Morgunblaðið - 20.02.1959, Blaðsíða 18
18
MORGl’NBw"*rjr
Föstudagur 20. febr. 1959
Utsvarsstiginn —
Framh. af bls. 1.
r
f komið á 7 mánuði fyrra árs en
'i kæmi nú á 12 mánuði, 6% og 9%
■j grunnkaupshækkunin hefði kom-
i ið á 4 mánuði s.l. árs, en kæmi nú
: á 12 mánuði. Að meðaltali yrðu
árstekjur launamanna 2V2%
hærri í ár en í fyrra, sem þýddi
hærri launagreiðslur fyrir bæj-
arsjóð, sem þessu næmi. Ef bor-
in væri saman fjárhagsáætlunin
í fyrra og fjárhagsáætlunin
í í ár yrði þó munurinn enn meiri
: en þetta, því 6% og 9% grunn-
kaupshækkanirnar hefðu ekki
verið reiknaðar með í fjárhags-
áætluninni í fyrra. Launagreiðsl
ur væru því nærri 5% hærri í
þessu frumvarpi en í frumvarp-
inu i fyrra.
| Fólgsfjölgun hér í Reykjavík
væri til jafnaðar 3% á ári og
mikið af útgjöldum bæjarins
hækkaði af þeirri ástæðu um
; svipaðan hundraðshluta. Mætti
nefna að tala lögregluþjóna,
! skólarekstur, framlag bæjarins
til almanna trygginga, sjúkra-
samlags o. fl. miðaðist meira og
minna við íbúatölu. Mætti því
segja, að 3% útgjaldaaukning
stafaði beinlínis af samsvarandi
fólksfjölgun. Kvaðst Gunnar
Thoroddsen í þessu sambandi
vilja leiðrétta ranghermi, sem
Oft væri haldið á lofti, en það
væri að í tíð vinstri stjórnarinn-
ar hefði fólksflóttinn til Reykja-
víkur verið stöðvaður. Sannleik
urinn væri sá, að sl. 2% ár hefði
fólksfjölgun hér verið sízt minni
en áður.
j Þá vék borgarstjóri að því, að
j í umræðum á fundinum hefðu
bæjarfulltrúar Alþýðubandalags
ins talað um að kaup hefði lækk
að um 13 4% og ættu útsvör og
bæjargjöld að lækka sem því
svaraði. Þetta væru hinar mestu
blekkingar, þeir miðuðu við
launin með hinni háu vísitölu
i í desember og janúar, en hins-
vegar væri fjárhagsáætlunin
1958 byggð á vísitölu 183.
I Vitaskuld yrði að miða við árs
launin, en þau yrðu hærri í ár
en s.J. ár. Guðmundur Vigfússon
hefði lagt áherzlu á, að meiri-
hluti bæjarstjórnarinnar væri
enn trúr því hlutverki sínu að
;hækka útgjöldin, og hefði hann
talið að þessa þróun yrði að
stöðva. Megin ástæðan fyrir
jhækkun útgjaldanna vær sú, að
kaupið hefði hækkað og væri því
ekki hægt að skilja þessi ummæli
Guðmundar Vigfússonar á ann-
‘ an veg en þann, að hann vildi
annaðhvort láta segja upp fjölda
starfsmanna hjá bænum eða
ilækka kaupið ena meira.
| Þá sagði bórgarstjóri að bæjar-
fulltrúar Alþýðubandalagsins töl
uðu mikið um það, að bæjar-
stjórnarmeirihlutinn dræpi allar
þeirra tillögur. Guðmundur Vig-
fússon hefði þó áðan minnzt á
tvær tillögur, sem þeir hefðu bor
ið fram, og samþykktar hefði ver-
ið í bæjarstjórninni. Önnur hefði
verið á þá leið að kosin yrði
nefnd til þess að rannsaka starfs
mannahald bæjarins. Væri at-
hyglisvert að rifja þetta mál upp,
því það sýndi vel inn í hugskot
þessara manna, og af hve mikilli
alvöru þeir legðu fram tillögur
sínar. Bæjarstjórnarmeirihlutinn
hefði samþykkt þessa tillögu, en
þá hefði dottið botninn úr flutn-
ingsmönnum. Þjóðviljinn væri að
jafnaði óspar á stór letur og
hefði ötulan blaðamann á bæjar-
stjórnarfundum, en þó hefði ekki
verið minnzt á afgreiðslu tillög-
unnar vikum saman í blaðinu.
Hefði það sýnilega valdið von-
brigðum hjá þeim Alþýðubanda-
lagsmönnum að tillagan skyldi
vera samþykkt. Og áhugi þeirra
fyrir málinu sæist á því, að full-
trúi þeirra í nefndinni hefði að-
eins mætt á 6 af 17 fundum henn-
ar.
Gagnrýni þeirra Alþýðubanda-
lagsmanna væri að mörgu leyti
undarleg, annars vegar gagn-
rýndu þeir að of margir starfs-
menn væru hjá einni ríkisrek-
inni stofnun, en þeir gerðu einnig
að ádeiluefni, að fækkað væri
um einn starfsmann um tíma hjá
sömu stofnun. Væri erfitt fyrir
venjulega menn að komast til
botns í slíkum hugsunarhætti.
Þá vék borgarstjóri að því, að
Alþýðubandalagsmenn hefðu vilj
að lækka um helming styrk til
kirkj ubygginga í bænum. Þessi
styrkur væri óbreyttur frá því
árið 1953 og teldi því meirihluti
bæjarstjórnar óeðlilegt að lækka
hann nú. Það væri gagnlegt og
nauðsynlegt að styðja kirkju-
byggingar og aukið kirkjulíf í
bænum. Nú væri það tíðkað að
byggja félagsheimili í sambandi
við kirkjurnar og væri það til
mikilla hagsbóta fyrir æskulýð
bæjarins.
Þá vék borgarstjóri að fyrir-
spurn frá Þórði Björnssyni um
störf hagsýslustjóra. Meðal
margra verkefna hans nefndi
borgarstjóri þrjú: í fyrsta lagi
hefði hann gert tillögur í sam-
ráði við borgarritara, aðalendur-
skoðanda og aðalbókara um end-
urbætur á bókhaldi í sambandi
við útsvarsinnheimtu. Hefði verið
lagt til að keyptar yrðu bókhalds-
vélar sem spöruðu 2—3 menn og
hefðu þær þegar verið pantaðar.
í öðru lagi væri hagsýslustjóri að
kynna sér í heild allt bókhald
bæjarins og bæjarfyrirtækja til
þess að gera tillögur um sparnað.
f þriðja lagi hefði hann unnið að
endurskoðun bæjarins og iægju
þegar fyrir í því efni tillögur,
sem mundu þýða mikinn sparnað
fyrir bæjarsjóð. Auk þessa hefði
hagsýslustjóri með höndum
fjölda annarra verkefna.
130.000 námumenn í
Belgíu í verkfalli
Briissel, 19. febrúar.
VERKFALLSALDAN í Belgíu
náði hámarki í dag, og allur
námuiðnaðurinn iamaðist, en
jafnframt tryggði ríkisstjórn
kaþólskra og frjálslyndra sér
traust á þingi vegna stefnu sinn-
ar í koiamálum. Eftir langar og
heitar umræður studdu 118 þing-
menn stjórnina, 78 greiddu at-
kvæði gegn stefnu hennar. (Það
voru sósíalistar og kommúnist-
ar), en 3 sátu hjá.
| Atkvæðagreiðslan fór fram
eftir að sósíalistar og kommún-
istar lögðu í gærkvöldi fram til-
lögu um, að stjórnin drægi til
baka frumvarp sitt um að láta
loka nokkrum námum, sem
! stæðu ekki undir kostnaði. Nám-
ur þessar eru í Borinage-héraði
| í Suður-Belgíu. Jafnframt kröfð-
ust flokkarnir tveir þjóðnýtingar
‘ á námuiðnaðinum.
Undanfarna daga kom til verk-
falla í ýmsum námum, en í dag
urðu þessi dreifðu verkföll að
einu allsherjarverkfalli námu-
manna, þ. e. a. s. 130.000 af 137.-
000 námumönnum í Belgíu höfðu
lagt niður vinnu. Ástandið er
samt með kyrrum kjörum, nema
í bænum Mons þar sem óeirðir
brutust út. Verkfalismenn segj-
ast ekki munu gefast upp, en
belgíska stjórnin hefur farið þess
á leit við Koia- og stálsamsteyp-
una, að lýst verði yfir neyðar-
ástandi í kolaiðnaðinum í aðild-
arríkjunum.
Endurkjörinn
KEFLAVÍK, 18. febr. — í dag
fór fram kosning forseta bæjar-
stjórnar og kosning bæjarráðs.
Alfreð Gíslason, bæjarfógeti, var
endurkjörinn forseti bæjarstjórn-
ar, og varaforseti var kjörinn
Guðmundur Guðmundsson. í
bæjarráð voru .einnig endur-
kjörnir Tómas Tómasson, full-
trúi, Marteinn Árnason og Ragn-
ar Guðleifsson. Fastanefndir all-
ar voru einnig endurkjörnar.—H.
Miðherji Sheffieid Utd., Simpson, skorar eftir 90 sek. gegn
Arsenal sl. laugardag. Eins og sjá má er vörn heimaliðsins
sundurtætt. — Til vinstri — liggjandi — er Kelsey, mark-
vörður Arsenals.
liðinu fræga. Norwich vann 1:0.
Arsenal var slegið út af Sheffield
United á Bramall Lane, Sheffield,
með þremur mörkum gegn engu.
Nottingham Forest og Birming-
ham gerðu aftur jafntefli eitt
mark gegn einu eftir framlengdan
leik. Eftir 90 mín. var staðan 0:0.
Preston og Bolton gerðu einnig
jafntefli eitt mark gegn einu.
Sex lið eru örugg í sjöttu um-
ferð, en þau eru: Aston Villa,
Blackpool, Burnley og Luton
Town úr 1. deid, Sheffield Utd. úr
2. deild og Norwich City.
Úrslit á mánudag:
1. deild
West Ham. Utd — Blackpool 1:0
2. deild.
Stoke City Ipswich Town 1:0
Úrslit á miðvikudag:
Arsenal og Tottenham
„slegin út" úr bikar-
keppninni
JAFNTEFLISLEIKIR 5. umferð-
ar bikarkeppninnar ensku voru
„endurteknir" á miðvikudags-
kvöld, flestir flóðlýstir,
Það þótti tíðindum sæta, að 3.
deildar liðið Norwich Citykomst
í 6. umferð bikarkeppninnar, með
sigri yfir Tottenham, Lundúna-
Bikarkeppnin
Nottingh. Forest — Brimingh. 1:1
Norwich City — Tottenham 1:0
Preston — Tottenham 1:1
Sheffild Utd. — Arsenal 3:0
1. deild
Aston Villa — Blackburn 1:0
Everton — West Bromwich 3:3
Portsmouth — Newsastle (frest.)
— Kýpursáttmálinn
Framh. af bls. 1.
Þegar áður en fundurinn hófst,
lýstu þeir Averoff, utanríkisráð-
herra Grikkja, og Zorlu, utan-
ríkisrá,ðherra Tyrkja, því yfir, að
sáttmálinn yrði undirritaður á
fundinum. — Forsætisráðherrar
Grikkja og Breta tóku í fyrsta
sinn í dag þátt í fundi á yfir-
standandi ráðstefnu um Kýpur-
málin, og var það þegar tekið
sem merki þess, að fullt sam-
komulag hefði náðst.
Makaríos erkibiskup lýsti því
yfir eftir fundinn, að hann fagn-
aði því að búið væri að undirrita
sáttmálann. Jafnframt sagði for-
mælandi brezka utanríkisráðu-
neytisins, að texti sáttmálans
yrði birtur opinberlega næstkom
andi mánudag kl. 6 e. h. Averoff
sagði að sáttmálinn væri prýði-
iegur. *
Macmillan skýrir þinginu
frá sáttmálanum
Formælandi brezka utanríkis-
ráðuneytisins upplýsti ennfrem-
ur, að Macmillan mundi tala í
neðri málstofu þingsins einhvern
tíma í kvöld og gefa nákvæmar
upplýsingar um, hvað Kýpur-
sáttmálinn fæli í sér. Mun Mac-
millan rjúfa umræður málstof-
unnar um utanríkismál til að
koma með greinargerð sína um
Kýpurmálið. Á mánudaginn verð
ur hins vegar sáttmálinn í heild
birtur samtímis í London, Aþenu,
Ankara og Nikósíu.
Makaríos fyrsti forseti?
Það þykir sennilegt, að Makari
os verði fyrsti forseti iýðveldis-
ins á Kýpur, en hann mun koma
aftur til eyjarinnar sem sigurveg-
ari þrátt fyrir allt. Þangað til í
september í fyrra var Makarios
ákafur stuðningsmaður „Enósís“,
þ. e. a. s. sameiningar Kýpur og
Grikklands. En í fyrrahaust féll
hann frá þeirri kröfu og hóf bar-.
áttu fyrir því, að Kýpur yrði
sjálfstætt lýðveldi. Þegar hann
kunngerði stefnubreytingu sína,
vöknuðu vonir um að hægt yrði
að binda endi á blóðbaðið á Kýp-
ur. Sjónarmið Makaríosar hafa
sigrað, en sáttmálinn útilokar all
ar framtíðarmöguleika á samein-
ingu Kýpur og Grikklands,
þannig að „Enósís“-hugmyndin
er þá úr sögunni.
Ferill Makaríosar
Makaríos varð andlegur leið-
togi grískumælandi Kýpurbúa
fyrir átta árum. Strax eftir að
hann tók við forustunni endur-
skipulagði hann „Enósis“-hreyf-
inguna og tókst að beina athygli
heimsins að Kýpur. Síðustu fjög-
ur árin hefur neðanjarðarhreyf-
ingin EOKA barizt gegn Bretum
á Kýpur. Makaríos hefúr verið
sakaður um að hafa náið sam-
starf við EOKA. Eftir að lýst
hafði verið yfir ófriðarástandi á
eyjunni í nóvember 1955, bárust
böndin æ meir að Makaríosi, sem
var handtekinn af Bretum í marz
1956 og fluttur til Seychelles-
eyjanna. Ári síðar var honum
leyft að fara til Aþenu, þar sem
hann hefur dvalizt síðan.
Nokkur atriði sáttmálans
Meðal þeirra atriða, sem sam-
þykkt voru í dag, var krafa Breta
um að halda fullum yfirráðum
yfir herstöðvum sínum á Kýpur
og þeim mannvirkjum, sem þar
kunna að verða byggð. Sam-
kvæmt sáttmálanum verður sett
á stofn löggjafarþing á Kýpur,
þar sem 70% þingmanna verða
grískumælandi, en hinir frá
tyrkneska þjóðarbrotinu. Forseti
lýðveldisins á að vera grískumæl
andi Kýpurbúi, en varaforsetinn
af tyrkneskum uppruna. í ríkis-
stjórninni 'verða 10 ráðherrar,
7 þeirra griskumælandi, 3 úr
tyrkneska þjóðarbrotinu. Bæði
griski og tyrkneski þingmanna-
hópurinn á löggjafarþinginu fær
neitunarvald í ákveðnum atrið-
um, sem varða utanríkismál og
efnahagsmáL í stjómarskránni
verður ákvæði um að Kýpur geti
aldrei sameinazt Grikklandi eða
Tyrklandi. Þríveldin, Bretland,
Grikkland og Tyrkland eiga að
tryggja sjálfstæði Iýðveldisins.
Þá er gert ráð fyrir að bæði
Grikkir og Tyrkir sendi hersveit
ir til eyjarinnar til viðbótar
brezku hersveitunum, sem fyrir
eru. Alls verða það 900 grískir
hermenn og 600 tyrkneskir her-
menn, sem verða undir sameigin-
legri stjórn grísks eða tyrknesks
herforingja, þannig að skipt verð
ur um frá ári til árs. Lýðveldið
mun einnig hafa sinn eigin fasta-
her. Opinberum embættum verð-
ur skipt milli grískumælandi og
tyrkneskra Kýpurbúa í sama
hlutfalli og þingsætin.
Fögnuður í London
Seint í kvöld bárust fregnir
um, að Macmillan forsætisráð-
herra hefði verið ákaft fagnað,
þegar hann gaf neðri málstof-
unni skýrslu sína um Kýpursátt-
málann. í Níkósíu og öðrum borg
um á Kýpur var kirkjuklukkum
hringt þegar tilkynningin kom,
og fréttin barst á örskammri
stund um alla eyjuna. Hernaðar-
ástandinu á eynni verður aflétt
eins fljótt og kostur er, allir þeir
sem í fangelsum sitja vegna æs-
inga og óeirða verða látnir laus-
ir, og allir sem reknir hafa verið
úr landi fá að snúa heim aftur.
Greinargerð Macmillans
Fréttinni hefur einnig verið
tekið með fögnuði í vestrænum
höfuðborgum, sem og í Ankara og
Aþenu. Þegar Macmillan talaði í
þinginu í kvöld var bæði þing-
salurinn og áhorfendapallar þétt-
skipaðir. Hann gaf fyrst yfirlit
yfir aðdraganda sáttmálans, og
sagði að Bretar hefðu sent
Grikkjum og Tyrkjum bréf þar
sem þeir lýstu yfir því, að þeir
væru fúsir til að gefa eftir yfir-
ráðin yfir Kýpur, ef það væri
örugglega tryggt að þeir fengju
full yfirráð yfir herstöðvum sín-
um á eynni og tryggingu fyrir
því, að þeir gætu verið þar áfram.
Hann kvað samninga Grikkja og
Tyrkja, sem gerðir voru í Ziirich,
vera nauðsynlega málamiðlun,
sem hefði á ný bundið þessar
tvær þjóðir vináttuböndum.
Hann sagði að sáttmálinn full-
nægði öllum þörfum Breta.
Vantrauststillaga
í Aþcnu tilkynnti stjórnarand-
staðan, að hún mundi leggja fram
vantraustyfirlýsingu í þinginu,
þegar sagt var frá sáttmáianum
á þingi. Skömmu áður höfðu blöð
in komið með aukaútgáfur, þar
sem sagt var frá undirritun sátt-
málans. Stjómarandstaðan held-
ur því fram, að stjórnin hafi brot
ið í bága við hagsmuni ríkisins
með því að heimila Tyrkjum
þátttöku í samningagerðinni.
Var á það bent, að Tyrkir hefðu
afsalað sér öllu tilkalli til Kýpur
í Lausanne-sáttmálanum 1923.
Kýpronos biskup, sem er nánastl
samstarfsmaður Makaríosar, vildi
ekki láta neitt uppi um sáttmál-
ann, fyrr en hann hefði séð text-
ann í heild, en hann kvað sjónar-
mið sín vera kunn, hann hefðl
þegar ráðist á sáttmála Grikkja
og Tyrkja í Zúrich.