Morgunblaðið - 10.03.1959, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.03.1959, Qupperneq 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. marz 1959 Loftleiðir fimmtán ára í dag HINN 10. marz 1944 komu nokkr- ir menn saman í Reykjavík til þess að stofna formlega nýtt [blutafélag, sem þeir nefndu Loft- Seiðir. f dag eru því liðin fimm- ’n ár frá því er þetta gerðist. Nokkrum mánuðum áður en ákveðið var að stofna félagið höfðu þrír ungir íslenzkir flug- menn horfið heim frá Kanada, þar sem þeir luku flugnámi og síðar störfum á vegum kanadiska flughersins. Þeir höfðu keypt litla flugvél, sem átti að vera því til tryggingar, að þeir fengju at- vinnu hér heima, en er augljóst varð, að af því gat ekki orðið, þá virtist ekkj nema um tvennt að velja fyrir þá, að hætta við flugstörf eða hverfa úr landi. Ein- hverjum kom þá til hugar, að kanna þriðja möguleikann, stofn- un nýs flugfélags, og upp úr þeim ráðagerði.m óx svo framkvæmd- farþega-afgreiðslan í Reykjavík var við Lækjargötu 10 B, en síðar Hafnarstræti 4, og nú er farmiða. greiðsla í Lækjargötu 2, en aðal- skrifstofu'rnar við Reykjanes- braut 6. Sívaxandi flutningaþörf olli því, að félagið jók starfsemi sína mjög fyrstu árin með kaupum á nýjum tegundum flugvéla og fjölgun áætlunarferða. Keyptar voru flugvélar af Grunman — Anson — Catalina — og Douglas- gerð. Ttil dæmis um flutningana má geta þess, að fyrsta árið fluttu Loftleiðir 246 farþega milli ísafjarðar og Reykjavíkur en síðar urðu þeir 2300. Árið 1946 fluttu Loftleiðir rúmlega 500 far- þega milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur, en árið 1951 var farþegatalan á þeirri flugleið orð in rúmar 6 þúsundir. Um skeið hélt félagið uppi áætlunarflugferðum með ýmsum frá öndverðu verið augljós anuð- syn á að íslendingar reyndu að hasla sér öll á hinum alþjóðlega leikvangi flugstarfseminnar, en fyrir því voru kaupin á milli- landaflugvél strax gerð og telja mátti, að skynsamlegur grund- völlur væri fyrir þeim. Til Reykjavíkur kom hin nýja flug- vél félagsins „Hekla“ 15. júní 1947 og tveim dögum síðar — á þjóðhátíðardaginn — fór hún í fyrstu áætlunarferðina til Kaup- mannahafnar. Saga fyrstu ára millilandaflugs ins geymir minningar um marga skemmtilega áfanga, en hún varðveitir einnig endurminning- ar um margvíslega örðugleika, einkum fjárhagslega, sem áttu vitanlega ekki sízt rætur að rekja til þeirrar staðreyndar, að félagið var alltof fjárvana í öndverðu til þess að geta lagt það af mörkum, sem nauðsynlegt var til að greiða Flugfreyjan og flugvélin áður en lagt er af stað. Hófleg fargjöld - öryggi - traust þjónusta in, stofnun Loftleiða 10. marz 1944. Að stofnun félagsins unnu, auk flugmannanna þriggja og vanda- manna þeirra, ýmsir áhugamenn um flugmál. Einn helzti forystu- maður félagsins á fyrstu árum þess og formaður stjórnarinnar um langt árabil var Kristján Jó- hann Kristjánsson, en auk hans átti Alfreð Elíasson, núveranai framkvæmdastjóri félagsins, sæti S stjórninni frá öndverðu. Stjórn félagsins skipa nú Kristján Guð- laugsson formaður, Alfreð Elias- son, E. K. Olsen, Ólafur Bjarna- son og Sigurður Helgason. Innr.nlandsflug Upphaflega var að því stefnt að koma á föstum áætlunarferð- um milli Reykjavíkur og þeirra byggðarlaga, sem örðugt áttu um samgöngur við höfuðborgina, t. d. Vestfjarða, en þaðan hafði verið lagt fram nokkurt hlutafé til félagsstofnunarinnar, til trygging ar því, að reynt yrði að koma á fót föstum flugsamgöngum. Flugvéiin, sem flugmennirnir þrír, Alfreð Elíasson, Kristinn Olsen og Sigurður Ólafsson, höfðu haft með sér út hingað frá Kanada varð fyrsti — og til að byrja með — eini vélakostur hins nýja flugfélags, en henni var flog ið í fyrstu áætlunarferð félagsins frá Vatnagörðum í Reykjavík til iVestfjarða 7. apríl 1944. k' Nokkru síðar festi félagið kaup á annarri Stinson-sjóflugvél og sumarið 1944 var auk áætlunar- ferðanna haldið uppi síldarflugi frá Miklavatni í Fljótum. > Meðan eingöngu var unnið með sjóflugvélum var aðalbækistöð félagsins við Vatnagarða í Reykja vík, en eftir að aðrar tegundir komu til sögu færðist starfsemin út á Reykjavíkurflugvöll. Fyrsta Stjórn Loftleiða, talið frá vinstri: Ólafur Bjarnason, Kristinn Olsen, Sigurður Heigason, Kristján Guðlaugsson, formaður og Alfreð Elíasson, framkvæmdastjóri. tegundum flugvéla milli Reykja- reksturshalla, meðan unnið var víkur og 15 flughafna innan- lands, en í febrúarbyrjun árið 1952 ákvað félagið að hætta inn- anlandsfluginu, er flugleiðunum hafði þá erið skipt milli Loft- leiða og Flugfélags íslands og LoftleiCir töldu fjárhagsgrund- völl ekki nægilega tryggan fyrir hagkvæmum rekstri á þeim leið- um, er félaginu hafði verið heim- ilað að fá. Því var ákveðið að hverfa eingöngu til millilanda- flugsins og selja allar þær flug- vélar, er notaðar höfðu verið til flugrekstursins innanlands. Millilandaflug hefst Saga millilandaflugs félagsins hefst með kaupum þess á fyrstu Skymasterflugvélinni árið 1946. Forystumönnum Loftleiða hafði að öflun nýrra markaða. Örlagaríkasti áfanginn er tvi- mælalaust sá, sem varðar leyfið til Ameríkuflugsins, er veitt var, árið 1948, en það hefir alla tíð síðan verið eitt helzta lífakkeri félagsins og á grundvelli þess var ákveðið ú.ið 1952 að endurskipu- leggja alla starfsemina og freista þess að koma á föstum og reglu- bundnum flugferðum milli Bandaríkjanna og Norður-Evrópu með viðkomu á íslandi. Leiguflug Um tíma var leiguflug verulegur þáttur í starfsemi félagsins. Farn- ar voru í.rðir með farþega frá Evrópu til Suður-Ameríku, flug- vélar félagsins voru í förum milli íslands og Grænlands á veg- Þetta er fyrsta flugvél Loftleiða um franska vísindamannsins Dr. Paul-Emile Victor og danska landkönnuðarins Dr. Lauge Koch. Allt varð þetta til þess að veita flugmönnum félagsins og öðrum starfsmönnum þess dýrmæta reynslu, sem síðar hefir komið að góðu haldi. Þess má geta, að á þessu árabili voru flugvélar fé- lagsins stundum í leiguferðum til Austurlanda. S'-staða Loftleiða Þó að þær ákvarðanir, sem teknar voru um endurskipulagn- ingu millilandaflugsins árið 1952 hafi fyrst og fremst mátt rekja tilj hins takmarkaða flugvéiakosts félagsins og þrönga fjárhags, þá hafa meginatriði þetvra orð ð til þess að skapa Loftleiðum sér- stöðu í samkepninni á flugleiðun- um yfir Norður-Atlantshafið og munu, ef að líkum lætur, halda áfram að tryggja félaginu ör- uggan fjárhagsgrundvöll. Er hér einkum átt við hin iágu targjöld, sem ákveðin voru með sérstöku samkomulagi milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og íslands og rök- studd með skírskotun til þeirrar staðreyndar, að enda þótt flug- vélar .Loftleiða væru af einni þeirri traustustu gerð, sem nú er kunn, þá reyndust þser ekki jafn fljótar í förum og nýrri tegundir en fyrir því væri réttmætt, að gera farþegum að greiða lægri gjöld með þeim en hraðfleygari flugvélum. Nú er svo komið, að enginn treystir sér lengur til að finna frambærilegar röksemdir gegn þessari stefnu Loftleiða. Það er nú opinberlega viður- kennt af ýmsum hinna sérfróð ustu þeirra, er um flugmál rita, að hér sé ekki einungis um mikið sanngirnismál að ræða, heldur hafi starfSemi Loftleiða fært heim sanninn um það, að með því að stilla fargjöldunum í hóf verði mögulegt að ná til fjöl- margra þeirra, sem annað hvort hefðu ekki ferðast eða valið skip til ferðanna yfir hafið, en af þeún sökum sé samkeppni Loftleiða ekki jafn hörð við stóru flug- félögin og raun virðist berá vitni við fyrstu sýn. Fargjaldabarátta Loftleiða hef- ir ekki einungis vakið verðskuld- aða athygli á litlu flugfélagi, sem býður hinni voldugu flugfélaga- samsteypu IATA birginn, heldur hefir hún einnig orðið til þess að ýmsir eru nú teknir að hugleiða, hvort hyggilegast muni ekki vera að bæta nýjum fargjaldaflokki við, „Loftleiðafargjöldunum“ á flugleiður.um yfir Norður-Atlants hafið og fari svo, þá mun þáttur Loftleiða aldrei reynast ómerkur í flugsögunni, hvað sem verða kann um framtíð félagsins að öðru leyti. Öruggur vöxtur Við árslok 1952 var tala fluttra farþega frá stofnun félagsins ekki orðin nema rúmar 95 þús- undir, en síðan hefir hún farið sívaxandi og er nú alls orðin um 205 þúsundir. Farpegafjöldinn reyndist á sl. ári 26.702, en það er hæsta farþegatala félagsins á einu ári og mjög athyglisverð, þegar þess er gætt, að um mesta annatímann, sumarið 1958, var ferðafjöldinn nokkru minni en sumarið 1957. Þetta verður aug- ljóst, þegar horft er til yfirlits- ins um sætanýtingu flugvélanna, sem hefir farið s' r.xandi og var hún á sl. ári 70% að meðaltali, en það er, miðað við niðurstöðu- tölur annarra flugfélaga, mjög góður árangur. Til gamans má geta þess að samanlagður flugstundafjóldi vélakosts félagsins frá upphafi starfseminnar er nú orðinn 68. 248, en það jafngildir tæplega 8 árum og floginn kílómetrafjöldi (20.328.533) samsvarar rúmum 26 ferðum fram og aftur milli tungls og jarðar. Mikil eftirspurn ílugfara veld- ur því, að-Loftleiðir ráðgera nú verulega aukningu flugferða sinna á sumri komanda. Áætlað er, að yfir mesta annatímann, eða frá maílokum, verði farnar níu ferðir í viku hverri milli meginlam’s Evrópu og íslands og níu ferðir milli fslands og Amer- íku og munu flugvélar félagsi.t því verða 36 sinnum í viku á ReykjavíkurflugvelH á leiðinni austur eða vestui yfir Atlants- hafið, gert er ráð fyrir að félagið muni, auk tveggja Skymaster. flugvéla sinna, nota til þessa tvær leiguflugvélar. Viðkomustaðir verða hinir sömu og nú, New York, Glrsgow, London, Stafang- ur, Oslo, Gautaborg, Kaupmanna höfn og Hamborg, en auk þess Framh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.