Morgunblaðið - 20.02.1959, Síða 6

Morgunblaðið - 20.02.1959, Síða 6
I MORCIJN RL 4fílÐ Fðstudagur 20. febr. 1959 Við minningarathöfn í Alþingi í gær. „Helfregnir berast nú dag eftir dag, dauðans er mikilvirk hönd“ Hermóðsslyssins minnzt í sameinuðu Alþingi í gær. ER FUNDIR höfðu verið settir í Alþingi í gær, tilkynntu deildar- forsetar, að dagskrá félli niður, en boðaður væri fundur í Samein- uðu Alþingi vegna hins hörmulega atburðar, er kunnur hefði orðið kvöldið áður, að vitaskipið Hermóður hefði farizt með allri áhöfn. .Tafnframt tilkynntu deildarforsetar að boðaður væri fundur í Sameinuðu þingi. Forseti Sameinaðs þings, Jón Pálmason, setti fund og mælti á þessa leið: Háttvirtir alþingismenn! Helfregnir berast nú dag eftir dag dauðans er mikilvirk hönd, úthafið syngur sitt útfarar lag öldurnar grenja við strönd. íslenzka þjóðin er harminum háð, hrópar í neyðinni á guðlega náð. Það mun vera einsdæmi í sögu Alþingis, að stórkostleg sjóslys verði svo hvort á fætur öðru, að nauðsyn beri til að kalla saman sorgarfund í Alþingi dag eftir dag. Þetta ber oss að höndum nú. I gær komum við öll hér sam- an til að lýsa hryggð okkar og samúð í tilefni af því, að 30 sjó- menn fórust með togaranum Júlí frá Hafnarfirði. En áður en við gengum til svefns í gær- kveldi var þjóðinni allri sagt frá öðru hörmulegu sjóslysi, því, að vitaskipið „Hermóður" hafði far- izt með allri áhöfn við Reykja- nes aðfaranótt gærdagsins þess 18. þ. m. í tilefni af þessum sorg- arfréttum komum við hér saman i dag. Ber það nú að höndum okkar fámennu þjóðar, að skammt er stórra högga milli, þar sem í þessu slysi fórust 12 hraustir sjó- menn á bezta aldri. Vitaskipið „Hermóður" var byggt í Svíþjóð fyrir vitamála- stjórnina árið 1947. Það hefur annazt flutninga fyrir vitana kring um landið, en að öðru leyti stundað landhelgisgæzlu og eft- irlit með fiskibátum þegar hætta var á ferðum, einkum við Vest- mannaeyjar. Má því segja, að þetta skip hafi beint og óbeint verið dýrmætt björgunarskip til aðstoðar öðrum meðfram strönd- um Islands. Að missa það frá sinni þýðingarmiklu starfsemi, er því mikið áfall fyrir fjölda þeirra manna, sem sjóinn stunda með- fram okkar hættulegu strönd. En missir skipsins hverfur þó í skuggann fyrir þeim hryggilegu örlögum, að missa 12 vaska sjó- menn í djúp hafsins í viðbót við allt, sem á undan er gengið. Fimm ekkjur, 17 börn innan 15 ára aldurs, foreldrar, fullorðin börn, systkini, frændur og annað venzlafólk, horfir harmþrungið á eftir þessum éstvinum sínum, sem svo snögglega og óvænt eru burtu kallaðir. Við, sem hér erum saman kom- in, kveðjum þessar horfnu sjó- hetjur í nafni þjóðar vorrar með þakklæti og virðingu fyrir unnin afrek á liðnum árum. Ástvinum þeirra öllum og frændfólki vott- um við einlæga samúð og hlut- tekningu í sorginni. Ég lýsi hér þeirri afdráttarlausu tilfinningu okkar allra. En þó hún sé flutt af einlægum og hryggum hug, þá vitum við öll, að við stöndum máttvana og varnarlaus gagn- vart því harmþrungna fólki, sem hugsar til þeirra ástvina, sem í djúpið eru sokknir, ef eigi væri til önnur þýðingarmeiri huggun, en samúð okkar. Sú huggun, sem felst í grundvallaratriðum okkar háleitu trúarbragða. Þess vegna treystum við því, að hið sorg- bitna fólk fái að njóta þeirra fornu og nýju fyrirheita, að Drottinn leggur líkn með þraut. Og á þessari sorgarstund tengj- um við geisla vonarinnar við það, að þeim fjölmenna hópi ís- lendingá: kvenna, karla og barna, sem um þessar mundir harma sína látnu vini, verði sú huggunin bezt, sem felst í þýð- ingarmestu orðum meistarans sjálfs, sem þannig hljóða: „Ég lifi og þér munuð lifa“. í því trausti, að sú verði huggunin áhrifamest, sendum við öllu hinu harmandi fólki beztu kveðj- ur og góðar óskir. Ég bið háttvirta alþingismenn að taka undir orð mín með því að rísa úr sætum. Örn steinsson, núverandi formaður Vélstjórafélag Islands 50 ára í dag Stofnendur voru 8, en nú eru félagar nœr 50L í DAG á Vélstjórafélag íslands 50 ára starfsafmæli. — Hinn 20. febr. 1909 komu átta vélgæzlu- menn saman til fundar og stofn- uðu með sér stéttarfélag. Hét það fyrstu árin hiniu heldur óþjála nafni „Gufuvélagæzlumannafé- lag Reykjavíkur“, en á aðalfundi 1916 var nafninu breytt í „Vél- úr skrifar f . daglega lifmu Samvinna kennara og foreldra. '17LESTIR foreldrar vilja vafa- * laust mikið á sig leggja til að stuðla að þyí, að börn þeirra nái sem beztum árangri í námi. En margir vita ekki vel hvernig þeir geta bezt orðið að liðí, og veigra sér við að fara að blanda sér í málið, án þess að vera vissir um að taka það réttum tökum. Þes vegna gera foreldradagar, eins og sá, sem haldinn var í Laugarnesskólanum í gær, ómet- anlegt gagn. Kennarar skólans gáfu foreldrum og öðrum skyld- mennum barnanna kost á að koma og ræða við sig um nám þeirra og fá upplýsingar um h /að eina sem að skólagöngunni lýtur. Nú eru nýafstaðin miðsvetrar- próf, og aðstaða kennarans því e. t. v. betri til að gera sér gcein fyrir því hvernig einstakir nem- endur eru staddir. Nokkrum sinnum áður hefur á ýmsan hátt verið reynt að koma á samvinnu milli kennara og for- eldra. T. d. var foreldrum leyft að koma í tíma og fylgjast með kennslu í einum eða íleiri skólum í vikutíma veturinn 1953—54. Auk þess voru starfandi foreldra félög, sem halda fundi með kenn- urum. Þó vantar víða mikið á, að foreldrar og kennarar vinni sem- an sem skyldi. Mér virðist, að í flestum tilfellum eigi foreldrar nú meiri sök á þessu. Kennarar hafa sagt mér, að það sé aðeins lítill hópur foreldra sem fáist til að koma á fundi og fylgjast með námi barna sinna og að það sé venjulega sama fólkið, sem hafi reglulega símasamband við kenn ara þeirra. Of fastskorðuð kennsluskrá. VELVAKANDI átti fyrir skömmu tal við nokkra barnakennara. Töldu þeir allir, að hin stranga starfsskrá, sem þeim er ætlað að vinna eftir í skólunum, hái þeim talsvert í starfi. Oftast verði kennarinn að taka það fram yfir að eyða tím- anum í það sem kemur til prófs, heldur en í annað, sem hann e. t. v. telur að komi börnum að meira gagni og hafi betri uppeldisleg áhrif á þau. Eins voru þeir sam- mála um, að það gæfi slæma raun að hafa eina og sömu starfsskrá fyrir öll börn á sama aldri. Það geti legið margfalt meiri vinna og erfiði bak við einkunnina 2— 3 hjá einu barni en 9 hjá öðru. Sum börnin gætu afkastað meiru en þeim er ætlað, en öðrum reyn- ist hörmuega erfitt að fylgjast með. Þetta verði til þess að halda aftur af þeim beztu og alltof mikið sé lagt á þau sem erfiðast eiga með að fylgjast með. Úr því þannig er ástatt, þyrfti kennarinn að geta veitt þeim börnum aukahjálp, sem þess þurfa með, og það sagði ég við áðurnefnda barnakennara. Þeir voru því alveg sammála, kváðust fúsir til þess, en aðstæð- ur gera þeim það ókleift. Hús- næðiskortur er svo mikill í flest- um skólunum að hver kennarinn tekur við kennslustofunni af öðr- um. Þó kennari vilji nú aðstoða eitthvert barn eftir skólatíma eða ræða við það utan kennslustund- arinnar, sem ákveðin er undir afmarkað námsefni þá hefur hann engan stað til þess. Vegna þess hve námsskráin er í föstum skorum og að kennarinn getur ekki veitt einstökum börn- um neina aðstoð utan skólatím- ans, ríður enn meira á því, að kennari hafi samvinnu við for- eldrana, og að þessir aðilar geti í sameiningu gert sér grein fyrir því hvar barnið stendur gagn- vart náminu og hvernig bezt megi verða því að liði. Það er lítið gagn í því, þó foreldrarnir sjá um að börnin mæti ískólanum á ákveðnum tíma og kennarinn, að haft sé yfir ákveðið náms- efni — sá undirbúningur undir lífið dugir þeim skammt. Þess vegna er þessi viðleitni skólastjóra og kennara Laugar- nesskólans ákaflega lofsverð og ættu fieiri að fylgja dæmi þeirra. stjórafélag íslands“, og félagið svo heitið síðan. hefir í tilefni afmælisins áttu for- ystumenn Vélstjórafélagsins tal við fréttamenn sl. þriðjudag og skýrðu þeim frá ýmsu varðandi sögu félagsins og störf. Félags- menn eru nú nær 500 að tölu, og er Vélstjórafélag íslands eitt stærsta og öflugasta félagið inn- an sjómannasamtakanna. Af hinum átta stofnendum eru tveir enn á lífi, þeir Sigurjón Kristjánsson, fyrsti formaður félagsins, og Magnús Daðason. Sigurjón er enn starfandi, vinn- ur hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur, en Magnús starfaði sem vél- stjóri á togurum ,allt þar til í fyrra, að hann hætti störfum. — Fyrstu stjórn félagsins skipuðu j »k"k «>»'»»• jánsson, fyrsti son, Eyj olfur form. véistjóra- Björnsson, Magn feiagsms. ýs Daðason og Sigurður Árnason. — Afmælisrit. Vélstjórafélag íslands á sér á ýmsan hátt merka sögu, og er hún rakin allgreinilega í myndarlegu afmælisriti, sem félagið hefir gef ið út í tilefni þessara tímamóta í sögu þess. í ritinu eru m.a. birt fyrstu lög félagsins. Þar segir svo í 1. gr. 2. kap.: „Tilgangur félagsins er að efla félagslíf með- al íslenzkra vélgæzlumanna, sem í félagið ganga, og auka þekk- ingu þeirra á starfinu, og yfir höfuð efla og viðhalda hag félags manna, og sjá um, eftir mætti, að félagsmönnum sé ekki gjört ó- rétt í þvx sem að vélgæzlu lýtur“. Skólamálið — Samningar Mannúðarmál Þegar félagið var stofnað, var engin fræðslustofnun fyrir vél- gæzlumenn til hér. Varð það því eitt af fyrstu baráttumálum Vél- stjórafélagsins, að stofnað yrði til slíkrar fræðslu. Um það bil 2 árum eftir að félagið var stofnað, hófst vélkennsla í sérstakri deild við Stýrimannaskólann, og um fjórum árum síðar var Vélstjóra- skólinn stofnaður. Átti vélstjóra- félagið drjúgan þátt í framgangi skólamálsins. Fyrsta launasamninginn gerði félagið árið 1916 við Félag ísl- botnvörpuskipaeigenda. Síðan hafa að sjálfsögðu verið gerðar margvíslegar breytingar á samn- ingum, en hvort sem þær hafa verið meiri eða minni, hafa samn ingar alltaf náðst, án þess að til vinnustöðvunar kæmi, allt þar til í farmannadeilunni 1957 — þá gerðu vélstjórar í fyrsta sinn verkfall, og má geta þess í því sambandi, að verkfallssamþykkt- in var gerð algerlega einróma. Mannúðarmál hafa löngum ver- ið ofarlega á baugi í Vélstjóra- félaginu, og var það ekki gamalt, þegar stofnaður var styrktarsjóð- ur, sem einkum var ætlaður til úthlutunar fyrir ekkjur og börn félagsmanna, þegar brýnasta nauðsyn bar til — svo sem er slys bar að höndum. Árið 1926 byggði félagið hús við Framnesveg hér í bæ í sambandi við styrktarstarf- semi þessa. Erindreki ráðinn Er starfsemin jókst og meðlimum fjölgaði, var talið nauðsynlegt að hafa sérstakan erindreka starf- andi. Var hann ráðinn árið 1931, og varð K. T. örvar fyrir valinu. Á Bárugötu 9 hafði verið tekið á Framhald á bls. 19. Smurt brauð og snittur Sendum heim. Brauðborg Frakkastíg 14. — Sím. 18680.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.