Morgunblaðið - 21.02.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.02.1959, Blaðsíða 13
Laugardagur 21. febr. 1959 MORCUNBLAÐIÐ 13 Sigurður H allbjörnsson bóndi Brúarhrauni — minning Fæddur 4. maí 1894. Dáinn 8. febrúar 195° Augum ég leiði ásinn hvíta, kólgukafinn á köldum vetri, bjartan, heiðan á blíðu sumri, ægifagran í eldi sólar. Átthagabönd enginn slítur. Æskunnar óðul aldrei gleymast. f>ó í gullsölum gæfa veitist, þráir hjartað heimabyggðir. Sigurður HallbjÖrnsson. ★ Þessi erindi, úr kvæðinu „Snæ- fellsnes", eru óður Sigurðar Hall- björnssonar til æskustöðva og átt haga. Og vildi margur kveðið hafa, svo og margt annað, er hraut af vörum hans og í stuðla féll. Vafalaust gat S^gurður orð- ið hlutgengur sern kvæðamaður og setið skáldabekk, en hann var dulur að eðlisfari og flíkaði því lítt kveðskap sínum. Er það illa farið, því að svo margt góðra kvæða og vísna geymdi hann í huga og sinni. Jörðin Brúarhraun er á sunn- anverðu SnæfeHsnesi og nær að bökkum Hítarár, en hún skiptir löndum Mýrasýslu og Snæfells- ness, svo sem kunnugt er. Á Brú- arhrauni fæddist Sigurður og ól þar allan sinn aldur. Þar sleit hann sínum barnsskóm, þar óx hann úr grasi og þar mættu hon- um viðfangs- og vandaefni þau, er í hans hlut kom að leysa, sem fulltíða manns. En vandaefnin voru mörg og báru sum hver að með nokkuð óvenjulegum hætti. En þó að þau atriði verði ekki rakin hér, ber þó að geta þess, að mörgum hefðu þau ævikjör verið, er lífið rétti Sigurði lítt eða ekki bærileg. Allt mótlæti sitt bar Sigurður með einstakri karl- mennsku og jafnaðargeði og það svo, að aldrei varð þess vart í orði eða athöfn, að hann léti hin- ar erfiðu aðstæður á sig fá. Ex slík hugarró fáum gefin og sem betur fer fæstum sú nauðsyn á, er honum var. Sigurður Hallbjörnsson var Snæfellingur að ætt og uppruna. Faðir hans, Hallbjörn Hallbjörns- son, var frá Höfða í Eyjahreppi og móðir hans, Guðrún Jónsdótt- ir, frá Haukatungu í Kolbeins- staðahreppi. En þau hjón bjuggu seinast að Brúarhrauni og um langan aldur. Af börnum þeirra hjóna, er upp komust, var Sig- urður yngstur. Þó fór svo, að hon- um hlóðust á hendur bústörfin að mestu, en að öllu forsjá fjöl- skyldunnar heima og heiman. Megum við gleggst vita, er til þekktum, að sú forsjá hefur á mörgum stundum verið vanda- söm og þung byrði ungum til- finningaríkum gáfumanni. Enda varð raunin sú, að óumflýjanlega fór Sigurður margs á mis í fé- lagslegum efnum og átti þess of sjaldan kost að blanda geði við önnur ungmenni, séi til gxeði og þroska. Ekki fékk Sigurður aðra mennt un en þá, er nauðsyr.leg þót.i til fermingar. En maðurinn var næm ur svo af bar og hafði frábært minni. Því var það, að hann taldi enga nauðsyn á að færa í letur neitt af kveðskap sínum, en þuldi á góðum stundum vinum sínum. Því er svo komið, að flest af því, er hann batt ljóðstöfum er nú glatað. Árið 1930 giftist Sigurður eft- irlifandi konu sinni, Elinborgu Þórðardóttur, Árnasonar bónda að Hraunsmúla í sömu svet. Varð þeim hjónum 10 barna auðið, sjö sona og þriggja dætra. Börnin eru hin mannvænlegustu og flest nú uppkomin. Þó eru tveir drengir enn innan fermingar . Ekki getur hjá því farið að langan starfsdag hafa þau hjónin haft, við að koma á legg og til manns þessum stóra barnahóp og vafalaust oft lagzt þreytt til hvíldar. En á samfylgd þeirra bar aldrei neinn skugga. Traustxð gagnkvæmt og tryggðin órofa, meðan samvista naut. Því urðu þetta hamingjuár báðum tveim. Og oft gat Sigurður við mig þeirr ar gæfu, er hann átti við að búa, með hinni góðu konu sinni. Get ég þess hér, því að jafnaði var Sigurður ekki margmáll um sína hagi. Sigurður Hallbjörnsson gerði ekki víðförult um dagana. í Hnappadal vestur fæddist hann, þar ólst hann upp og þar skilaði hann sínu dagsverki. í einum og sama reit skaut lífsmeiður hans rótum, óx og bar ávexti. í þeim sama reit stóð hann af sér veðrin ströng, og hinni sömu mold og ól hann, trúði hann fyrir sinni tímanlegu velferð, og fól að ávaxta sitt pund. Og Sigurður varð ekki fyrir vonbrigðum í sínu brauðstriti. Hann varð að vísu ekki neinn auðmaður, en ávallt bjargálnaTJg höfðingi heim að sækja, gestrisinn og veitull í bezta máta. Glaður var hann og reifur í viðræðu og svo orðhepp- inn að frábært var. Sigurður tók lítinn þátt í fé- lagsmálum bæði vegna hlédrægni sinnar ~g eins hins, að hann átti fáar stundir heimangengt, að minnsta kosti framan af ævinni. Hann fylgdist þó mjög vel með öllum málum, bæði sjálfri þjóð- málabaráttunni, og þá ekki síður þeim viðburðum, er fyrir komu I hinum stóra heimi og mörk hafa se‘ á lönd og þjóðir. Fer með skautum feigðargustur, — loft er allt lævi blandið —, Blika er í austri blika í vestri, — banablikur — byrgja þær sólu. Framh. á ðls. 14 i Já, þetta er kvöldið sem hún vill líta sem allra bezt út. Þetta er kvöldið ..... Eitt er víst — það mun verða dáðst að hári hennar í kvöld og næstu mánuðina, því hún er með Toni heima- permanent. Hún veit, að aðeins Toni gefur hárinu þessa mjúku og eðlilegu liði, sem gera hárið svo með- færilegt og skínandi fagurt. er auðvelt, fljótvirkt og handhægt notkun — og endist mánuðum saman. Til hársnyrtingar og fegrunar, hvort heldur er við sérstök tæki- færi eða hversdags, þurfið þér Toni — þekktasta heima-perm- anent heimsins. Munið CARESS nýja hárlagningarvökvann frá Toni sem þér úðið yfir hárið og getið hagað greiðslunni eftir vild. HEKLA AUSTURSTRÆTI 14. — SlMI 11687 VARÐARFAGIMAÐUR Landsmálafélagið Vörður heldur skemmtun í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 22. februar kl. 9 e.h. Dagskrá: 1. Forspjall. Bjatrni Gðmundsson, blaðafulltrúi 2. Þáttur úr leikritinu „Víxlar með afföllum“ eftir Agnar Þórðarson. 3. Gamanþáttur: Ómar Ragna. 4. Dans og leikir. Aðgöngumiðar seldir í dag til kl. 4 í Sjálfstæðishúsinu (uppi). Verð kr. 25,00. Húsið opnað kl. 8,30 Skemmtinefnd Varðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.