Morgunblaðið - 02.04.1959, Síða 1

Morgunblaðið - 02.04.1959, Síða 1
20 siðc' - Indverjar særðir af falsrökum kommúnista Myndin sýnir nokkra hermenn af Khamba ættflokknum i Tíbet, sem er herskáasti ættflokkur landsins og hefur verið í vopnaðri uppreisn gegn kínverskum kommúnistum í þrjú ár. Dalai Lama eltur af fallhlíf- arliði og jbyrilvængjum en þegnar hans beitfir harðræði NÝJA DELIII 1. apríl. (NTB- Reuter). — Miklar umræður standa enn yfir í indverska þjóð- þinginu um atburðina í Tíbet. I dag lýstu tveir rá'ðherrar ind- versku stjórnarinnar yfir undr- nn sinni vegna framkomiu Kín- verja, þar sem þeir halda áfram að saka Indverja um að stuðla að uppreisninni og segja að bær- inn Khalimpong í Indlandi við tíbetsku-landamærin hafi verið miðstöð heimsvaldasinna og það- an hafi uppreisninni verið stjórn- að. Varautanríkisráðherra Indlands Lakhsmi Menon sagði i ræðu, að þessar ásakanir Kínverja væru svo fáránlegar að undrun sætti. Nehru forsætisráðherra hefði þeg ar tekið af öll tvímæli um að ekkert slíkt hefði getað átt sér stað í Khalimpong. Þegar Kín- verjar héldu áfram rógburði um þetta væri því um leið um að ræða móðgun í garð hins ind- verska forsætisráðherra. Goving Ballabn innanrikisráð- herra Indlands lét einnig í ljós undrun yfir því að Kínverjar skuli ekki taka gilda neitun Nehrus á þessum ásökunum. Þessi framkma sýndi bezt sannleiksást kínverskra kommúnista. Hér þyrftu þeir á því að halda að út- skýra fyrir kínversku þjóðinni, hversvegna uppreisn hafi brotizt út í Tíbet. Þeir vildu ekki viður- kenna það sem rétt er að öll tí- betska þjóðin hefur risið upp gegn kúguninni, heldur gripu þeir til falsraka, sem í þessu tilfelli væru vægast sagt fáránleg. TAIPEI á Formósu 1. apríl. NTB. Stjórn þjóðernissinna á Formósu lýsti því yfir í dag, aS hún væri reiðubúin, að veita öllum tíbetsk um flóttamönnum hæli. Var yfir lýsing þessi gefin að gefnu tilefni, þar sem Nehru forsætisráðherra hafði sagt í indverska þinginu, að ekki yrði hægt að taka á móti öllum tíbetskum flóttamönnum ef t.d. hálf þjóðin flýði undan komm únistum. Stjórn þjóðernissinna er reiðubúin að taka á móti hverj- um þeim mannl sem neyðist til að flýja grimmdaræði kommún- Kommúnískur leiðtogi sakaður um óJugnað MOSKVU, 1. apríl. — Forsætis- ráðherra Hvíta-Rússlands, Niko- lai Avkhimovich, hefur verið sakaður um hæfileikaskort og ó- dugnað við framkvæmd sjö ára áætlunarinnar í héraði sínu. — Fyrir nokkru játaði forsætisráð- herrann brot sín á fundi í mið- stjórn kommúnistaflokks Hvíta- Rússlands. Auk forsætisráðherr- ans hefur flokksstjórnin öll ver- ið sökuð um ódugnað við að koma sjö ára áætluninni í fram- kvæmd. Rússneska stjórnarblaðið Pravda skýrir frá þessu um viku eftir að miðstjórnarfundur komm únistaflokks Hvíta-Rússlands var haldinn. Auk ódugnaðar er flokksstjórnin sökuð um hirðu- leysi, skort á framtakssemi og að virða einskis sósíalískt uppeldi æskunnar. Hvíta-Rússland er lands- svæði vestast í Sovétríkjunum, næst fyrir austan Pólland. ista. Þar á meðal eru þeir 2900 tíbetsku flóttamenn, sem þegar eru komnir til Indlands velkomn ir til Formósu. Stór ormur sem gleypir lítinn orm NEFND tibetskra flóttamanna í Indlandi hefur birt dreifibréf sem uppreisnarmenn í Tíbet sendu fyrir nokkru um byggðir lands síns. Dreifibréfið er svo- hljóðandi: „Við þjóð Tíbets höfum lifað í friðsæld undir stjórn trúarlegs- og veraldlegs leiðtoga okkar. Við vitum hvað er synd og hvað er dyggð. Tíbet var áður friðsælt ríki. Nú kveinum við vegna þess að óvinur trúarinnar. hið komm- úníska Kina hefur hernumið Tí- bet með valdi, eins og stór orm- ur sem gleypir lítinn orm. Kín- verjamir eyða landi okkar með svikum og vægðarleysi. Þeir reyna að útrýma saklausum prest um og bændum. Enginn á að fá að eiga, það sem hann hefur unn ið sér inn með þvi að vinna baki brotnu. Kínverjar vörpuðu her- liði niður úr loftinu og réðUst inn fyrir landamærin að nauðsynja- lausu. Þeir hafa drepið marga presta og óbreytt almúgafólk með fallbyssukúlum og flug- sprengjum. WASHINGTON, 1. apríl (NTB) — Utanríkisráðherrar Vesturveld- anna og Vestur-Þýzkalands héldu áfram viðræðum í dag og var bú. izt við að fundir stæðu langt fram á kvöld. Fulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði í dag að ráðherrarnir hefðu í dag farið yfir allt Þýzkalandsvandamálið frá rótum, þar á meðal rætt hugs- anlegar leiðir til að koma á frið- arsamningum við Þýzkaland. Sagt er að ráðherrarnir hafi orðið sammála um að Vestur- veldin ættu að leggja fram nýjar tillögur um friðarskilmála sem Kalimpong og Nýju Delhi, 1. apríl. — (NTB-Reuter) ENN í dag hafa kínverskir kommúnistar haldið uppi víð- tækri leit úr lofti að þjóð- þeir ætli að leggja fyrir Rússa á hinni fyrirhuguðu ráðstefnu utan- ríkisráðherranna í Genf 11. maí nlt. Er þó álitið að slíkar gagn- tillögur verði aðeins um megin- atriðin sem leggja beri til grund- vallar friðarsamningi við Þýzka- land. Mun það vera ætlun ráðherr- anna að ná samkomulagi um þessi grundvallaratriði í kvöld og ef það tekst munu þeir leggja þau fyrir Atlantshafsráðið, en fundur þess mun hefjast í Washington á morgun á 10 ára afmæli Atlants. hafsbandalagsins. höfðingja Tíhets, Dalai Lama. Sést greinilega frá indversk- um landamærabæjum, að fjöldi leitarflugvéla er á stöð- ugu sveimi yfir fjalllendinu norður af Indlandi. Frá sjálfu Tíbet berast hins vegar frétt- ir um að kínverska hernáms- liðið hafi gripið til harðýðgis- legri hefndaraðgerða en nokkru sinni fyrr. Meðal ann- ars er sagt, að kínverskir lög- reglumenn beiti marga harð- ræði til að þvinga þá til að gefa upplýsingar um ferðir Dalai Lama. Smám saman eru að berast ýtarlegri fregnir af uppreisninni í höfuðborginni, Lhasa, og eftir- köstum hennar. Bardagar í borg- inni hafa verið miklu harðari en fyrst var álitið. Heil borgar- hverfi liggja í rústum og komm- únistar jöfnuðu við jörðu með fallbyssuskothríð sumarhöll Da- lai Lama rétt fyrir utan borgina. Eftir að kunnugt varð um flótta Dalai Lama hófu kommún- istar ofsafengna leit að honum í öllum nálægum klaustrum. Munk arnir í tveimur klaustrunum, Sera og Drepung, í nágrenni Lhasa veittu þeim viðnám. — Klaustrið Sera var svo að segja jafnað við jörðu með fallbyssu- skothríð og loftárásum og Drep- ung stórskemmt. Af 13 þúsund munkum, sem bjuggu í þessum tveimur klaustr um, lifðu 8 þús. af bardagann og voru þeir fluttir til Lhasa í vöru- bílum, sumir í þrælkunarbúðir en aðrir skotnir. Hafa þúsundir og tugþúsundir Tíbeta verið líf- látnir síðustu sólarhringa. Svo virðist sem kommúnistar hafi ekki hugmynd um, hvar Dalai Lama er. En þeir leita hans alls staðar, í klaustrum, borgum og í fjalllendunum. Virðast þeir leggja meginkapp á það að hann komist ekki undan til Indlands. Kínverjar hafa varpað fallhlífar- liði niður í fjalllendinu milli Brahmaputra og indversku landamæranna. Indversk blöð segja í dag, að Dalai Lama eigi aðeins fáa kíló- metra eftir ófarna til smáríkisins Bhutan, en þessar fréttir fást ekki staðfestar af opinberri hálfu í Indlandi. Hins vegar telja þeir sem kunnugastir eru staðháttum líklegast, að Dalai myndi koma inn í Bhutan, ef hann kæmist undan. Fulltrúar tíbetskra flótta- manna í Nýju Delhi skýrðu í dag frá því, að Dalai Lama hefði sent boðskap út frá felustað sín- um til tíbetsku þjóðarinnar. I boðskap þessum heitir hann á þjóð sína að unna sér aldrei hvíldar fyrr en hinir kínversku landræningjar eru hraktir brott af heilagri jörð Tíbets. Nú fjölgar stöðugt flóttafólki, sem sleppur yfir landamærin til Indlands og Nepals. Er svo að heyra að það geri sér miklar vonir um að þjóðhöfðingi þeirra komist undan Kínverjum. Telur það að Dalai Lama muni sleppa suður yfir landamærin innan fárra daga og er eftirvænting þess mikil. Flóttamenn segja að Kínverjar ofsæki sérstaklega munkana i Tíbet. Hafi þeir ráðizt á hvert klaustrið á fætur öðru og tekið þau í sínar hendur. Síðan mis- þyrmi þeir munkunum og jafnvel séu þess mörg dæmi, að þeir loki þá inni í klefum matarlausa, og þar megi þeir svelta til bana. — Hernaðarástand ríkir enn í höf- uðborginni, Lhasa. *--------------------------* Fimmtudagur 2. apríl. Efni blaðsins er m.a.: Efni blaðsins er m.a.: Bls. 3: Vilja skila íslandi handritunum* — 6: Sjálfstæðismenn á Austurlandl fylgjandi kjördæmabreyting- unni. — Bridgeþáttur. — 8: Friðriks J. Rafnar minnzt. — 10: Forystugreinin: Gerningaþok* unni mun létta. — TrapezulíA- an í herratízkunni (Utan tr heimi. — 11: Með Churchill hjá Stalín. — 13: Tíbetar hafa varizt kommúnlit- um í aldaraðir. — 18: íþróttafréttir. ★--------------------------* -<s> Nær 3000 tíbetskir flóttamenn eru komnir til Indlands. Hefur indverska stjórnin lítil tök á að taka við flóttafólkinu og dvelst það í fátæklegum tjhldbúðum í skorti og allsleysi. Myndin er tekin í einni af tjaldbúðum tíbetskra flóttafólksins. Vesturveldin með gagn- tillögur að friðarsamningi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.