Morgunblaðið - 19.12.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.1958, Blaðsíða 6
MORGUWBLAÐIit Fðstudagur 19. des. 1958 / 6 Tillaga Sjálfstœðismanna um eflingu landhelgisgœzlunnar fœr góðar undir- tektir í fjárveitingarnefnd í GÆR var útbýtt á Alþingi nefnd aráliti frá fjárveitinganefnd um tillögu til þingsályktunar um efl- ingu landhelgisgæzlunnar og aukna vernd íslenzkra fiskiskipa. Tillögu þeirri til þingsálykt- unar, sem hér um ræðir, var vís- að til fjárveitinganefndar á önd- verðu þessu þingi.Dráttur sá, sem orðið hefur á afgreiðslu hennar hjá nefndinni, stafar af því, að forstjóri landhelgisgæzlunnar, er nefndin þurfti að sjálfsögðu að ræða við um mál þetta, var um þær mundir og alllengi síðan staddur erlendis við samninga um byggingu hins nýja landhelg- isgæzluskips, sem nú er hafin. Strax eftir heimkomu hans hóf nefndin viðræður við hann um málið. Voru þær viðræður all- ýtarlegar. Gerði forstjórinn glögga grein fyrir því. hvernig skipakostur sá, sem forráðamenn landhelgisgæzlunnar hafa yfir að ráða, yrði bezt nýttur með hlið- sjón af þeim aðstæðum, sem gera mætti ráð fyrir að vér yrðum að horfast í augu við á komandi vertíð. Taldi hann, að allar iíkur Itrdu til, að í,v 5 gæti farið, að iandbelgisgæ : ,a vor reyndist þá ó? óg, meðai annars veg-ia þess, i: ve gæzlubæ.'m minr.i skipanna ei miklum takmörkur.um háð á hafi úti. Bæri því til þess brýna nauðsyn, að úr þessu yrði bætt með því, að tiltækt væri eitt eða fleiri stærri og ganghraðari skip, er gripið yrði til eftir þörfum. Fjárveitinganefnd er fyllilega sammála forstjóra landhelgis- gæzlunnar um það, að vér þurf- um að hafa viðbúnað, eftir því sem frekast eru föng á, til þess að vér getum unnið að því ótrufl- aðir á miðunum að draga björg í bú, svo mjög sem lífsafkoma vor er því háð, að oss farnist vel í því efni. Þá verðum vér og að vera við því búnir að geta veitt sjómönnum vorum þá vernd, er vér bezt getum í té látið, ef þeir yrðu fyrir árás af því herskipavaldi, sem nú um skeið hefur haslað sér völl í fisk- veiðilandhelgi vorri, eða þeim togurum, sem undir vernd og gæzlu herskipanna eru að ólög- legum veiðum á þessum slóðum. Jólakabarett fyrir börn í Austurbœjarbíói TVDIR ungir menn fóru mikinn í Bar/.castræti í gær: Annar þeirra var Haukur Morthenz dæg urlagasöngvari en hinn var Flosi Ólafsson leikari. Þeir sögðust vera að flýta sér á æfingu. Við erum að koma upp jólakaba- rett fyrir börnin, sagði Flosi. Þetta verður allmikið prógram, og það verða bæði börn og full- orðnir sem skemmta. Þetta verður um tveggja klst. skemmtun. Barnakór syngur jóla lögin undir stjórn 5 ára snáða, þá syngja tvær telpur 9 og 11 ára, sem heita Soffía og Anna Sigga, dægurlög, og fyrsta atriði kaba- rettsins lýkur með því að kúreka hljómsveit stráka 10—11 ára skemmtir. í milliþætti eiga að koma fram ljón og kýr, sennilega hún Búkolla.enþau skemmtameð dansi. Þeir feðgar Baldur og Konni koma í heimsókn. Er ekki að efa að þeir munu hafa frá ýmsu skemmtilegu að segja. Gam anþátturinn „Kalli kartafla" verður leikinn og eru það þeir Flosi og Erlingur Ólafsson sem flytja hann. Þá mun skrípaleik- ari bregða sér á leik, og heitir sá Leo Monro. Hljómsveit Árna Elv ars leikur rock- og kalýpsólög, en aðalkynnir kabarettsins verð ur jólasveinninn Hurðaskellir. I'eir Haukur og Flosi kváðust 1' ia niðið kabarettinn sem mest it 'æfi krakkanna og kváðust all vongóðir um, að úr þessu myndi verða hin sæmilegasta skemmtun, en hún verður hald- in í Austurbæjarbíói klukkan 3 síðd. á annan í jólum. Flosi Ólafsson í gervi Með tillögunni er að því stefnt, að leitað verði í þessu efni þeirra úrræða, sem frekast eru föng á og css bezt henta. Tillögugreininni var breytt í samræmi við þao, að bygging varðskips er nú nafin. Brey tingar tillaga: Tillögugreinin orðist svo: Alþingi ályktar að skora á ríkis stjórnina að flýta svo sem unnt er — í samráði við forstjóra land helgisgæzlunnar — ráðstöfunum til eflingar landhelgisgæzlunni, svo að auðið verði að veita fiski- skipaflotanum vernd, þannig, að bægt verði, svo sem kostur er, frá íslenzkum sjómönnum, skip- um þeirra og veiðarfærum, þeirri hættu, sem átökin við Breta í fiskveiðilandhelginni kunna að hafa í för með sér. Bridgekeppni lokið f Firðinum HAFNARFIRÐI. — Fyrir nokkru er lokið hér tvímenningskeppni í bridge og urðu úrslit þau áð þeir Árni Þorvaldsson og Kári Þórðarson urðu efstir með 326 stig. Héldu þeir forystunni frá annarri umferð. Næstir urðu bræðurnir Ólafur og Hörður Guð mundssynir mð 313% stig. Voru þeir í fyrsta sæti eftir 1. umferð, en síðan í öðru sæti þar eftir og út keppnina. Þriðju urðu Björn Sveinbjörnsson og Gunnlaugur Guðmundsson með 29714 stig, fjórðu Eysteinn Einarsson og Einar Guðnason með 297 og fimmtu Sigurður Emilsson og Al. bert Þorsteinsson, 295 stig. Fyrir skömmu fóru bridge- menn héðan upp á Akranes og spiluðu við Akurnesinga. Unnu Hafnfirðingar á 3 borðum en heimamenn á 2. Var ferðin hia ánægjulegasta og róma Hafn- firðingarnir mjög móttökur þar efra. Ekki verða fleiri æfingar fram að nýári, en þá mun verða tekið til á ný við æfingar og mót. — G.E. // Svefnlausi brúðguminn" á ísafirði UM SÍÐUSTU helgi sýndu Ung- j mennafélag Bolungarvíkur og kvenfélagið „Brautin." í Bolung- arvík, gamanleikinn „Svefnlausa brúðgumann" eftir Arnold og Bach, og var leikstjóri Höskuld- ur Skagfjörð. Leiknum var mjög vel tekið, og eftir tvær sýningar í Bolungarvík, var leikurinn sýndur tvívegis á ísafirði. Leikritið sjálft er bráðskemmti legt, svo sem þeirra Arnold og Bach var von og vísa, en þó má segja, að leikhraði þurfi að vera allmikill, ef árangur á að nást. Leikstjórinn Höskuldur Skag- fjörð var Bolvíkingum að góðu kunnur fyrr, en með sviðsetn- ingu og leikstjórn þessa leiks, hefur hann enn á ný sýnt, hvers hann er megnugur, því að í fá- um orðum sagt var leikurinn ein staklega vei á svið settur, stöð- ur aliar eðlilegar og oftast ágæt- ar og hraði mjög góður. Loka- sena 2. þáttar fannst mér bezt, enda ætlaði þá allt um koll að keyra af kátínu. Höskuldi hefur tekizt að skapa jafnvel mjög góða leikara úr byrjendum. Sér- stakar þakkir ber því að færa leikstjóranurrj fyrir hlut hans í þessari góðu skemmtun. Dobermannshjónin voru leikin af Halldóri Ralldórssyni og Ósk Guðmundsdóttur, sem bæði hafa verið liðtækir leikarar hér áður. Mér er nær að halda, að hvorugt hafi áður gert betur. Halldóri tókst með ágætum að sýna tvö- feldnina í lífi Dobermanns, án þess nokkurn tíma að slaka á. Ósk sýndi mjög góðan skilning á hlutverki sínu, og lék það eðli- lega og hóflega. Dætur þeirra hjóna, Edith og Franze, léku þær Ásgerður Hauksdóttir og Jóhanna Jónsdótt ir. Ásgerður er byrjandi á sviði hér, en sýndi með leik sínum, að hún er mjög góð leikkona, og kom manni þægilega á óvart, og lék sannarlega af miklum skiln- þeir Hálfdán Ólafsson og Björn Jóhannesson. Björn lék svefn- lausa brúðgumann af mikilli list, og hiklaust má fullyrða, að hann er ekki síðri á taflborði sviðsins en hinu, en sem kunnugt er, er Björn með beztu taflmönnum landsins. Hálfdán sýndi og góð tilþrif í leik sínum. Dansmeyjarnar voru leiknar af Úr sýningu á ísafirði. ingi og innlifun. Jóhanna er svið- vanari og fór þokkalega með hlutverk sitt. Tengdasyni þeirra hjóna léku skrifar ur daglega lifími Skrípaleikarinn sem vilti veggfóðrarinn „Verðlaunabækurnar" BÆJARLALLI skrifar: Margar bækur eru nú aug- lýstar í blöðum og flestar „verðlausar“, en þegar við kom- um inn í bókaverzl. í þeirri von að þar sé þeim útbýtt ókeypis, þá för um við vonsvikin út aftur, þvíþær eru ekki verðlausar þegar þangað er komið. Ekki mun til neins að spyrja hvers vegna forleggjarar hafa flestir þennan ankannalega sið, að þegja um verð bókanna í auglýsingum sínum; einhver ástæða hlýtur að vera til þess, en líklega yfirstígur hún mannlegan skilning, eins og hann er almennt, En með engu móti getur þessi siður greitt fyrir sölunni, og ekki auðveldar hann afgreiðslu í búð- um. Eitt bæði getur hann og gerir en það er að valda almenningi gremju og óþægindum. Síðastliðinn föstudag var ég staddur þar sem húsfreyjan, með Morgunblaðið fyrir framan sig, var að leita uppi þær bækur, sem maður hennar átti að kaupa fyrir hana. En hvernig átti hún að velja? Flestar bækurnar voru „verðlausar", en hún taldi víst,að eigi síður mundi andvirðis kraf- izt, enda alveg eðlilegt. Hún dró enga dul á gremju sína, en enda- lokin urðu þau, að hún valdi loks og skrifaði upp bækur eingöngu frá Menningarsjóði, þvi verð þeirra allra var tilgreint. En samt bætti hún við: „Og svo bók Val- týs; hana verð ég að fá, hvað sem hún kostar.“ Vill nú ekki Velvakandi segja sitt álit á þessu aulabárðslega háttalagi? Má þó vel vera, að þessir menn vilji á engin skyn- samleg orð hlýða. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar er vön að gera okkur þann greiða fyrir hver jól að birta langa skrá með tilgreindu verði hverrar bókar, en ekki fyrr en komið er í ein- daga. Og nær stendur það j gefandanum en bóksalanum að j fræða almenning um bækurnar,; þar með verð þeirra". Jú, Velvakandi er þessu alveg sammála, og vill jafnvel ganga enn lengra og krefjast þess að allar vörur séu auglýstar með verði. Það mundi spara almenn- ingi óþarfa hlaup og afgreiðslu- fólki mikla fyrirhöfn. Þegar jólabækurnar eru ann- ars vegar er þetta kannski ennþá nauðsynlegra en ella, því fleiri vilja kaupa þær en bæjarbúar, og verða margir að fara eftir aug- lýsingunum einum. Lítil gamansaga NÚ þegar jólin fara að nálgast dettur mér í hug gamansaga, sem á að hafa gerzt um þetta leyti árs. Lítil flugvél var á leið- inni út á land með fujlfermi af jólagæsum. Voru þær allar í lok- uðum kössum.Þegar vélin kom að háu fjalli, þóttist flugmaðurinn sjá, að hún væri ofhlaðin, og hann mundi ekki hafa sig yfir fjallið, nema eyða of miklu benz- íni, og þá gæti hann ekki verið viss um að komast alla leið. Nú voru góð ráð dýr. Aðstoðarflugmaðurinn fann lausnina. Hann fór aftur í flug- vélina, opnaði alla gæsakassana, og flæmdi upp gæsirnar. Þannig létti hann á flugvélinni og hún komst leikandi yfir fjallið, áður en þær settust aftur með öllum sínum þunga. Vélaugu Geirsdóttur oð Hildi Einarsdóttur, og hef eg hvoruga séð betri á sviði hér áður. Vélaug hafði mjög skemmtilegar svið- hreyfingar sem dansmærin Orin- elli, og féll ágætlega í hlutverk- ið. Hildur sýndi með hlutverki sínu, að hún er mikil gamanleik- kona. Hún lék fullkomlega „út“, sem kallað er, og féll aldrei út úr erfiðu hlutverki. Guðmundur Egilsson lék sveitamanninn kvensama, Benn- igkeit, af lífi og fjöri; gervi hans var sérstaklega gott og hann var alltaf réttur maður á réttum stað. Með smærri hlutverk fóru þau Júlíana Magnúsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Daði Guð- mundsson, og leystu þau hlut- verk sín snurðulaust af hendi. Ljósameistari var Gniðmundur Jónsson, en leikstjóri sá um and- litsförðun ásamt Guðbjarti Odds- syni. Leiksviðsstjóri var Geir Guð- mundsson, en hann var jafn- framt framkvæmdastjóri sýning- arinnar, og rækti það starf af áhuga og dugnaði, og skulu hon- um hér færðar þakkir fyrir óeig- ingjarnt og tímafrekt starf. Aðstoðarmenn á sviði voru Sveinn Jónsson og Gestur Pálma son, en hvíslari Sigurvin Jóns- son. Okkur Bolvíkingum þykir fé- lögin hafa farið vel af stað á þessu leikári og væntum dug- mikils áframhalds, því að ann- að væri hvorki sæmandi hinu frábæra Félagsheimili né hinum mikla leiklistaráhuga Bolvíkinga, sem löngu er þjóðkunnur. Að lokum: Beztu þakkir til allra, sem hér áttu hlut að máli. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.