Morgunblaðið - 20.02.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.02.1959, Blaðsíða 10
1 MORGUNBLAÐIÐ Fðstudagur 20. febr. 1959 Utg.: H.í. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigi Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innan±ands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. NÝ HARMAFREGN NÝ HARMAFREGN hefur borizt íslenzku þjóðinni. Tólf sjómenn á bezta [ aldri hafa farizt með vitaskipinu [ Hermóði, sem einnig hefur tekið þátt í landhelgisgæzlunni und- anfarna mánuði. Að þessu sinni [ varð slysið uppi undir strönd Is- ; lands, aðeins örfáar mílur frá landi. S, Á rúmri viku hafa íslend- ingar þannig misst 42 dugandi menn í sjóinn. Það er mikið og hörmulegt áfall, sem skilur eftir mörg sár og djúp. Sautján börn misstu feður sína með vitaskipinu Her- móði en 39 börn urðu föður- laus, er togarinn Júlí fórst. Samtals standa því 56 börn uppi föðurlaus, eftir þessi tvö miklu sjóslys. Svo miskunn- arlaust hefur Ægir vegið í knérunn okkar litlu þjóðar. Fjöldi heimila er í sorg og þjóðin öll harmar hina skelfi- legu atburði. Hamfarir náttúruaflanna fslendingar hafa undanfarnar vikur horfzt í augu við miklar hamfarir náttúruafla. f þessu norðlæga landi er að sjáifsögðu ævinlega allra veðra von um há- vetur. En það er tiltölulega sjald gæft að hamslausir stormar og óveður geisi svo að segja sam- fleytt vikum saman, eins og raun in hefur verið á undanfarnar þrjár vikur. Segja má, að varla hafi -gefið á sjó hér sunnan og suðvestanlands allan þennan tíma. Bátaflotinn hefur legið í höfnum og vinna í hraðfrystihús- um og fiskiðjuverum hefur dreg- izt saman og víða stöðvast. Þungbærasta tjónið En þungbærasta tjónið er þó hinn mikli missir, sem þjóðin hefur orðið fyrir við það að tvö glæsileg skip með samtals 42' tnönnum hafa farizt. Mannslíf er dýrasta verðmæti hverrar þjóð- ar, ekki sízt smáþjóðar eins og fslendinga. Það tjón verður aldrei bætt. Það er hægt að sefa þjáningu sorgarinnar, en það er ekki hægt að bæta eiginkonu, litlu barni eða öldruðum foreldr- um missi eiginmanns, föður eða sonar. Þetta siys er enn ein ógn- þrungin aðvörun gegn of- trausti á tæknina. Ekkert skip er svo fullkomið eða vel bú- ið tækjum, að hættur hafsins vofi ekki yfir því. Þess skul- um við fyrst og fremst minn- ast nú, er þjóðin öll vottar syrgjandi ástvinum horfinna sjómanna djúpa samúð og hluttekningu. KAUP BÓNDANS SÍÐASTLIÐINN sunnudag hinn 15. febrúar ritaði Jón Sigurðsson, alþingis- maður og bóndi á Reynistað, mjög glögga grein um afurða- verðið og áhrif þess á kaup- gjald bóndans. Benti hann þar m.a. á það, að samkomulag hefði orðið um það í framleiðsluráði landbúnaðarins á sl. hausti, við fulltrúa neytenda að ákveða bændum 6% grunnkaupshækk- un, eins og mörg verkalýðsfé- lög höfðu þá fengið samþykkta. Þessi hækkun á kaupi bóndans hefur svo verið tekin með, þegar reiknað var út, hvað bóndinn þyrfti að fá fyrir afurðir sínar, Samkvæmt þeim verðlagsgrund- velli, er fulltrúar bænda og neytenda höfðu orðið sammála um. i En nokkru eftir að þessi verð- lagning landbúnaðarafurða var ákveðin, samdi verkamannafélag ið Dagsbrún um 9,5% kaup- hækkun. Var það 3 14 % meiri hækkun en bændur höfðu samið um og mörg félög og starfs- mannahópar höfðu fengið. Bændur fengu mikils- veirðar réttarbætur Jón á Reynistað minnist síð- an á það, að samkvæmt þágild- andi lögum hafi bændur ekki átt rétt á því að fá afurðaverði sínu breytt til samræmis við kaup- hækkunina fyrr en 1. september næsta haust. Hins vegar hefðu þeir fengið þá mikilsverðu rétt- arbót í sambandi við setningu- niðurfærslulaga núverandi rikis- atjórnar, að framleiðsluráði skuli ^framvegis heimilt að hækka af- urðaverð til framleiðenda, ef hækkun verður á vísitölu eða grunnkaupi. Jón á Reynistað kemst m.a. að orði um þetta á þessa leið: „Með lögunum um niðhir- færslu kaupgjalds og verðlags Sengu bændur mikilsverðar réttarbætur, sem voru þeim mörgum sinnum meira virði í framtíðinni en þó þeir fengju nokkurn frádrátt á þeirri afurðaverðslækkun, sem lögin mæla fyrir um, og því óréttmætt að setja kröf- una um kauphækkun á odd af þeirri ástæðu“. Hrekur staðhæfingu Framsóknar Þessi grein Jóns á Reynistað varpar Ijósi yfir þær staðreyndir, sem henni er ætlað að skýra. Hún hrekur til dæmis gersamlega þá staðhæfingu Framsóknarmanna, að réttur bænda hafi verið fyrir borð borinn með niðurfærslu- lögunum. Samkvæmt lögum, sem Framsóknarflokkurinn ber fulla ábyrgð á og hefur ekki sýnt til- burði til þess að breyta undan- farin ár, gátu bændur ekki hækk að afurðaverð sitt eftir kaup- hækkun Dagsbrúnarmanna fyrr en 1. sept. n.k. Samkvæmt nið- urfærslulögunum skal fram- leiðsluráði hins vegar heimilt að hækka afurðaverð til framleið- enda, ef vísitöluhækkun verður, eða hækkun á grunnkaupi frá því sem var, þegar lögin voru samþykkt. Eins og Jón á Reyni- stað bendir á, er hér um að Væða þýðingarmikla réttarbót fyrir bændur og mikilsverða breyt- ingu. UTAN UR HEIMI Hlaupið er nýbyrjað. Húsmæðurnar koma hlaupmdi niður götuna með pönnukökupönnurnar sínar í hendinni. Keppnin í pönnukökuhlaupi hefur verið háð í litla bænum Olney í yfir 500 ár. Milliríkjakeppni húsmæðra í pönnukökuh/aupi Á HVERJU ÁRI fer fram skemmtileg íþróttakeppni í markaðsbænum Olney, skammt frá Northampton í Englandi. Þar keppa húsmæður staðarins í svo- kölluðu pönnukökuhlaupi. Fyrsta kapphlaupið var háð 1445 Siðurinn er gamall, talið er að fyrsta pönnukökuhlaupið hafi farið fram árið 1445. Tilefni þess var upphafiega það, að áður en sjö vikna fastan, frá öskudegi til páska, byrjaði gerði fólk sér margt til gamans, þar sem það átti von á að þurfa að sitja á sér í sjö vikur á eftir. Þá vildu menn gjarnan borða eitthvert góð gæti, og hentugt þótti að baka pönnukökur, til að nota upp egg og smjörbirgðir heimilisins, en ekki mátti borða slíkt á föstunni. Þetta leiddi svo til pönnuköku- hlaupsins, sem enn fer fram á sprengidag ár hvert. Kl. 11,30 byrjar hátíðin með Karen Blixen og Marilyn Monroe voru fyrir skömmu heið- ursgestir hjá bandarísku skáld- konunni Carson McCulIers, sem hafði tekizt það á hendur að kynna því að embættismaður í skarlats- rauðum einkennisbúningi og með gljáfægðan hjálm á höfði hring- ir bjöllu. Upphaflega átti þessi bjölluhringing að kalla fólk til messu, en þegar húsmæðurnar, sem nú búa í Olney, heyra í bjöllunni, fara þær að baka pönnukökurnar sínar. Stundar- fjórðungi seinna heyrist önnur hringing, þá þjóta þær eins og þær standa, með svuntu, skuplu um höfuðið og pönnuna í annari hendinni, út á aðaltorgið í bæn- um. Hringjarinn kyssir sigurvegarann Kl. 11,55 er hringt í þriðja sinn, og þá hefst hlaupið. Sam- kvæmt skipun frá tímaverðinum, sem mættur er með klukkuna sína og reiðhjólið sitt, eiga kon- urnar þá að a) kasta pönnukök- unni upp í loftið, láta hana snú- ast og grípa hana aftur, b) taka hina frægu dönsku skáldkonu og bandarísku fegurðardísina. Hér sést húsfreyjan bjóða gesti sína veLkomna. sér stöðu c) og hlaupa af stað. Keppendur hlaupa svo sem mest þeir mega hina 380 m vegalengd að kirkjudyrunum, þar sem hringjarinn tekur á móti sigur- vegaranum í hlaupinu með kossi og presturinn með orðunum „Friður Drottins sé ætíð með þér“. En sú, sem fyrst kemur í mark, ber þó ekki sigur úr býtum nema hún geti endað sprettinn með því að kasta pönnu kökunni sinni hátt á loft og grípa hana aftur á pönnuna. Árið 1950 skoruðu húsmæður í bænum Liberal í Kansas í Bandaríkjunum á konurnar í Olney að keppa við sig og síðan hefur farið fram árleg milliríkja- keppni í pönnukökuhlaupi milli Breta og Bandaríkjamanna, því þótti nauðsynlegt að fá tíma- verðinum reiðhjól svo öruggt væri að hann hefði við konunum og gæti mælt tímann nákvæm- lega. Konurnar í Olney hafa unn ið fimm sinnum, en húsmæðurn- ar í Liberal fjórum sinnum. Síðara sundmót skólanna verður í marzmánuði SÍÐARA SUNDMÓT skólanna veturinn 1958—99 fer fram í Sundhöll Reykjavíkur 19. marz n.k. kl. 20,30. Þar fer fram sund- keppni stúlkna og sundkeppni drengja og verður keppt um bik- ar, sem Vélsmiðjan Hamar h.f. gaf. í stúlknaflokki verður keppt í skrið-boðsundi, bringusundi, skriðsundi,_ baksundi og björgun- arsundi. í piltaflokki verður keppt í skrið-boðsundi, skrið- sundi, björgunarsundi, baksundi, bringusundi og flugsundi. Stigaútreikingur er þannig: a) Hver skóli sem sendir sveit í boð- sund hlýtur 10 stig. b) Sá ein- staklingur eða sveit sem verður fyrst, fær 7 stig, 2. 5 stig, 3. 3 stig og 4. 1 stig. Leikreglum um sundkeppni verður stranglega fyigt. Tilkynningar um þátttöku eiga að sendast sundkennurum skólanna fyrir laugardaginn 14. marz. Handhafi bikarsias, sem keppt verður um, er Verzlunarskóli fs- lands, en hann hefur unnið hann tvisvar í röð. Menntaskólinn í Reykjavík vann hann einu sinnL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.