Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 16
40 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. des. 1958 „Hugann eggja ..." Framhald af bls. 29 milli hluta, e» elzta fólkið tekið undir með Maríu gömlu í Gunn- ólfsvík, sem sagði eitt sinn, þegar bornar voru brigður á tilveru 'Gunnólfsvíkur skottu: „Skotta er til og hefur þorað að sjá meiri mann en þig“. Og skáldið segir ennfremur: „Á heimili því, er ég ólst upp á, var margt roskinna manna. Skorti mig því ekki fræðslu í þjóðlegum fræðum, enda voru fyrstu framtíðardraumar mínir um að verða sterkur eins og Hafnarbræður, hagorður eins og Grímur prestur Bessason og fjöl- kunnugur eins og Eiríkur í Vogs- ósum, eða Marteinn Skeggjastaða prestur“. Ekki varð Magnúsi að þeirri ósk sinni að verða heljarmenni, þótt hann hafi verið vel að manni, þeg- ar hann var upp á sitt bezta. Ekki er heldur vitað til þess, að hann hafi kunnað neitt fyrir sér, en hitt er víst, að hann varð hagorðari en Grímur prestur Bessason. Þótt Magnús hafi ekki verið bendlað- ur við neitt „ókreint", sat í honum alla tíð gamli þjóðfræðaarfurinn og hann leggur við hlustirnar, hvar sem hann kemur. 1 Vest- mannaeyjum hafði hann heyrt eftirfarandi sögu og sendir nú Andrési: „Síðla sumars 1913, að áliðnum degi, lagði vélbátur af stað frá Vestmannaeyjum áleiðis til lands. Var ferðinni heitið und- ir Eyjafjöll eða austur í Mýrdal. Þrir menn voru á bátnum, hét einn þeirra Sigurður Einarsson og var formaður á bátnum. Þá er þeir voru við Austureyjar stöðv- aðist vélin og komu þeir henni ekki í gang aftur. Skjögtbát höfðu þeir með sér, svo sem venja er Eyjamanna í landferðum. Sendi nú Sigurður háseta sína báða heim til Eyja eftir hjálp, en varð einn eftir í bátnum. Enginn véla- bátur var i gangi, er hásetarnir komu til eyja og tók þetta allt því al'.-langan tíma, hvessti á meðan og brimaði, og er vélbátar þeir, er sendir voru til hjálpar, komu á vettvang, fengu þeir ekkert að gert fyrir stormi, brimi og myrkri. Urðu þeir bátsins varir uppi í brimgarðinum við aðra hvora (jÍeÍiLfi jól! ReiShjóIaverksmiðjan ÖRNINN 5<cpc<l=<CpíCb=«P<Q=«P<Cb=<Cr^Ci=<d (j QÍekLý fót! Blik'ksmiðjan Grettir (iiek(e9 fól! Gott og farsælt ár! Þökk fyrir viðskiptin. I 1 J > =<CP<Q=<CP<Ci=<cpQ=<Cp<Q=<d=<Ci=<( ^ I BURSTAGERÐIN Laugaveg 96. Qtektey fót! > Ásgeir Ásgeirsson £ ) Verzl. Þingholtsstræti 21 5 £ ! gUL, fól! | i Gott og farsælt nýtt ár! ((’ f Sæbjörg P=ö>=£>PÖ>=9>=öí=P>£:ö>=£)5e=ö>=í)Pö: eyna. Gátu eigi önnur orðið af- drif hans en brotna þar og sökkva. Næsta vetur, laust fyrir hátíð- ar, rak í Grindavík flak af vél- bát, þóttust menn þekkja, að það væri af bát þeim sem fórst við Eyjar um sumarið. Nóttina næstu eftir þrettánda var maður, að nafni Páll, kenndur við Hæðar- enda, á heimleið frá spilamennsku. Komið var fram yfir miðnætti, en þó var all-bjart, því tungl var á lofti. Leið hans lá fram hjá flak- inu. Þegar hann kemur í námunda við flakið, sér hann að maður stendur við það, styður á það báð- um höndum og lýtur yfir það, eins og hann sé að skoða það ná- kvæmlega. Flýgur Páli í hug, að þarna sé einhver að sjá sér til spýtu úr flakinu og gengur til hans og ávarpar hann r „Hyað ert þú að gera þafna, manni rninn?" En um leið fannst honum sem hér væri ekki allt með felldu og að ekki mundi vera svars að væntá. Maðurinn við flakið leit ekki við og hreyfíist ekki, en mælti: „Margt smátt fyllir — far- anda dregur", og hvarf um leið“. Og skáldið bætir þessari at- hugasemd við frásögn sína: „Pál'l á Hæðarenda var af kunn- ugum mönnum talinn réttorður maður, og það segja þeir er bezt þekktu hann, að engin líkindi séu til, að hann hefði sjálfur samið setningu þá, er hann hafði eftir syipnum“. Má af þessum ummæl- um sjá, að draugatrúin hefur átt mikil ítök í skáldinu. Hann vil'l fremur færa rök að henni, n hafna henni með fínum orðum eins og nú er siður „raunsæis- manna“, Það er enn margt að starfa og 2. september segist skáldið hafa veitt 400 silunga. Fyrir þennan veiðiskap hafi hann fengið 5 krón- ur á viku, frítt tóbak og hest til útreiða á sunnudögum. Annars hefur ekkert gerzt frá því hann skrifaði síðasba bréf — og þó hefur allt Ireytzt: „Tíðin versnað, dagarnir styttast, sumarið líður, dauðinn nálgast". Þetta er þó skemmtilegur tími. En skáldið er ekki alls kostar ánægt með að þurfa að eyða ævinni í líkamlegt puð og fá' ekki tækifæri til að sinna ritstörfum sínum óáreittur. Fyrr um sumarið hafði hann skrif að Andrési eftirfarandi vísu: „Sjaldan bregst á fanna fold, að foldarþjóðin vís og mild skáldum bjóði að moka mold, moldvörpum að rita af snilld". En útiveran hefur aðra kosti. Hann er stæltur til likama og sál- ar og svo sólbrenndur að hann er „rauður eins og Indíáni". Gamansemin á alltaf ítök í skáldinu. Hann hefur augsýnilega gaman af að segja Andrési eftir- farandi sögu: Sumarið 1908, þegar barizt var um sambandslaga-frumvarp- Cjtekteq jól! | FÁLKINN h.f. J Laugaveg (( ^CPQ^cPQ^CPCi^cPQ^CPQ^J S CjÍekiecf jót! | Húsgagnaverzlun \ Kristjans Siggeirssonar ‘ s c )<(F^<^.(F^(^.(F^Q^.(F<^(F^Q^.G (j QUiL, fód \ l \ 1 1 £»=ö>=£) Verzlunir Jenný ið, sendu stjómmálaflokkarnir menn út af örkinni til að kristna landslýðinn. Til Austf jarða 'gendu frumvarpsvinir þá nafnana Jón frá Múla og Jón Ólafsson, en frumvarps-andstæðingar sendu Þorstein Erlingsson. Elti Þor- ■steinn þá nafna um alla f jörðu og andmælti þeim, en er þeir fóru upp á hérað, yfirgaf hann þá og kvað vísu þessa: Ekki fer ég upp í sveit að elta þessa Jóna, þeir eru bara í þrælaleit og þefa af hverjum dóna. Jón Ólafsson kvað: Lengi á móðurmoldunni minning Jóna lifir. Þeir eru að eyða þokunni, sem Þorsteinn dreifir yfir. Meðan Magnús Stefánsson dvaldist á Þingvöllum, eða um haustið 1929, sendi Andrés honum eftirfarandi vísu: „Upp og niður þrautir þjá, það er gömul saga. Utilegumaður má muna vonda daga“. Magnús svaraði um hæl: „Ég á stríð við hret og haust, hugann tíðum krapar. iSá við hríðar reynir raust raddar — blíðu tapar. Mér varð allt að ísi og snjó oft var svalt í förum ekki skaltu undrast þó andi kalt úr svörum. Og ekki bætir úr skák að hí- býlin eru köld og óvistleg. Kveð- skapurinn dregur dám af því. Bros og grátur eru í ísa — máti freðin Kuldahlátur hlæ ég því hún er fátíð, gleðin. Karl er ég með kalda lund kaug mér vegu þanin., En eitthvað dregur á þinn fund útilegumanninn". Það er enginn vafi á því, að Magnúsi hefur fundizt hann hafa „kalda lund“. Hann hefur vitað sem var, að hann gat verið óþjáll maður, einþykkur og séi'lundaður, eins og hann hafði komizt að orði í bréfi til Andrésar vinar síns. Hann víkur einnig að þessu um leið og hann sendir Andrési fyrr- greindar vísur sin-ar. Hann seg- ir, að vinnufélagarnir séu 12 eða 13 úr ýmsum áttum, Reykjavík, Skeiðum, Flóa, Hólsfjöllum, Grafn ingi, Þingvallasveit, Keflavík og víðar — „allt góðir menn og rétt- vísir og semur mér vel við þá, enda vita þeir það, að um mig mætti segja líkt og Sveinn frá Élivogum kvað um sjálfan sig: „Eitrd þrunginn á hann flein undir tungurótum". „Kjafturinn bregst mér ekki, ef ég þarf eða vil beita honum“. Þegar hér var komið sögu, birtist Sigurlína í dyrunum. Hún byrjaði að dunda í baðstofunni við ýmislegt, þurrkaði af fálkaorð- unni og gekk síðan út með postu- línið. Við spurðum Andrés, hvort hann vissi ekki eitthvað um ástir Magnúsar Stefánssonar. Hann sagði, að Magnús hefði trúlofazt sömu stúlkunni tvisvar sinnum, þegar hann var í Vestmannaeyj- ui... Og eitthvað mun hann hafa stundað kvennafar fyrir austan; ein var honum kærari en aðrar, eins og kvæðið Ásrún ber með sér. Hann fór með henni suður í Reykjavík eins og segir í kvæð- inu. En ég vil ekki tala meira um þetta, helvítis pakkið er víst til með að koma einhverri kjaftasögu af stað og það vil ég ekki, því „Ásrún“ er lifandi enn. Þá spurð um við: — En hvað segir þú um konur? 1 þessu kom Sigurlína inn aft- ur. Hann virti hana fyrir sér eins og í fyrsta skipti og svaraði dræmt: — Ja, konur, jú-jú, þær eru nauðsynlegar. Með þessum orðum kvöddum við minninguna um skáldið, sem ætlaði að hefja tófurækt austur í sveitum. — M. 0mmmm UÍ....Í::.* ■ 5. skólinn — fyrsta álma menntaskólans. — Böðvar á Laugarvatni Framh. af bls. 39. um dalinn, þá sérðu að það er staðarlegt heim að líta á hverjum bæ. — Var heita vatnið hér á Laug- arvatni notað til upphitunar í gamla daga? — Nei, það var ekki gert, en hverirnir notaðir til suðu á mat, t. d. í sláturstíðinni. Þegar ég hóf búskap hér á jörðinni érið 1907 byggði ég bæinn upp að nýju og tvö hús með tveimur skúrum eftir að hafa flutt efni í húsið á 20 hestum frá Reykjavík. Bærinn, sem ég byggði var tíu sinnum nítján álnir. Búskapur minn gekk stórtíðindalaust að heita má. Ég hafði ætíð nokkuð stórt bú. Ég mátti til, til þess að geta séð öllu sæmilega borgið með svo stórt heimili, en börnin voru 13. En ég var heppinn. Konan mín varð mér mesta gæfan á lífsleið- inni, hraust og góð börn sem fljótt lærðu að vinna og komizt hafa til góðs þroska. Þetta er mesta gæfa allra foreldra. Því lítum við á okkur, gömlu hjónin, sem gæfufólk. En mig langar nú að segja þér frá búrkistunni minni, sem ég sýndi þér áðan, sagði Böðvar. Það var á jólunum árið 1928. Sat ég að spilum. Allt í einu heyrir einn vinnumannanna nokkra skothvelli. Ég var látinn vita um þetta. Ég snaraði mér þá þegar út á hlað. Það var slæmt veður þetta kvöld. Ég sá mér til mikillar skelfingar, að eldur var laus uppi á loftinu yfir eldhúsinu. Ég hljóp inn í bæ aftur og þang- að upo. Sá ég er upp kom að eldur logaði í búrkistunni. Kistan var þung, full af tólg, kæfu og fleiru. Ég kallaði á þrjá menn með mér til þess að koma kistunni út, — hvað sem það kostaði, því í handraðanum á henni var eitt kílógramm af púðri, sem myndi sprengja allt í loft upp. Það kom líka í ljós að meiri háttar spreng- ing hafði orðið, því stórt gat var í þekjunni yfir kistunni, en hún var vel og rammbyggilega smíð- uð. Það var því guðsmildi að ekki hlaust af meira tjón á bænum af völdum sprengingarinnar, en eft- ir að kistan var komin út, gekk allgreiðlega að kæfa eldinn og þar með afstýra miklum bruna. Þessi gamla búrkista er vönduð smíði og er búin að vera lengi, lengi í ætt minni. Læsingin er heimatilbúin kjaftlæsing. Það er svo fyrir lagt, að hún skuli vera í vörzlu þess elzta í ættinni, er ber nafnið Böðvar. Hún gekk til mín árið 1918 og hefir verið hér síðan. Það fylgir henni sú spá- sögn, að hver sá, sem hana hefir, þurfi aldrei að óttast matarskort á sínu heimili. Þessi orð hafa verið í fullu gildi hvað mér og mínum viðvíkur. Og hún á von- andi eftir að vera það í höndum niðja minna og konu minnar. Elzti Böðvarinn í ættinni að mér gengnum er Böðvar Tómasson útgerðarmaður og kaupmaður á Stokkseyri. — Þú seldir héraðsskólanum jörðina Laugarvatn. Hvernig stóð á því? — Nægir þér ekki að vita það, sagði Böðvar, að nú er verið að skrá sögu skólans. Nei, auðvitað lætur þú þér ekki nægja það. En í stuttu máli sagt. mjög stuttu, þá var bygging skóla hér fyrir austan búið að vera nokkuð legni á dagskrá, varð einnig hitamál -eins og Sogsbrúin á sínum tíma, og átökin voru ekki aðeins milli manna hér í sýslunni, heldur náðu þau og inn á Alþingi ís- lendinga. Árnesingar fóru fyrst að ræða um það að byggja skóla fyrir aldamótin. Ég fékk fljótt áhuga á málinu. Ýmsir staðir komu til greina, en þó einkum Reykir í Ölfusi. Síðan var málið að vefjast fyrir mönnum ótrúlega lengi, og það komst pólitík i það. Hvort það var nú til góðs, skal ég ekki um segja, en frekar tel ég það þó hafa orðið til tjóns, því að það var til þess að tefja fram- gang málsins að vissu leyti. En þegar hvorki rak né gekk, ákvað ég að bjóða jörð mína. Ýmsir góðir kunningjar mínir voru bún- ir að ræða þetta við mig áður, en það var 1926 er ég tók ákvörðun um þetta. Ég gerði það vegna þess, að ég taldi það allri æsku Suðurlands fyrir beztu. Og ég gleðst yfir því að hér skuli nú vera starfandi fimm skólar. Þetta er það þarfasta, sem ég hef gert á ævi minni, sagði Böðvar. En nú kom frú Ingunn, kona Böðvars, með rjúkandi kaffi inn til okkar og við hættum að ræða þetta mál. Barst nú ýmislegt í tal t. d. sumarbústaður, sem Þórarinn B. Þorláksson listmálari reisti í hlíðinni fyrir ofan menntaskól- ann. En Böðvar á Laugarvatni mun vera einn fyrstur þeirra manna, er kom auga á hvílíkan listamann þar var um að ræða. Og Böðvar gerði honum kleift að vinna að myndum sínum þar eystra, því að hann gaf honum skikann undir sumarbústaðinn, sem hann svo byggði. Víst kunni listamaðurinn að meta þetta, og margar frábærar myndir hefir hann málað í Laugardalnum. — Þórarinn lézt í örmum mín- um í þessum litla^ sumarbústað, sagði Böðvar. Ég ætla að segja þér frá einu málverki, sem Þórarinn eyðilagði á svipstundu, vegna þess hve því var illa tekið þegar það var sýnt í Reykjavík. Þá þreif Þórarinn pensilinn sinn og gjöreyðilagði málverkið. Þetta var mjög einkennilegt og einstakt málverk frá hans hendi. Það var nefnilega skáldskapur, sem þar kom fram á stórbrotinn hátt. En listamaðurinn hafði valið því nafnið Feigðarfjörður. Meðan við drukkum kaffið barst talið vítt og breitt að einu og öðru, mönnum og málefnum eins og verða vill. — Ef þú segir eitthvað frá þessu samtali okkar, þá máttu gjarnan hafa það með að mér þyki Alþingi ekki sýna þingmönn um okkar Arnesinga nógu mikla virðing. Ég tel hiklaust, að minnsta kosti annar þeirra eigi að eiga sæti í Fjárveitinganefnd Alþingis, því framlag okkar Ár- nesinga til ríkisins er ekki svo lítið, segðu þeim það frá mér. — Sv. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.