Morgunblaðið - 28.12.1958, Qupperneq 15
Sunmidagur 28. des. 1958
MORGUNBLAÐIÐ
15
Frá aðalfundi Grœn-
landsáhugamanna
HINN 1. des. sl. héldu Græn-
landsáhugamenn í Reykjavík árs-
fund sinn, en Landssamband ís-
lenzkra Grænlandsáhugamanna
var, eins og kunnugt er, stofnað
1. des. í fyrra.
Henry Hálfdánsson, form. sam-
bandsstjórnar, setti fundinn og
bauð fundarmenn velkomna. —
Hann minntist í upphafi máls
síns eins af stofnendum lands-
sambandsins, Þórhalls Þorgils-
sonar, dómtúlks, sem látinn er
fyrir skömmu.
— Utan úr heimi
Framh af bls. 8
þeirra dómi eru róttækar breyt-
ingar á efnahagsskipulaginu nauð
synlegar. Þeir vilja koma á frjáls
um markaði, þar eð það sé eina
efnahagsskipulagið, sem veiti
tryggingu fyrir heilbrigðri þró-
un iðnaðarmála landsins, þar sem
jafnframt sé tekið tillit til þarfa
neytenda.
'k-r'k
Af þessu sést, að ný-bolsévika
Og and-kommúnista greinir á um
margt og mikið. En um eitt atriði
eru þó allir hinir óánægðu, ungu
menn í Sovétríkjunum sammála:
þeir vilja lýðræði, þjóðfélagslega
sinnaða þingræðisstjórn.
— Reykjavikurbréf
Framh. af bls. 9
á engan veg skilmálum stjórnar-
skrár lýðveldisins um það hvert
efni fjárlaga skuli vera. Hefði
því mátt ætla, að fjármálaráð-
herra legði kapp á að fá úr þessu
bætt eftir að Alþingi kom sam-
an. V-stjórnarflokkarnir höfðu
meirihluta í fjárveitinganefnd og
réðu þar öllum vinnubrögðum.
En þeir hirtu alls ekki um með-
ferð fjárlagafrumvarpsins. Fyrstu
vikurnar var látið svo sem þeir
væru eitthvað að glugga í frv.,
en þegar frá leið var jafnvel
horfið frá þeirri sýndarmennsku.
Fjárveitinganefnd hefur nú í
margar vikur ýmist enga fundi
haldið eða einungis til þess að
fjalla um þingsályktunartillögur
fjárlögum óviðkomandi, sem til
hennar hefur verið vísað. Við
fjárlagafrv. hefur ekki verið feng
izt frekar en það væri ekki til.
Mmnihlutastjórn
Alþýðuflokks
Hámark ábyrgðarleysisins birt-
ist í því, að Framsókn hindraði,
að fyrir jól væru afgreidd bráða-
birgðaheimild til fjárgreiðslna úr
ríkissjöði í janúarmánuði, sem
stjórnskipuleg nauðsyn er að fá
úr því að fjárlög hafa ekki 'feng-
izt samþykkt.
Þetta var fyrsta kveðjan, sem
hinn gamli samstarfsflokkur
Framsóknar, Alþýðuflokkurinn,
fékk, þegar hann var að reyna
að mynda ríkisstjóm og forða
þjóðinni úr þeirri ófæru, sem V-
stjórnin hafði leitt hana út í.
Ólíklegt er þó talið, að Fram-
sókn hafi kjark til þess að fylgja
eftir því tilræði að stöðva
greiðsluheimildarlögin. En ekki
er við miklu góðu af henni að
búast. Á sjálían aðfangadag var
Tíminn með hótanir til Alþýðu-
flokksins fyrir þá dirfsku að
hann skyldi ekki una áfram í
vinnumennskunni hjá Framsókn.
Er auðséð af þeim skrifum og
frásögn Þjóðviljans, að Hermann
Jónasson hefur þótzt illa leikinn,
að Alþýðuflokkurinn skyldi ekki
veita honum brautargengi til að
vekja upp V-stjérnina.
Sjálfstæðismenn láta sig alla
þá viðureign litlu skipta. — Þeir
munu enn sem fyrr láta málefn-
in ráða og leggja megináherzlu
á að skýra þau fyrir almenningi
svo að kjósendur geti kveðið upp
dóm sinn við kosningamar næsta
vor á réttum forsendum.
Þá voru sýndar kvikmyndir frá
Grænlandi, en síðan flutti Þor-
kell Sigurðsson, gjaldkeri sam-
bandsins, skýrslu um fjárhags-
afkomuna á liðnu ári.
Á fundi þessum voru ýmsar
samþykktir gerðar. M. a. var sam
þykkt að gefa út heildarkort af
Grænlandi með fornum, íslenzk-
um örnefnum. — Einnig var því
beint til sambandsstjórnar, að
hafizt yrði handa um útgáfu
fræðslurits um Grænland að
fornu og nýju og skorað á Al-
þingi að veita styrk til útgáfunn-
ar. — Sömuleiðis var skorað á
Alþingi að veita á fjárlögum rif-
legt árlegt framiag til Græn-
landsmála.
Gerð var ályktun varðandi
handritamálið, um að skora á
Alþingi að samþykkja fram
komna tillögu frá Pétri Ottesen
og Sveinbirni Högnasyni um
skipun nefndar til þess að semja
við Dani um endurheimt íslenzku
handritanna frá Danmörku.
Loks beindi aðalfundurinn
þeim tilmælum til Alþingis, að
tekin verði á fjárlög fjárveiting
til þess að kosta útgáfu höfuð-
vísindarits dr. Jóns Dúasonar á
aðalheimsmálunum.
Nokkrar umræður urðu um
landhelgismálið á fundinum og
voru samþykkt mótmæli gegn of-
beldisaðgerðum Breta, sam-
kvæmt tillögu frá Þorkatli Sig-
urðssyni.
Sú skoðun var ríkjandi á fund-
inum, að leggja beri Grænlands-
málið hið fyrsta fyrir alþjóðadóm
til úrskurðar.
Hláka á Akureyri
um jólin
AKURIÍYRI, 27. des. — Með Þor
láksdegii tók að hlána, en fyrir var
talaverður snjór og alil-þung færð
á noklcrum leiðum í útsveitum. —
Segja má, að nánaist hafi verið
asahláka á jóladag og bloti bæði á
aðfangadag og annan dag jóla. —
1 gærkveldi var komið frost á nýj
an leik. All-mikimn snjó tók upp
þössa daga, og bætti það mjög úr
færð. — Jólarakl fór hér fram
með stakri prýði. Jólaskreyting í
bænum fer sífellt vaxandd og var
óvenju mikiil á þessum jölum. —
Allir togarar bæjarins lágu í
höfn um jóliin að einum undantekn
um, sem var á leið frá Þýzkalandd.
Dállítið erfitt var um ferðir fyr
ir jólin_ en úr því rættist á Þor-
láksdag og aðfangadag. — Flogið
var til Akureyrar báða þessa
daga. Langferðir á Landi gengu
hins vegar illa.
Að öllu athuguðu verður ekki
annað sagt, en Akureyringar hafi
átt friðsæl jól að þessu sinnig.
— vig.
Miklar skipaferðir um R-víkurhöfn
MIKIÐ „útfall“ var hér í Reykja-
víkurhöfn í gærdag, en þá létu
úr höfn milli kl. 2—4 síðd. 9 togar
ar. Fóru flestir þeirra á veiðar
vestur á Fylkismið við Ný-
fundnaland, en aðrir á heimamið-
in. Þá hafa Látið úr höfn Gullfoss
og Reykjafoss.
Hér hefur legið í höfninni síðan
á aðfangadag þýzki togarinn KarL
Kamp frá Bremerhaven. Hann
kom hingað inn vegna bilunar,
hafði svonefnt „sligbretti" losnað
og einnig staðsetningartæki. Var
togarinn á leið til Nýfundnalands
miða á karfaveiðar. Þessi togari
er nýlegur, mikið skip til að sjá.
Skipstjórinn Lét þau orð falla, að
skutbyggðir togarar væru fram
tíðin, um það blandaðist engum
hugur, sem verið hefði á slíku
fiskiskipi og reynt það sjálfur.
Togari þessi hafði kostað um 2,5
milljónir marka. Hann er mjög
stór. Síðdegis í gær fór togarinn
áfram áleiðis til miðanna.
PILTAR.
ef þHf'éfqfí idnnusHína
p'ð 3 éq hringana. .
^ \ sfc’A/'sf/jie.V 6
Öllum þeim er heimsóttu okkur á sextugsafmælinu
og heiðruðu okkur með gjöfum, skeytum og blómum,
þökkum við innilega.
Sérstaklega þökkum við börnum okkar og tengdabörn-
um er gerðu okkur daginn ógleymanlegan.
Gleðilegt ár!
Pálína Guðjónsdóttir, Jón Guðjónsson.
Lokoð
mánudaginn 29. des. frá kl. 9—2 vegna
jarðarfarar
Fotopresson Venus
Hverfisgötu 59.
Lokað
mánudaginn 29. þ.m. vegna jarðarfarar
frá kl. 7,30 f.h. til kl. 1 e.h.
Nýjn blikksmiðjon
Höfðatúni 6.
Hjartkæra konan mín
ARNBJÖRG SIGMUNDSDÓTTIR
andaðist að heimili sínu, Tunguveg 62, 27. desember.
Fyrir hönd barna og tengdabarna.
Daníel Daníelsson.
Fósturfaðir minn
JÖHANNES IIJARTARSON
andaðist annan jóladag.
Asta Jónsdóttir.
Faðir minn
SIGURJÓN STEINÞÖRSSON
frá Króki, andaðist í Landakotsspítala á jóladag.
Jarðarförin ákveðin siðar.
Guðbjörn Sigurjónsson.
Föðurbróðir minn
KRISTINN GUÐNASON
kvenkjólaframleiðandi í San Francisco, andaðist á heim-
ili sínu 23. desember 1958.
Björgvin Jónsson.
Maðurinn minn og faðir okkar
JÖN BACH
Vatnsstíg 16a, andaðist 24. desember.
Jónína Jónsdóttir, Olga Jónsdótir,
Jón M. Jónsson, Héðinn Jónsson.
Maðurinn minn
KRISTJÁN GlSLASON
vélsmiður, Öldugötu 45, Reykjavík, andaðist í Lands-
spítalanum 25. desember.
Ingibjörg Árnadóttir,
Útför bróður míns
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR
húsameistara
fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 30. desember,
kl. 10,30 fyrir hádegi.
Athöfninni verður útvarpað ef unnt verður.
Jenny Guðmundsdóttir.
Jarðarför
VALRÓSAR BALDVINSDÓTTUR
Hjalteyri, fer fram frá Möðruvallakirkju, mánudaginn
29. desember kl. 2 e.h.
Vandamenn.
Útför
MAGNtJSAR GfSLASONAR
Þórsgötu 9, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
30. þ.m. klukkan 13,30.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu
minnast hins látna, er bent á Hallgrímskirkju í Reykja-
vík.
Ingibjörg Magnúsdóttir,
Hermann Þorsteinsson.
Jarðarför föður og tengdaföður okkar
HELGA VIGFÚSSONAR
blikksmiðs, fer fram mánudaginn 29. des. kl. 10,30 frá
Fossvogskirkju.
Börn óg tengdabörn.
Jarðarför móður okkar og tengdamóður
SIGURBORGAR JÓNSDÓTTUR
sem andaðist 17. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju,
mánudaginn 29. desember kl. 13,30.
Halla Jakobsdóttir,
Björg Jakobsdóttir,
Árni Bjarnason.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug,
við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar og
bróður,
ÓSKARS JÓNSSONAR
Ásvallagötu 31, Reykjavík.
Sigríður Stefánsdóttir, Ásdís Óskarsdóttir, Jón Óskarsson,
Guðríður Jónsdóttir, Rögnvaldur Jónsson.