Morgunblaðið - 28.11.1958, Side 22

Morgunblaðið - 28.11.1958, Side 22
2 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 28. nóv. 1958 Eyjólfsson, Rvk; Guðjón Sigurðsson, Rvk og Guðmundur Björnsson, Stöðv- arfirði. Skipulags- og laganefnd: Snorri Jóns son, Rvk; Einar Ögmundsson, Rvk; Guðrún Guðvarðardóttir, Akureyri, Óskar Hallgrímsson, Rvk; Torfi Vil- hjálmsson, Akureyri; Knútur Jóns- son, Siglufirði og Gunnar A. Jónsson, Selfossi. Fræðslunefnd: Árni Ágústsson, Rvk; Tryggvi Emilsson, Rvk; Gunnar Jó- hannsson, Siglufirði; Ingimundur Er- lendsson, Rvk; Jóhann Möller, Sigluf.; Einar Jónsson, Rvk; Snorri Þorsteins- son, Borgarnesi. Fjárhagsnefnd: Hannes Stephensen, Rvk; Jón Rögnvaldsson, Akuryri; Sig- finnur Karlsson, Norðfirði; Svavar Árnason, Grindavík; Hilmar Jónsson, Rvk; Pétur Guðfinnsson, Rvk; Sigfús Jónsson, Húsavík. Trygginga- og öryggismálanfnd: Her mann Guðmundsson, Hafnarfirði; Guð mundur J. Guðmundsson, Rvk; Krist- inn Eiríksson, Rvk; Jóhanna Egils- dóttir, Rvk; Ólafur Björnsson, Kefla- vík; Kristjón Guðmundsson, Rvk; Árni Jóhannesson Rvk. Allsherjarnefnd: Björgvin Sigurðs- son, Stokkseyri; Jón Ingimundarson, Akureyri; Jón Rafnsson, Rvk; Pétur Pétursson, ísaf.; Guðrún Gunnars- dóttir, Húsavik; Marías Þ. Guðmunds- son, ísafirði; Hálfdán Sveinsson, Akra- nesi; Jóna Guðjónsdóttir, Rvk; Björg- vin Brynjólfsson, Skagaströnd; Þor- valdur Ólafsson, Rvk; Andrés Sverris- son, Rvk. Kjörnefnd sambandsstjórnar: Tryggvi Helgason, Akureyri; Óskar Hallgríms- son, Rvk; Eðvarð Sigurðsson, Rvk; Ragnar Guðleifsson, Keflavík; Sigurð- ur Stefánsson, Vestmannaeyjum og Sveinbjörn Oddsson, Akranesi. Svipmyndir frá Alþýðusambandsþinginu, sem nú stendur yfir. - Sókn og Trésmiðafélaginu, en þeir síðarnefndu voru samþykktir dei Iur — Þing ASÍ Frh. af bls 3 máttur vinnulaunanna væri tryggður. Hann taldi að stjórninni hefði tekizt að framkvæma fyrri lið- inn á mjög ákjósanlegan hátt. Nú væri það úr sögunni, að hung urnefndir svonefndar þyrftu að fara til Reykjavíkur til að biðja um aðstoð. Nú væri vandamálið meira, hvar ætti að fá fólk til framleiðslustarfanna. Hitt að tryggja kaupmátt laun anna hefði ekki tekizt eins vel. Kvaðst Björgvin aðeins vilja segja að þótt dýrtíð væri slæm, væri atvinnuleysið þó miklu verra. Guðni H. Árnason, formaður Trésmiðafélagsins tók til máls og kvað það hafa verið óviður- kvæmilegt, þegar kommúnistinn Eðvarð Sigurðsson hefði farið að kalla stóran hóp þingfulltrúa ann arlega og að einhverju leyti verri en aðra fulltrúa, þótt þeir væru Sjálfstæðismenn. Kvaðst Guðni ekkert telja sjálfan sig verri full- trúa verkalýðsins en suma kommúnista. Hann hefði í byrjun verið starfandi sjómaður og siglt undir Hræðslupeningunum, sem Framsóknarmenn eða Jónas Jón- as Jónsson hefðu svo kallað. Þrír aðrir fulltrúar Trésmiðafélagsins á þinginu hefðu einnig verið sjó- menn áður fyrr, en svo hefðu þeir leyft sér að læra trésmíðar. Taldi Guðni það móðgun við verkalýðssamtökin í heild, þeg- ar Eðvarð reyndi að draga full- trúa í dilka, þannig að sumir væru góðir en aðrir vondir. Jón Bjarnason frá Selfossi kvaðst nú mæta á Alþýðusam- bandsþingi í fyrsta skipti. Hann hefði ekki ímyndað sér er hann lagði af stað á þingið, að hér yrði eytt.heilum degi í að karpa um stjórnmál. Ætti ekki að eyða svo löngum tíma í þessar til- gangslausu deilur. En hvers vegna hafa deilur þessar orðið svo miklar- Er það ekki einmitt vegna þess að stjórn ASÍ hefur verið of veik. Hún hefur ekki haft nógan meiri hluta. Taldi Jón, að hægt væri að forðast slíkar deilur með því að mynda nýja sambandsstjórn á sem breiðustum grundvelli. Jóhann G. Möller frá Siglu- firði ítrekaði það að á Siglufirði væri atvinnuástandið ekki eins gott og Hannibal Valdimarsson vildi vera látá. Benti hann á að tveir fulltrúar Siglfirðinga á þinginu hefðu farið úr atvinnu til að geta sótt þingfundi, en þegar þeir sneru heim ættu þeir enga vinnu vísa. Hann kvaðst líka vita að á Ólafsfirði hefði sl. vetur verið borgað í atvinnuleys- istryggingar 200 þús. kr. Enn- fremur sagði hann að enn flytti unga fólkið frá Siglufirði. Snorri Jónsson frá Járnsmiða- félaginu hermdi það upp á Guðna H. Árnason, að hann hefði efazt um heiðarleika félaga sinna í Trésmiðafélaginu. Sagði hann að þetta væri lúalegt af Guðna. Síðan lýsti hann því hvernig Guðni og félagar hans í stjórn Trésmiðafélagsins hefðu hegðað sér. Þeir hefðu neitað að hlýða löglegri áskorun um að halda þrjá félagsfundi og hefði miðstjórn Alþýðusambandsins vítt þá fyrir þetta. Guðni H. Árnason svaraði þess um ásökunum Snorra og sagðist ekkert hafa mælt um það, að félagar hans væru óheiðarlegir. Þar gerði Snorri honum fullkom lega upp orð og væri hann ósann indamaður að þeim. Fyrst Snorri hefði minnzt á kæru félaga sinna á stjórn Tré- smiðafélagsins, kvaðst Guðni vilja rekja það mál nokkuð. Þar var um að ræða þrjár áskoranir til félagsstjórnar um að halda félagsfundi. En ýmis- legt var við þessar áskoranir að athuga. Sú fyrsta var sett fram í febrúar sl. með þriggja daga fyrirvara, en ekki hægt að fá nægilegt húsnæði með svo skömmum fyrirvara. Áskorendur bentu þá á húsnæði til félags- fundar í Trésmiðafélaginu, sem hefur 50*0 félaga, en þetta hús- næði tók aðeins 100 manns. Hins vegar var haldinn fundur nokkrum dögum síðar í stærra húsnæði. Önnur áskorun var um að haldinn yrði fundur í júní sl. og tiltekinn fundartími eftir að stjórn félagsins hafði setið að samningafundum nótt með degi og m. a. langt fram á nótt kvöld- ið áður en fundinn ætti að halda. Þassi fundur var haldinn tveim dögum seinna. Þriðja áskorun kom fram nú fyrir nokkru, þegar undirbúnar voru kosningar fulltrúa á Al- þýðusambandsþing. í þeirri áskorun var sagt, að fund skyldi halda til að „ræða félagsmál“. En í lögum Trésmiðafélagsins er tekið fram að í slíkri áskorun skuli tilgreint fundarefni, ekki aðeins „félagsmál“; heldur um sérstakar ástæður til fundarboð- unar. Svo sagði Guðni, að það hefði gerzt hinn 5. nóv. sl. að stjórn Trésmiðafélagsins hefði borizt kæra. Þar var stjórnin kærð fyr- ir sjálfri sér. En samtímis var slík kæra send Alþýðusamband- inu, sem hafði engar vöflur á því, en lýsti því yfir, „að aug- ljóst væri“ að stjórn Trésmiða- félagsins hefði með þessu brotið lög félagsins og að víta bæri slíkt lagabrot. Þessa samþykkt gerði mið- stjórn ASÍ 8. nóv., eða þrem- ur dögum eftir að kæra barst. Hún gaf Trésmiðafélaginu ekkert tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér og sagði um ákæruatriðin: „Það er augljóst mái“. Guðni skýrði frá því að stjórn í Trésmiðafélagsins hefði skrifað - Hér sjást nokkrir fulltrúar úr löglegir fulltrúar eftir nokkrar miðstjórn ASÍ mótmælabréf þar sem látin er í Ijós undrun yfir þessari málsmeðferð miðstjórnar ASÍ, m. a. að hún skyldi ekki einu sinni gefa báðum málsað- ilum kost á að gera grein fyrir máli sínu. Þessi skýrsla Guðna H. Árna- sonar vakti mjög mikla athygli meðal þingheims og er hún gott dæmi um vinnubrögð kommún- ista og misnotkun Alþýðusam- bandsins. ★ Klukkan var nú orðin hartnær tvö um nóttina. Voru að lokum bornir upp reikningar sambands- ins og þeir samþykktir í einu hljóði. ★ ★ í FYRRAKVÖLD var kosið í nefndír Alþýðusambandsþings. Voru nefndar- menn kjörnir allir í einu hljóði skv. uppástungu Nefndanefndar. Nefndir þingsins eru þannig skipaðar: Verkaiýðs og atvinnumálanefnd: Eð- varð Sigurðsson, Rvk; Tryggvi Helga- son, Akureyri; Sigurður Stefánsson, Vestmannaeyjum; Hulda Sigurbjörns- dóttir, Sauðárkróki; Alfreð Guðna- son, Eskif.; Jón Sigurðsson, Rvk; Ragnar Guðleifsson, Keflavik; Björg- vin Sighvatsson, ísaf.; Sigurður Kvennaskóíinn vill halda lóð sinni KENNARAFÉLAG Kvennaskól- ans í Reykjavík er andvígt því, að skólinn verði sviptur lóð þeirri undir væntanlegt skólahús, er honum var úthlutað við Suður- götu, Fjallhaga og Hjarðarhaga árið 1955. Hefur félagið nýlega sent bæjarráði og bæjarfulltrúum svohljóðandi mótmælabréf: „Á fundi bæjarráðs 31. október sl. var samþykkt, samkvæmt til- lögu frá samvinnunefnd um skipulagsmál að afturkalla fyrir- heit um skólalóð á horni Suður- götu og Hjarðarhaga, sem ætluð var Kvennaskólanum í Reykja- vík. Telur samvinnunefnd, að lóð sú komi ekki til greina ' af um- ferðar- og skipulagsástæðum. Leyfir Kennarafélag Kvenna- skólans sér að benda á, að vart geti verið um meiri umferðaræð að ræða en Fríkirkjuveginn, þar sem skólinn hefur haft aðsetur sitt um hálfrar aldar skeið, án þess að umferðm hafi á neinn hátt háð starfsemi hans. Ennfremur vill kennarafélagið taka fram, að það telur lóð á ofan greindum stað: horni Suðurgötu og Hjarðarhaga mjög ákjósanlega og leyfir sér jafnframt að skír- skota til bréfs yðar dagsett 7. september 1955, en þar segir: „Að fenginni umsögn nefndar- innar (þ. e. samvinnunefndar um skipulagsmál) dagsettri 24. fyrra mánaðar samþykkti bæjarráð á fundi sínum í gær að ætla skól- anum lóð milli Suðurgötu milli Fjallhaga og Hjarðarhaga eftir nánari útvísun síðar“. Af ofangreindum ástæðum leyf- kennarafélagið sér að bera fram einróma mótmæli gegn samþykkt bæjarráðs, sem brýtur algjörlega í bág við þau fyrirheit, sem áður voru gefin, og telur, að um samn- ingsrof gagnvart Kvennaskólan- um sé að ræða verði hann svipt- ur téðri lóð. Reykjavík, 10. MÓvember 1958. Kennarafélag Kvennaskólans í Reykjavík“. Aðgerðir gegn EOKA NÍKÓSÍU, 27. *óv. Reuter. — Lokið er á Vestur-Kýpur víðtæk- um aðgerðum gegn EOKA-sam- tökunum. Handtóku Bretar um 20 menn, sem hafa verið mjög athafnasamir innan samtakanna,, og náðu verulegu magni af /opn_ um. Frummæalandi brezku her- stjórnarinnar sagði í dag, að þetta hefðu verið víðtækustu aðgerðir Breta í baráttunni gegn EOKA- mönnum á þessum hluta eyjar- innar fram að þessu . JffMn Landslið íslands í handknattleik mœta liðum völdum at íþróttafréttamönnum NÆSTKOMANDI þriðjudag fara fram að Hálogalandi tveir athyglisverðir leikir í handknattleik. Eru það leikir landsliða í karla- og kvenna- flokki gegn liðum er félagar í Samtökum íþróttafrétta- manna hafa valið. Eru leikir þessir háðir til ágóða fyrir Handknattleikssamband Is- lands, en það ráðgerir utan- för karla- og kvennaflokks á næsta ári til fjölmargra lands leika. Þessi leikur, ef vel verð ur sóttur, getur því lyft und- ir með vinsælli íþrótt til að ná merkum áfanga í þróun handknattleiksins, sem skap- aðist með opnun landsleika- viðskipta við Norðurlönd, eins og ráðgert er nú. Liðin hafa verið valin og eru þannig í karlaflokki: Landslið: Guðjón Ólafsson KR, Karl Benediktsson Fram, Einar Sigurðsson FH, Hörður Felixson KR, Ragnai Jónsson FH. Birgir Björnsson FH. Reynir Ólafsson KR, Pétur Sigurðsson ÍR, Karl Jóhannsson KR og Gunnlaugur Iljálmarsson ÍR. Pressulið karla er þannig: Kristófer Magnússon FH, Þor- björn Friðriksson KR, Bergur Adolphsson KR, Heinz Stein- mann KR, Ágúst Þórarinsson Fram, Rúnar Guðmundsson Fram, Þórir Þorsteinsson KR, Matthías Ásgeirsson ÍR, Geir Hjartarson Val, Hermann Samú- elsson ÍR. Landslið kvenna er þannig: Rut Guðmundsdóttir Á. Helga Emilsdóttir Þrótti, sem er fyrir- liði, Hrönn Pétursdóttir KR, Sig- ríður Lúthersdóttir Á, Guðlaug Kristinsdóttir KR, Gerða Jóns- dóttir KR, Sigríður Kjartansdótt- ir Á. Varakonur eru Perla Guð- mundsdóttir KR, Katrín Gústafs- dóttir Þrótti, María Guðmunds- dóttir KR og Jóhanna Magnús- dóttir Þrótti. Pressuliðið er þannig skipað: Erla Isaksen KR, Ingibjörg Pét- ursdóttir Víking, Ólína Jónsdótt- ir Fram, sem er fyrirliði, Inga Magnúsdóttir KR, Inga Hauks- dóttir Fram, Þórunn Erlends- dóttir A, Liselotte Oddsdóttir Á. Varakonur eru Erna Franklin KR, Sigríður Sigurðardóttir Val, Kristín Jóhannsdóttir Á og Erla Sigurðardóttir Fram. Leikirnir verða á þriðjudags- kvöldið 2. desember. Arsenal vann Juventus 3:1 ARSENAL, Lundúnaknattspyrnu liðið fræga, sigraði ítölsku meist- arana Juventus, á flóðlýstum Highbury vellinum í fyrrakvöld með þremur mörkum gegn einu. í hálfleik var staðan 1:1, mörkin skoruð af John Charles, sem vakti mikla ’ athygli, fyrir Ju- ventus og John Barnwell fyrir Arsenal. Charles sem er af mörg- um álitinn bezti knattspyrnu- maður Bretlands er af welskum ættum, var seldur til Juventus fyrir tveimur árum frá Leeds Utd. fyrir 65 þús. sterlingspund. í seinni hálfleik náði Arsenal meiri tökum á leiknum og tvö mörk skoruð af Jimmy Bloom- field tryggði þeim sigurinn. Markvörður Arsenal Jack Kels- ey, lék fyrr um daginn fyrir Wales gegn Englandi, lék einnig með í þessum leik og þykir vel af sér vikið. Þetta er álitinn mik- ill sigur fyrir enska liðið, en Juventus er eitt sterkasta „klúbb lið“ heimsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.