurðu loksins komizt að því? En segðu það fyrir alla muni engum lifandi manni“. Súsanna kinkaði vingjarnlega kolli til hans og hélt áfram út eftir ganginum. Hugur hennai' var þegar aftur' við starfið. Hún átti að brottskrá tvo sjúklinga og það var kominn nýr sjúklingur í einbýlisstofu, sem átti að ganga undir skurðaðgerð hið allra fyrsta. Hún ákvað að líta á hinn nýja sjúkling um leið. Það var skuggsýnt inni í litlu stofunni, því gluggatjöldin voru dregin fyrir. Sjúklingurinn, kona á þrítugs aldri, leit spurnaraug- um á Súsönnu. Hún var tauga- óstyrk, sló með fingrunum á lak- ið og sagði, með kvíða í röddinni: „Eruð þér Bergmann læknir? Álítur læknirinn, að ég þurfi að ganga undir aðgerð? Það væri indælt, ef'ég gæti losnað við það. Það tekur töluvert langan tíma, er ekki svo? Og ég verð að kom- ast heim aftur sem allra fyrst. Ég á börn, og það er alltaf nóg að gera, eins og læknirinn skilur. Þetta, sem er að maganum, er lík lega ekki svo hættulegt. Ég hef haft það áður, og ég......“ Súsanna tók vingjarnlega fram í fyrir henni: „Og til þess að þér fáið það ekki aftur, munum við gera það, sem við getum til þess að þér verðið alveg heilbrigð. En það, sem mest á ríður í bráðina er, að þér séuð ekki með of miklar áhyggjur. Við skulum sjá um að halda yður ekki lengur en nauð- syn krefur". Hún leit snöggvast á hitalín- una fyrir ofan rúm sjúklingsins. Frú Blomgren, 32 ára......Fyrr um daginn hafði hún lesið sjúk- dómslýsinguna og hin skjölin. — Frú Blomgren var skilin, átti þrjú börn og hafði auðsjáanlega haft þrautir af magasári sínu ár- um saman. „Ég sagði við lækninn okkar, að það'væri sjálfsagt ekki annað en magakvef, en hann vildi endilega að ég væri lögð inn. Mér finnst nú, að mér líði vel, og það ætti líklega ekki að vera nauðsyn á uppskurði, læknir? Börnin eru hjá systur minni, en hún hefur sjálf svo mörgu að sinna, að ég veit ekki, hvort hún getur komið Hann stóð upp, kveikti í ’. 'i.dlingi og rétti henni, en skyndi- »ega beygði hann sig ag kyssii hana á kinnina, lítinn ástúð- legan koss. i u ó THANKS, MONTE, THANKS VERV MUCH/ A DUCK BAND MADE OF GOLO? VES, A FRIEND SHOT THE DUCK LAST FALL...AND LATER HE GAVE THE BAND t TO ME f _________J; I MADE THIS ONE MySELF... IN THE CENTER HERE VOU SEE A DUCK BAND...IT'S A V GOLD ONE / 1) „Ég vil biðja þig að þiggja | þetta hálsmen af mér til minn- j ingar um dvöl þína hjá okkur". I 2) „Ég þakka þér ákaflega vel fyrir, Monti“. „Ég bjó það til sjálfur", segir Monti. „Hérna er merkihringur ar önd — úr gulli!“ 3) „Fuglamerki úr gulli? Það var merkilegt". „Já, vinur minn skaut öndina í fyrrahaust — og gaf mér merki- hringinn". því af, að sinna þeim nægilega". Hún horfði kvíðin spurnaraugum á Súsönnu. „Læknirinn yðar gerði það eina sem rétt var, þegar hann lagði yð- ur hér inn í sjúkrahúsið", svar- aði Súsanna. Hún dró stól að rúm inu og hélt áfram: „Það getur farið svo, að við neyðumst til að gera skurð á yður, en við skulum koma yður fljótt á fætur aftur. Nú eigið þér aðeins að hjálpa okk ur, með því að vera ekki að brjóta heilann um allt mögulegt. Ég skal biðj-a félagsmálaráðunaut okkar að fara og hitta systur yðar. Ef hún þarf á hjálp að halda með börnin, verður víst líka hægt að bæta úr því“. „Aumingja konan“, hugsaði Sús anna, þegar hún var komin aftur út á ganginn. „Ein með þrjú börn og öll þau vandamál, sem koma í kjölfar skilnaðar — og svo þar á ofan alvarlega veik. Það var svo auðvelt að segja sjúklingi, eins og þessum, að hún skyldi vera róleg og gleyma öllum áhyggjum sín- um, en hvernig í ósköpunum átti að koma svona duglegri konu til að sleppa frá sér öllu því, sem hún hafði lifað og þrælað fyrir, og hugsa eingöngu um sjálfa sig og heilsu sína?“ Deildarhjúkrunarkonan hafði sagt, að einbýlisstofuna hefði hún samkvæmt beiðni mannsins. Hann hafði hringt og sagt, að frú Blom gren ætti að líða eins vel og hægt væri. Var það hugsunarsemi, sem kom fram í seinna lagi og orsak- aðist ef til vill af slæmri sam- vizku? Sjúklingurinn hafði sjálf- ur auðvitað ekki viljað liggja í einbýlistofu, til þess að komast hjá öllum óþarfa útgjöldum. Hún myndi verða auðsveipur og þolin- móður sjúklingur, — fyrirmynd margra hinna". Súsönnu varð á að brosa, þegar hún hugsaði til hinnar litlu, mis- lyndu forstjórafrúar, sem nú hafði verið ekið heim, sveipaðri í loðkápu og hinn umhyggjusami eiginmaður hafði séð um á allan hugsanlegan hátt. aHlItvarpiö Föstudagur 28. nóveniber: Fastir liðir eins og venjulega. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 18,30 Barnatími: Merkar uppfinn ingar (Guðmundur Þorláksson kennari). 18,55 Framburðar- kennsla í spænsku. 19,Of Þingfrétt ir. — Tónleikar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Kvöldvaka: a) Er- indi: Með vesturflokk á Eyvindar staðaheiði (Hallgrímur Jónasson kennari). b) íslenzk tónlist: Is- lenzkir kvartettar syngja (plöt- ur). c) Bímnaþáttur í • umsjá Kjartans Hjálmarssonar og Valdimars Lárussonar. d) Upp- lestur: „Við sem byggðum þessa borg“, bókarkafli (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rithöfundur). 22,10 Erindi frá Arabalöndum; I: Sýr- land (Guðni Þórðarson blaðamal- ur). 22,35 Dægurlög frá Italíu (plötur). 23,10 Dagskrárlok. Laugardagur 29. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryn- dís Sigurjónsdóttir). 14,00 íþrótta fræðsla (Benedikt Jakobsson). — 14.15 Laugardagslögin. — 16,30 Miðdegisfónninn. 17,15 Skákþátt- ur (Guðmundur Ar-nlaugsson). 18,00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarpssaga barnanna: „Pabbi, mamma, börn og bí 11“ eftir Önnu Cath-Vestly; XI. (Stefán Sigurðs son kennari). 18,55 í rökkrinu; tónleikar af plötum. 20,30 Leikrit „Leikur í sumarleyfi" eftir Mi- hail Sebastian, í þýðingu Helga J. Halldórssonar. — Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. Leikendur: IndriðiWaage, Helgi Skúlason, Haraldur Björnsson, Helga Bach- mann, Bessi Bjarnason, Jón Aðils, Baldvin Halldórsson, Þóra Frið- riksdóttir og Áróra Halldórsdótt- ir. 21,50 Tónleikar (plötur). — 22,10 Framhald leikritsins „Leik- ur í sumarleyfi“; þriðji þáttur. — 22.50 Danslög (plötur). — 01,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.