Morgunblaðið - 05.07.1959, Page 3

Morgunblaðið - 05.07.1959, Page 3
Sunnudagur 5. Júlí 1959 VORCinVfílAÐIÐ 3 Sr. Öskar J. Þorlákssonr Vib skaut náttúrunnar m . g| Jmwww....................................................'T-.uV..... i H1 Þarna var byrjað að sprengja bílgöngin gegnum fjallið Stráka* Byrjað oð sprengja gegnum Stráka göngm Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta. Á græn- um grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötn- um, þar sem ég má næðis njóta. (Sálm.23.1). ÞANNIG hugsaði hið forna sálma skáld Hebreanna, þegar það lét sig dreyma um yndislega kyfr- láta staði við skaut náttúrunnar og að Guð myndi leiða sig til þeirra staða, þar sem hann fengi að hvílast og endurnærast. Eitthvað svipað hugsum vér, þegar vér látum oss dreyma um ánægjulegt sumarleyfi, um hvíld frá störfum, bjarta og fagra sum- ardaga í faðmi náttúrunnar. Nú er sá tími, sem flestum þykir fegurstur hér á landi. Nátt- úra landsins er í sínum fegursta blóma. Það er bjart yfir landinu og veður venjulega milt og gott. Margir kjósa að geta eytt sum SIGLUFIRÐI. — Miðvikudaginn 1. júlí, er klukkuna vantaði 15 mínútur í tvö, kváðu við fyrstu sprengingarnar í fyrirhuguðum bílgöngum gegnum fjallið Stráka, sem verða rúmlega 900 m. að lengd, eða stærstu sinnar tegund- ar hér á landi. Sl. haust var að vísu sprengt lítisháttar í fjalls- hlíðinni til að hreinsa bergið, en nú má segja, að gerð gangn- anna sé raunverulega hafin. Ætl- Kappreiðar Sleipni ms SELFOS'SI, 23. júní. — Sunnu- daginn 21. júní fóru fram kapp- reiðar á vegum Hestamannafé- lagsins Sleipnis á Hestaþingsflöt í Hróarsholtsklettum. Skráðir voru 24 hestar til leiks og mættu 23. Á 250 m skeiði voru reyndir 8 hestar. Fyrstur varð Trausti Bjarna Bjarnas ^nar á Laugar- vatni á 26,5 sek. og annar Blakk- ur Þorkels Bjarnasonar á 29,0 sek. Sjö hestar voru reyndir í tveim flokkum ú 250 m stökki. í úrslitakeppninni varð Brúð- kaupsjarpur Steindórs Gíslason- ar fyrstur á 20,0 sek.-, og annar Skjóni Óla Haraldssonar á 20,1 sek. Á 300 m stökki voru reyndir 8 hestar. í úrslitakeppninni varð fyrst Gígja Bjarna Bjarnasonar á 24,2 sek. og annar Hringur Steins Einarssonar á 24,5 sek. í góðhestakeppni um Sleipnis- skjöldinn varð hlutskörpust Fjöð ur Þorkels Bjarnasonar á Laugar vatni. — P. unin er að rprengja 20—30 m. inn í fjaiiið nú til að kanna bergið, en til mála kemur að bjóða út verkið við jarðgöngin. Á þessu áriverður ekki unniðað ráði við Strákaveg, þar eð þannig tókst til, því miður að áliti marga Siglfirðinga, að meginhluta fjár framlags til þessa vegar 1959, mun hafa verið ráðstafað til veg- argerðar á vegi frá Stafá til Haganesvíkur. Siglufjarðarvegi ytra, Stráka- vegi, var komið inn á vegalög og fjárlög af Einari Ingimundarsyni fyrir u. þ. b. þremur árum, en þessi vegagerð er eitt stærsta hagsmunamál Siglufjarðar, sem er, vegasambandslaust við þjóð- vegakerfið meginhluta ársins, þar eð Siglufjarðarskarð er ekki fært nema 2—3 mánuði á ári. Viðstaddir þessar fyrstu sprengingar, auk starfsfólks og -.’erkstjóra, Friðgeirs Árnasonar, voru Einar Ingimundarson, hinn nýkjörni þingmaður Siglfirð- inga og Gunnar Jóhannsson, al- þingismaður. — Stefán. Fundir bæjar- st jórnar falla niður Á bæjarstjórnarfundi i gær bar Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri fram tillögu þess efnis, að fundir bæjarstjórnarinnar í ágúst mánuði yrðu látnir niöur falla. Tillagan var samþykkt með sam hljóða atkvæðum allra bæjar- fulltrúa. Farfuglar efna til all- nýstárlegrar ferðar um Suð-austurland FARFUGLAR undirbúa nú ó- byggðferð á all-nýstárlegar slóð- ir, enda virðist vera talsverður áhugi fyrir henni. Lagt verður af stað 25. júlí í 15 daga ferð um Suðausturland. Fyrst verður haldið að Veiði- vötnum og þaðan í Tungnaár- botna. Ráðgert er að ganga á Tungnaárjökul og Kerlingar. Á fimmta degi verður ekið um Tungnaárfjöll að suðurenda Langasjávar og tjaldað hjá Sveinstindi. Verður gengð á tnd nn og ui.i Fögrufjöll inn að Út- falli og dvalið við Langasjó í tvo daga. Á þessar slóðir hafa fáir komið og mun þetta vera í fyrsta skipti, sem ferðafólki er gefinn kostur á ferð þangað. Á áttunda degi verður ekið um Faxasund niður á Fjallabaksveg hjá Skuggafjöllum og austur í Eld- gjá, þar sem dvalið verður í tvo daga. Að svo búnu verður ekið niður í Skaftártungu og þaðan þjóðvaginn að Kirkjubæjar- klaustri. Þá verður haldið austur í Núpstaðaskóg og tjaldað þar, og gengið að Grænalóni og á Súlu tinda. Ekið á tveimur dögum til Reykjavíkur. Kostnaðarverð er áætlað 240.00 og fæði innifalið. Starfsmenn viff gerff jarffgangnanna. Lengst til hægri á mynd- inni sjást Gunnar Jóhannsson og hinn nýkjörni þingmaður Siglfirðinga, Einar Ingimundarson. Nýr sendiherra Bras- ilíu kemur hingað í dag I DAG, sunnudaginn 5. júlí, kem ur hingað til lands Francisco d’Alamo Lousada, nýskipaður sendiherra Brasilíu hér, ásamt konu sinni. Erindi hans fyrst og fremst er að afhenda forseta Is- lands embættisskilríki sín og mun sú athöfn fara fram að Bessastöðum einhvern næstu daga. Francisco d’Alamo Lousada er fæddur í Sao Paulo 16. ágúst 1902. Hann stundaði nám við tæknihá- skólann í Sao Paulo og lauk það- an prófi sem jarðfræðingur. Um skeið var hann ofursti í her Brasilíu. Hann hefur setið í landfræði- ráði Brasilíu og ennfremur átt sæti í F","'’frs^^lráði Petropolis- 1 . -..nxari.Eri Eurico Gasp- ar Dutra Brasilíuforseta varð hann árið 1946. Francisco d’Alamo Lousada hef ur um langt skeið verið fulltrúi lands síns erlendis og haft aðset- ur í mörgum löndum. í London sat hann frá 1926—1927, fór það- an til Brússel og var þar tvö ár. Árin 1936—37 var hann í Buenos Aires og siðan í Bern frá 1937— 1939. Til Assuncion fór hann 1939 og var hálft annað ár. í Santiago dvaldist hann fyrir land sitt 1942—1943 og í La Paz árið 1944. Hann var fullfrúi lands síns í Bern árin 1951—1954 og síðan í Guatemala frá 1954—1955. ísland og Brasilía hafa lengi átt verzlunarviðskipti saman og þau viðskipti hafa farið vaxandi á síðustu árum. Viðskipti okkar við Brasilíu hafa verið mjög hag- stæð, þar sem Brasilíumenn kaupa af okkur saltfisk, en við fáum í staðinn kaffi, timbur og sykur. Hinn nýi sendiherra Brasilíu, sem nú afhendir skilríki sín og kynnist íslandi 1 fyrsta sinn af eigin raun, mun hafa aðsetur sitt í Ósló. Hinn nýi sendiherra Brasilíu og kona hans. arleyfum sinum í kyrrð fjailanna eða í friðsælum dölum, þar sem menn geta vaknað að morgni við fuglaklið og andað að sér ilmi kjarrs og skóga. Þeir staðir eru margir hér á landi, þar sem ánægjulegt er að dvelja og veita hin ákjósanleg- ustu skilyrði til hressingar. Um hásumarið þurfum vér ekki að fara til annarra landa, til þess að njóta náttúrufegurðar, hvergi er fegurðin meiri en á voru landi, hvergi er loftslagið betra en hér. Vér getum valið um, að dvelja á góðum gististöðum, eða ef vér kjósum hið frjálsa líf, að dvelja í tjöldum og flytja oss stað úr stað, eftir því, sem ástæður leyfa. En vér þurfum öll að kynnast landinu, fegurð þess og tign, þá mun oss þykja vænna um landið og vér verðum áreiðanlega betri þegnar þjóðar vorrar. II. Þegar vér hugsum um fegurð og tign íslenzkrar náttúru, þá vakna hjá oss ýmsar alvöruhugs- anir um lífið, eins og hjá sálma- skáldi Hebreanna. Vér hugsum um dásemdir sköpunarverksins i heild, vér hugsum um hann, sem er skapari og höfundur lífsins. Sjálf náttúran er opinberun um mátt Guðs og mildi, og um þau lögmál lífsins, sem hann hefur sett tilverunni, þó að mörg þeirra séu oss ennþá hulinn leyndardóm ur. Hver er sá, sem ekki hefur t.d. orðið gagntekinn af því að horfa á Gullfoss, þegar sólin hef- ur varpað geislum sínum yfir fossúðan, og hann glitrar í öll- um regnbogans litum ,en um leið undrazt þann kraft, sem býr í hinum mikla fossi. Höfum vér ekki leyfi til þess, er vér stöndum frammi fyrir dá- semdum náttúrunnar, að draga ályktun frá sjálfu sköpverkinu til skaparans? Og er nokkuð sem fremur ber vott um almætti Guðs, en einmitt sjálft sköpunar- verkið? Og er það ekki einmitt bending til vor ,að vér eigum að læra að þekkja hans vilja, þjóna honum, vera samverkamenn hans, til þess að gera Ifið bjartara og betra? Vér megum aldrei spilla fegurð náttúrunnar með sóðalegri umgengni ,þá óhreink- um vér Guðs verk, heldur eig- um vér að ganga þar um eins og vér værum í hinum fegursta helgidómi. Náttúran getur talað til vor með margvíslegum hætti. Þegar Matth. Jochumsson gladdist 1 sólskininu, þá sá hann í hverjum sólargeisla kærleika Guðs og elsku. „í sannleik hvar sem sólin skín, er sjálfur Guð að leita þín** (M.J.) Og sr. Valdimar Briem, sem mestan sinn aldur, átti heima i íslenzkum sveitum, sá Guð að starfi í náttúrunni og las boð- skap hans til mannanna í blóm- um og jurtum. Guð allur heimur, eins í lágu og háu, er opin bók um þig er fræðir mig, já, hvert eitt blað á blómi jarðar smáu, er blað, sem margt er skrifað á um þig. (V.B). Og það er einmitt þetta, sem vér eigum að gera, þegar vér njótum kyrrlátra stunda við skaut náttúrunnar, vér eigum að lofa Drottinn, þakka honum fyrir dásemdarverk hans ,og leitast við að skilja vilja hans, svo að hann megi ber ávexti í lífi voru. Vér skulum því taka Nýja Testamentið með oss í sumar- leyfið, því enginn kunni betur að meta dásemdir náttúrunnar en einmitt Frelsari vor. Hann á að vera leiðbeinandi vor, þegar vér metum fegurð lífsins, leiðsögu- maður vor í lífi og starfi, drott- inn trúar vorrar. Ó. J. Þ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.