Alþýðublaðið - 27.10.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.10.1929, Blaðsíða 2
S! ALÞVÐUBIiAÐIÐ n<**•-? r Alþýðnbékis. Eftir Halldór Kiljan Laxnes. w T S A A MORGUN OG NÆSTU DAGA SEL ÉG TALSVERÐAR BIRGÐIR AF KVEN-BALLSKÓM SÉRSTAKLEGA ÓDÝRT. — UM LEIÐ GEFST SÉRSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ GERA GOÐ KAUP Á ÝMSUM EFTIRSTÖÐVUM, ftEM SELJAST MEÐ GJAFVERÐI. Þessi kostakjör gilda gegn staðgreiðslu. NOTIÐ ÞETTA TÆKIFÆRI OG KAUP- IÐ ÓDÝRA SKO TIL VE FRARINS. - STEFÁN GUNNARSSON, AUSTURSTRÆíI 12. (MÓTX LANDSBANKANUM). „Pegar ég hefi séð slíkar sýnir, hlýt ég að hverfa aftur mér til sálubótar, unz mig ber loks að litlum bæ með höllum dyrum og blómum á pakinu. Á syllunni fyrir utan gluggann situr malandj köttur og er að leggja niður fyrir sér alt um rjómatrogið. Hér hafa gömlu hjónin nú búið í fjörutíu ár og eignast tíu börn, sem nú eru fullorðin og dreifð út yfir alt landið. Hér voru rauluð vögguljóð með raddblæ og hrynjandi, sem fól í sér ilm heillar pjóðarsögu. Og meðan hvítvoðungurinn saug, heyrðust hér sögur af þrekraunum á landi og sjó. Einatt var horfst í augu við alvöru lifsins, en líka glaðst yfir smáum atburði. Og það var oft tekið á móti ferðlúnum gesti og sagðar fréttir að kvöldlagi. Rétt fyrir hádegi i gæ'r fóru tveir smádrengir út á ísinn á tjörninni, á að gizka 5—6 ára gamlir, en ísinn var svo ótraust- ur, að hann brast undir þeim þeg- ar þeir voru komnir talsverðan spöl frá landi. Fór annar þeirra alveg í vatnið, en hinn hékk á isröndinni. t því kom maður að tjörninni og kallaði drengurinn, sem á skörinni hékk, til hans: „Halló, ég má ekki vera hér í vatninu." Maðurinn var EgiJl Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóri B. S. R. Fór hann undir eins að reyna að hjálpa drengjunum, og komu slökkviliðsmenn, tveir lög- reglumenn og ýmsir fleiri þegar á vettvang. Fór Egill út á ísinn á stiga, sem fluttur var þangað af s lökkvistöðinni, en stiginn sökk niður í tjörnina og að lok- um stóð Egill upp undir axlir i leðjunni. Tókst honum að bjarga báðum drengjunum með aðstoð slökkviliðsins. Köstuðu slökkvi- liðsmenn bjarghring til hans og á hringnum tókst að draga annan drenginn á land, en Egill beið með hinn drenginn ó bakinu þar tií hinir náðu. í hann, því að ekki var gengt í leðjunni. Loks var Agli hjálpað upp úr, og voru Og meðan börnin enn vonx ó- málga, tók móðir þeirra þau á armi sér fram á bæjardyraþrösk- uldinn, benti á öll fjöllin, sem sjást af hlaðinu, og kendi þeim nöfnin á hverjum tindi fyrir sig, eins og það væru höfðingjar. Og síðar, er við komumst á sokka- bandsárin, varð hvert einasta ör- nefni í landareigninni að per- sónu, og svipur landslagsins speglaðist í sjálfum oss líkt og í tæru vatni, og vér fengum’ í mál- far vort einkenni, sem tekið hafa keim sinn af viltum jurtum." Kafli þessi er tekinn úr Al- þýðubókinni. Þeir, sem gerast á- skrifendur hennar nú pegar, fá hana fyrir einar 5 krónur. Al- þýðubókin verður 24 arkir að stærð og verður bókhlöðuverð hennar ekki undir 8 krónum. þeir þrír orðnir talsvert þrekað- ir, því að kalt var í vatninu. I slökkvistöðinni fengu þeir síðan þurr klæði og hressingu eftir þessa svaðilför. Var það mikið lán að drengirnir drukknuðu ekki, og var það ekki sízt Agli Vilhjálmssyni að þakka. DrukbKnun. FB., 26. okt. Frá Vestmannaeyjum er sím- að: f gær féll maður útbyrðis af vélbátnum „Hörpunni" og drukknaði. Báturinn var að koma undan Eyjafjöllum á leið hingað þegar slysið vildi til. Maðurinn hét Guðjón Ólafsson og var um þrítugt. Ármeimmgarnir koma i dag. I dag kl. 3—5 kemúr „Brúar- foss" frá útlöndum og meðal far- þeganna eru hinir fræknu Ár- menningar, sem borið hafa hróð- ur þjóðar vorrar út á meðal einn- ar mestu menningarþjóðar heims- ins. Alls staðar þar, sem þeir hafa komið, hafa þeir verið hlaðnir lofi og ísland hefir átt sinn skerf af því. — Ármenn- ingarnir fóru utan 26. ágúst, og hafa því verið burtu í tvo mánuði rétta. Reykvíkingar munu taka sóma- samlega á móti piltunum, er þeir koma, en sérstaklega munu fé- lagar þeirra i „Ármanni" fjöl- menna við komu skipsins'. Verið velkomnir heim, Ár- menningar! V. Mixtningar frá bernsku og œsku árum heitir sex arka bók eftir Guð- björgu Jónsdóttur frá Brodda- nesi í Strandasýslu. Bók þessi er nýkomin. Eru þessax minningar nokkurs virði sagnfræðingum seinni tíma. Er hér skráð ein lýsing enn á myndarlegu sveitaheimili. Lýsir höfundur rétt og ná- kvæmlega Broddanesheimilinu. Ást og virðing skín út úr hverri línu, sem dóttirin ritar um for- eldra sína. Er það að vonum, því að þeir höfðu mikið til síns ágætis. Furðanlega fljótt stiklar höf- undur á sumum atburðum. Er svo um slysið að Enni. — Málið á bókinni er víða gott. Næst þarf að leiðrétta: „Svo- leiðis", „utanað" og „hyllu“. Sumir kaflarnir eru hugljúfir. Kvenhjarta slær bak við orðín H. J FB., 26. okt. Stjórnarskiftin á FrakklandL Frá París er símað: Forsetí Frakklands hefir fálið Daladier, formanni „radikala" flokksins, að mynda nýja stjórn. „Samkeppnin lifi“(!!) Frá New-York-borg er símað Feikna-mikið verðfall varð á hlutabréfum á kauphöllinni hér í fyrra dag, sem er mesti verð- falls og æsingadagur, er menn muna eftir í kauphöllinni síðan árið 1907. Alt var þar í uppnámi um skeið. Nítján milljónir hluta- bréfa voru seldar og er talið að tapið af gengisfalli þeirra hafi numið milljörðum dollara. Fjöldi gróðabrállara stóðu slyppir og snauðir uppi. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman fyrir utan kauphölliná, svo að öll umferð stöðvaðist. Loks heppnaðist bönkunum að stöðva fallið, sem virðist vera afleiðing gróðabralls á undan- förnum vikum, þ. e. gróðabrall- ið hefir valdið óeðlilegri verð- hækkun, sem ekki gat haldist til lengdar. Ráðherra dæmdur fyrir múta- Þágu, Frá Washington er símað: Fall, fyrverandi innanríkismála- ráðherra, hefir fengið sektardóm fyrir að hafa þegið hundrað þús- und dollára í mútur hjá olíu- kónginum Doheny, en Fall hafði leigt Doheny nokkur af olíusvæð- um ríkisins. „Frjálslyndi" svartliða. Frá Rómaborg er símað: ít- ölskum blöðum verður tíðrætt um það, að ítalski stúdentinn, sem sýndi italska krónprinzinum banatilræðí, hafði komið frá Par- Björgnn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.