Morgunblaðið - 02.04.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.04.1959, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 2. apríl 1959 Sr. Friðrik Rafnar vígslubiskup Minningarorð f DAG fer fram á Akureyri útför Friðriks J. Rafnar, vígslubiskups, og munu Akureyringar þá kveðja einn sinn merkasta og vinsælasta borgara, og kirkja íslands, einn af sínum glæsilegustu forustu. mönnum á síðari árum. Séra Friðrik var fæddur að Hrafnagili í Eyjafirði, 14. febr. 1891 og var hann sonur hinna merku hjóna séra Jónasar Jónas- sonar, prófasts og Þórunnar Stef- ánsdóttur. Var föðurætt hans úr Eyjafirði, en móðurættin úr Borg- arfjarðarsýslu. Munu foreldrar hans hafa ætl- að honum að ganga skólaveginn og settist hann því í fyrsta bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri. En er hann var á fermingaraldri varð sú breyting á, að hann hætti skólanámi í bili. og fór til Leith í Skotlandi á vegum Garð- ars Gíslasonar, stórkaupmanns, er þá rak umboðsverzlun og hafði skrifstofu í Leith. Vann Friðrik þá um 3 ára skeið á skrifstofu hans, en stundaði jafnframt verzl- unarnám við Leith Academy og lauk þaðan prófi. Taldi séra Frið- rik síðar, að dvölin í Skotlandi hefði verið sér góður skóli og bar jafnan rikan þakklætishug til Garðars Gíslasonar og konu hans fyrir dvölina á heimili þeirra ' Leith. Eftir heimkomuna hóf hann skólanám sitt að nýju og settist í 3. bekk Gagnfræðaskólans á Ak- ureyri og lauk þaðan gagnfræða- prófi næsta vor, en stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykiavík 1912, og hafði þá að mestu stund- að nám lærdómsdeildarinnar ut- an skóla. Frá þvi fyrsta að séra Friðrik hóf skólanám sitt, mun hann hafa ætlað sér að stunda guð- fræðinám og gerast prestur að því loknu. Þau áhrif, sem hann varð fyrir í foreldrahúsum studdu þá ákvörðun. Honum var snemma innrætt ást og virðing fyrir kirkju og kristindómi og auk þess var faðir hans, séra Jón- as, einn af merkisprestum sinnar samtíðar. Áhrifin frá Skotlandi munu síð - ur en svo hafa dregið úr áhuga hans í þeim efnum, því að al- kunna er, að Skotar eru bæði kirkjuræknir og áhugarrrenn mikl ir um kristindómsmál. Séra Friðrik byrjaði prestskap sinn í Útskálaprestakalli, eftir séra Kristin Daníelsson. Var faann fyrst settur prestur þar og vígður til prestakallsins 1. júní 1916, en veitingu fyrir brauðinu fékk hann 3. jan. 1917. Var hann síðan prestur þar syðra, þangað til hann fluttist til Akureyrar 1927 og hafði þá verið kosinn prestur þar. Vígslubiskup var hann kjörinn af prestum Hólastiftis 1937 og vígður til biskups á Hólum 29. ág. sama ár.''Prófastur í Eyjafjarðar- prófastsdæmi var hann frá 1941, Gísli Einarsson h éraðsdómslög tna Jur. Má!f f utningsskrifstof a. Laugavegi 20B. — Sími 19631. Sigurgeir Sigurjónsson hæslarcttarlögmaður. Aðalstræti 8. — Símj 11043. þangað til hann fékk lausn frá embætti 1954. Sr. Friðrik kvæntist 1916, Ás- dísi Guðlaugsdóttur. sýslumanns, Guðmundssonar, er lifir mann sinn. Ólu þau hjón upp þrjú fóst- urbörn. Frú Ásdís er hin mikil- hæfasta kona, sem studdi mann sinn með ráðum og dáð í bliðu og stríðu. Séra Friðrik var hið mesta glæsimenni og vakti jafnan virð- ingu og traust, bæði utan kirkju og innan. Meðan hann var prestur á Útskálum naut hann strax mik- illa vinsælda og vann hjörtu allra Suðurnesjamanna. Var þeirra hjóna mjög saknað ér þau hurfu þaðan til Akureyrar. Sjálfur minntist hann veru sinnar á Út- skálum með hlýjum hug, enda mun flestum prestum svo fara, að þeim verður dvölin hjá sínum fyrstu söínuðum jafnan minnis- stæð, þegar vel tekst til um sam- starfið. Á Akureyri naut hann sömu vinsælda, enda fór honum allt vel úr hendi, sem að prestsstörfum laut og var alltaf jafn lipur og ljúfur við háa sem lága. Embættisverk sín í kirkju fram kvæmdi hann af miklum virðu- leik, hvort heldur var fyrir altari eða af predikunarstóli, og sama má segja um alla aðra embættis- færslu hans. Munu kirkjubækur Akureyrarprestakalls og Eyja- fjarðarprófastsdæmis, um hans daga, lengi bera þess merki, að þar var mikill smekkmaður, sem hélt á penna. Eftir að hann varð vígslubiskup og prófastur Eyja- fjarðarprófastsdæmis varð hann sjálfkjörinn forustumaður presta í Hólastifti og var þeim öllum ljúft að starfa með honum og hlíta leiðsögu hans. Innan síns eigin prestakalis á Akureyri voru honum falin öll þau trúnaðarstörf, sem venja er að fela prestum. Hann var og lengst af formaður prestafélags Hólastiftis, og tók virkan þátt í starfsemi Prestafélags íslands og var í stjórn hinna almennu kirkju funda. í hans tíð var byggð hin glæsi- lega kirkja á Akureyri og minn- ist ég þess, að vígsludagur kirkj- unnar 17. nóv. 1940, var mikill ■hátíðisdagur í lífi hans og frú Ásdísar, því að bæði unnu þau hjónin af miklum dugnaði og á- huga að því máli. Séra Friðrik tók mikinn þátt í félagslifi samborgara sinna, enda var hann hrókur alls fagnaðar, hvar sem var á mannamótum. Hann var mikill starfsmaður, prýðilega ritfær og smekkmaður á íslenzka tungu. Liggja eftir hann nokkrar bækur, frumsamd- ar og þýddar og fjöldi greina í blöðum og tímaritum. Séra Friðrik var fremur dulur maður að eðlisfari, en óvenjulega glaðlyndur og bjartsýnn. Hann kunni flestum mönnum betur að stjórna skapi sínu og sanngjarn- I ari og ljúfari yfirboðari, hygg ég, j að hafi verið vandfundinn. Hann ] var einlægur alvörumaður, þó að oft bæri meira á gleðinni í skap- lyndi hans. Langvarandi og þung- j bær veikindi, siðustu árin, bar hann með þolinmæði og stillingu, sem aðeins fáum er gefið. Um leið og ég kveð hér kæran vin, og sendi ástvinum hans inni- legustu samúðarkveðjur, vil ég ljúka þessum fáu minningarorð- um með því að tilfæra niðurlags. orðin, er hann ritaði í æviágripi sínu, er lesið var við vígslutöku hans á Hólum í Hjaltadal 1937 og þá féll í minn hluta að lesa. Hann segir: „En síðast þakka ég Guði mínum, sem í einu og öitu hefur verið mér trúfastur verndari og styrkur og umborið bresti mína og veikleika af föðurlegri náð sinni. Hver líðandi dagur hefur verið mér opinberun miskunnar hans og kærleiksríkrar forsjónar og hans handleiðsla æ áþíeifan- legri. Honum sé dýrðin bæði nú og til eilífðardags." Óskar J. Þorláksson. f íbúð óskast vantar 2—3 herbergi og eldhús 1. maí. — Upplýsingar í * Bókaverzlun Isafoldar Símar 14527 og 18544. í DAG er til moldar borinn frá Akureyrarkirkju séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup, hinn kunni kirkjuhöfðingi Norðlendinga og sóknarprestur Akureyringa um hartnær 30 ára skeið. Séra Friðrik hafði átt að undanförnu við vanheilsu að búa og andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur eyri laugardaginn 21. marz s.l. réttra 68 ára að aldri. Séra Friðrik J. Rafnar var fæddur að Hrafnagili í Eyja- firði hinn 14. febrúar 1891, son- ur hins kunna fræðimanns séra Jónasar Jónassonar prófasts þar og konu hans Þórunnar Stefáns- dóttur. Séra Friðrik var ungúr settur til mennta og lauk stúdents prófi í Reykjavík 21 árs að aldri árið 1912. Guðfræðiprófi frá Há- skóla íslands lauk hann 1915. Þá stundaði hann verziunarnám í Leith árin 1905-8 og vann jafn- framt að verzlunarstörfum þar ytra. Að loknu guðfræðiprófi stundaði séra Friðrik skrifstofu- störf í Reykjavík árin 1915-16. Árið 1916 var hann settur sókn- arprestur að Útskálum og vígð- ur sama ár. Árið 1927 var séra Friðrik veitt Akureyrarpresta- kall og gegndi hann því þar til 1954 að hann lét af störfum sök- um vanheilsu. Hann var og vígslubiskup í Hólastifti frá 1937 og síðan. Séra Friðrik gegndi mörgum trúnaðarstörfum utan kirkju og innan. Hann var í stjórn Presta- félags Hólastiftis frá 1928 og for- maður þess frá 1937. Þá var hann prófastur Eyjafjarðarprófasts- dæmis frá 1941, í fræðsluráði Ak ureyrarkaupstaðar, sáttanefnd og barnaverndarnefnd staðarins. Séra Friðrik var kvæntur Ás- dísi Charlotte Guðlaugsdóttur bæjarfógeta á Akureyri og lifir hún mann sinn. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en ólu hins vegar upp fósturbörn. Ritstörf voru snar þáttur í lífi séra Friðriks J. Rafnar og ritaði hann m.a. bækur um Mahatma Gandhi og heilagan Franz frá Assisi og fjölda hugvekja, tíma- rits- og blaðagreina. Mér er séra Friðrik J. Rafnar í barnsminni þar sem hann hár og glæsilegur gekk um götur Ak- ureyrar í prestsskrúða ýmist til þjónustu við sóknarbörn sín víðs vegar um bæinn eða til þess að flytja þeim kjarnmiklar ræður af stóli guðshúss þeirra. Fyrstu kynni mín af honum eru þau að hann jós mig vatni og gaf mér nafn, síðar gekk ég til spurninga til hans áður en hann tók mig inn í kristinna manna tölu og enn síðar nam ég hjá honum á skólabekk. Þessi kynni mín af séra Friðriki eru að vísu ekkert sérstæðari en svo margra annarra samborgara minna eldri og yngri, sem sömu þjónustu nutu af hendi hans í þau hartnær 30 ár er hann þjónaði Akureyrarprestakalli, en því langar mig til að minnast þessa látna kirkjunnar þjóns og hollvinar að ég met hann mest allra klerka er ég hef kynnzt. Þeir eiginleikar í fari séra Friðriks, sem mér eru ríkastir i huga, eru drenglund, skörungs- skapur í ræðustól, hógværð í framgöngu og góðlátleg gaman- semi. Samfara þessu átti hann til að bera miklar gáfur og einstæða lipurmennsku. Mér er í fersku minni saga, er eitt sóknarbarna hans sagði mér um hann fyrir allmörgum árum. Hjón nokkur höfðu tekið dreng í fóstur og hugðust ala upp. Drengurinn var óvenju baldinn og óþægur svo að fósturmóðirin hafði miklar áhyggjur af. Var að því komið að hún gæfist upp og léti drenginn frá sér fara. Dag nokkurn mætir hún mjög heittrúuðum manni, er helgað hafði líf sitt trúmálum. Ber hún vanda sinn fyrir hann og spyr ráða. Hann svarar: „Láttu strák- inn fara, því annars eyðileggur hann heimilislif þitt.“ Við svo búið skildu þau. Nokkru síðar hittir konan séra Friðrik J. Rafnar og leggur fyrir hann sömu spurninguna. Hann þegir nokkra stund en spyr síð- an: „Er hann ótugt að upplagi?“ Konan kveður nei við því. „Þá lagast hann“, svaraði séra Friðrik Við þennan dóm sat og drengur- inn naut fóstru sinnar meðan við þurfti. Þessi litla saga lýsir séra Friðrik allglöggt eins og mörg sóknarbörn hans reyndu hann sem ráðleggjandi, andlegan leið- toga. Hann gerði sér far um að hjálpa sóknarbörnum sínúm að leysa vandann en ekki að varpa honum frá sér. Séra Friðrik tók þátt bæði i gleði og sorg sóknarbarna sinna. Hann var skilningsríkur á mann legan breiskleika og dæmdi eng an hart. Hann leitaði hins góða í hverjum manni og umbar brest ina. Þess vegna var öllum hugfró til hans að leita í vandræðum sínum og ræða við hann um vandamál sín. Sterkur þáttur í fari^hans var kímnin og hon- um var gjarnt að draga bros fram á varir þess er hann ræddi við. Eigi að síður var séra Friðrik mikill alvörumaður. Hann var skörungur í ræðustóli, flutti mál sitt af festu og krufði vandamál daglegs lífs til mergjar í ræðum sínum ekki síður en trúarlegar kennisetningar. Minn ingarræður hans voru viður- kenndar. Þær voru aðstandend- um huggunarríkar en lausar við oflof og skrum. Öll prestsverk vann hann með lotningu og virðu leik. Þótt séra Friðrik hefði jafnan ákveðnar skoðanir á sviði verald legra mála fór hann aldrei 1 manngreinarálit vegna skoð- ana manna. Því var hann af öll um virtur og elskaður. Mig brestur orð til að færa í letur þakkir mínar eins og verS ugt væri á þessari hinztu kveðju stund okkar góða sóknarprests og mikilsvirta kirkjuhöfðingja, en ég veit að ég mæli þar fyrir hönd allra sóknarbarna hans er ég bið Alföður að blessa honum framtíðarlífið handan landamær anna miklu. Eftirlifandi eiginkonu og að- standendum öllum flyt ég inni- legar samúðarkveðjur og bið þeim blessunar. Vignir GuSmundsson- Frú Jenny Sandholt Fædd 12. sept. 1887. Dáin 25. marz 1959. f NOREGI var vagga hennar, á íslandi var gröf hennar. Leiðin er farin frá vöggu til grafar, en minningin geymist hjá ástvin- um hennar og þeim er kynntust henni, og eiga því fagra sögu um starf göfugrar konu. Frá Noregi kom hún hingað. Aldrei gleymdi hún ættlandi sínu. Slíkt gat henni aldrei til hugar komið. Hvað mundum vér segja um þann fs- lending, sem gleymdi íslandi? Hún elskaði sögu þjóðar sinnar og vildi í öllu velgengni og heill þéirra, er landið byggja Þar átti hún sín bernsku- og æskuár. Oft leitaði hugur hennar héðan austur yfir hafið og ávallt var sambandið tengt við kæra vini. En vinirnir berast burt með tímans straumi Á nokkrum mán- uðum hafa þær dáið, systurnar þrjár. Hafði hún fengið fregn um lát systranna tveggja, og nú var röðin að henni komin, og hún kölluð burt af heimi þessum. En aldrei gleymdist henni sú stund, er hún var kölluð burt frá Noregi. Þá var hátíð haldin, er frú Jenny giftist manni sínum Stefáni Sandholt bakarameistara. f hátíðarbirtu kvaddi hún Noreg og umvafin birtu kærleikans hélt hún með manni sínum vestur yfir hafið, sá hin íslenzku fjöll rísa úr sæ, og steig nú fæti á það land, þar sem veglegt ævistarf beið hennar. Brúðkaupið var haldið 7. maí 1908, og rúmlega hálfa öld hefir frú Jenny átt heimili sitt hér. Ættjarðarástin bjó í hjarta | hennar, svo að hin traustu bönd tengdu hana við Noreg. En hér festi hún yndi og gat sagt me8 orðum ritningarinnar: „Mér féllu að erfðahlut indælir staðir". Hér stjórnaði hún heimili með prýði, vakti yfir börnum sínum og ástvinum öllum, ávann sér vináttu og hylli og stundaði störf sín með grandvarleik. Með gleði og þakklæti gat hún því sagt: „Hér vil ég una ævi minnar daga alla, sem Guð mér sendir.“ Það eru fjöldamargir, sem muna heimili þeirra hjóna, því að Framh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.