Morgunblaðið - 02.04.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.04.1959, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ SV, hvöss él, bjart á milli. 0—3 stiga hiti. 7J. tbl. — Fimmtudagur 2. apríl 1959 Afeð Chutehill hjá Stalin, sjá bls. 11. Ef apríl verður votviðrasamur munu vegir stórspillast EF SVO færi að aprílmánuður yrði votviðrasamur, er mjög hætt við að vegakerfi landsins muni verða fyrir miklum skemmdum. Eyjólfur Jóhanns- son forst jóri látinn LÁTINN er Eyjólfur Jóhannsson forstjóri, frá Sveinatungu. Lézt hann í fyrrinótt í Landsspítalan- um. Eyjólfur var þjóðikunnur maður •em einn af atkvæðamestu mönn- um í viðskipta- og verzlunarmál- um þjóðarinnaT. Einnig hafði hann mikil afskipti af stjórnmál- um og var hann um langt árabil meðal forustumanna í Sjálfstæðis- flokknum. Hann var formaður Varðarfélagsins hér í Beykjavík um nokkurt skeið og einnig átti hann um tíma sæti í miðstjórn flokksins og var lengi form. skipu lagsnefndar flokksins. Eyjólfur var lengi forstjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur. Und- anfarin 10 ár hafði hann verið forstjóri Innkaupastofnunar ríkis- ins. Fyrir nokkrum árum gerði hjartabilun vart við sig og það var 'hjartasjúkdómur þessi sem dró Eyjólf til dauða. Var hann flutt- ur að heiman frá sér, Sveinatungu í Garðahreppi í Landsspítalann á föstudaginn langa. 1 fyrrinótt lézt hann þar svo sem fyrr greinir, og hafði hann fengið hægt andlát. Hann var G3 ára að aldri. KÓPAVOGUR Arshálíð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður haldin í kvöld kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Nánar auglýst inni í blaðinu. Skemmtinefndin. Stjórnmálanám- skeið Stefnis HAFNARFIRÐI. — í kvöld kl. 8,30 heldur stjórnmálanám- skeið Stefnis áfram í Sjálf- stæðishúsinu. Þá flytur Matt- hías Á. Mathiesen, frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins við næstu alþingiskosningar, er- indi um atvinnumál. Á eftir verður umræðufundur. Nám- skeiðið hefir verið vel sótt og mikill áhugi ríkjandi á þeim málum, sem þar hafa verið rædd. Fróðleg erindi hafa ver ið flutt, og einnig hafa þátt- takendur æft sig í mælsku- list. — G. E. Þetta vor virðist nefnilega ætla að koma miklu fyrr en almanak- ið segir til um. Þannig komst Sigurður Jóhannsson vegamála- stjóri, að orði við Mbl. í gærdag, er það spurðist fyrir um ástand veganna um þessar mundir. Svo sem menn muna eflaust ennþá, sagði Sigurður, kom í jan. | langur frostkafli, á auða jörð, með óvenjumiklum frostum. Þetta hafði í för með sér að mik- ill klaki myndaðist í jörðu og jafn vel meiri en í venjulegu árferði. f þeirri mildu og votviðrasömu tíð, sem verið hefur um land allt að undanförnu, hefur holklakinn haft það í för með sér, að vatnið hefur setzt fyrir á vegunum. Vegna hins þykka klakabeltis, hefur rigningavatnið ekki komizt í gegn og þvi hefur slitlag veg- anna blotnað upp. Vegamálastjórnin hefur reynt eftir megni að takmarka alla um ferð bila um vegina, einkum þungaflutningana um þá, meðan svo er. Ef það færi saman, nú í Þórir varð skákmeistari HAFNARFIRÐI — Nokkru fyrir páska lauk skákmóti Hafnar- fjarðar og að þessu sinni með sigri Þóris Sæmundssonar, og hlaut hann þar með titilinn „skákmeistari Hafnarfjarðar 1959“. Næstur varð Stígur Her- lufsen og í þriðja sæti Jón Krist- jánsson. — G. E. apríl, að menn tækju fyllsta til- lit til þessarar viðvaranna vega- málastjórnarinnar og veðurguð- irnir yrðu okkur hliðhollir, er sennilegt að vel geti farið, og vegirnir verði ekki fyrir miklum skemmdum. f sumum sveitum er ástandið t.d. betra nú en á síðastl. vori. Er hér um að ræða ýmsar sveitir fyrir austan Fjall. Kvaðst vegamálastjóri vilja nota tæki- færið og ítreka óskir sínar til ökumanna, um að fara í einu og öllu eftir fyrirmælum vegamála stjórnarinnar, varðandi þunga- flutninga á þeim vegum, sem tak marka verður umferð um vegna aurbleytu, því á þann hátt mun okkur takast að spara miklar fjárfúlgur af almanna fé, sagði hann. Þetta er vélbáturinn Fram á strandstaðnum í Grlndavík. — Myndin var tekin daginn eftir að báturinn strandaði, en eins og myndin sýnir, þá var ekki að sjá miklar skemmdir á bátn- um. En hann var þó talinn ónýtur. Sú hliðin, sem hann liggur á, var úr honum að mestu, eftir fyrstu nóttina, eftir strandið. (Ljósmynd: S. Rafnsson) Talið víst að mœðiveiki sé í fé á nœstu bœjum við M iðhús í Reykhólasveit Veikin hefur verið áberandi i Mið- húsafénu siðan haustið 1957 EINS og skýrt var frá hér í blað- inu fyrir páska, fór Guðmundur Gíslason, læknir á Keldum, vest- ur í Reykhólasveit í byrjun fyrri viku til að rannsaka nánar féð á Miðhúsum í Reykhólasveit og næstu bæjum vegna mæðiveik- Engar reglur um varnir gegn olíumengun sjáv- arins Verður ísland aðili að alþjóðlegri sam- þykkt? ÞAÐ GETUR vissulega haft slæm áhrif á fuglalífið þar nyðra, sagði dr. Finnur Guðmundsson, er Mbl., ræddi stuttlega við hann um olíu þá sem nú liggur með ströndinni norður við Hofsós, eftir að olíu- geymir þar rifnaði og tæmdist. Voru í geyminum 40 tonn af svo- nefndri gasolíu, sem öll rann í sjóinn. Það er ekkert ráð tiltækilegt til að eyða olíu sem flýtur á sjón um. Háskinn sem fuglunum staf ar af olíu í sjónum, er að lendi þeir í henni, þá klessist fiður- hjúpurinn og sjór og kuldi kemst í gegnum hjúpinn og fuglarnir drepast. Það hefur stundum komið fyrir, hér við Reykjavík, að olíuskipin sem losa hér olíu við stöðvarnar, hafi misst olíu í sjóinn. Hefur það þá jafnan sagt fljótlega til sín og fuglar drepist, stundum í all- verulegum mæli af þessum sök- um. Einna alvarlegast er þegar svonefnd svartolía fer í sjóinn. Keflavík HIÐ vinsæla bingo verður spilað í Vík kl. 9. Margðir og góðir vinn ingar. Ókeypis aðgangur. Fjöl- mennið í Vík. — Sjálfstæðisfélög in í Keflavík. því hún eyðist ekki fyrr en að löngum tíma liðnum. Hér á landi eru engar reglur til eða lög varðandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að olía renni í sjóinn. En um það er þó til al- þjóðleg samþykkt sagði dr. Finn ur, og það er í athugun hér hvort ísland eigi að gerast aðili að sam- þykktinni, en hún fjallar um varnir við olíumengun sjávar og er m.a. sett til þess að koma í veg fyrir fugladauða af völdum olíu. Að sjálfsögðu ætti að gera ráð- stafanir til þess hér á landi svo sem föng eru á, að þannig verði frá olíugeymum gengið, að komi að þeim skyndilegur leki, þá renni olían ekki beinustu leið í sjóinn. Þetta ætti að gera alveg án tillits til þess hvort ísland verður aðili að hinni alþjóðlegu samþykkt eða ekki. innar, sem þar er komin upp. — Blaðið hafði tal af Guðmundi í gær og spurði hann frétta af för- inni. Sagðist honum svo frá, að fátt nýtt hefði komið fram í þess- ari för. í Miðhúsum virtist hafa verið áberandi þurramæði í fé síðan haustið 1957 og hefðu farið um 20 til 30 kindur úr henni á þeim tíma. Nú sæi á fáeinum kindum þar á bænum en veikin í þeim væri ekki á lokastigi. Við venjulega skoðun sér ekki á mæðiveikifé fyrr en það hefur gengið með veikina í tvö til þrjú ár, en við lungnaskoðun má finna mæðiveikieinkenni í kind- um, sem hafa verið sýktar í eitt át. Guðmundur Gíslason kvaðst einnig hafa rannsakað féð á næstu bæjum við Miðhús og á nokkrum bæjum hefði gætt van- þrifa í kindum, en við skoðun- ina hefðu ekki komið í ljós skýr mæðiveikieinkenni, en ganga mætti að því sem vísu að féð á þeim bæjum væri meira og minna sýkt. Náin samgangur er milli fjár- ins í Reykhólasveit og í Gufu- dalssveit. Þá koma ætíð saman við þetta fé nokkrar kindur úr Nauteyrarhreppi við ísafjarðar- djúp austanvert og nokkurt sam- band er við féð á Stað í Stein- grímsfirði. Guðmundur kvað enn ekkert upplýst hvernig veikin hefði borizt að Miðhúsum. Enn er ekki ákveðið hvaða ráð- stafanir verða gerðar vegna mæðiveikinnar, en það mál er nú í athugun. Ungur maður frá Sand- gerði hvarf um páskana Á vegum rannsóknarlögreglunn- ar var í gærkvöldi lýst eftir ung- um manni sunnan úr Sandgerði, Gesti Gestssyni sjómanni. Til hans hefur ekkert spurzt frá því á páskadag. Þann dag var báturinn sem hann var á hér í Reykjavík, en það er Vísundur RE 280. Hafði Gestur sagt skipsfélögum sínum frá því, að hann hygðist bregða sér suð- ur í Sandgerði, þar sem hann bjó Berlínarvandamálið og örlög Austur-Þjóðverja Dr. H. Köhler flytur fyrirlestur um það annað kvöld t Háskólanum .ER kom hingað á vegum fé- ■ an sem háskólakennari í Vestur- Iagsins Fr jálsrar menningar þýzki Berlín. Prófessor professorinn dr. H. Kohler og flytur hér fyrirlestur um Berlín- arvandamálið. Prófessor Köhler starfaði við háskólann i Leipzig frá árinu 1934 til 1951 og kenndi þar guð- fræði og heimspeki. Hann hvarf frá Austur-Þýzkalandi í marz- mánuði 1951 og hefur starfað síð- Köhler flytur fyrir Iestur sinn í fyrstu kennslustofu háskólans á morgun, föstudaginn 3. apríl kl. 20.30. Nefnir hann fyr irlesturinn Berlínarvandamálið og örlög Austur-Þjóðverja. Auk prófessors Köhlers tala á fund- inum þeir séra Jón Auðuns dóm prófastur og Kristján Albertsson rithöfundur. í húsþiu Þingholt með móður sinni. Hafði þetta verið um hádegis- bilið á sunnudaginn. Er ekki vit- að um ferðir hans eftir það. Hann kom aldrei til Sandgerðis og eftir- grennsian hefir leitt í Ijós að hann hefur ekki komið á heimili ætt- ingja sinna hér í bænum. Gestur, sem er aðeins 25 ára gamall, var klæddur dökkbláum fötum og var berhöfðaður. — Hann var í alla staði vel fyrir kallaður er hann fór frá borði. Þeir, er kynnu að geta gefið upplýsingar um ferðir Gests eru beðnir að gera rannsóknarlögregl- unni viðvart hið fyrsta. Páskaniót KEFLAVÍK, 1. apríl. Á skírdag fór hér fram „Páskamót 1 hand- knattleik“. Fór þetta mót fram í íþróttahúsinu hér í bænum. Úr- slit urðu þau að Ármann úr Reykjavík vann Aftureldingu i Kjóí með 20:13, FH í Hafnar- firði vann Þrótt Rvík., með 21:13 og Víkingur Rvík vann Keflavík með 21:17. í undanúrslitum vann FH Ármann með 25:19 og í úr- slitum vann FH Víking með 20:10. Þá fór fram leikur í III. flokkl milli Víkings og Keflavíkur og unnu Víkingar þann leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.