Morgunblaðið - 20.02.1959, Síða 13

Morgunblaðið - 20.02.1959, Síða 13
Föstudaerur 20. febr. 1959 MORGVTSBLAÐIÐ Leikfélag Akraness: Fórnarlambið SKOPLEIKUR í 3 þáttum eftir YRÍÖ SOINI. — Leik- stjóri: Ragnhildur Stein- grímsdóttir. Leikfélag Akraness frumsýndi laugardaginn 14. þ. m. í Bíóhöll- inni, finnska skopleikinn „Fórn- arlambið" eftir Yrjö Soini. Er þetta annað verkefni félagsins á þessum vetri. Hið fyrra var hinn gamalkunni og vinsæli söngva- leikur „Alt Heidelberg“, sem fluttur var sameiginlega af leik- félaginu og karlakórnum „Svan- ir“, alls 8 sinnum, og til hins mesta sóma þeim, sem þar lögðu hönd að verki. Skopleikur sá, sem hér um ræðir, mun ekki hafa verið sýnd- ur áður hér á landi. Hefur Júlíus J. Daníelsson þýtt leikritið og virðist þýðingin vera vel gerð. Efni leiksins er að vísu ekki mikið eða stórbrotið, enda er hér um gamanleik að ræða, sem hef- Ur þann megin tilgang að vekja listarunnendum þegar að góðu kunn fyrir hæfileika sína. Vil ég eigi að síður taka fram, að með þessum tveimur leiksýningum, sem ungfrúin hefur stjórnað hér, hefur hún sýnt, svo eigi verður um villzt, að hún er góður og vandvirkur leikstjóri, sem virð- ist hafa gott lag á að gera hina ágætustu hluti úr mjög svo mis- jöfnum efniviði, en slíkt gera engir nema listamenn. Eitt af aðalhlutverkunum, Irja Salo, afgreiðslustúlka, er leikin af frú Sigríði Kolbeins. Frúin hefur ekki sézt hér á leiksviði áður, en er þó ekki algjör ný- liði í leiklistinni. Leynir sér ekki, að hún býr yfir góðum hæfileik- um, því að slík var meðferð hennar á hlutverkinu. Munu hæfileikar hennar þó að sjálf- sögðu fyrst njóta sín til fulls, er hún hefur öðlazt það sviðsöryggi, sem aukin þjálfun skapar. En helzt virtist mér, að nokkuð Talið frá vlnstrl: Irja Salo, Miettinen (Þórður Hjálmarsson), Koikkalainen og Aro. hlátur. Og ekki held eg að það geti talizt vafamál, að höfundi takist vel að þjóna þeim tilgangi með þessu verki sínu, en efni leiks þessa er í stórum dráttum sem hér segir: Ungfrú Irja Salo er ráðin af- greiðslustúlka í snyrtivörudeild hins mikla fyrirtækis, Vöru- hússins Sampo. Henni verða á ýmsar yfirsjónir og mistök í upp- hafi starfsferils síns, svo sem að selja svartan augnabrúnalit í stað varalits, auk þess sem hún þykir vera helzt til hvatvís í orðum við viðskiptavinina. Veitir skrifstofustjóri fyrirtækisins henni áminningar fyrir mistökin og gerir henni ljóst, að uppsögn varði, ef slíkt endurtaki sig oft. En þar sem ungfrú Salo vill gjarna halda starfinu sem lengst, en er að líkindum ekki örugg um, að hana kunni ekki að henda fleiri mistök, fær hún því til leiðar komið, að ráðinn er sér- stakur maður, sem allar skamm- ir og uppsagnarhótanir eru látn- ar bitna á fyrir þau mistök, sem eiga sér stað í fyrirtækinu (þ. e. „fórnarlambið"). Unir þessi ná- ungi að vísu ekki sem bezt hlut- skipti sínu og vill segja upp stöðunni, en fær ekki að losna, hvað sem hann tekur til bragðs. Til frekara trausts og halds fær ungfrú Salo komið af stað þeim orðrómi, að hún hafi sézt vera að kyssa Vaara, aðalforstjóra fyrir- tækisins, og er þar hennar kven- lega slægð að verki í þeim til- gangi, að skrifstofustjórinn reki hana síður, þó að henni verði smáyfirsjónir á. Og svo laglega leika allir þræðir í höndum ung- frú Salo, að þessi uppspuni hennar verður að veruleika og hún situr uppi með aðalforstjór- ann áður en lýkur. Ungfrú Ragnhildur Steingríms- dóttir frá Akureyri annast leik- stjórnina, en hún stjórnaði einnig „Allt Heidelberg" hér fyrr í vet- ur. Óþarfi er að kynna ungfrú Ragnhildi sérstaklega hér, því að hún hefur annazt leikstjórn svo víða um landið, að hún er leik- skorti á nægilegt öryggi í fram- komu öðru hverju, til að fullt samræmi væri ætíð í fasi og hinni öru skaphöfn persónunnar, en ekki bar þó svo mikið á þessu, að tU verulegra lýta gæti talizt, og verður ekki annað sagt en að frúin hafi skilað hlutverki sínu með sóma. Sigurður Guðjónsson leikur Koikkalainen, „fórnarlambið“, og gerir hann hlutverki þessu hin ágætustu skil. En hlutverk þetta er nokkuð vandmeðfarið, svo að það njóti sín til fulls, og verður því ekki skilað vel nema af góðum gamanleikara, en það er Sigurður líka. Hefur hann þráfaldlega sýnt það í hinum ýmsu gamanhlutverkum, sem hann hefur farið með hjá Leik- félagi Akraness á undanförnum árum. Virðist honum kímnigáfan í blóð borin og næstum fyrir- hafnarlaus. Hilmar Hálfdánarson leikur Aro, skrifstofustjóra. Hef ég ekki áður séð Hilmar leika jafn vel, enda leysti hann hlutverkið af hendi með ágætum. Er túlkun ■ Talið frá vinstri: Frú Aro (Bjarnfríður Leósdóttir), Vaara (Bjarni Aðalsteinsson), Koikkalaincn (Sig. Guðjónsson), Aro (Hilmar S. Hálfdánarson) og Irja Salo (Sigríður Kolbeins). (Ljósm.: Ól. Árnason) hans á hinum virðulega skrif- stofustjóra mjög góð og fyllsta samræmi í gervi, látbragði og geðbrigðum, og framsögn sérlega góð. Frú Bjarnfríður Leósdóttir leikur frá Aro, konu Aro skrif- stofustjóra. Er hlutverk þetta ekki stórt en vel með það farið, og tekst frúnni ágætlega að túlka þessa afbrýðissömu skapofsa- konu. Bjarni Aðalsteinsson leikur Vaara, forstjóra Sampo vöru- hússins. Mætti hann vera nokkru ákveðnari í framkomu á sviðinu yfirleitt, en eigi 'að síður skilaði hann hlutverkinu sómasamlega og virðist vaxandi leikari, og þá horfir í rétta átt. Frú Jóhanna Jóhannsdóttir leikur frú Ilola, ekkju í góðum efnum. Hún hefur ekki sézt áð- ur á leiksviði hér, en mun þó nokkuð hafa fengizt við leiklist áður. Ber hún þess glögg merki, að hún kann þar nokkuð fyrir sér. Hlutverk þetta er ekki stórt, en gerir eigi að síður kröfur til góðrar kímni gáfu. Tekst og frúnni vel að sýna hinar kát- broslegu hliðar persónunnar. Þórður Hjálmsson leikur Miettinen, húsvörð. Honum læt- ur sérlega vel að leika gaman- hlutverk og á auðvelt með, oft- ast nær, að fá leikhúsgesti til að hlæja, enda brást honum ekki sú list að þessu sinni fremur en| oft endranær. Er gervi og lát- bragð ágætt og meðferð hlut- verksins yfirleitt, en gæta má Þórður sín að yfirdrífa hvergL Virðist það stundum vera ein. hans veikasta hlið í leiklistinnL i Bar þó lítið á þeim veikleika hans að þessu sinni. j Leiktjöld hefur Lárus Árna- son málað, og eru þau prýðilega gerð. Lárus er stöðugt vaxandi leiktjaldamálari, og er það aðals- merki góðra listamanna að staðna ekki, heldur vaxa sífellt með nýjum viðfangsefnum. I Ljósameistari er Jóhannes Gunnarsson og leiksviðsstjóri Gísli Sigurðsson, og hefur hann ásamt þeim Lárusi Árnasyni og Ingibergi Árnasyni annazt leik- tjaldasmíði. j Hárgreiðslu annast frú Ragn- heiður G. Möller. Óhætt mun vera að telja leik- sýningu þessa eina með þeim beztu sinnar tegundar, sem hér hefur sézt á sviði. Ög þökk sé leikstjóra, leikurum og öllum þeim, sem lagt hafa hönd að verki við sýninguna. Hún náði tilgangi sínum og vakti ósvikinn hlátur leikhúsgesta, enda klöpp- uðu þeir leikendum og leikstjóra óspart lof i lófa. Barst leikstjór- anum auk þess fagur blómvönd- ur. — Valgarður Kristjánsson. Guðrún Guðmundsdóftir In memorian HINN 11. þ.m. ándaðist að heim- ili sínu hér í bæ, Skólavörðu- stíg 16A, frú Guðrún Guðmunds- dóttir, eftir langa vanheilsu. Hún var fædd 4. desember 1889 og var því á 70. aldursári sínu, er hún lézt. Foreldrar hennar voru Guðmundur Eyjólfsson, bóndi að írafelli í Kjós, og kona hans, Guðrún Vigfúsdóttir. — Guðrún Guðmundsdóttir átti heima í föðuhúsum unz hún gift- ist eftirlifandi manni sínum, Birni Guðnasyni frá Eyjum í Kjós. Bjuggu þau á írafelli unz þau fluttust hingað til Reykja- víkur, en það mun verið hafa 1920. Hafa þau átt hér heima síðan. Eignuðust þau einn son, Guðmund, sem giftur er Ólafíu Karlsdóttur frá ísafirði. Þeim hefur orðið 5 barna auðið, og voru jafnan miklir kærleikar með Guðrúnu og þessum sonar- börnum hennar. Guðrún Guðmundsdóttir var að ýmsu leyti sjaldgæf kona. Hún var gædd „sálrænum gáf- um“ svo nefndum, og lagði hún nokkra rækt við þær, en þó ekki svo mikla sem hún hefði kosið, og olli því þrálát vanheilsa, sem hún varð að berjast við mikinn hluta ævi sinnar. En andlegum málum sinnti hún, eftir því sem efni stóðu til, og var frjálslynd og víðsýn. Hún gekk í Guðspeki- félagið árið 1925 og var meðlim- ur þess til hinztu stundar. •— Skólamenntunar naut hún engr- ar, en las mikið og var vel að sér um margt. í hinum „almenna menntaskóla", sem er lífið sjálft með alla sína reynslu, var hún athugull nemandi. Hún var góð eiginkona og móðir og var svo hamingjusöm að hafa fengið góðan eiginmann, sem reyndist henni vel í hvívetna. Afstöðu sinni til eiginmanns síns lýsir hún sjálf betur en unnt væri að gera í nokkru hátíðlegu skrúð- máli í þessari stuttu, einföldu setningu, sem eftir henni er höfð: „Þegar Björn er hjá mér, kemst ekkert illt að mér“. — Þeim, sem þekktu frú Guðrúnu, ber saman um það, að hún hafi verið sjaldgæf kona, eins og áð- ur er sagt, einbeitt, ákveðin í skoðunum, hreinskilin og hisp- urslaus, en sáttfús og drenglund- uð. Aldrei ól hún með sér óvild til nokkurs manns. — Hún var heiðurskona. — Sá, er þessar línur ritar, minn- ist hinnar alvarlegu, virðulegu konu, er ótrauð gekk í hóp þeirra manna, er leita vilja sannleikans í andlegum efnum, óháðir kreddum og kennivaldi. Það er trú mín, að sá sannleikans andi, er hún gekk á hönd I jarðvist sinni, muni leiðbeina henni og lýsa á hinu nýja tilverusviði, og að bjart sé um hana þar. — Öldruðum eiginmanni og öðr- um ástvinum óska ég huggunnar og sálarfriðar. ’ / \ Gretar Fells. Eins og tveggja manna Svefnsófar Svefnstólar með svampgúmmí. HtfSG AGN AVERZLUNIN Grettisgötu 46 Atvinna fyrir kvenmann við glasaþvott og ræstingu allan daginn. Ingólfs Apötek Sími 2-44-19. REAIAULT - 8IFREIÐAEIG1DUR Höfum fyrirliggjandi uppgerða skipti mótora í Renault. Framkvæmum verkið á tveim dögum. Tök- um einnig allar tegundir bifreiða til viðgerðar. BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Lindargötu 40. Sími 12597. (Gengið inn frá Vatnsstíg) Glæsileg Sherb. íbúð Til sölu er glæsileg 5 herb. íbúð í sambýlishúsi við Kleppsveg. Hurðir og eldhúsinnréttingar úr harðviði og allt eftir nýjustu tízku. Upplýsingar gefur Málflutningsstofa og iasieiguasaia Laugaveg 7 Steian Pétursson, hdl , Guðm. Þorsteinsson, sölumauur. Símar 19545 og 19764.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.