Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 10
34 MORCUNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 24. des. 1958 Ræða við doktorsvörn Hinn þjóðkunni, nýlátni fræðimaður, dr. | Jón Jóhannesson prófessor, var annar \ andmælandinn, er Kristján Eldjárn, þjóð- s minjavörður, varði doktorsritgerð sína, | „Kuml og haugfé“. — Fer ræða dr. Jóns hér \ á eftir. \ s MIKILL fengur er í ritgerð þeirri, sem varin er við doktors- próf hér í dag. Ekkert nýtilegt yfirlitsrit um kumlfundi og haug- té á landi voru var til, því að ritgerð Kálunds frá 1882 um þau efni var fyrir löngu úrelt orðin, enda samin á þeim tíma, er forn- leifarannsóknir voru enn mjög á bernskuskeiði. Ritgerð þessi fyll- ir því stórt skarð í bókmenntum um íslenzkar fornleifar og um leið í þekkingu vorri á menningu og sögu forfeðra vorra í heiðnum dómi. Hún hlýtur að verða und- irstöðurit í islenzkum fornleifa- fræðum um langa framtið, og þótt hún úreldist eins og önnur verk manna, munu áhrif frá henni lifa með óbornum kynslóð- um, er leggja stund á þessafræði- grein. Nýir kumlfundir hljóta að breyta ýmsum niðurstöðum eða varpv á þær betra Ijósi, enda ger- ir doktorsefni ráð fyrir því. Hann er varkár og hófsamur í dómum og ályktunum. Fyrir bragðið er lítil hætta á, að hann leiði les- jendur afvega, svo að löngum krók nemi, og virðist mér það, sem hann segir, yfirleitt vera á- fanga á réttri leið. Með því vil ég ekki segja, að doktorsefni hafi hvergi skjátlazt, né heldur, að hvergi sé hægt að komast lengra en hann hefur gert með þeirri , þekkingu, sem nú er völ á. En ég hygg, að í flestum greinum nemi þar mjög litlu, svo litlu, að heild- arsvipur þeirrar menningar og þeirrar sögu, sem kumlfundir geta sýnt, sé ekki afmyndaður, svo að ókennilegur sé, þótt hann sé um margt óglöggur, eins og eðlilegt er. * Auk fornleifa eigum vér miklar ritaðar heimildir um víkingaöld, eins og kunnugt er, og er dokt- orsefni auðvitað undir sterkum áhrifum frá þeim, eins og raun- ar flestir eða allir fornleifafræð- ingar, er fjallað hafa um þetta tímabil í sögu norrænna þjóða. Yeltur því á mikiu, að hinar rit- uðu heimildir séu rétt skildar, rétt met íar og nákvæm'ega með þær farið. Mun ég nú drepa á fá- ein atriði, sem þarfnast nánaii athugunar í þeirri grein. j Þegar í upphafi bókar, 1. kafla, má sjá, að doktorsefni er ekki jafnvígur á meðferð ritaðra heim- ilda og á meðferð fornleifa. Á 12. bls. er hinn írski munkur, sem ritaði „De mensura orbis terrae", af vangá nefndur Dicuilius á þremur stöðum, en hann hét Dicuilus. f öðru lagi dregur dokt- orsefni þá ályktun af orðalagi munksins um dvöl hinna írsku klerka í Thule í lok 8. aldar, að írar hafi ekki fundið landið fyrst þá, heldur hafi tilvera þess verið alkunn, og sé líklegt, að þeir hafi Verið farnir að sigla þangað áð- ur. En Thule var alkunnugt á bókum frá dögum Pýtheasar, og Dicuilus hugði, að land það, sem klerkarnir komu til, hefði ver- ið Thule. Gat því hvorki honum né klerkunum komið til hugar, að þeir hefðu fundið nýtt land, jafnvel þótt svo hefði verið. Er því ekki heimilt að draga af frá- sögn Dicuilusar þá ályktun, sem fyrr var greind. En bæði þessi at- riði má finna í eldri ritum á ís- lenzka tungu, og má virða dokt- orsefni til nokkurrar vorkunnar, að hann skyldi ekki athuga þau betur, þótt hann hefði átt að sýna meiri varkárni, þar sem hann var inni á brautum, sem voru honum ekki jafnkunnar og fornleifafræðin sjálf. Fróðleg og skemmtileg er greinargerð doktorsefnis fyrir hinum rómversku peningum og minjum þeim, er með þeim fund- ust. Virðist sennilegt, að minj- arnar séu norrænaf, en hvergi er á það minnzt í ritinu, hvers vegna doktorsefni gengur að því sem gefnu, að þær séu ekki eldri en frá landsnámsöld. Velmá vera, að einhver einhlít rök séu fyrir þeirri skoðun, þótt mér séu þau ekki kunn, en þá hefði doktors- efni átt að geta þeirra. Eða lét hann ritaðar heimildir hafa þarna of mikil áhrif á sig, svo að honum flaug ekki í hug að at- huga, hvort minjarnar,'sem fund ust með peningunum, gætu ekki verið frá sama tíma og þeir? í fljótu bragði hefði sú lausn virzt eðlilegust, og hefði því þurft að taka hana fyrst til athugunar og hafna henni ekki, fyrr en sannað varð, að hún fékk ekki staðizt. í þriðja kafla er fjallað um umbúnað kumla frá ýmsum hlið- um. Gæti verið ástæða til að drepa þar á sumt, en flest er það lítils háttar. Hér mun ég aðeins minnast á fáein atriði í sambandi við staðsetningu kumla, því að mér virðist, að doktorsefni hafi ekki hagnýtt þar heimildir, bæði ritaðar heimildir og fornleifar, til hlítar. Á bls. 202—203 bendir hann á, að heiðnir menn hafi jafnan verið heygðir utan tún- garðs, og virðist því rétt að gera ráð fyrir, að kuml, sem fundizt hafa í túni, séu annaðhvort ekki kuml heiðinna manna eða tún hafi skapazt þar, síðan kumlið var gert. En doktorsefni minnist ekki á þann möguleika, að prím- signdir menn hafi verið jarðaðir í túni, og virðist þó heimild um það í Valla-Ljóts sögu. Þar segir um Eyjólf Valgerðarson, er drukknað hafi í Gnúpufellsá: „Hann var jarðaðr á Möðruvöll- um í túnvellinum heima ok var prímsigndr áðr“. (ísl. fornr. IX, 237). Auðvitað má vera, að ekki sé að marka söguna um þetta, en varlegra er þó að gera ráð fyrir, að staðsetning kumla prím- signdra manna hafi verið önnur en heiðinna, þótt lítill eða enginn munur hafi ef til vill verið á gerð kumlanna. Vera má, að doktorsefni telji prímsignda menn með kristnum, en vafamál verður að telja, að það sé hægt að öllu leyti, og ekki er heldur víst, að prímsigndir menn hafi verið svo fáir, að þeir skipti engu máli. A.m.k. verður að gera ráð fyrir, að þeir geti stundum ruglað bækur fornleifafræðinga. Þá sakna ég þess, að hvergi i bókinni er minnzt á tilhneigingu heiðinna manna til að velja kumlum stað, þar sem umferð var á sjó eða landi. Virðist sá möguleiki hafa verið svo fjar- lægur doktorsefni, að hann hef- ur stundum fellt úr kumlalýs- ingum atriði, er þá staðsetningu varða. Má nefna sem dæmi Stafnskumlið í Bólstaðarhlíðar- hreppi (bls. 102—103). En dokt- orsefni getur þess á öðrum stað í sambandi við kuml, er komið hafa í ljós af náttúruvöldum, að fyrst hafi séð á Stafnskumlið í reiðgötubakka (bls. 198). Eigi að síður sést þó greinilega af ýms- um uppdráttum og frásögnum í ritgerð doktorsefnis, að þennan hátt staðsetningar hefði þurft að athuga vandlega. Hér verður að nægja að nefna sem dæmi 7. mynd (bls. 38, riss af afstöðu kumlaleifa við Rangá), 13. mynd (bls. 54, afstöðu hauganna í Traðarholti), 22. mynd (bls. 85, afstöðu kumlateiga fyrir botni Berufjarðar), 30. mynd (bls. 116, riss af afstöðu kumla á Ytra- Hvarfi í Svarfaðardal), 59. mynd (bls. 163, riss af afstöðu kumla í Glaumbæ í Reykjadal), og 71. mynd (bls. 191, uppdrátt af Granagiljum). Enn fremur má benda á, að vegagerðarmenn hafa fundið 28 kumlstaði eða 22,8% að tali doktorsefnis (bls. 198). Hyggur hann, að ástæðan sé sú, að kumlin hafi verið fyrir á þurr- um hávöðum, þar sem mölin var tekin til vegarins (smbr. bls. 203). En sú skýring virðist vera alveg út í hött. Hins vegar var eðlilegt, að vegagerðarmenn rækjust á kumlin, ef haft er í huga, að menn höfðu tilhneig- ingu til að staðsetja þau nálægt vegum og vegir hafa haldizt á sömu slóðum allt frá landnáms- öld í ýmsum héruðum. Ef vel átti að vera, hefði þurft að rann- saka staðsetningu allra kumla frá þessu sjónarmiði, og mætti þá hafa í huga, hvort kumlin hafa ekki einkum verið sett ná- lægt áningarstöðum, ef þess var kostur. Á sama hátt kynnu kuml, sem sett voru við sjó, að vera ná- lægt höírium. Doktorsefni tilfær- ir málsgrein eftir Brþgger, þar sem vikið er að þessum staðsetn- ingarhætti kumla (bls. 205), en hann virðist ekki hafa eygt þar neitt rannsóknarefni. Því til styrktar, að þessi stað- setning kumla sé ekki eintóm í- myndun, bá benda á óskyldar heimildir, sem doktorsefni hefur ekki notað. Orðin leiða (=jarða) og leiði eru talin skyld nafnorð- inu leið, og sögnin að götva er talin skyld nafnorðinu gata. Þau orð benda til þess, að einhvern tíma hafi verið mikill siður með norrænum mönnum að greftra menn við vegi. Hið sama má ráða af þessum vísuhelmingi úr Háva málum (72. v.): Sjaldan bautarsteinar standa brautu nær, nema reisi niðr at nið. Þarna er lýst norskum sið á 9. eða 10. öld, og má ætla, að baut- arsteinar hafi oftast staðið á eða við hauga, sem reistir voru við vegi. Loks segir svo í Vatnsdæla sögu um Ingólf Þorsteinsson: „ok áðr Ingólfr andaðisk, bað hann sik grafa í öðru holti en þeir váru grafnir frændr hans ok kvað þá hugkvæmra Vatns- dalsmeyjum, ef hann væri svá nær götu“. (ísl. fornr. VIII, 108- 109), Þarna hefur geymzt minn- ing um siðinn, þótt hún sé blikn- uð orðin. Hinar tvær síðasttöldu heimild ir sýna, að menn hafa verið jarð- aðir nálægt alfaraleiðum, til þess að minning þeirra geymdist sem bezt. Hér á landi hirtu menn þó ekki um ýmis sýnileg tákn, svo sem bautarsteina eða rúnir, og lítt um stóra hauga. En ýmislegt bendir til, að leiðin hafi stund- um verið merkt með vörðubroti eða steinum (smbr. orðið kuml — merki, upphaflega), og bágt á ég með að trúa, að leiðin hafi ekki að jafnaði verið hlaðin upp, nema umkomulausir einstæðing- ar ættu í hlut, þótt ekki væri orpinn haugur. Það má verða fornleifafræð- ingum og öðrum fræðimönnum að ýmiss konar gagni, ef þeir hafa í huga þann möguleika, að kuml hafi jafnan verið sett í ná- lægð vega eða svo, að vel sást til þeirra af vegum. Það getur leitt til þess, að auðveldara sé að hefja leit að kumlum með von um árangur, og á hinn bóginn getur það leitt til þess, að fornir vegir finnist, sem aflagðir eru fyrir löngu. í V. kafla, sem fjallar um nor- ræna stílþróun á söguöld (ætti að vera víkingaöld), og reyndar víðara í bókinni, þýðir doktors- efni nafnið Oseberg með ’Ásu- berg, og í samræmi við það seg- ir hann til dæmis á 388. bls.: „Ása drottning, móðir Hálfdanar svarta og amma Haralds hár- fagra, er talin hafa verið heygð í Ásubergshaugnum um 850“. Það er að vísu rétt, að sumir hafa talið eða ímyndað sér, að Ása drottning væri heygð í haugi þessum og Oseberg væri til orðið úr Ásuberg, en aðrir hafa and- mælt hvoru tveggja, og hafa þeir ýmislegt til síns máls. Nú er það að vísu svo, að þetta skiptir litlu eða engu fyrir sögu norrænnar stílþróunar á vikingaöld, en mér finnst samt, að doktorsefni hefði átt að sleppa þessu eða slá nokkurn varnagla, enda hefur hann alveg leitt hjá sér að reyna að nafngreina menn í íslenzkum kumlum, og er þó stundum hægt að benda á nöfn þeirra með meiri rökum en nafn drottningarinnar í Osebergshaugi. í síðasta kafla ber doktorsefni saman þær niðurstöður, sem hægt er að fá af fornleifum og öðrum heimildum, og snýst sá samanburður upp í umræður um uppruna íslendinga. Sá samanburður er þá og hlýt- ur að vera að ýmsu leyti lausleg- ur, sökum þess hve efnið er um- fangsmikið, og ekki síður af hinu, að hér vantar greinargerð fyrir fornleifum, sem verður að telja allmerkar heimildir. Má þar fyrst nefna greinargerð fyr- ir húsakynnum manna í heiðni á landi hér, en af þeim má ýmis- legt ráða um menningu, heil- brigðishætti, efnahag og jafnvel verzlunarsambönd um þær mundir. En ekki skal saka dokt- orsefni um,þótt hann sleppti þess- um þætti, með því að hann hefði Framh. á bls. 35.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.