Morgunblaðið - 02.04.1959, Side 11
Fimmtudagur 2. apríl 1959
MORGUNBLAÐIÐ
11
Með Churchill hjá Stalín
ástríðsárunum
Úr dagbók Alanbrookes lávarðar
Churchill og Stalin.
ALANBROOKE lávarður, sem í
síðari heimsstyrjöldinni var m.a.
forseti brezka herforingjaráðs-
ins, skrifaði á stríðsárunum á
hverju kvöldi stuttorða og gagn-
orða frásögn af atburðum dags-
ins í vasabók sína. Þegar vasa-
bókin var orðin útskrifuð, af-
henti hann konu sinni hana. Ný-
lega hefur Sir Arthur Bryant
farið í gegnum þessar vasabæk-
ur með höfundinum, og gefið út
endurminningar hershöfðingjans.
Það sem hér fer á eftir, sýnir
hve fróðlegar og skemmtilegar
þessar endurminningar lávarðar-
ins eru.
Fundurlnn byrjaði ekki
friðsamlega
í ágústmánuði árið 1942 hélt
Churchill frá Kairó til Moskvu
með viðkomu í Teheran, ásamt
hermálaráðunautum sínum, eftir
að hann hafði skipað Montgomery
yfir 8. herinn.
Kl. 11 um kvöldið áttu Bretarn
ir að hitta Stalin í Kreml. Við-
staddir voru Molotov, Cadogan,
Wavell, Tedder, Jacob og tveir
túlkar. Um þennan fund skrifar
Alanbrooke:
„'Þó ég væri aðfram kominn
af þreytu, hefði ég ekki viljað
missa af þessum fundi Stalíns
og Winstons hvað sem í boði
hefði verið. Hvert smáatriði
stendur mér enn ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum. Fundurinn var
haldinn í herbergi í Kreml, sem
var búið fáum húsgögnum og
minnti á biðsal á járnbrautarstöð.
Á veggnum hékk ein mynd, af
Lenin, Stalin og Molotov. Túlkur
inn kom inn og við tókum okk-
ur sæti við langt borð.
Ekki leið á löngu áður en hóf-
ust ákafar umræður um nýjar
vígstöðvar í V estur-Evr ópu.
Winston útskýrði það hvers
vegna ekki væri hægt að hefja
þar sókn eins og á stæði, en að
væntanlegar hernaðaraðgerðir í
Norður-Afríku mundu bæta það
upp. Þá fór að hitna í Stalín, og
með aðstoð túlksins byrjaði hann
að varpa fram hverri móðgandi
spurningunni á fætur annarri,
eins og: „Hvenær ætlið þið að
fara að berjast? Ætlið þið að
halda áfram að láta okkur hafa
allt erfiðið og horfa bara á okk-
ur? Ætlið þið þá alls ekki að
berjast neitt? Þegar þið eruð
komnir út í það, munuð þið sjá
að það er alls ekki svo hræði-
legt!“ o. s. frv.
Það var eins og köldu vatni
hefði verið hellt yfir Winston.
Hann barði hnefanum i borðið og
hóf eina af þessum stórkostlegu
þrumuræðum sínum. Hann byrj-
aði á því að hrópa: „Ef það væri
ekki vegna dáða rauða hers-
ins . . .“ og síðan sagði hann
Stalín nákvæmlega hvaða skoðun
hann, Churchill, hefði á stríðinu
og ótal mörgu fleiru.
Stalín reis á fætur, tottaði
bognu pípuna sína, brosti út að
eyrum og benti túlkinum að
þagna. „Ég skil ekki orð af því
sem þér segið“, sagði hann, „en
mér líkar ákafinn í yður, það veit
sá sem allt veit“.
„Þegar ég rifja þennan atburð
upp fyrir mér, skrifar Alan-
brooke lávarður, þá er ég sann-
færður um, að Stalín hefur móðg-
að Winston i þeim tilgangi að
sjá hvaða áhrif það hefði og til
þess að átta sig á manninum.
Hann komst fljótt að raun um
hvað í honum bjó. Ég er viss um
að þetta reiðikast Winstons vakti
aðdáun Stalíns og að þetta hef-
ur verið upphafið að þeirri virð-
ingu sem hann að lokum bar
fyrir manninum, sem nú hafði
sannfært hann um baráttuhug
sinn. Að minnsta kosti urðu sam-
skipti þessara tveggja manna
með mildari blæ upp frá þessu
og þeir fóru að bera gagnkvæma
aðdáun og virðingu fyrir ódrep-
andi baráttuhug hvors annars.
Ég átti eftir að sannfærast um
það þegar fundum okkar bar
saman seinna, að sú skoðun sem
ég myndaði mér um Stalín á þess
um fyrsta fundi okkar, var rétt.
Atburðurinn var of nýafstaðinn,
þegar ég skrifaði dagbókina mína,
til að ég gæti gert mér fulla
grein fyrir því hversu mikilvægt
þetta var. Þegar mér verður hugs
að til þessa kvölds í Kreml, þá
er ég sannfærður um að þetta
átti sinn þátt í gagnkvæmum
skilningi milli þessara tveggja
manna, sem auðveldaði samræm-
ingu áætlana okkar. Samt sem
áður fell ég ekki frá þeirri skoð-
un, að við höfum farið rangt af
stað í samningum okkar í Moskvu.
Við létum allt af hendi án
nokkurra skilyrða og fórum
aldrei fram á neitt í staðinn. Við
áttum þarna skipti við fólk, sem
að hálfu leyti er af asíustofni og
því í blóð borið að prútta. Gegn
framlagi okkar af hergögnum
hefði átt að koma nánari sam-
vinna.
Veizla i Kreml
Að kvöldi 14. ágúst var hald-
in veizla í sal Katrínar miklu í
Kreml. f veizlunni voru um 100
gestir. ■ Þar voru næstum allir
meðlimir Politburo og allir helztu
hershöfingjar, sem ekki voru á
vígstöðvunum. Um kvöldið skrif-
aði Alanbrooke m.a. í dagbók
sína: „Stalín sat fyrir miðju
borði, með Churchill sér á hægri
hönd og Harriman til vinstri. Þá
komu túlkarnir og síðan ég og
Vorosilov mér á vinstri hönd.
Molotov sat beint á móti Stalín
og áður en fimm mínútur voru
liðnar, var hann farinn að lyfta
glasi. Úr því var ekkert lát á
drykkjunni. Ekki leið á löngu
áður en sumir gestanna voru
vart veizluhæfir lengur. Ég var
brátt búinn að fá nóg, og mér
flökraði við að sjá allan þennan
mat. Bornir voru fram 19 réttir
og við risum ekki upp frá borð-
inu fyrr en klukkan að ganga tvö.
. . . Áður en miðdegisverðinum
lauk, var Stalín orðinn ákaflega
fjörugur. Hann gekk í kringum
borðið og skálaði við ýmsa af
gestum sínum. Þetta er ákaflega
athyglisverður maður, á því leik
ur enginn vafi, en ekki er hann
aðlaðandi. Hann er óþægilega
kuldalegur, slægðarlegur og
grimmdarlegur á svipinn. Þegar
ég lít á hann, þá hugsa ég mér
að hann sendi menn í dauðann án
þess svo mikið sem að depla aug-
unum. Aftur á móti er hann sýni
lega snarpgáfaður og hefur hald-
góða þekkingu á öllu sem að
hernaði lýtur. Það vakti athygli
mína, að á honum sáust þreytu-
merki og honum virðist vera að
fara aftur“.
Stöðugt var skálað
f æfiminningum sínum bætir
Alanbrooke lávarður við þessa
dagbókarfrásögn sína: „Ég hafði
kviðið fyrir þessari veizlu allan
daginn. Það fór hrollur um mig
við tilhugsunina um að þurfa að
eyða kvöldinu í að forðast áhrifin
af vodkanu. Veizlan varð að reglu
legu svalli ,eins og ég skrifaði í
dagbókina mina. Álla máltíðina
var stöðugt verið að skála og
borðið svignaði undan þunga
krásanna, en það voru mest fisk
réttir og réttir í olíu. Fyrsta
klukkutímann máttum við skála
a.m.k. 12 sinnum. Til allrar ham-
ingju stóð vatnsflaska fyrir fram-
an mig og í hvert skipti sem eng-
inn sá til, fyllti ég glasið með
vatni í stað vodka. Þannig tókst
mér að minnka um helming á-
fengismagnið. Ég var einmitt að
renna niður þessari eftirlíkingu
af vodka, þegar Vorosilov sagði
með aðstoð túlksins „Það er ekk-
ert gagn í þessu hvíta vodka! Ég
sendi eftir því gula“. Ég hélt að
hann hefði séð í gegnum bragð
mitt. Svo var þó ekki, hann vildi
raunverulega heldur gult vodka.
Þegar þessi nýi drykkur kom á
borðið, flaut rautt krydd á stærð
við gulrót í könnunni. Vorosilov
hellti í glasið mitt og síðan sitt.
„Ská:l í botn“, sagði hann, en ég
svaraði: „Nei, ég hef aldrei smakk
að gula vodkað ykkar og ég vil
gjarnan fá að dreypa á því. Það
reyndi ég líka að gera, en eftir
nokkra sopa, reyndist mér ó-
mögulegt að halda áfram. Það var
alveg eins og ég væri að drekka
rauðan pipar, það brenndi að
innan munninn. Ég sagði Vorosi-
lov að ég ætlaði að halda mig að
hvíta vodkanu. Hann svaraði því
til, að hann ætlaði að snúa sér
að því gula, og að svo búnu
hvolfdi hann í sig tveimur glös-
um, hverju á fætur öðru.
Afleiðingarnar létu ekki á sér
standa. Svitadropar perluðu á
enni Vorosilovs, og brátt fóru
þeir að renna niður yfir andlitið
á honum. Hann varð þungbúinn
á svip, þegjandajegur og augna-
ráðið starandi. Ég var að velta
því fyrir mér hvort hann mundi
nú ekki velta undir borðið. Nei,
hann hélt sér á stólnum, en hafði
ekki lengur nokkurn áhuga fyrir
því sem gerðist í kringum hann.
Undir veizlulok tók Stalín við
drykkjustjórninni af Molotov og
byrjaði aftur að láta skála. Hann
hlýtur að hafa haft augastað á
Vorosilov, því að hann hellti
vodka í glasið sitt og stefndi beint
á hann. Hann lyfti glasinu og
brosti breitt meðan hann hélt
skálaræðuna. Vorosilov neyddist
til að standa uppréttur allan tím-
ann meðan Stalín talaði. Hann
ríghélt sér með báðum höndum í
borðbrúnina, ruggaði hægt fram
og aftur og starði tómlega út í
bláinn. Nú nálgaðist hættustund-
in. Stalín lyfti glasinu að vörum
sér. Vorosilov hlýtur að hafa séð
a.m.k. hálfa tylft glasa, það færð
ist skelfingarsvipur yfír ásjónu
hans og hann reyndi að einbeita
huganum, en tókst það sýnilega
ekki. Þá tók hann þann kostinn
að freista gæfunnar og steypti
sér yfir eitt af þessum mörgu
glösum, sem hann sá. Hann hafði
heppnina með sér, því að hann
hitti á rétta glasið. Stalín sneri
frá, til að fylla glas sitt að nýju
og skála við aðra, en Vorosilov
andvarpaði og lét sig falla niður
í sæti sitt.
Kveðýustundin tók 6 tíma
15. ágúst eyddi Alanbrooke
lávarður deginum í að ræða við
Vorosilov og fleiri háttsetta Rússa
íþróttafélagið Þróttur, Neskaup-
stað gekkst fyrir dvöl æskufólks
í skíðaskála félagsins í Oddsdal
um páskahelgina. Fólkið dvaldist
í skálanum um bænadagana og
fram á annan páskadag. Auk
þess fór margt annarra bæjar-
búa inneftir, en Þróttarfélagar
seldu veitingar alla dagana.
Á páskadag var mjög gott
veður, sólskin og hiti og fór
fjöldi manna uppeftir þann dag
og naut góða veðursins. Kl. 2
messaði séra Ingi Jónsson í skíða
skálanum. Þann dag fór fram
skíðakeppni I svigi og bruni.
Keppt var um bikar, sem gef-
inn hefur verið til minningar
um Hörð Kristinsson, ungan sjó-
mann, sem drukknaði af trillu-
bát á Norðfirði fyrir nokkrum
árum. Bikarinn vinnst ekki til
eignar, en að þessu sinni vann
Jens Pétursson bifreiðastjóri bik-
arinn.
Enginn snjór er í byggð hér
nú og fór keppnin fram í brekku
upp af Oddsdal, í 400 til 500
metra hæð. Er það einsdæmi að
svo langt þurfi að fara í snjó
um nýjar vígstöðvar, styrkleika
Rússa í Kákasus og hergagnasend
ingar til þeirra. Um kvöldið skrif
aði hann í dagbók sína:
„Nú er ég kominn heim i hótel-
ið mitt, og ég ætla að fara
snemma að sofa, til að búa mig
undir brottförina í fyrramálið. Ég
sakna þess ekki að fara frá
Moskvu. Ef Moskva er tákn bolsiv
ismans, þá leikur ekki vafi á því
að við verðum að stefna að ein-
hverju betra. Jafnvel þó tillit sé
tekið til stríðsins og afleiðinga
þess, þá vekur tilbreytingarleys-
ið, og þessi algeri skortur á lífs-
gleði mesta athygli manns".
Á meðan Alanbrooke var að
kveðja rússnesku hershöfðingj-
ana og búa sig undir að fara
snemma að hátta, var forsætis-
ráðherrann staddur í Kreml.
Hann hafði farið þangað klukkan
7, til að kasta kveðju á Stalín.
Churchill lét líka í ljós áhyggj-
ur sínar um varnir í Kákasus, en
rússneski einvaldurinn svaraði að
eins rólega og ákveðið: „Við
stöðvum þá. Þeir fara ekki yfir
fjöllin“. Forsætisráðherranum til
undrunar bauð Stalín honum því
næst inn í einkaíbúð sína, til að
fá einhverja hressingu. Þar sátu
þessir tveir menn í meira en sex
klukkustundir. Aðeins einu sinni
varð þeim sundurorða, af sömu
ástæðu og áður, en annars eyddu
þeir kvöldinu í að spjalla vin-
samlega og glaðlega saman og
glettast hver við annan. Molotov,
sem hafði slegist í hópinn, tók
þátt í því. Áður en þeir skildu,
trúði Stalín gesti sínum fyrir því,
að hann hygði á gagnárás fyrir
veturinn. Þarna komst forsætis-
ráðherrann ekki einungis á þá
skoðun að Rússar mundu duga
vel, heldur líka að hann og Stalín
hefðu tengst varanlegum bönd-
um þetta leyti árs. í fyrsta skipti
síðan vegurinn var lagður, hefur
Oddeskarðsvegur á þessu ári
verið opinn til umferðar í febrú-
ar og marzmánuði. Var hann
opinn mestallan febrúar og síð-
ari hluta marz. Vegurinn hefur
undanfarna daga aðeins verið tal
inn fær jeppum vegna aurbleytu.
— FréttaritarL
Aðalfundur Félags
sýningarraanna í
kvikrayndahúsum
AÐALFUNDUR Félags sýningar-
manna í kvikmyndahúsum var
haldinn sl. fimmtudag. í stjórn
félagsins voru kjörnir: Óskar
Steindórsson, form., Ólafur Árna
son, ritari, Gunnar Þorvarðarson
gjaldkeri og meðstjórnendur:
Stefán Jónsson og Róbert Bjarna
son.
Montgomery og Alanbrook
um.
Norðfirðingar eltu snjó-
inn i 4-500 m. hœð
Enginn snjór í hyggð, Oddskarðsvegur fœr
NESKAUPSTAÐ, 31. marz.