Morgunblaðið - 10.03.1959, Síða 19

Morgunblaðið - 10.03.1959, Síða 19
Þriðjudagur 10. marz 1959 19 MORCinsnr. 4ðið Brezkur ráðherra rœðir fiskveiðadeituna LANDBÚNAÐAR- og sjávarút- vegsmálaráðherra Breta hélt ræðu á sunnudaginn í Great Yar- mouth og sagði þá m.a.: „Great Yarmouth á sér merki- lega fiskveiðasögu, og það er eðlilegt að við hugleiðum í kvöld brezka sjávarútveginn, sem á sér merkilegan feril bæði í stríði og friði. Þetta er atvinnugrein sem á sér merkilegan feril bæði í stríði og friði. Þetta er atvinnu- grein sem tekur karlmannlega á vandamálum sínum. Sum þeirra eru ekki auðveld viðureignar. Nefna má síldveiðivandamálið við Austur-Anglíu og fiskveiði- vandamálið við strendur fslands. Hin mikla vorvertíð við ís- land er nú að hefjast, og togar- ar okkar, sem sækja á fjarlæg mið, munu stunda þar veiðar undir vernd konunglega brezka sjóhersins innan 12 mílna mark- — írak Framh. af bls. 1. sambandið var að nokkru ó- virkt. Lögreglan hefur lokað öllum landamærum og gerir það sem hún getur til að hylja uppreisnina þoku og reyk, svo það er engin leið að fá rétta mynd af því sem er að gerast í landinu. Hvor segir satt? Um svipað leyti og Bagdad- útvarpið skýrði frá því, að Shaw waf ðfursti hefði verið tekinn fastur af íbúunum í Mogul, var sagt frá því í útvarpi uppreisn- armanna, að Kassem væri nú um kringdur og höfuðborgin muni falla í hendur uppreisnarmanna á hverri stundu. Einn af leiðtogum júlí- byltingarinnar. Shawwaf ofursti er 45 ára gam- all ©g var einn af leiðtogum bylt- ingarinnar í júlí í fyrra. Hann var einn þeirra þriggja herfor- ingja, sem skipulögðu herinn fyr- ir uppreisnina. Hinir voru Kass- em núverandi forsætisráðherra og Naji Taleb, fyrrverandi félags- málaráðherra, sem sagði af sér ásamt fimm öðrum ráðherrum í síðasta mánuði í mótmælaskyni við vaxandi áhrif kommúnista á ■tjórn landsins. Sá armur byltingarmanna, sem Shawwaf stjórnaði, var talinn fyigjandi skoðunum Arefs ofursta, fyrrverandi aðstoðarfor- sætisráðherra, sem nú hefur ver- ið dærndur til dauða fyrir þær sakir, að hann hafi reynt að drepa Kassem. Aref vildi að írak sameinaðist Arabiska sambands- lýðveldinu, en þar er kommún- istaflokkurinn bannaður. Shawwaf hefur sakað Kassem um svik við júlí-byltinguna og tilhneigingar til einræðis. Koðnar hún niður? ÞaS er álit sérfróðra manna, að uppreisnin í írak muni koðna niður nema því aðeins að Arab- iska sambandslýðveldið skerist i leikinn og veiti uppreisnarmönn- um lið. Kassem á mikinn styrk í flughernum, sem hefur reynzt honum tryggur, og svo i götu- lýðnum, sem lætur stjórnast af vigorðum velþjálfaðra æsinga- manna, sem hamra á sjálfstæði Iraks. Kommúnistum fengin vopn. Útvarp uppreisnarmanna skýrði frá því í kvöld, að setuliðið í Kirkuk hefði gengið þeim á hönd. Samkvæmt fregnum sem borizt hafa til Kairó hafa yfirmaður flug hersins og yfirmaður brynvagna- deildar hersins lýst yfir fullum stuðningi við Kassem. Flokkar og félög, sem lúta stjórn kommún- ista, fá nú afhent vopn í birgða- stöðvum hersins í Bagdad. anna, sem fslendingar hafa sett með einhliða aðgerðum og reyna að knýja fram. Ég sé að orðið „ögrun“ er notað á íslandi. Ég vil lýsa yfir því, að sízt af öllu höfum við í hyggju að ögra. Skip okkar eru einfaldlega að veiða á sömu miðum og þau hafa veitt á frá því á öldinni sem leið. Við erum aðeins að gera það sem hef- ur verið árleg venja okkar. Við viljum skynsamlega lausn deil- unnar og höfum margsannað fs- lendingum það. Við viljum ekki árekstra og við munum reyna að forðast þá, en við getum ekki orðið við einhliða kröfum, og við hljótum að vona að skynsem- in sigri og lausn fáist á þessari leiðindadeilu". — Krúsjeff Framh. af bls. 1. nýja „styrjöld“ sagði Ollenhauer. Hann neitaði að segja nánar frá sjálfum viðræðunum, enda hefðu þeir Krúsjeff komið sér saman um að láta ekki annað uppi en það : em fram kæmi í sameigin- legri yfirlýsingu þeirra. Ollen- hauer tók skýrt fram, að ekki hefði verið rætt um ráðstefnu vestur-þýzkra sósíaldemókrata og austur-þýzkra stjórnmála- manna, og ekki hefði heldur ver- ið minnzt á viðræður Krúsjeffs við Willy Brandt. Víðtækar umræður í dag sagði Krúsjeff leiðtogum austur-þýzkra kommúnista, þeim Grotewohl forsætisráðherra og Ulbricht framkvæmdastjóra flokksins, frá samtali sínu við Ollenhauer. Jafnframt sat Ollen- hauer fund stjórnar vestur- þýzkra sósíaldemókrata og gerði þar grein fyrir samræðum sínum við Krúsjeff. Á þeim fundi var einnig ætt um boð Krúsjeffs til Willy Brandts, en hann var við- staddur fundinn. Hin opinbera yfirlýsing hefur ekki að geyma neitt annað en það sem Ollenhauer hafði þegar látið uppi um viðræðurnar. Þær fóru íram í rússneska sendiráðinu í Austur-Berlín, en þar mun Krú- sjeff líka hitta Brandt. Sundmót í Hafnarfiði SUNDMÓT skólanna í Hafnar- firði fer fram kl. 8 í kvöld. Á mótinu eru keppt um bikara er Sundhöll Hafnarfjarðar gaf í til- efni af 100 ára afmæli skóla- iþrótta. Þátttakendur I mótinu í kvöld verða um 130 frá Flensborg og barnaskóla Hafnarfjarðar. Einnig fer fram keppni um Hlifarbikarana og í 500 m bringu sundi kvenna og í 1000 m bringu sundi karla. Dímncbrog nmiist sextugs* afmælis Friðriks 9. NÆSTKOMANDI miðvikudags- kvöld heldur félagið Dannebrog skemmtun í Framsóknarhúsinu í tilefni af sextugsafmæli Friðriks Danakonungs. Þar mun Karlakór Reykjavíkur syngja og ýmislegt fleira verður til skemmtunar. Skemmtunin hefst kl. 7 með borðhaldi fyrir þá sem vilja, en öðrum er heimilt að koma eftir matinn. Aðalfundur Hall- grímssafnaðar AÐALFUNDUR Hallgrímspresta kalls í Reykjavík var haldinn í kirkjuhúsi safnaðarins 22. febrú- ar síðastliðinn. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. For- maður minntist í upphafi máls þeirra miklu sjóslysa, sem orðið hefðu nýlega og lýsti samúð safn aðarmanna með aðstandendum hinna látnu, Því næst færði hann ýmsum velunnurum safnaðarihs þakkir fyrir störf í þágu safnað- arins og gjafir, sem honum hefðu borizt. Þar á meðal voru Guð- brandsbíblía frá þeim hjónum Frú Guðrúnu og Carl Rydén, svo og kr. 10,000,00, sem Fr. Sigríður Bjarnadóttir hafði gefið í líknar- sjóð safnaðarins til minningar um bróður sinn Gísla Bjarnason. Loks gaf formaður yfirlit yfir starf sóknarnefndar á árinu 1958 og framkvæmdir við kirkjubygg ingu, en eins og kunnugt er hefir nú verið hafizt handa með að byggja kirkjuskipið. Féhirðir safnaðarins, Gísli Jónasson, skólastjóri, las reikn- inga safnaðarins fyrir árið 1957 og gerði grein fyrir þeim. Þá las hann og reikninga líknarsjóðs Hallgrímsprestakalls. Reikning- arnir voru samþykktir. Meðal tillagna, sem samþykkt- ar voru á fundinum voru: .Safnaðarfundur þakkar Ara Stefánssyni, meðhjálpara, fyrir störf, er hann hefir unnið í þágu safnaðarins af mikilli trú- mennsku og samvizkusemi og biður honum blessunar Guðs í nú tíð og framtíð. Jafnframt býður fundurinn eftirmann hans, Ólaf Guðmundsson, velkominn til starfsins“. „Safnaðarfundur Hallgríms- sóknar sendir einlægar samúð- arkveðjur til allra inann safnað- arins og utan, sem orðið hafa fyr- ir þeirri sorg að missa ástvini sína í sjóslysum þeim, sem átt hafa sér stað á undanförnum vik- um og hvetur safnaðarfólk til að leggja sinn skerf til samskota þeirra, sem boðað er til í þágu þeirra heimila, sem hjálparþurfi eru“. Umræður urðu um nokkur mál, sem vörðuðu söfnuðinn og kirkju líf í landinu. Síra Jakob Jónsson endaði fundinn með lestri Guðs orðs og bæn. Frá Alþingi FUNDIR voru settir í báðum deildum Alþingis á venjulegum tíma í gær. Á dagskrá efri deild- ar voru tvö mál. Frv. um kosn- ingar til Alþingis var til 1. umr. og afgreitt samhljóða til 2. umr. og allsherjarnefndar. Frv. um fasteignagjöld til sveitarsjóða var til 3. umr. Breytingartillaga frá Páli Zóphóníassyni, þess efnis, að aldrei megi innheimta hærri gjöld af einstakri fasteign en þau gátu hæst orðið fyrir 1. maí 1957, var samþykkt með 7 atkv. gegn 3 og frv. með áorðinni breytingu samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með sjö samhljóða atkv. Þrjú mál voru á dagskrá neðri deildar. Frv. um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins var til 3. umr. og afgreitt sem lög. Frv. um ríkisreikninginn 1956 var til 1. umr. og vísað til 2. umr. og fjár- hagsnefndar samhljóða. Frv. um tekjuskatt og eignarsktt var til 1. umr. og vísai til 2. umr. og fjárhagsnefndar með samhljóða atkvæðum. Innilegar þakkir sendi ég öllum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 70 ára afmæli mínu 6. marz s.l. Guð blessi ykkur öll. ÓLlNA STKFÁNSIÍOT'TIK, Árgötu 2 — Iíúsavík. SKATTSTOFA REYKJAVÍKtR verður lokuð frá kl. 1 í dag vegna jarðarfarar SKATTSTJÓRINN Eiginmaður minri, faðir okkar og tengdafaðir ÞÓBÐUR JÓHANNESSON járnsmiður, lézt í Bæjarspítalanum 7. marz. Sveinbjörg Halldórsdóttir, börn og tengdabörn Hjartkær eiginkona mín og móðir okkar SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR JJesturgötu 68 andaðist 8. þ.m. Sigurður Sigurðsson og börn Jarðarför konunnar minnar GUÐRlÐAR ÁRNADÖTTUR Meðalholti 10, fer fram frá Fossvogskirkju, miðviku- daginn 11. marz. Þórður Gíslason Móðir okkar og systir GUÐNÝ EGILSDÓTTIR verður jarðsett frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. marz. n.k. kl. 1,30 eh. Ástríður Ólafsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Árni Ágústsson, Guðrún Egilsdóttir. Við þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við fráfall elskulega sonar okkar og bróður ÁNDRÉSÁR hallgrímssonar, er fórst með b.v. Júlí. Foreldrar og systkyni Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð við fráfall mannsins míns, föður og dóttursonar RAGNARS KARLSSONAR, sem fórst með b.v. Júlí. Siðríður Konráðsdóttir, börn og Guðný Björnes. Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð við fráfall sonar míns, eiginmanns og bróður BJÖRGVINS JÓHANNSSONAR sem fórst með b.v. Júlí. Ragnheiður Bjarnleifsdóttir, Kristín Eyfeld, Aruheiður Magnúsdóttir og börn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför KATRlNAR BÖÐVARSDÓTTUR Hagamel 43 Aðstaniendur Hjartkærar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð, við fráfall ástkærs sonar okkar, stjúpsonar og bróður MAGNÚSAR GUNNARS SVEINSSONAR er fórst með b.v. Júlí 8. febrúar s.l. Sigríðnr Jónsdóttír, Ael Eyjólfsson, Anna Guð jónsdóttir, Sveinn Sveinsson, Dóra Guðjónsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát. og jarðarför föður okkar, GUÐMUNDAR HELGASONAR Þökkum sérstaklega öllum þeim, sem hjúkruðu lionum og glöddu í hinni löngu sjúkdómslegu hans Börnin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.