Morgunblaðið - 02.04.1959, Side 2
2
Fimmtudagur 2. apríl 1959
MORCUNBLAÐ1Ð
Ekkert svar komið
frá brezku stjórninni
Nýjasta landhelgisbrotið rœtt á Alþingi
ER fundur hafði verið settur í
sameinuðu Alþingi í gær, kvaddi
Eysteinn Jónsson sér hljóðs utan
dagskrár. Hóf hann mál sitt með
þvi, að síðan Alþingi hefði komið
taman síðast hefðu nýir atburðir
gerzt í landhelgisdeiiunni við
Breta. Samkvæmt opinberri til.
kynningu hefði brezkur togari
verið staðinn að broti innan
fjögra míina markanna. en brezkt
herskip hefði komið í veg fyrir
að hann yrði tekinn og veitt hon-
um vernd tíl að ná heim tU Eng-
lands.
Kvaðst Eysteinn Jónssoa vilja
spyrjast fyrir um það hjá ríkis-
stjórninni hvort nokkuð hefði
gerzt í málinu eftir að síðasta
opinber tilkynning var gefin út,
•n nauðsynlegt væri fyrir þing-
menn, að fá sem fyllstar upplýs-
ingar um það, sem gerzt hefði.
Æskilegt væri, að ríkisstjórnin
hefði samráð við utanríkismála-
nefnd um þetta mál svo að sem
bezt samriaða næðist um það.
Guðmundur í. Guðmundsson,
utanrikisráðherra, varð fyrir
svörum af hálfu ríkisstjórnarinn-
ar. Skýrði hann svo frá, að strax
og ríkisstjóminni hefði borizt
Athugasemd
AÐ gefnu tilefni skal það tekið
fram í sambandi við frétt blaðs-
ins í gær, um átök lögreglunnar
í Keflavík, við skotmann, að mað-
urinn er ekki frá Bergi í Gerða-
hreppi, híldur er hann úr hverf.
inu, sem almennt er kallað Berg-
ið.
Badmintonmót
Reykjavíkur
REYKJAVÍKURMÓT i badmin-
ton fór fram laugardaginn 21.
marz í íþróttahúsi Vals að Hlíð-
arenda. Þátttakendur voru 23,
allir frá Tennis- og badmintonfé-
lagi Reykjavíkur.
Reykjavíkurmeistarar urðu
sem hér segir:
Tvíliðaleikur kvenna: Hall-
dóra Thoroddsen og Júlíana Ise-
barn sigruðu Sigríði Guðmunds-
dóttur og Jóninu Nieljohnius-
dóttur með 17:13, 9:15 og 15:13.
Einliðaleikur kvenna: Hall-
dóra Thoroddsen sigraði Júlíönu
Isebarn með 9:11, 11:7 og 11:1.
Tvendarkeppni: Halldóra Thor
oddsen og Wagner Walbom sigr-
uðu Sigríði Guðmundsdóttur og
Pótur Nikulásson með 15:12 og
15:3.
Tvíliðaleikur karla: Einar Jóns
son og Óskar Guðmundsson sigr-
uðu Wagner Walbom og Þorvald
Ásgeirsson með 15:4, 17:18 og
15:11.
Einliðaleikur karla: Óskar Guð
mundsson sigraði Lárus Guð-
mundsson með 15:3 og 18:13.
Dagskrá Alþingis
I DAG er boðaður fundur í sam-
einuðu Alþingi kl. 1,30 miðdegis.
Eitt mál er á dagskrá:
Rannsókn kjörbréfs.
Að loknum fundi í sameinuðu
þingi eru boðaðir fundir í báðum
deildum. Á dagskrá efri deildar
eru þrjú máL
1. Verkstjóranámskeið, frv. —
1. umræða.
2. Happdrætti háskólans, frv.
— 2. umræða.
3. Almanna'tryggingar, frv. —
2. umræða.
Tvö mál eru á dagskrá efri
deildar.
1. Skipun prestakalla, frv. —
Ein umræða.
2. Rithöfundaréttur og prent-
réttur, frv. — Frh. 2. umr.
skýrsla um atburðina sl. miðviku
dag hefði vei-ið gengið í að mót.
mæla þeim við sendiherra Breta
hér og þess jafnframt krafizt, að
brezki togarinn sneri til hafnar
svo hægt væri að dæma hann
samkvæmt islenzkum lögum.
Jafnframt hefði þjóðinni verií
birt skýrsla um atburðinn strax
sama dag. Síðan hefði verið beðið
svars frá brezku stjórninni.
Guðmundur kvað Breta með
þessu hafa gerzt seka um mjög
alvarlegt brot á sjálfstæði lands-
ins, er þeir hindruðu islenzkt
varðskip í að halda uppi löggæzlu
innan fjögra milna markanna,
sem þeir hefðu þó sjálfir viður-
kennt áður a. m. k. á borði. Bæri
því að fylgja mótmælunum eftir
með þeirri festu, sem tök væru á.
Utanríkisráðherra kvaðst hefði
kosið að hafa samráð við utan-
ríkismálanefnd sl. miðvikudag, en
þá hefðu þingmenn verið farnir
i páskaleyfi og því ekki auðvelt
að ná til þeirra. Hins vegar hefði
hann viljað, að krafan kæmi til
Bretastjórnar áður en eltingaleik
varðskipsins við togarann yrði
hætt. Svar brezku stjórnarinnar
mundi eitthvað hafa tafizt vegna
páskahelginnar, en nú mundi þess
krafizt. Að sjálfsögðu mundi haft
samráð við utanríkismálanefnd
um frekari ráðstafanir, ef Bretar
yrðu ekki við þeim sjálfsögðu
kröfum, sem settar hefðu verið
fram.
Eysteinn Jónsson þakkaði ráð-
herra svörin.
FKS~
wm
m " "w
Þetta er hinn nýi áætlunarbíll, seu ekur leiðina Reykjavik —
Stykkishólmur og sagt var frá í gær.
Á rúmri klst. frá
Akri til Alþingis
JÓN PÁLMASON, forseti sam-
einaðs Alþingis, fór heini til sín
i páskaleyfinu, en hann býr á
Akri í Austur-Húnavatnssýslu
svo sem kunnugt er. f gær hafði
hann boðað fund í sameinuðu Al-
þingi kl. 1,30 miðdegis. í fyrra-
dag var hann enn norður á Akri
og ekki flogið þangað þann dag
vegna veðurs.
Það var ekki fyrr en undir há-
degið í gær, að flugvél frá Flug-
íélagi íslands lenti á Akursflug-
velli og hóf sig á loft þaðan fimm
tán mínútur yfir tölf á hádegi.
Hér á Reykjavíkurflugvelli lenti
vélin svo kl. 1,15 og fyrir lipurð
og fyrirgreiðslu starfsmanna flug
félagsins var Jón mættur í sali
Alþingis fyrir kl. hálftvö og setti
fundinn í sameinuðu þingi stund-
víslega. Var hann þá með sínu
venjulega jafnvægisyfirbragði og
ekki á honum að sjá, að hann
hefði háð tvísýnt kapphlaup við
klukkuna til að geta sett þing-
fund á réttum tíma.
Jón Pálmason hefur áður setið
á 31 þingi og mun ferðin frá Akri
til Alþingis oitast endranær hafa
tekið lengri tíma.
Örlæti Bandaríkjamanna leysir
samgönguvandomál
DANSKA blaðið BT segir að
vandamálið mikla um flugsam-
göngur milli Danmerkur og Græn
lands sé að leysast með því að
Bandarikjastjórn gefi danska flug
hernum fjórar flugvélar af teg-
undinni Globemaster DC7. Flug-
vélar þessar sem bandariski flug-
herinn hefur notað eru innréttað-
ar fyrir farþegaflug og munu
vera samtals um 100 milljón
danskar krónur að verðmæti.
Blaðið segir að danska flug-
hernum verði gefnar þessar flug-
vélar og þær ætlaðar sérstaklega
til Grænlandsflugs. Með notkun
þeirra verður hægt að draga veru
lega úr vetrarsiglingum til Græn.
lands, en Danir eru orðnir ragir
við vetrarsiglingar þangað eftir
Hans Hedtoft slysið.
Flugvélar eiga að hafa bæki-
stöð í Syðra-Straumfirði, en ú
er talið að heppilegt kunni að
Slys í bílaárekstri
í gærkvöldi
SJÚKRABÍLARNIR voru tvíveg-
is á ferðinni í gærkvöldi, vegna
slysa. í fyrra skiptið var um að
ræða fótbrot inni á Suðurlands-
braut, á móts við Lækjarhvamfh.
Hálka var og mun maðurinn hafa
dottið á götuna af þeim sökum.
Hann heitir Einar Ásgeirsson,
Norðurbraut 25 B í Hafnarfirði
og var hann fluttur á læknavarð-
stofuna.
í síðara skiptið var um að ræða
harðan bílaárekstur á Snorra-
braut, fyrir utan Skátaheimilið.
Guðmundur Ástráðsson Ægisgötu
1 sem er skáti, sat þar í bíl utan
við heimilið, ásamt nokkrum
öðrum. Bíll sem kom akandi eftir
götunni, : kst aftan á bílinn af
miklu afli. Mun Guðmundur sem
sat í afturjæti bílsins, hafa slegið
höfðinu cfaná bak fremra sætis-
ins. Báðir bílarnir höfðu orðið
fyrir allmiklum skemmdum. All-
mikil hálka var á götunni.
Togarinn kom með
70-80 tonn
STYKKISHÓLMI, 1. apríl. —
Hér hefuT landað í dag togarinn
okkar, Þorsteinn þorskabítur, en
hann er kominn inn eftir hálfs-
mánaðar útivist. Er togarinn með
sáralítinn afla, aðeins 70—80 tonn.
í marzmánuði stunduðu 6 bátar
héðan róðra og voru þeir kommr
með net eftir 10. marz. Heildar-
aflinn í mánuðinum varð 869 tonn
í 125 róðrum, á móti 660 tonnum
í 100 róðrum í marzmánuði í
fyrra.
Hæstur í marz varð Tjaldur
með 195,6 tonn, þá Straumnes
með 162,6 tonn. Meðalafli bát-
anna var um 7 tonn í róðri í marz-
mánuði.
— Áxni.
reynast að opna að nýju flug-
völlinn í Narssarssuak, sem ligg-
ur auður og mannlaus eftir að
Bandaríkjamenn fluttu lið sitt
brott frá honum.
í þessu sambandi er danska
stjórnin enn á ný farin að beina
sjónum sínum að flugvellinum í
Færeyjum, sem Englendingar
komu sér upp þar á stríðsárunum.
Að visu er þröngt um þennan
flugvöll og ein flugbraut hans
liggur upp að háum klettavegg,
auk þess sem á honum miðjum
er nokkur upphækkun sem gerir
hann óhæfan til lendinga. Færey-
ingar hafa lengi þráð að flugvöll-
ur þessi yrði lagfærður og endur-
bættur, svo að stórar flugvélar
gætu lent á honum.
Fylkir farinn
í fiskileit
1 GÆRKVÖLDI klukkan um 10
lagði togarinn Fylkir af stað í
fiskileitarleiðangur á fiskimiðin
við Austur-Grænland. Þeir verða
leiðangursstjórar Sæmundur Auð-
unsson akipstjóri og dr. Jakob
Magnússon fiskifræðingur. Gert
er ráð fyrir að Fylkir verði í þess-
um leiðangri i hálfan mánuð. Það
er þorskleit sem er höfuðtilgang-
urinn með leiðangri þessum.
Togarar, sem verið hafa á veið-
um við A-Grænland, hafa seinni-
partinn í maímánuði fengið fisk
sem þá var nýhrygndur. Með leið-
angri þessum á Fylki á að reyna
að fá úr því skorið, hvort verulegt
magn sé af hrygnandi þorski á
þessum tima við A-Grænland.
Jón Jónsson, forstöðumaður
Fiskideildarinnar, hefur í fræði-
legum greinum sínum Um ísl.
þorskinn, bent á að það sé hugs-
anlegt að hluti af islenzka þorsk-
stofninum hrygni við A-Græn-
land.
Þegar Fylkir lét úr höfn í gær
kvöldi, var skipið búið venjulegri
botnvörpu, en einnig flotvörpu.
Útsvör í Keflavík
12.5 millj. kr.
KEFLAVÍK, 1. april. — Fjárhags
áætlun Keflavíkurbæjar fyrir yf-
irstandandi ár, var samiþykkt á
fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag.
Heildarniðurstöðutölur áætlunar-
innar eru 12,5 miilj. kr. Útsvör
eru áætluð 11,7 millj. kr. Helztu
gjaldaliðir eru: Til verklegra
framkvæmda 3,5 millj.; lýðtrygg-
ingar og lýðhjálp 1,9 millj.; skóla-
og menntamál 1,3 millj.; til af-
borgana af lánum fer 1 millj. kr.
Framfærslumálin kosta bæinn kr.
700.000 og aðrir smærri liðir eru
t.d. löggæzlukostnaður 615 þús.
kr.; viðhald og lýsing gatna 616
þús. kr.; til skipuLagsmála verður
varið 700,000 kr.,; bæjarstjórnar-
kostnaður er 590 þús.
Úts varsgjaldendum fer ört
fjölgandi og eru nú 1500 og hefur
fjölgað um 100 frá síðustu niður-
jöfnun útsvaru, — Helgi S.
I. apríl gabb
FREGNIN um stofnun félags til
menningartengsla milli Tíbets og
íslands, var að sjálfsögðu 1. april
gabb blaðsins.
Flóðin ná yfir 40
þús. ferkílómetra
á Madagaskar
TANANARIVE 1. apríl. (NTB).
Ríkisstjórn Madagaskar tilkynnti
í dag að tala drukknaðra í flóð-
unum á eynni að undanförnu væri
mjög há, en þó væri hún miklu
lægri en þær þrjár þúsundir, sem
blöð og fréttastofur segja, að
drukknað hafi.
Það var opinberlega upplýst i
dag, að enginn hvítur maður
hefði látið lífið vegna flóða í
höfuðborginni Tananarive. Fram
til þessa hefur ekki verið hægt að
skapa sér heildarmynd af ástand
inu á flóðasvæðinu né fá heildar-
tölu drukknaðra, þar sem heil
héruð hafa einangrazt. Flóða-
svæðið nær yfir 40 þús. ferkílóm.
í gær og í dag fóru flóðin nokk
uð að sjatna og er nú únnið að
því að koma samgöngum í samt
lag, ryðja vegi og bæta skemmd-
ir á járnbrautarlínum. Fregnir frá
París herma, að franska stjórn-
in muni beita sér fyrir víð-
tækum hjálparaðgerðum. Hefur
hún þegar tryggt um milljón ísl.
kr. framlag til brýnustu hjálp-
arstarfsemi á flóðasvæðinu og eru
fyrstu flugvélarnar með hjálpar-
gögn ýmiskonar lagðar af stað
frá Frakklandi.
AMarafmæli
á Grund í dag
EIN af vistkonum elli- og hjúkr-
unarheimilisins Grundar, Sigríð-
ur Jónsdóttir frá Siglunesi í V-
Barðastrandarsýslu, verður 100
ára í dag, 2. apríl. Gamla konan,
sem nú er rúmföst, er þó við
sæmilegustu heilsu. Hún er
þriðji vistmaðurinn á Grund,
sem þar er nú, og náð hefur svo
háum aldri. Aldursforseti Grund-
ar er Guðmundur Jónsson, fyrr-
um baðvörður, 102 ára, fæddur
1. okt. 1856, og er enn við góða
heilsu, hress og kátur, en er blind
ur orðinn. Elzta konan er Ingi-
björg Halldórsdóttir, sem fædd
er 5. febrúar 1858, að Austur-
völlum í Kjalneshreppi.
Fara til Moskvu
Á MORGUN, föstudag, fer Frið-
rik Ólafsson, stórmeistari, austur
til Moskvu, til þátttöku í miklu
alþjóðlegu skákmóti, sem þar
hefst á mánudaginn kemur, 6.
apríl. Með honum fer héðan sem
aðstoðarmaður hans, Arinbjörn
Guðmundsson, sem er meðal
kunnari skákmanna bæjarins.
Þeir Friðrik og Arinbjörn fara
héðan til Kaupmannahafnar.
Þaðan fara þeir svo með rúss-
neskri þotu á laugardaginn beint
austur til Moskvu. Þar eystra er
við nám Freysteinn Þorbergsson,
sem einnig er kunniu: skákmað-
ur. Þetta mikla skákmót mun
standa yfir í hálfan mánuð.
Bridgekeppni
í sveitakeppni Bridgefélagsin*
er enn efstur eftir 7 umferðir
Ólafur Guðmundsson með 12
stig og önnur í röðinni er sveit
Jóns Guðmundssonar með 10 st.
Spilað er í Alþýðuhúsinu á mið-
vikudagskvöldum.
Á skírdag fór fram hin árlega
bridgekeppni milli Hafnfirðinga
og Selfyssinga og var að þessu
sinni spilað hér í bænum. Hafn-
firðingar unnu á þremur borðum
og hinir síðarnefndu á tveimur.
— G. E.