Morgunblaðið - 02.04.1959, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.1959, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAOIÐ Fimmtudaerur 2. apríl 1959 I dag er 92. dagrur ársins. Fimmtudagur 2. apríl. Árdegisflæði kl. 0:34. Síðdegisflæði kl. 13:24. Heilsuverndarstöðin er opin all an sólarhringinn. Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. — Sími 15030. og Glasgow. Flugvélin fer til Glasgow og Kaupmh. kl. 08:30 I fyrramálið. — Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar, Bíldudals, Egilsstaða, ísafjarðar, Kópaskers, Patreks- fjarðar og Vestmannaeyja. — Á Næturvarzla vikuna 29. marz til 4. apríl er í Lyfjabúðinni Iðunni, sími 17911. Holts-apótek og Garðs-apótek •ru opin á sunnudögum kl. 1—4 eftir hádegi. llafnarf jarðarapótek er opið •lla virka daga kl. 9—21. Laugar- daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- dag kl. 13—16 og kl '9—21. Næturlæknir í Hafnarfirði er Kristján Jóhannesson, sími 50056. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema Iaugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23100. □ GIMLI 5959427 — 1 Fr. Atk. RMR — Föstud. 3. 4. 23. — VS — Mt. — Htb. morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, fsa- fjarðar, Kirkjubæjarklausturs, Vestmannaeyja og Þórshafnar. HEB Skipin Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell fer á morgun frá Rieme. — Arnarfell fer frá Rott- erdam í dag. — Jökulfell er í Reykjavík. — Ðísarfell fór frá Porsgrunn 31. f.m. — Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa. — Helgafell fer væntanlega frá Rostock í dag. — Hamrafell fór frá Batum 28. f.m. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla er væntanleg til Reykja- víkur seint í kvöld. — Askja lestar saltfisk á Norðurlandshöfn um. I.O.O.F. 5 = 140428% s Spkv. S Helgafell 5959437. IV/V. c- AFMÆLI o Ymislegt Orð lífsins: — Komandi kynslóð um rmm sagt verða frá Drottni, og lýð sem enn er ófæddur, num boðað réttlæti hams, að hann hefur framkvæmt það. (Sálm. 22, Sl-32). Frá Kvenfélaginu Bylgjunni: — Konur loftskeytamanna eru minntar á fundinn í Garðastræti 8 í kvöld kl. 8:30. Þakkir: — Af alhug þakka ég ykkur öllum, vinum mínum og kunningjum nær og fjær, fyrir allan hlýhug og vináttu, sem þið sýnduð mér á fimmtugsafmælinu 29. f.m. (páskadag), með ýmsunn gjöfum, blómum, skeytum, pen- ingum o. fl. Fyrir þetta allt þakka ég ykkur öllum. Sömuleiðis vil ég þakka stjórn Þjóðleikhússins og starfsfólki, Leikfélagi Reykjavík- ur, siökkviliði Reykjavíkur, Lúðra- sveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljóm- sveit íslands, löregluliði Rvikur, ásamt mörgum str.rfsmönnum ríkig og bæjar, fyrir sýnda vin- semd og hlýhug. — Með féiags- kveðju. — Jón G. Eyjólfsson, Laugavegi 53B. 15? Pennavinir Fjórtán ára gömul japönsk skólastúlka óskar eftir bréfa- sambandi við jafnaldra á ís- landi, pilta og stúlkur. Hún kveðst hafa sérstakan áhuga á að kynnast íslandi eftir föngum, en annars ver hún frístundum sínum til frímerkjasöfnunar og lestrar. — Nafn hennar og heim- ilisfang er: Ayako Matsushita, 48-3 Iamagawa, Okuzawa Seta- gaya-ku, Tokyó, Japan. Sextugur er í dag Gísli Krist- Jánsson, ýtustjóri, Samtúni 8, Reykjavík. Fimmtug verður á morgun, 3. apríl, frú Fanney Friðriksdótt- ir Velding, Njálsgötu 50, Rvík. SpjBrúókaup- Á skírdag voru gefin saman í hjónaband í Neskirkju af séra Jóni Thorarensen, ungfrú Mar- grét Eyþórsdóttir, Spítalastíg 4, og Eirikur Garðar Gíslason, raf- virki, Marargötu 2. Heimiíi ungu hjónanna er að Marargötu 2. Á skírdag voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni Auðuns, ungfrú Gunnhildur Ólafsdóttir, Marargötu 2, og Svavar Einars- son, lögregluþjónn, Marargötu 2. Heimili ungu hjónanna er að Marargötu 2, Reykjavík. Hjónaefni Á páskadag opinberuðu trúlof- un sína Guðrún Narfadóttir, skrif stofumær, Nýlendugötu 23, og Ásgeir Lúðvíksson, verzlunar- stjóri, Grenimel 33, Reykjavík. Sl. laugardag opinberuðu trú- lofun sina ungfrú Eyþóra Valde- marsdóttir, íþróttakennari, Miklu braut 54, og Magnús Vignir Pét- ursson, verzlunarmaður, Þver- vegi 12. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína Jakobína Þ. Pálmadóttir, Lönguhlíð 21 og Guðmundur M. Jónsson, Nökkvavogi 44. Flugvélar Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Hrímfaxi er væntanlegur til Reykjavíkur kl. 16:35 í dag frá Kaupmannahöfn Þegar skemmtiferðaskipið Santa Rosa var á leið frá Nassau til New York með 247 farþega, kom fyrir atvik, sem ekki var gert ráð fyrir í hinni glæsilegu ferðaáætlun. Nálægt Atlantic City rakst það á olíubát, sem hvarf skjótlega í bylgjur hafsins — nema reykháfurinn, sem sat kyrr á stefni skemmtiferðaskipsins eins og myndin sýnir. Enginn farþeganna á Santa Rosa slasað- ist, en af áhöfn olíubátsins lét einn lífið og sextán særðust. — Bandarískur gagnrýnandi sagði svo um listmálarann Churchill: — Ef Sir Winston hefði helg- að sig listinni, hefði hann aflað sér meiri orðstírs sem listmálari en nokkur listmálari hefði getað aflað sér sem stjórnmálamaður! ★ Hinn þekkti kvikmyndafram- leiðandi Otto Premiger var ný- lega fundinn sekur um að hafa beitt konu sína andlegum mis- þyrmingum. Hafði frúin sótt um skilnað á þeim forsendum. Verð- ur hann að sjá konu sinni fyrir öllu uppihaldi og greiða henni álitlega fúlgu í vasapeninga á ári hverju. Frúin lýsti þvi nákvæmlega fyrir rétti, hvernig ofsafengið skap eiginmanns hennar hefði lýst sér í því, að hann hefði hlaupið fram og aftur um íbúð- ina, kastað sér í gólfið og barið höfðinu í ósvikna persneska gólf- teppið. Þegar öðrum enn frægari kvikmyndaframleiðanda, Alfred Hitchcock, var sagt frá þessu, hrópaði hann skelfdur: — Hamingjan góða, ég vona, að konan mín lesi ekki um þessi réttarhöld og fái alls konar und- arlegar hugmyndir í kollinn. Þetta er mjög eðlileg hegðun, þegar um kvikmyndaframleið- anda er að ræða. Ég ber svo sannarlega höfðinu líka í tepp- ið, þegar ég glími við mjög erfið vandamál. Mognús Rognar Pétursson iró Malarrili — rainningarorð ÞEGAR sú harmafregn barst að vitaskipið Hermóður hefði farizt við Reykjanes með allri áhöfn 12 manns, aðfaranótt 18. febr., þá kom mér þessi spurning í hug. Skyldi Maggi minn frá Malarrifi hafa verið þarna með? Því ég vissi að hann var oft á Hermóði að vetri til þegar ekki var vinna til úti á landi við hina ýmsu vita. Þegar ég heyrði lesin upp í út- varpinu nöfn hinna föllnu sæ- garpa þá komst ég að hinu sanna. Og mér fannst það svo ótrúlegt að ég ætti ekki oftar að fá að taka í hönd hans hér á jörðu. „En bilið er mjótt“ — og augu manna eru skammsýn. Síðast liðið sumar var hann hér hjá mér, sem þessar línur rita við lagfæringu á vita og húsum á vegum vitamálastjórnarinnar, því hann var einn af þeim fágætu mönnum sem allt lék í höndun- um á hvort heldur var til lands eða sjávar og hamhleypa var hann til vinnu, hlífði sér í engu eða þeim sem með honum unnu. Allt sem hann vann var unnið með stakri samvizkusemi og með það eitt fyrir augum að það gengi sem bezt og væri að öllu leyti vel af hendi leyst. Magnús Pétursson var Snæfell- ingur alinn upp undir jöklinum, var því snemma kunnugur út- hafinu sem þarna skellur óbrotið að ströndinni. En hafið lokkar, og þeir sem alast upp við það, eru venjulega með sjómannsblóð í æðum. Og þannig var það með Magnús heit. Þó hann ynni öll verk á landi, sem tíl féllu þá heyrði ég það á honum að hann kynni betur við sig á sjónum. Þar sem brimaldan rís, þar sem brimgnýr er vís, veltist báran við úthafsins lönd. þar sem bylgjurnar kveða sitt banvæna la« varstu borinn við úthafsins strönd. Þú varst fæddur við úthafsins ölduslAtt þú varst unnusti sjávar og brims þú hafðir svellandi sægarpa-mátt þú varst sonur hins norræna kyns. Enda fórstu í sjó hann þór banaráð bjé bylgja kveður þinn líksöng og þakkar sem fyrr þinn dugnað og mátt þinn hugdjarfa hátt þinni heim skilar kveðju út á Malar- rif. Farðu í friði drottins, þökk fyr- ir kynninguna. Sigwrjón Ólafsson. Hár^reiðslustofa skemmist af cldi UM miðnættið á skírdag kviknaði í litlu húsi á Vitastíg 18, en þar er hárgreiðslustofan Perla til húsa. Er þetta steinhús, timbur- klætt að innan, tvö herbergi og eldhús. Var talsverður eldur í öðru herberginu, þegar slökkvi- liðið kom á vettvang, og skemmd. ist það mikið af eldi og vatni. Hitt herbergið og eldhúsið skemmdist talsvert af reyk. Talið er að kviknað hafi í út frá raf- magni, því skömmu áður en elds- ins varð vart, voru nokkrar trufl- anir á rafmagninu og Ijós siokkn- uðu. FERDIIM AND Tengdamamma vill vera með Slökkviliðið var nokkrum sinn- um kvatt út um páskana. Síð- degis á skírdag kviknaði í skúr við Miklubrautina og var hann alelda er slökkviliðið kom á vett- vang. Jrann skúrinn, sem var garðskúr eða kartöflugeymsla, tii ösku. Á föstudaginn langa var slökkvi liðið kvatt á Suðurlandsbraut 87 A, en j ar hafði kviknað i mið. stöðvarklefa. Á laugardag var kallað á slökkviliðið, til að slökkva í .nótorhjóli sem _stóð á móts við Rauðarárstíg 11. Á ann_ an páskadag kviknaði í bíl við Gunnarsbraut 38. Var bíllinn al- elda, er slökkviliðið kom á vett- vang og brann allt innan úr hon- uoi. Var þetta gamail ti'L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.