Morgunblaðið - 20.02.1959, Síða 1
20 siður
46. árgangur
42. tbl. — Föstudagur 20. febrúar 1959
Prentstniðja Morgunblaðsim
Ofsvarsstiginn í Reykjavík lœkkar um
5°/o að minnsfa kosti
Útgjöld bœjarsjóBs
lœkkuB um 79 milljónir
Fjárhagsáætlunin afgreidd á bœjar-
stjórnarfundi í gœr
f GÆR var frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið
1959 tekin til 2. umræðu í bæjarstjórninni. Var fundur settur kl. 9
í gærmorgun og var honum ekki lokið, er blaðið fór í prentun.
Umræður um fjárhagsáætlunina hófust laust fyrir kl. 11 í gær og
gerði Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, þá grein fyrir helztu breyt-
ingum á fjárhagsáætluninni. Heildarlækkun á fjárhagsáætlun bæj-
arins vegna þessara laga nemur 19 milljónum, en útsvarsstiginn
mun lækka um 5%.
í aðalræðu sinni á bæjarstjórnarfundinum í gær skýrði Gunnar
Thoroddsen, borgarstjóri, svo frá, að þau meginsjónarmið, sem
fylgt hefði verið við endurskoðun frumvarpsins, hefði verið: 1.
niðurfærsla, 2. áætla útgjöld sem næst sanni, 3. halda uppi allri
nauðsynlegri þjónustu, 4. halda uppi svipuðum verklegum fram-
kvæmdum og sl. ár, 5. forðast hallarekstur bæjarfyrirtækja og 6.
lækka útsvarsstigann.
Hér fer á eftir úrdráttur úr ræðu borgarstjóra:
Gunnar Thoroddsen, borgar-
flutti ýtarlega ræðu á bæjar-
stjórnarfundi í gær. Vék hann
fyrst að því, að frumvarp að
fjárhagsáætlun bæjarins hefði
verið samið í nóvember s. 1. og
lagt fram 4. desember. Hefði það
verið byggt á vísitölu 202 stig,
er gengið hefði í gildi 1. des. og
staðið í 2 mánuði.
Er lögin um niðurfærslu verð-
lags og launa o. fl. hefðu tekið
gildi, og sýnt hefði verið að
breytt stefna yrði tekin upp í
verðlags- og kaupgjaldsmálum
hefði frumvarpið verið tekið til
endurskoðunar miðað við vísitölu
175 stig.
Meginsjónarmið hefðu verið
ráðandi við þessa endurskoðun:
í fyrsta lagi að færa niður út-
gjaldaliði eftir því sem mögulegt
væri. í öðru lagi að áætla útgjöld
sem næst sanni. En hægt væri að
reikna mikinn hluta þeirra með
nokkurri vissu svo framarlega
sem engar sveiflur yrðu á kaup-
gjaldi. í þriðja lagi hefði verið
keppt að því að halda uppi allri
naniðsynlegri þjónustu við borg-
aranna í ekki minna mæli en ver-
ið hefði. í fjórða lagi að halda
uppi verklegum framkvæmdum
svipað og sl. ár. Að vísu hefði
verið æskilegt að geta aukið fram
kvæmdirnar á sumum sviðum,
og hefði upphaflega verið ráð
fyrir því gert í frumvarpinu að
gatnagerð, holræsagerð o.fl. yrði
aukið. Nú væri það hins vegar
talið eitt megin vandamál ís-
lenzku þjóðarinnar, að hún hefði
lagt í of miklar framkvæmdir og
fjárfestingu á undanförnum ár-
um. Sjónarmið meirihluta bæjar-
stjórnarinnar væri að halda fram
kvæmdum í svipuðu horfi ag ver
ið hefði sl. ár, en einnig yrði
Reykjavíkurbær að taka þátt í
þeirri nauðsynlegu viðleitni, sem
nú væri leitazt við að ná á sem
flestum sviðum, að stöðva verð-
bólgumyndun.
í fimmta lagi kvað borgar-
stjóri nú sem jafnan áður mundi
leitast við að miða gjaldskrá
bæjarfyrirtækja við það að gjöld
og tekjur stæðust á til að forðast
hallarekstur bæjarfærirtækj-
anna. Gilti þetta um rafmagns-
veituna, hitaveituna, strætis-
vagnana og fjölmörg fleiri fyrir-
tæki, og yrðu gjöld þessara fyrir-
tækja höfð sem næst sannvirði.
Ef það yrði ekki gert, kæmi það
annað hvort fram í minnkandi
þjónustu fyrirtækjanna eða aukn
um útsvörum á borgarbúum.
Loks hefði verið að því stefnt
að útsvarsstiginn gæti lækkað
frá í fyrra.
hækki og lækki. Þetta væri hins
vegar hvort tveggja rétt, heildar-
upphæð útsvaranna hækkaði, en
útsvarsstiginn lækkaði og yrði
því lægra útsvar á sömu tekjur
og í fyrra. Það sem skipti mestu
máli fyrir gjaldandann, væri hver
útsvarsstiginn væri, og útsvars-
upphæð á sömu tekjur og í fyrra
yrði nú a.m.k. 5% lægri en þá,
og það væri aðalatriðið.
Þá gerði Gunnar Thoroddsen
samanburð á fjárhagsáætlun 1958
og frumvarpinu að fjárhagsáætl-
uninni 1959. Heildarupphæðin
1958 var 238 milljónir, en nú 256
milljónir. Er það 17,8 milljóna
hækkun eða 7^4%. Heildarupp-
hæð útsvara hækkar hinsvegar
um tæp 5%. Að þetta er hægt
stafar að því að sumir aðrir tekju
stofnar bæjarsjóðs hafa verið
hækkaðir.
Borgarstjóri kvað ýmsa mundu
spyrja, hvers vegna heildarút-
gjöld væru hærri nú en í fyrra,
þar sem vísitala nú hefði verið
ákveðin 175 stig, en hefði verið
183 stig, þegar fjárhagsáætlun sl.
árs hefði verið gerð. Meðal vísi-
tala s.l. árs hefði hinsvegar verið
185 stig, en að óbreyttu yrði
meðaltal vísitala í ár 17714 stig,
vegna þess að janúarvísitalan var
202 stig. Árs tekjur launamanna
yrðu í ár hærri, en í fyrra, sem
kæmi til af tvennu: Hin lögboðna
5% grunnkaupshækkun hefði
Framh. á bls. 18
Myndin er af utanríkisráðherrum Grikklands og Tyrklands,
sem lögðu grundvöllinn að Kýpursáttmálanum í Ziirich á dög-
unum. Til vinstri er Averoff, utanrikisráðherra Grikkja, og
Zorlu, utanríkisráðherra Tyrkja, til hægri.
Kýpursáttmálirm undirritaður
Eyjan verður sjálfstætt lýðveldi
hlakaríos erkibiskup var meðal þeirra
sem undirrituðu sáttmálann
Gunnar Thoroddsen
Borgarstjóri vék að því, að
heildarupphæð fjárhagsáætlunar
innar, eins og hún var lögð fram
í desember, hefði verið 275 millj.
Samkvæmt hinu endurskoðaða
frumvarpi með breytingartillög-
um bæjarráðs og fulltrúa Sjálf-
stæðismanna, yrði heildarupp-
hæðin 256 milljónir. Lækkunin
næmi því 19 millj. króna eða 7%.
Utsvarsupphæðin hefði verið
reiknuð 234,6 millj. í desember-
frumvarpinu. Nú væri gert ráð
fyrir, að hún lækkaði í 215 millj.,
um 19,4 milljónir eða 8,3%. —
Keildarupphæð útsvaranna frá
því í fyrra mundi hækka um 10
milljónir, úr 205 millj. í 215 millj.
eða um tæp 5%. Reynsla undan-
farinna ára væri sú, að útsvars-
stofninn, þ. e. heildartekjur skatt
skyldra bæjarbúa, — hefði hækk
að ár frá ári um, 10—15%. Væri
því sýnt, að útsvarsstiginn mundi
nú lækka. Enn væri ekki hægt
að fullyrða um hve mikið hann
lækkaði, en allt benti til að hann
gæti lækkað um að minnsta
kosti 5%.
Þá ræddi borgarstjóri um það,
að það gæti verið erfitt fyrir all-
an almenning að átta sig á hvað
væri að gerast, þegar sagt væri
I frá því í blöðum, að útsvörin bæði
London, 19. febrúar.
NTB-Reuter.
Á RÁÐSTEFNUNNI í Lon-
don um lausn Kýpurmálsins
undirrituðu fulltrúarnir í dag
sáttmála um stofnun sjálf-
stæðs lýðveldis á eyjunni. —
Eftir fund, sem brezki og
gríski forsætisráðherrann
sátu, sagði Zorlu, utanríkis-
ráðherra Tyrkja, að náðst
hefði fullt samkomulag um
lausn Kýpurmálsins og að
ráðstefnan væri nú til lykta
leidd.
Samkvæmt fréttum AFP lýsti
Zorlu því yfir, að leiðtogi grísku-
mælandi Kýpurbúa, Makaríos
erkibiskup, hefði einnig undir-
ritað sáttmálann. Lagði hann
áherzlu á, að ekki hefði verið
um neina málamiðlun að ræða
milli Makaríosar og hinna aðil-
anna.
Menderes liggur enn
Sáttmálinn var undirritaður af
Macmillan, forsætisráðherra
Breta, Karamanlis, forsætisráð-
herra Grikkja, og dr. Kutchuk,
leiðtoga tyrkneska minnihlutans
á Kýpur. Hinn eini, sem ekki
hafði undirritað sáttmálann í
kvöld, var Menderes, forsætisráð
herra Tyrkja, en hann liggur
ennþá í sjúkrahúsi í London eft-
ir flugslysið sem hann lenti í á
þriðj udagskvöldið.
Makaríos fer til Kýpur
Strax að loknum fundinum í
dag fór Zorlu til sjúkrahússins,
þar sem Menderes átti að undir-
rita sáttmálann formlega. Hann
bjóst við að forsætisráðherrarnir
Karamanlis og Macmillan mundu
einnig heimsækja Menderes
seinna í kvöld.
í Reutersfrétt segir að Makarí-
os erkibiskup hafi lýst því yfir
eftir fundinn í dag, að hann fari
til Kýpur eftir nokkra daga, en
hann hefur verið útlægur frá
eyjunni síðan 9. marz 1956.
Vonir um frið
Undirskrift Kýpur-sáttmálans
fór fram eftir mjög víðtækar
viðræður, sem staðið hafa yfir
undanfarnar tvær vikur. Sátt-
málinn gefur mönnum vonir um
frið á Kýpur, en þar hefur allt
logað í óeirðum síðustu fjögur
árin. Fyrir tveimur vikum hitt-
ust forsætisráðherrar Grikklands
og Tyrklands í Zúrich og komu
sér niður á samningsuppkast til
málamiðlunar, sem allir aðilar
hafa nú gengið að, eftir að gerðar
voru á því smávægilegar breyt-
ingar.
Birtur á mánudag
Fundurinn í dag hófst kl. 4 e. h.
og stóð í um það bil 70 mínútur.
Framh. á bls. 18.
Rússar senda Pakistan
tóninn
JHorrnmblaþiÍí
MOSKVU, 19. febr. — NTB-
Reuter — 1 orðsendingu frá
Rússum, sem var afhent Pakistan
í dag, segir, að sovétstjórnin geri
stjórn Pakistans ábyrga fyrir af-
leiðingunum af ráðstöfunum, sem
miði að því að gera Pakistan að
erlendri herbækistöð. Orðsend-
ingin, sem var birt af rússnesku
Tass-fréttastofunni, var burtvís-
un á svari Pakistans 7. janúar
við fyrri orðsendingu Rússa, þar
sem sovétstjórnin hafði beðið um
skýringar á því, að Pakistan og
Bandaríkin höfðu tekið upp
samningaviðræður um varnasátt-
mála.
Föstuðagur 20. febrúar
Efni blaðsins m.a.:
— 6: Ábafnar Hermóés minnst & Al-
þingi.
Vélstjórafélagið 50 ára.
— S: Síða S.U.S. — með grein u
Orator félag laganema 30 ára.
— 9: „Fórnarlambið" leikrit UeikféL
ags Akraness.
— 10: Forystugreinin: „Ný harma-
fregn“.
Millíríkjakcppnin i pönnuköku-
hlaupi (Utan úr heimi).
Úrslit kosninga — og þjóðar-
viljinn (eftir Jón Sigurðsson
bónda.)
Þegar einokun tekur við af sam
keppni. — Greinargerð Neyt-
endasambandsins vegna smjör-
sölu.
Flugsamgöngur við Vestfirði.
— 11;
— 12:
• 13:
*-