Morgunblaðið - 02.04.1959, Page 17

Morgunblaðið - 02.04.1959, Page 17
Fimmtudagur 2. apríl 1959 MORCVNBLÁÐIÐ 17 Héraðsskólanum í Reykjanesi slitið ÞÚFUM, N.-ís. — Undanfarna daga hafa próf staðið yfir við Héraðsskólinn í Reykjanesi. Nem endur sem eru víðs vegar af landinu halda nú heimleiðis. Samkvæmt venju var mikið smíðað af alls konar mun- um og stúlkurnar saumuðu, prjón uðu og ófu í vefstólum. Efni til handavinnu var keypt fyrir rúmlega 100.000 krónur. í skólanum dvöidust 21 stúlka og 28 drengir. Hæstu einkunn við próf hlaut Benóný Eiríksson úr Skorradal, í eldri deild 8,96 og Margrét Karlsdóttir frá Birnu stöðum í Ögurhreppi hlaut 7,86 í yngri deild. Kennarar voru Páll Aðalsteinsson skólastjóri, sr. Baldur Vilhelmsson, Vatns- firði, bóknámskennari, Guðrún Hafsteinsdóttir og Alda Friðriks- dóttir úr Reykjavík handavinnu- kennarar og Ingimundur Magn- ússon frá Bæ, smíðakennari. Heilsufar í skólanum var yfir- leitt gott, þó mislingar gengju þar. — P.P. Reglusamur ungur maður Getur fengið góða atvinnu við vöruafgreiðslu og út keyrslu á vefnaðarvörum hjá þekktri innflutnings verzlun, þarf að hafa bílpróf. Umsókn ásamt með- mælum sendist á afgreiðslu blaðsins merkt: „Vöru- afgreiðsla — 5812“ fyrir 10. þ.m. Allt á sama stað Jeppakörfur Höfum fyrirliggjandi jeppakörfur með framgólfi. Verð kr. 4500. Sendum gegn kröfu hvert sem er. Egill Vilhjálmsson Sími 22240. Ölvaður maður stclur frá aldraðri konu AÐFARNÓTT páskadags barði ölvaður maður upp hjá aldraðri konu hér í bænum. Hann hafði einhverntíma leigt hjá henni. — Erindið við hana nú virtist vera að biðja hana um mjólkurglas að drekka. Konan lét það í té. En það kom í ljós skömmu eft- ir að hann var farinn, að erindið hafði verið annað og meira. Varð konan þess vör, að þessi fyrrum leigjandi hennar, hafði skotizt inn í íbúðina og í hizlur hennar og tekið þar handbært fé kon- unnar, 5500 krónur. Þegar lög- reglan komst í málið og hafði handtekið manninn, var hann bú inn að sóa öllum peningunum. Einhverja von mun konan hafa um það, að hún fái peningana endurgreidda. Selveiðari dreginn til Akureyrar AKUREYRI, 31. marz. — Norsk- ur dráttarbátur kom hingað inn til Akureyrar á skírdag með norskan selfangara, er verið hafði að veiðum úti í ísnum NA af landinu. Var hann staddur um 300 mílur undan landi er skrúfan bilaði. Það var talið borga sig betur að draga skipið hingað til viðgerðar, en að fara með það til Noregs. Er viðgerð um það bil að ljúka hér, en selfangarinn var tekinn í slippinn. Skipstjórinn hefur skýrt frá því að ísinn sé óvenjulega sunnarlega um þess- ar mundir, á þeim slóðum, sem hann var að selveiðum. — Magnús. 'jermínfftir gj*?« Fjölbreytt úrval af dömu- og herraúrum Silfuirvörur Skartgripir ★ Verð við allra hæfi Kaupið úrin hjá úrsmið Ársábyrgð. VESTURVER FERMINGAÚR Gefið unglingunum goti úr i ferminga- fjjöf. — Þá gefið þér þeim um leið þann laerdóm að virða slundvísi FERMINGAÚR ávalll í úrvali. - Eins árs ábyrgðaskír- leini fylgir hverju úri Magnús E. Baldvinsson úrsmiður — Laugaveg 12 - Póstsendum um allí land - Ef yður vantar vandaða fermingargjöf, þá veljið fallegan lampa. íjf; Höfum nú fyrirliggjandi úrval af fallegum lömpum á hóflegu verði. Gólflampar verð íiðeins kr. 695 Borð- og vegglampao* í úrvali. Verð frá kr. 175,00. Skrifborðslampí er nytsöm og vönduð fermingargjöf Verð kr. 295,00 Júhk Austurstræti 14, sími 11687 Gólfdúkur Línolíeum nýkomið Helgi Hfagnusson & C.o Hafnarstræti 19. Símar: 13184 og 17227. Vönduð Mstofuhúsgögn * i miklu úrvali Að gefnu tilefni viljum við láta væntanlega viðskiptavini vita, að við höfum ávalt selt hús- gögn okkar með afborgunar- kjörum síðastliðin 40 ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.