Morgunblaðið - 02.04.1959, Side 19
Flmmtudagur 2 aprfl
MORGIJNBLAÐIÐ
19
Snœbjörn
skipstjóri
ÞAÐ MUN mála sannast, að hér
hafi ungur maður skilað af sér
óvenju miklu dagsverki. Að vera
skipstjóri á togara 34 eða 35 ár
samfleytt, er mikið starf eitt út
af fyrir sig. En að skila því með
Olafsson
sextugur
slíkum ágætum sem Snæbjðrn,
er ekki allra færi. Með mörgum
ágætum sjómanni hefi ég siglt
um dagana, en þó held ég, að ég
megi fullyrða, að Snæbjörn beri
þar mjög af. Það má segja að
* KVIKMY N Dl R *
EINS og að venju þegar um stór-
hátíðir er að ræða, hafa kvik-
myndahúsin hér 1 bænum og i
nágrenninu tekið til sýningar
nýjar og athyglisverðar kvik-
myndir. Ber að þessu sinni tölu-
vert mikið á dans- og söngva-
myndum eða gamanmyndum, en
innan um, svo sem í kvikmynda-
húsum Hafnarfjarðar, eru áhrifa
miklar myndir alvarlegs efnis.
Er þetta vissulega ágætt, hvað
með öðru.
* Nýja Bíó:
KÓNGURINN OG ÉG
Þessi víðfræga ameríska kvik-
mynd, sem gerð er í litum og
CinemaScope „55“, er byggð á
söngleiknum „Anna og konung-
urinn af Siam“, sem hvarvetna
hefur hlotið geysimiklar vin-
sældir. — Fjallar myndin um
unga og fríða ekkju, Önnu
Leonowens, sem árið 1862 kem-
ur frá Englandi til Siam, ásamt
ungum syni sínum, til þess að
taka við kennslustörfum við hirð
konungsins þar og þá einkum til
að kenna börnum hans, sem eru
æði mörg, því að hann lifir í
fjölkvæni eins og aðrir póten-
tátar austur þar. — Lífsskoð-
anir og lífsvenjur manna í þessu
framandi landi eru um flest gagn
ólíkar því, sem kennslukonan
hefur alizt upp við í Englandi
Viktoríutímabilsins, enda kemur
þegar til mikilla árekstra og
átaka milli hennar og hins harð-
vítuga einvalda. Áhrif önnu á
allt hirðlífið, á börn konungsins
og jafnvel hann sjálfan verða
þó æ meiri eftir þvi sem hún
dvelst þarna lengur og þrátt
fyrir alla misklíðina þá metur
konungurinn hana mikils. — En
áður en lýkur fær konungurinn
hjartaslag. Ætlar Anna þá að
hverfa aftur heim til Englands.
Hún fer þó áður á fund konungs,
þar sem hann liggur helsjúkur,
til þess að kveðja hann. En börn-
in sárbæna hana að yfirgefa þau
ekki og það verður úr, að hún
ákveður að vera kyrr. Konungur-
inn deyr og elzti sonur hans tek-
ur við völdum og má heyra það
á orðum hans að hann muni fyr-
ir áhrif frá önnu, verða mildari
konungur en faðir hans.
Mynd þessi er frábærlega vel
gerð. Ytri búnaður hennar allur
íagur og glæsilegur og efni mynd
arinnar bráðskemmtilegt og ágæt
lega á því haldið. — Inn í mynd-
ina er fléttað söngvum og fögr-
um dönsum, þar á meðal „stíli-
seruðum“ dansl að austrænum
hætti, er segir söguna amerísku
um kofann hans Tómasar frænda,
sem flestir munu kannast við.
Er sá dans stórkostlegt listaverk
og verður mér ógleymanlegur.
Má reyndar segja að myndin öll
sé mikið listrænt afrek. Dregur
sízt úr áhrifunum að leikurinn
í myndinni er afburðagóður og
þá fyrst og fremst leikur þeirra
Deborrah Kerr, sem leikur önnu,
og Yul Brynner, sem leikur kon-
unginn af hreinni snilld.
Þessa ágætu mynd ættu sem
allra flestir að sjá.
Tjarnarbíó:
St. LOUIS BLUES
Þessi ameríska söngva- og
músikmynd er byggð á ævisögu
negrasöngvarans og tónskáldsins
W. C, Handy, sem fyrstur manna
varð til þess að færa þjóðlög
kynflokks síns í þann nýja bún-
ing, sem þá hlaut nafnið „jass“,
— og ölli með því gjörbyltingu
1 tónlistinni, ekki ósvipaðri því
sem gerðist í málaralistinni þeg-
ar abstraktmálararnir komu
fyrst fram.
Segir í myndinni frá þeim
erfiðleikum sem hinn ungi og
músikgáfaði Handy átti við að
etja lengi framan af, ekki sízt
vegna afstöðu föður hans, sem
var negraprestur, og taldi tónlist-
arstarfsemi sonar síns syndsam-
legt athæfi. Handy sigraði þó
glæsilega að lokum, og endar
myndin á því að Filharmoniu
hljómsveitin í New York leikur
frægasta tónverk Handys, St.
Louis Blues fyrir þéttskipuðu
húsi, og að viðstöddum föður
hans, unnustu hans og frænku.
Hinn frægi negra-tónlistarmað
ur Nat „King“ Cole, leikur aðal-
hlutverkið, Will Handy af mestu
prýði og syngur og leikur mörg
þekkt „jass“-lög. Aðrir frægir
negrasöngvarar koma þarna einn-
ig fram svo sem Eartha Kitt og
Ella Fitzgerald.
Negramúsikin getur verið heill
andi í sínum frumstæða innileik
eins og glöggt kemur fram í þess-
ari mynd. Einkum eru hrífandi
hinar fallegu hymnur, sem sungn
ar eru í kirkjunni hjá séra Handy.
Mynd þessi er mjög aðlaðandi
og segir vel og skemmtilega at-
hyglisverða sögu. Ego.
hamingjan hafi verið honum inn-
anhandar, þar sem fáir eða engir
hafa verið honum farsælli í starfi.
Fór þar saman örugg skipstjórn,
gætni, en þó kappsemi. Aflasæld,
byggð á kunnáttu, dugnaði og
eftirtekt. Gilti einu, hvort stund-
að var, þorskveiði eða sildveiði.
Snæbjörn er svo lánsamur að
vera gæddur einhverri þeirri
styrkustu og geðfelldustu skap-1
höfn, sem menn þekkja, enda
man ég ekki, meðan ég var svo
lánsamur að vera undir hans
stjórn, eftir neinum skipsfélaga
minna, sem ekki elskaði hann og
virti. Mikils mun þessi valinkunni
skipstjóri vera búinn að afla
þjóðarbúinu ef til fjár væri met-
ið, en þó mun hitt meira og ekki
hægt að meta til fjár, en það er
það veganesti, sem hann hefur
lagt þeim ungmennum til sem
með honum hafa siglt um dagana.
Dýrmætari gjöf getur enginn gef
ið þjóð sinni en að framkvæma,
með fordæmi sínu og mannkost-
um, þá ræktun, sem allri ræktun
er æðri. Það er mannrækt.
Nú að loknu þessu mikla dags-
verki hefir Snæbjörn kvatt Ægi
konung og haslað sér völl á þurru
landi, en þess er ég fullviss, að
eins og þessi sæmdarmaður hefir
lengi siglt um úfinn sjó með
miklum dugnaði og farsæld, svo
mun hann einnig skila því verki,
er hann hefir nú tekið að sér.
Ég vil að lokum nota tækifærið
til að óska Snæbirni til hamingju
með afmælið og árna honum allra
heilla í framtíðinni.
Ragnar Þorsteinsson.
VÖRUSÝNINGANEFND vill af
gefnu tilefni og vegna margra fyr
irspurna þar að lútandi taka fram
að hún hafði engin afskipti af
þátttöku íslenzkra fyrirtækja í
kaupstefnu þeirri, er fór fram í
Leipzig fyrstu dagana í marz sl.,
enda var aðstoðar nefndarinnar
ekki leitað í því sambandi.
Guð blessi ykkur öll, er glöddu mig á áttræðisafmælinu
þann 22. f.m. og gerðu mér daginn ógleymanlegan.
Þórunn Þórðardóttir, Varmalæk.
Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem með hlýhug,
heimsókn, gjöfum og skeytum glöddu mig á áttræðis-
afmæli mínu 23. marz sl. Einkum þakka ég tengdadóttur
minni og sonum sem þarna áttu hlut að máli.
Launi ykkur öllum sá sem launar bezt.
Sigurður Pétursson,
Hörpugötu 3, Reykjavík.
Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda innilega vinsemd á
65 ára afmælinu með heimsóknum, heillaóskum, blómum
og rausnarlegum gjöfum.
Guð blessi ykkur.
Guðmundur Nikulásson.
Öllum þeim, er sýndu mér virðingu og vináttu, með því
að senda mér heillaskeyti og gjafir í tilefni af 75 ára
afmæli mínu, sendi ég mínar hjartanlegustu þakkir.
Sérstaklega vil ég þakka stjórn og starfsmönnum bif-
reiðastöðvarinnar Bæjarleiðir, sem af mikilli rausn
héldu mér veglegt samsæti í tilefni dagsins.
Hjörtur Guðbrandsson Meðalholti 11.
Lokað
allan daginn í dag vegna jarðarfarar.
Húsgagnaverzlun Laugavegi 36.
Karl Sörheller.
Lokað
í dag frá hádegi vegna jarðarfarar.
Skrifstofa Einars B. Guðmundssonar
Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Péturssonar
Aðalstræti 6.
Konan mín og dóttir okkar
ANNA AÐALHEIBUR ÁRNADÓTTIR
andaðist að heimili sínu að Fjallabaki í Mosfellssveit
23. marz. Útför hefur farið fram.
Leifur Jónasson,
Guðbjörg Jónsd., Árni Einarsson
Eiginmaður minn
EYJÓLFUR jóh ANNSSON
framkvæmdastjóri
frá Sveinatungu, andaðist á Landsspítalanum 1. þ.m.
Helga Pétursdóttir.
Faðir minn, afi og langafi
SIGURÐUR ÓLAFSSON
trésmiður Brekkustíg 7,
andaðist 28. þ.m. Jarðarförin fer fram frá Fossvogs-
kirkju föstud. 3. apríl kl. 1,30.
Guðrún Sigurðardóttír,
Sólveig Axelsdóttir, Sigurður Gunnarsson.
Hjartkær eiginmaður minn og faðir
ÞÓRÓLFUR INGÓLFSSON
offsetprentari,
lézt að Bæjarspítalanum þann 31. marz s.I. Jarðarförin
ákveðin síðar.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda.
Unnur Bergsveinsdóttir, Dagný Þórólfsdóttir.
Þökkum innilega öllum ,er sýndu okkur ástúð og vin-
áttu við fráfall
EYJÓLFS J. HAFSTEIN
stýrimanns á vitaskipinu Hermóði.
Þórunn E. Hafstein og dætur.
BJÖRN JÓNSSON
frá Bala netagerðam.,
andaðst að morgni 26. marz. Jarðsett verður frá Foss-
vogskirkju laugardaginn 4. aprfl kl. 10,30 f.h.
Inga Þorkelsdóttir, Hafsteinn Björnsson
Útför móður okkar
ASTU EINARSSON
sem lézt 27. f.m. fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn
3. apríl kl. 2 e.h.
Fyrir hönd aðstandenda.
Guðrún Einarsson, Brgir Einarsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn-
ingu við andlát og jarðarför konu minnar
MALFRtoAR JÓNSDÓTTUR
Frakkastíg 14.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna.
Theodór Magnússon.
öllum þeim, sem auðsýndu mér samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför föður míns
LUDVIGS ARNE EINARSSONAR
málarameistara Vesturgötu 45,
votta ég mínar alúðarfyllstu þakkir.
Guðm. Ludvigsson og f jölskylda.
Þakka auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför
GUÐMUNDAR HELGA ÓLAFSSONAR
Guðrún Sigurðardóttir,
börn og systkini hins látna.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa
vilhjAlms ketilssonar
frá Kirkjuvogi.
Vilborg Vilhjálmsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir,
Ingólfur Þorsteinsson, Andrés Björnsson,
og dætraböm.
Innilega þakka ég alla samúð og hluttekningu við
fráfall eiginmanns míns
sigurðar guðnasonar
háseta á b.v. Júli.
Einnig þakka ég alla hjálp og hlýhug í veikindum
mínum.
Sveinbjörg Eyvindsdóttir, Akranesi.