Morgunblaðið - 19.12.1958, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.12.1958, Blaðsíða 22
22 MORGVrtBL At>1b Föstudagur 19. des. 1958 Nú er verið að rétta Vesturgötuna af, en hér stóð áður út í götuna hið gamla hús Sjóbúð, sem nú hefur verið fiutt á brott og endurbyggja á, vegna sögu sinnar, upp við Árbæ. ■fStrákur á kúskinnsskóm' Strákur á kúskinnsskóm eftir i Gest Hannson. Bókaforlag "T Odds Björnssonar, Akureyri 1958. 115 bls. SKALD úti í stóra heiminum sagði þetta: Fólk er hvorki gott né vont. Það er annnaðhvort leiðinlegt eða skemmtilegt. Einn- ig sagði sá sami þetta: Bók er hvorki siðleg né ósiðleg. Um það er ekki að ræða — heldur hitt: Bók er annaðhvort vei eða illa skrifuð — það er allt og sumt. Um bækur er svipað farið og fólk, skylt er skeggið hökunni og öfugt. Strákur á kúskinnsskóm eftir Gest Hannson (alias Vigfús Björnsson, Akureyri) er skemmti leg bók, og þá er nokkuð sagt. Og hún er vel skrifuð barnabók, þar sem sitthvað gerist, sem í frásög- ur er færandi. Hún er fjörlega samin og óþvinguð víðast hvar; þættir, sem gætu verið sögur út WIKÁW BLAÐID YKKÁH af fyrir sig, en snúast allir um eina söguhetju; rituð 1 fyrstu persónu eintölu, erfiður frásagnar háttur, sem margir spreyta sig á: Kiljan, Greene, Maupassant sál- ugi, Hemingway. En frásagnar- háttur Vigfúsar Björnssonar er ekki sóttur í kornhlöður annarra. Hann hefur raunar að því er í fljótu bragði virðist — orðið fyrir geðslegum tónhrifum af lestri ís- lenzkra ævintýra og þjóðsagna, sem nafnlausir snillingar skráðu með hjartablóði og eilífu bleki inn í bókmenntir okkar. Og því er nú hér á ferð rammíslenzk barna- bók, sem ber keim af bókmennta- legum vinnubrögðum, reist á grunni þjóðlegra erfða, en þó per sónuleg. Það er meginkostur hennar. Bókin er líka nútímaleg, lifandi tákn nýrra tíma okkar, t. a. m. kemur það greinilega fram í þætt inum, „Sýslumannsfrúin", þar sem segir af bátsferðinni og af- leiðingum hennar. Það er langt síðan ég hef rekizt á jafn-ómeng- aða fyndni í íslenzkri bók. Kafl- inn sýnir, hve höfundur hefur gott auga fyrir kátbroslegum at- vikum í hversdagslífinu, sem allt- af eru að gerast og allt of fáir hlæja að. Lýsing höf. á skringilegum persónum, Sægrími og Gumma gamla, er glögg og talsvert hug- myndarík. Þátturinn, Draugur- inn í turninum, er færður í svo ósvikinn kímnibúning, að lesandi verður að halda um magann við lesturinn. Stráklingur eldar grátt silfur við Gumma gamla, en flest- ir strákar hafa átt sinn Gumma gamla til að glettast við — og kerlingaforynjur að sjálfsögðu líka. Söguhetjan er góður prakk- ari, góður strákur engu að síður eins og alflestir prakkarar á öll- um tímum eu, nema þeir séu þeim mun heimskari og óviðráðanlegri. Þeir eru „saltið“ í hjörðinni, sem oft er mest spunnið í, enda skemmtilegir. Bókin er myndum skreytt af bróður höf. og fara þær vel við efnið. Myndin utan á kápunni er hins vegar ljót, í engu samræmi við myndirnar í bókinni, enda sótt í annan heygarð, mætti segja mér, að hún sé endurprentun úr dönsku heimilisblaði. Slíkt smekk leysi er erfitt að fyrirgefa marg- rómuðu útgáfufyrirtæki hér á Akureyri, stofnsettu árið 1897! Og í hreinskilni sagt finnst mér, að útgefendur hefðu átt að spara minna og kosta meiru til útgáf- unnar. Bókinni hæfir mun betri búningur en raun er á, vegna inntaks. j ,í Vigfús Björnsson Það er langt síðan ég hef getað gefið litlum vinum frumsamda íslenzka barnabók með betri sam- vizku á jólum. Akureyri, 14. des. 1958. Steingrímur Sigurðsson. Ný bók — góS bók Ármann Kr. Einarsson: Frækilegt sjúkraflug. Bókaforlag O.B., Akiureyri. ÞETTA er 6. bók höfundar 1 þessum flokki. Hinar allar hafa fengið þann ákjósanlega og skemmtilega dóm, að vera lesn- ar „upp til agna“, eins og það er stundum orðað. Og þessi bók er síður en svo eftirbátur hinna. Ekki er sögusviðið stórt, en það er skýrt markað. Og vel falla þeir inn í rammann „Heklubæ- irnir“, Hraun, Hraunkot og Álfa- dalur. Og fólkið er heldur ekki margt, en kemur kunnuglega fyr- ir og er sjálfu sér samkvæmt. Hér er sagt frá Hraunkotsfólkinu og Gussa hreppstjórasyni. En vitan- lega er Árni flugmaður og þyrl- an hans brennipunktur sögunnar. Og svo koma til þessarar sögu Sigurður í Álfdal og hans fólk, að ógleymdum uppfyndinga- manninum, Olla ofvita. Þarna segir frá skemmtilegu hausti, — skauta- og sleðaferðum unglinganna og er margt í þeim lýsingum ágætlega gert. Og svo kemur veturinn með stórhríðar og 'fannfergi, og er ekki smátæk- ur, — færir bæina svo að segja í kaf, og moka þarf göng til þess að komast inn og út í Hraunkoti. Þá slasar snjóflóð einn drenginn í Álfadal, en Árni mokar út þyrl- una sína og flýgur með hann til læknisins, og allt gengur „eins og í sögu“, máske eitthvað á tæpu vaði, en hví ekki það? Ekkert gerist samt með neinni ónáttúru og allt endar vel. Árni er sama hetjan, hressilegur, djarfur og drengilegur, eins og hann* hefir alltaf verið, ágætur fulltrúi kyn- slóðar, sem við erum að ala upp í dag og þætti ánægjulegt að eiga sem flesta hans líka. Og það er einmitt þetta, sem ég met svo mikils við þennan höfund, hve allt verður náttúrlegt og heil- brigt í höndum hans. Ármann Kr. Einarsson segir vel frá. Hann kann þá list að hafa líf og léttan blæ og stíg- anda í frásögninni. Og þótt sögu- efnið sé ekki að jafnaði stór- brotið, er samt alltaf eitthvað að gerast. Málfar hans er eðli- legt og bláttáfram, laust við æsi- orð og tæpitungu. Og náttúru- og staðarlýsingar margar prýðilegar og hvergi langdregnar. Það veit Ármann Kr. Einarsson höf. vel að börnum hentar, og líka það, að sögusviðið sé ekki of þanið og fólkið fátt. Þá verður allt skýrara og betur fallið til að átta sig á því sem gerist. Og það er líka trú mín, að fáir sleppi þessari litlu bók fyr en þeir hafa lesið hana til enda. Bækur Ármanns Kr. Einarsson ar hafa flogið út. Og það hafa þær líka gert í Noregi, — þær sem eru þegar þýddar þar. Og líklegt mun vera að Danir þýði þær einnig á sína tungu, og e.t.v. koma fleiri á eftir. Þetta er ánægjulegt og höf. til sóma. Og ekki hika ég við að mæla hið bezta með þessari bók höf. til lesturs fyrir börn og unglinga. Sn. S. Nýbúið að taka inn fé í Árnessýslu HÆLI, Gnúpverjahr., 18. des. — Hér er og hefur verið mjög lítill snjór, en í dag er töluvert hart frost, 10—11 stig. Víðast hvar er búið að taka inn féð, en tíðin í haust var hagstæð, alveg fram í desember. Fjárheimtur munu vera hér sæmilega góðar, en lítils háttar hefur borið á bráðapest Lesið þessa hugljúfu bók í snilldarþýðingu Gísla Jónssonar, menntaskólakennara. Bókin er 164 bls. Verð kr. 98,00. Fyrir þessa bók hlaut höfundur bókmennta- /erðlaunin 1957. L SEPTEMBER- Eftir Frédérique Hébrard Hún er listmálari, gift glæsilegum skáld- sagnahöfundi. Þau eru ung, ástfangin og hamingjusöm. En skyndilega dregur ský fyrir sólu. Hann tekur að sér að þýða sögu frægrar og stórglæsilegrar ítalskrar kvikmyndastjörnu, og þegar kvikmyndastjarnan birtist sjálf á svið- inu, þykist kona hans sjá grunsamleg teikn á lofti. En voru þau sek eða ekki? Franska skáldkonan Frédérique Hé- brard, fjallar í þessari bók um framan- greint efni á nýstárlegan hátt, og verð- ir óvænt niðurstaða. Öll frásögnin er sjaldgæflega þokkafull. wm II BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAK í fé í haust, og það jafnvel í bólu- settu fé. Hey eru minni en í fyrra. Lítið var sett á af lömbum og nokkru af kúm var fargað í haust. Ásetn- ingarmenn eru búnir að fara um sveitina og hafa þeir komizt að þeirri niðurstöðu, að sæmilegar heybirgðir séu hjá bændum. Heldur minna er gefið af fóður- bæti en undanfarið, því hann er nú allmiklu dýrari. Af þeirri ástæðu og einnig því að kúm var víða fargað, hefur fengizt hér minni mjólk en oft áður. Töluvert hefur verið um bygg- ingarframkvæmdir hér í haust. íbúðarhús eru í byggingu á tveim ur jörðum, tvö fjós voru byggð og hefur annað verið tekið í notk un en hitt er langt komið, og víða eru smærri byggingar í smíðum. ■— Fréttaritari. — Utan úr heimi Frh. af bls. 12. fullyrðingu kommúnista í A- Þýzkalandi, að flótti dr. Hámels bæri vott um „ábyrgðarleysi“. Hann kvað dr. Hámel hafa full- nægt hinum miklu skyldum há- skólarektors í þeirri trú, að hann gæti unnið í þágu vísindafrelsis en kommúnistastjórnin í Austur- Þýzkalandi hefði reynt að mis- nota hið þekkta nafn hans. Vestur-þýzki þingmaðurinn Mommer kvað dr. Hamel hafa sýnt mikla ábyrgðartilfinningu með því að neita að lúta einræði kreddubundins stjórnmálaflokks og segja upp starfi sínu — í þágu vísindafrelsis. Han» sagði, að slík ir menn, sem neituSu að lúta ein- ræði, sýndu mikið hugrekki. Dr. Hámel lét að lokum þá von í ljós, að hann gæti kaldið áfram vísinda- og læknisstarfi sínu í hinum frjálsa heimi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.