Morgunblaðið - 21.02.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.1959, Blaðsíða 1
16 siður og Lesbók 46. árgangur 43. tbl. — Laugardagur 21. febrúar 1959 Prentsmiðja Morgn íblaðsbM Við Nasser gætum samið á klukkustund segir Ben-Gurion TEL AVIV, 20. febr. — David Ben-Gurion, forseti Ísraelsríkis, sagði í dag, að þeir Nasser mundu geta komizt að samkomulagi og gert bandalag með ísrael og Sjálismorð vegna þokunnar LONDON, 20 febr. — Það var upplýst í dag, að tveir Bretar frömdu á dögunum sjálfsmorð vegna Lundúnaþokunnar víð- frægu. Sjötugur öldungur skaut sig vegna þess að hann var kom- inn að þeirri niðurstöðu, að þok- unni, sem gekk yfir England á dögunum, muiidi sennilega aldrei létta — og hafði þessi öldungur þó séð sitt af hverju. Hinn skrúf- aði frá gasinu í íbúð sinni, því að hann taldi þokuna hafa heilsu- spillandi áhrif. Arabaríkjunum á „einni klukku- stund“, ef þeir hittust. Forsetinn lét þessi orð falla í sambandi við sífellt háværari raddir í Arabaríkjunum um að hinn stöðugi straumur Gyðinga, aðallega frá kommúnistaríkjun- um, væri ógnun við hinn ara- bíska heim. Blöðin I Jórdaníu sögðu m.a. frá því í dag, að jórdanska stjórnin mundi vekja athygli framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna á þessum stöð- uga innflytjendastraumi, sem stjórnarvöld ísraels stæðu fyrir í samráði við höfuðsmenn al- heimskommúnismans. Ben-Gurion sagði, að engin hætta væri samfara innflutningn um. Ísraelsríki gæti veitt millj- ónum Gyðinga viðtöku — og þeir sem fyrir væru í landinu gledd- ust jafnan, þegar nýir hópar kæmu. Að undanförnu hefur straum- urinn verið hvað mestur frá Pól- landi og Rúmeníu og hefur það vakið grunsemdir, að einungis Gyðingum er leyft að hverfa úr þessum járntjaldslöndum. Brezki togarinn dreginn til Fœrevia i Ekki var tilgreint hve langt undan íslandi togarinn hafi verið þegar óhappið átti sér stað. LUNDÚNAFREGNIR hermdu í gærkveldi, að brezkur togari, Vascana, hefði átt í miklum erf- iðleikum undan íslandsströnd í gærdag. Vír hefði farið í skrúfu togarans, en vegna sjógangs og íshröngls hafi verið ógerningur að ná vírnum úr í rúmsjó. Togarinn Lincoln City hafi þá komið til aðstoðar. Dráttartaug- um hafi verið komið milli skip- anna og síðan hafi Lincoln City haldið til Færeyja með Vascana í togi. Gekk ferðin vel þegar síðast fréttist. Þrjár þúsundir MELBOURNE, 20. febr. (Reuter) Meira en 3000 manns þustu í dag fram úr mannsöfnuði og hróp- uðu í einum kór, að þeir gengju í lið með Kristi. Þetta gerðist á fjöldasamkomu, sem ræðumað- urinn Billy Graham efndi til í borginni í kvöld. Rigning og súld var og kvaðst Billy Graham ekki hafa búizt við mikilli að- sókn, — en trú okkar var veik. Samtals mætta 25 þúsund manns til samkomunnar, en 3000 gengu í lið með Kristi. Það er einn stærsti hópurinn, sem ég hef séð ganga í lið með Kristi, sagði Billy. Bourgiba einbeitlur PARÍS, 20. febr. — Bourgiba sagði í blaðaviðtali í dag, að hann mundi ekki hika við að leggja frönsku hafn- arbækistöðina Bizerta undir Tún- is hinn 17. júní eins og áður hef- ur verið ákveðið, ef Frakkar hefðu ekki þá tekið upp samn- ingaviðræður við uppreisnar- menn í Alsír. Sagði Bourgiba ennfremur, að Túnisstjórn væri fús til þess að falla frá þessari ákvörðun sinni, ef Frakkar tækju upp samband við uppreisnar- Dulles í geislalækningu Washington 20. febrúar. — Geislalækningu var beitt við Dulles utanríkisráðherra í fyrsta sinn í dag, en sem kunnugt er þjáist hann af krabbameini inn- vortis. Geislalækningatækið er milljón volta — og var því beitt í eina mínútu. Síðan mun tíminn verða lengdur smám sam- an í hvert sinn. Dulles var í góðu skapi og hinn hressasti. Áður en honum var ekið í sjúkrarúm- inu inn í geislalækningastofuna átti hann 10 mínútna símtal við einkaritara sinn um stjórnmála- ástandið. Sí • •• iii &&&& ... * .v. V ÍiÉ .. * '• ^9***".ifltfftÍiÉÍÍÍiÉaHÉÉÉÍi Sorpeyffingarstöð Reykjavíkurbæjar á Ártúnshöfffa. Sorpeyðingarstöðin nýja hreytir sorpi / lífrænan áburð Öskuhaugarnir lagðir niður að fullu og öllu EFTIR þessa helgi verffa sorp- haugarnir á Eiffisgranda lagffir niffur aff fullu. 1 gær var bæjar- fulltrúum, blaðamönnum og öffr- um gestum boffið aff skoða hina nýju sorpeyffingarstöff Reykja- víkurbæjar á Ártúnshöfffa, sem þegar hefur starfað í nokkra mánuði og tekur nú viff því hlut- verki aff losa Reykvíkinga viff allan úrgang og breyta honum í lífrænan áburff, sem vafalaust á eftir aff auka alla ræktun í bæj- arlandinu og víffar. Er hér mikl- um og merkum áfanga náð i þrifnaðar-, heilbrigffis- og menn- ingarmálum bæjarins. Var gest- um sýnd stöðin og á eftir bauff borgarstjóri til kaffidrykkju í Sjálfstæffishúsinu. Byggingarframkvæmdum Sorp eyðingarstöðvarinnar má nú heita lokið. Eru byggingar mun meiri og varanlegri en ráð hafði verið fyrir gert í upphafi. Aðal- vélakerfi stöðvarinnar er utan- húss, en byggja þurfti móttöku- hús, hús yfir síur o. fl. í mót- tökuhúsinu eru tvær stórar gryfj ur og má losa í þær úr 4 bílum samtímis. Á botni gryfjanna eru færibönd, sem flytja sorpið í tvo stóra sívalninga, sem eru rúm- lega 20 m langir og 314 m í þver- mál og snúast. Á leiðinni tínir rafsegull úr sorpinu dósir og ann að úr málmi, auk þess er gler og stórir hlutir fjarlægðir. í sívaln- ingnum gerjast sorpið, blandast ákaflega vel, kvarnast, brotnar niður og smækkar ört, þannig að rúmmál þess minnkar um %—%. — I sívalningnum er bætt í sorpið vatni og súr- efni (lofti) eftir því sem þörf gerist, til að tryggja hæfilega öra gerlastarfsemi. Þar er sorpið 4— 5 daga að fara gegnum sívalning- ana. Drepast við þennan lang- vinna hita (50°) allir venjulegir skaðlegir sýklar og má því segja að sorpið komi út úr sívalning- unum sem gerilsneyddur áburð- ur. Við hitann missa einnig arfa- og önnur illgresisfræ þroska- möguleika sína eða drepast með öllu. Út úr sívalningunum flyzt hið unna sorp á færiböndum í hristisíur, sem aðskilja áburðinn frá úrgangsefnum, sem ekki verða nýtt. Færist áburðurinn enn á færiböndum út á svæði, þar sem honum er komið fyrir í bingum, þar til hann verður notaður. Það er sameiginlegt fyrir allar sorpeyðingaraðferðir, sorpbrennslu sem aðrar, að alltaf verða eftir málmhlutir og önnur efni, sem ekki verður brennt, eða eytt á annan hátt, oft um 15—20% af þyngd sorpsins. Úr- gang þennan verður að setja í sérstaka hauga og þekja mold eða þ. h. og gera iðnaðarfyrir- tækjum skylt að flytja úrgang sinn þangað og svo verður hér. Hristisíurnar í Sorpeyðingarstöð- inni hér eru hafðar ákaflega fín- gerðar, og fæst þá mjög fíngerð- ur áburður, en einnig verður þá Kýpursamningunum fagnað víða Nokkurrar óánœgju gœtir á Kýpur London, Aþenu og Nicosiu 20. fberúar. — I LUNDÚNUM eru stjórnmála- sérfræffingar í Lundúnum þeirr- ar skoðunar, aff lausn Kýpurdeil- unnar muni mjög auka samstöðu Vesturveldanna og efla samtaka- mátt þeirra. Fastlega má búast viff því, aff andstöffu gæti á Kýp- ur gegn samkomulaginu, bæffi munu kommúnistar reyna aff egna til illdeilna — og svo eru meffal Kýpurbúa menn í báffum flokkum, sem sætta sig ekki viff málalok. Æsingamenn í hópi gríska þjóffarbrotsins munu enn um skeiff berjast fyrir sameiningu viff Grikkland — og æsingamenn meffal tyrkneska minnihlutans krefjast aff sama skapi skiptingu eyjarinnar. Þetta er álit stjórn- málasérfræffinga, en þeir eru líka þeirrar skoðunar, aff andstaffan dofni skjótt, þegar frá líðtar — og enginn af helztu fory stumönn- unum heldur málinu vakandi. Kyprianos biskup, einn af leifftogum grískumælandi Kýp urbúa, er einn þeirra fáu fram ámanna á Kýpur, sem ekki fagnar samkomulaginu. Hann lét svo ummælt í dag, aff sam- komulagiff væri fyrirfram dauffadæmt, grískir menn á Kýpur mundu halda áfram aff berjast fyrir sameiningu viff Grikkland — og þeirri baráttu mundi lykta meff sigri. í tyrkneska borgarhlutanum í Nicosiu fóru unglingar í hóp- göngu til að mótmæla og for- dæma samkomulagið — og létu þeir ófriðlega. Báru þeir spjöld sem á var letrað: „Niður með Macarios", „Mend- eres seldur fyrir dollara". Ekki kom þó til neinna átaka og voru brezkir hermenn hvar- vetna á varðbergi. Nokkrum föngum slepptu Bretar í dag — en enn hafa þeir um 1,000 Kýpur- búa í haldi. Þeim verður þó sleppt smám saman þegar um hægist. Yfir 600 manns hafa fallið á Kýpur á þeirri ógnaröld, sem þar hefur staðið undanfarin fjögur ár — og ber þessi tala fallinna einna gleggstan vott um það hve bar- áttuhitinn í eyjarskeggjum hefur verið mikill. Af þeim föllnu eru 142 Bret- ar, en hitt eru grískir menn og tyrkneskir sem falliff hafa í bræffravígum þeirra eyjarskeggja og fyrir byssukúlum brezkra varffmanna. Karamanlis, forsætisráðherra Grikkja og Averoff, utanríkis- ráðherra komu flugleiðis til Aþenu í dag af Lundúnafundin- um. Var þeim vel fagnað og höfðu um 10,000 manns safnazt saman á flugvellinum til að Eisenhower sendi forsætisráð- herrunum þremur heillaóskir og fagnaði samkomulaginu. Frh. á bls. 15 nokkru meiri úrgangur, sem er notaður til að þekja ruslhauginn. En skipta má um síur að vild. í •Sorpeyðingarstöðinni munu vinna 7—8 menn á daginn, en sí- valningarnir þurfa ekki eftirlits með á nóttunni, þó þeir séu ekki stöðvaðir. Frh. á bls. 15 Samúðarskeyti vegna Hermóðsslyssins FRÁ Forseta fslands barst vita- málastjóra í gær svohljóðandi skeyti: „Ég og kona mín sendum yður og aðstandendum hinna vösku sjómanna er fórust með vs. Her- móði innilegar samúðarkveðjur. Við biðjum guð að styrkja ástvini þeirra í þungri sorg“. Ásgeir Ásgeirsson. ★ Þá hafa forstjóra landhelgis- gæzlunnar og vitamálastjóra enn fremur borizt samúðarskeyti frá bæjarstjórn Vestmannaeyja, danska sendiherranum á íslandi, Viceadmiral Nyholm, yfirmanni danska flotans, skipasmíðastöð- inni Finnboda Verf, Stockholm og Kund E. Hansen Köbenhavn, er smíðuðu og teiknuðu Hermóð, Skipstjóra- og stýrimannafélag- inu Verðandi í Vestmannaeyjum, Commodore Anderson, yfirmanni brezku eftirlitsskipanna hér við land, svo og frá vitavörðum, sjómönnum og öðrum velunnur- um skips og skipshafnar innan- lands og utan. (Frá Landhelgisgæzlunni). Laugardagur 21. febrúar Efni blaðsins er m.a.: Bls. 3: Setning Búnaðarþings. — 6: „Sannleikurinn um Nagy-mál- ið“. — 8: Forystugreinin: „Vel stjómað44. Málafcrli út af „Arnarhreiðr- inu“. — 9: Bæjarmálastefna Sjálfstæðls- manna (Ræða Geirs Hallgríms- sonar). — 14: Kosið til ýmissa starfa á Al- þingi. L E S B Ó K fylgir blaðinu i dag. — Efni hennar er m.a.: Hvernig reyndist Kirkjuþingið, eftir Gísla Sveinsson. Þrætulandið Kashmir. Eiga konur að vera læknar. Pappír. Vetnisorkan til friðsamlegra starfa. Atomklukkan. Heim úr miðsumarstúrnum. (Smásaga). — Bridge o. fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.