Morgunblaðið - 02.04.1959, Side 13

Morgunblaðið - 02.04.1959, Side 13
Fimmtudagur 2. apríl 1959 M O R C VIV BLAOIÐ 13 Tíbetar hafa varizt / i Nú berjast þeir hetjulegri en vonlítilli bardttu gegn nýtízku vopnum kúgara ásdkn nú falin öll völd í Tíbet og flúði hann til smábæjarins Yatung við indversku landamærin. Hann fór þess á leit við indversku stjórn- ina að hún kæmi Tíbet til lið- sinnis, en hún hafnaði því og gerði ekkert annað en að senda tvær mótmælaorðsendingar til kínverskra kommúnista, þar sem Talið er að herstyrkur þeirra í Tíbet í byrjun hafi numið um 100 þúsund manns, en síðar hef- ur hann verið aukinn upp í 700 þúsund hermenn. í fyrstu beittu kommúnistar sér ekki fyrir meiriháttar þjóð- félagsbreytingum í Tíbet. Þeir tóku þó fljótlega í sín r hendur uppeldi og menntun æskulýðsins og dreifðu stórkostlegu magni af áróðursbæklingum um landið. ★ Tíbetar hafa haft mest verzl- unarviðskipti við Indverja á liðn um öldum, enda eru samgöngur Þegar Dalai Lama fór í heimsókn til Peking 1954—55 reyndu kommúnistar að vinna hann til fylgis við sig og sýndu honum margvíslegan sóma. Þessi mynd var þá tekin af honum er hann liitti Mao Tse-tung, forseta Kína. Skömmu siðar lýsti Mao því yfir að íbúatala Tíbets skyldi fimmfölduð með kínversku Iandnámi. Háfjallalandið Tíbet er það landssvæði heims, sem mest skortir á að hafi verið kannað og kortlagt til nokkurrar hlítar. Það er alsett háfjallahryggjum og víðum eyðimörkum með ara- grúa af saltvötnum. Sunnan til í landinu nálægt Indlandi renna þó nokkur stórfljót, sem að mestu fá rás suður á Indlands- sléttu. Þar er byggðin helzt í djúpum dölum og þó hvergi und- ir 4000 metra hæð yfir sjávar- máli. Fjallvegir liggja víða í meira en 6000 metra hæð og hafa til skamms tíma verið óruddir og aðeins færir fótgangandi mönnum og hinum fótvissu tíbetsku smáhestum. íbúarnir lifa af kvikfjárrækt og rækta há- fjallagróður. Stærð landsins er nokkuð ó- ákveðin því að óvíða hafa ákveðn ar landamæralínur verið dregn- ar. En talið er að það sé rúm- lega milljón ferkílómetrar að stærð, þ. e. tíföld stærð Islands. Kínverjar hafa þó innlimað aust- asta héraðið, Khambasvæðið og sé það dregið frá er álitið að eftir séu um 850 þúsund ferkíló- metrar. íbúatalan er enn meira á reiki. Helzt er þó álitið að hún sé ná- lægt þrjár milljónir og um tvær milljónir ef Khambasvæðið er dregið frá. Allmikil menning er meðal Tíbeta, einkum þó meðal hinna prestlærðu, sem álitið er að sé um sjötti hluti þjóðarinnar. Fagr- ar listir hafa átt þar gróanda, en raunhæf þekking er álitin af skornum skammti. Aldalöng sjálfstæðisbarátta Uppreisnin í Tíbet sem náð hefur hámarki síðustu vikur er í sjálfu sér enginn nýr viðburður í sögu landsins. Um aldaraðir hafa Kínverjar og Tíbetar eldað grátt silfur. Á stórveldatímum sínum hafa Kínverjar eignað sér Tíbet, sent þangað innrásarlið og krafizt þess að smáþjóðin í há- fjöllunum lyti keisaranum. Tíbetar hafa jafnan verið á varðbergi gegn stórveldinu og sýnt því margsinnis einbeitta mótspyrnu, sem er bæði af þjóðernislegum og trúarlegum rótum runnin. Ibúar Tíbets eru að þjóðerni og tungu frábrugðn- ir hinum eiginlegu Kínverjum. Að uppruna eru þeir skyldastir mongólsku þjóðunum, sem byggja allt Mið-Asíu-hálendið og tunga þeirra er líkust mállýzk- um, sem talaðar eru víðs vegar um Burma. Síðan á 7. öld hefur lamatrúin, en hún er afbrigði af búddhatrú, verið ríkjandi í Tíbet og á 14. öld tóku lamaprestar völdin í sínar hendur. Hefur síðan verið prestaríki í Tíbet, þar sem trúin er allsráðandi þjóðfélagsafl. Þar af leiðandi eru þjóðarsiðir og allt fjölskyldulíf manna mjög frá- brugðið því sem tíðkast í Kína. Hafa Tíbetar enga samleið átt með Kínverjum í þjóðfélagsmál- um og þess var að vænta, að hörð átök yrðu, hvenær sem Kín verjar reyndu að hafa afskipti af innanríkismálum landsins eða innleiða kínverska siði. ★ Á umliðnum öldum hefur ein- angrun Tíbets, háfjallaloftið og samgönguleysið, jafnt innanlands sém við umheiminn, orðið íbú- unum skjól og skjöldur gegn ut- anaðkomandi árásum. Þrátt fyr- ir margar og seinfarnar herferðir Kínverja til höfuðborgarinnar Lhasa tókst þeim aldrei að undir oka þjóðina. Höfðingjar hennar hétu keisaranum hollustu til þess að losna við frekari ánauð, en fóru svo sínu fram. Nú hefur einangrunin aftur orðið böl Tíbets. Hún hefur hindrað að þjóðin notfærði sér nútímatækni. Og hún er svo til varnarlaus, þegar Kínverjar ryðj ast inn í land hennar með ný- tízku drápstækjum, flugvélum og vélbyssum og leggja vegi til að tryggja aðflutningsleiðir til hernámsliðsins í Tíbet. Innrás Kínverja 1950 Þegar kínverskir kommúnistar höfðu tryggt sér völdin á megin- landi Kína fóru þeir ekkert dult með það, að þeir ætluðu Kína stórveldaaðstöðu. Er það draum- ur þeirra að Kína skuli eins og á dögum Kublai Khans drottna yfir Asíu. Virðist sem árásin í Kóreu, stríðið í Indó-Kína og skæruliðahernaður kommúnista í SA-Asíu hafi að nokkru leyti verið afleiðing stórveldadrauma kínversku kommúnistanna. Kínverjar fóru heldur ekki dult með það, að Tíbet skyldi nú lúta þeim. Tóku þeir sumarið 1950 að safna fjölmennum her í fylkjunum Tsing-Hai og Sikang við austurlandamæri Tíbets og um haustið hófst upp mikill áróð ur um að Kínverjar ættu að „frelsa" Tíbet eins og það var kallað. í áróðrinum notuðu kommún- istar sér, að ágreiningur ríkti milli tveggja leiðtoga Tíbeta, þeirra Dalai Lama og Panchen Lama. Höfðu þeir tekið Panchen Lama upp á sína arma, er hann dvaldizt í útlegð í Kína og er hann talinn alger kínverskur leppur. Þeir létu hann nú senda boðskap til kínversku stjórnar- innar, þar sem hann bað hana um að „frelsa“ Tíbet. ★ Þann 17. október 1950 réðst kínverskur her yfir fljótið Yang Tse-kiang inn í Tíbet. 1 fyrstu mætti hann engri mótspyrnu, en hjá bænum Khamdo höfðu Tíbet- ar búizt til varnar. En þeir voru mjög illa búnir af vopnum. Or- ustan stóð aðeins einn dag og féllu í henni að minnsta kosti 4000 Tíbetar. Hinum unga Dalai Lama voru látin er í ljós undrun yfir því að kínverska stjórnin skuli hefja hernaðaraðgerðir gegn friðsam- legri þjóð og því lýst yfir að árásin sé hörmuleg. Indverjar reyndu að miðla mál um milli Dalai Lama og Kín- verja og varð árangurinn sá, að undirritaður var friðarsamning- ur, þar sem tekið er fram að Kín- verjar skuli fara með hermál og utanríkismál Tíbets, en þeir heita því að breyta í engu gildandi þjóðfélagsskipun né völdum Dalai Lama. Þann 17. ágúst 1951 sneri Dalai Lama svo aftur til Potala-klaustursins í Lhasa og þar með hófst hin erfiða her- námssambúð við Kínverja. Hernám og landnám í Tíbet í byrjun reyndu Kínverjar að koma sér vel við íbúa landsins. Enginn vafi leikur þó á því að þeir litu á Tíbet, sem hverja aðra nýlendu, þar sem þeir myndu innan tíðar taka að nýta náttúru- gæðin og hefja landnám. Þeir lögðu mikla áherzlu á vegalagnir og byggingu flugvalla til að styrkja samgöngurnar og þeir höfðu þegar í byrjun mikinn áhuga á að leita að náttúruauð- ævum. Fundu þeir meðal annars í Tíbet verulegt magn af olíu, kolum, kopar og járni, sem þeir ætla sér að vinna úr jörðu í fram tíðinni. þangað greiðari en til Kína. Ein 'helzta útflutningsvara þeirra er ull og ferðuðust indverskir kaupmenn um landið til að kaupa hana. Eitt af fyrstu verk- um Kínverja í landinu var að banna Tíbetum að selja Indverj- um ullina. I stað þess var þeim fyrirskipað að selja Kínverjum ullina á sem nemur 7 ensk pence pundið. Síðan seldu Kínverjarn- ir Indverjum ullina fyrir um 30 pence (2 sh. 6 d.) pundið. Af þessum og ýmsum öðrum atburðum.fór almenningi í Tíbet að verða enn ljósara en áður, hvað fólst í hinni svonefndu „frelsun" Kínverja. Óánægja og árekstrar fóru stöðugt vaxandi og Kínverjar svöruðu með því að herða tökin. Leið ekki á löngu þar til kínversk öryggislögregla hafði alla þjóðina í heljarklóm sínum. Aftökur tíbetskra manna urðu daglegt brauð. Samtímis fóru Kínverjar að auka hina svokölluðu kennslu í marxískum fræðum og stofnuðu pólitíska skóla og héraðsstjórnir, svonefnd „mirnang", þar sem kínverskur hugsunarháttur skyldi verða allsráðandi. Sú til- raun fór þó út um þúfur af því að Tíbetar vildu ekki hlusta á boðskap kommúnista, heldur hrópuðu þeir á þessúm samkom- um í kór: „Kínverjar, farið heim!“ I þessum samkomum á hin leynilega sjálfstæðishreyf- ing Tíbets, „mimang-hreyfingin" upptök sín. ) Þess eru mörg dæmi að sendi- nefndir Tíbeta í ýmsum héruðum landsins gengu á fund hinna kín- versku hernámsstjóra og lögðu fram kröfur um að Kínverjar yrðu á brott úr landinu. En þeg- ar Kínverjum fór að leiðast þetta, höfðu þeir fá orð, en hand- tóku sendinefndirnar og létu skjóta þær. Uppreisn Khamba-ættflokksins Eftir för Dalai Lama til Pek-, ing 1954—55 fór þó fyrst að syrcaj í álinn. Um það leyti gaf Mao Tse Tung, forseti Kína, þá yfir- lýsingu í ræðu, að það væri ætl-j un Kínverja að fimmfalda íbúa- tölu Tíbets á næsta áratug með flutningi kínverskra landnema þangað. 1 Nokkru síðar innlimuðu Kín- verjar Khamba-héraðið í austur Tíbet í Kína og fluttu þangað ái einu vori yfir eina milljón kín-, verskra landnema, sem hröktu hina innfæddu upp af landi sínu.] ■- Framh. á bls. 18. Kínverjar réðust inn í Tíbet í október 1950. Næsta vor hertóku þeir höfuðborgina, Lhasa. Myndin sýnir kínverskt fótgöngulið fylkja sér í Lhasa eftir komuna til borgarinnar. 1 baksýn sést Potala- klaustrið mikla. Uppdrátturinn er af Tíbet og sýnir m. a. vegakerfi það og flugvelli, sem kínverskir kommúnistar hafa verið að koma sér upp í landinu að undanförnu. Kínverjar hafa innlimað austasta hluta landsins í Kína, eins og uppdrátturinn sýnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.