Morgunblaðið - 05.07.1959, Blaðsíða 6
e
MOR WVTtT. AÐÍL
Sunnudagur 5. Júlí 1969
Heyskaparút!if mjög
gott um land allt
Sláttur almennt hafinn eða að hefjast, en
lítið hefur verið hirt af heyi til þessa
Frásagnir fréttaritara Morgunhlaðsins
HEYSKAPUR er hafinn eða í þann veginn að hefjast um allt
land. Spretta er góð í öiium landshlutum og sumsstaðar mjög
góð. Á Suðurlandi og Vesturlandi hafa verið þurrkar undan-
farna daga og er þar eitthvað búið að hirða, en norðanlands og
austan hefur sumsstaðar verið dumbungsveður að undanförnu
en glaðnaði til nú fyrir helgina. Morgunbiaðið átti tal við ali-
marga fréttamenn fyrir helgina og innti frétta af heyskapnum.
Þegar skýjaflókar hrannast upp á himininn verður að hafa
hraðar hendur við að korna heyinu í hlöðu.
Fara frásagnir þeirra hér á eftir.
Borgarfjarðarsýsla
Akranesi, 4. júlí. — Pétur Þor-
steinsson, bóndi á Miðfossum í
Andakíl sagði mér í gær, að jörS
væri nú sem óðast að spretta.
Grasið, sem komið væri, gæfi
vonir um að sprettan yrði sæmi-
leg. Fáir bændur hér ofan heiðar,
sagði Pétur eru byrjaðir að slá.
Þeir hafa verið önnum kafnir við
að smala og rýja og núna um
helgina munu menn almennt
reka fé á fjall.
Hér utan Skarðsheiðar hófst
sláttur fyrst á Innra-Hólmi fyrir
hálfum mánuði. Þar var síðustu
dagana fyrir kosningarnar verið
að blása heyinu upp í súrheys-
turninn. Notaður var saxblásari
og unnið dag nótt. Um sama leyti
var byrjað að slá á Eystra-Mið-
felli og viku seinna á Ytra-Hólmi.
Jón Bjarnason bóndi í Hlíð á
Hvalfjarðarströnd bjóst við að
spretta væri í meðallagi, eitthvað
misjöfn eftir bæjum og kemur
þar margt til greina. Sumir
bændur beittu ánum á túnin sín
vor og urðu þau seinni til fyrir
bragðið. Notkun tilb'úins áburðar
er alltaf að færast í vöxt. Gras-
spretta vtr með ágætum upp úr
sumarmálum, sagði Jón bóndi í
Hlíð. Rétt á eftir gerði kuldakast
sem kippti úr gróðri, en nú þýtur
grasið upp. — Búið er að slá
íúnið á Hvanneyri.
Á Þverfelli í Lundarreykjadal
var hálftommti klaki í flögum í
síðasta kuldakasti fyrir % mán-
uði og fennti þá alveg ofan að
túni. — Oddur.
Snæfellsnessýsla
Stykkishólmi, 4. júlí. — Siáttur
er um það bil að hefjast í sveit-
um Snæfellsness og Hnappadals-
sýslu og mun hefjast almennt í
næstu viku. Vorið hefur varið
kalt hér um slóðir eins og víðast
hvar annars staðar og hefur það
seinkað því að sláttur geti hafizt
i sama tíma og oft áður. Undan-
farna daga hefur verið gott veð-
ur, logn og sólskin. — Á.H.
Barðastrandarsýsla
Patreksfirði, 4. júlí. — Túna-
sláttur hófst almennt fyrir um
það bil viku , Rauðasandshreppi
og Tálknafjarðarhreppi, en er
enn ekki almennt hafinn á Barða-
strönd. Grasspretta virðist ætla
Sð verða í góðu meðallagi. Undan
farna daga hefur verið ágætistíð
hér um slóðir, logn og sólskin.
—TÁ.
Húnavatnssýsla
Hofi, Vatnsdal, 3. júlí. — Slátt-
ur hófst hér um slóðir fyrir um
það bil viku og hefur töluvert
verið slegið. Tún eru mjög vel
sprottin víða. Þoka og dumbungs-
veður hefur verið síðustu viku
en í dag er hér góður þurrkur og
ef svo heldur fram má búast
við góðri nýtingu.— Enn er eítir
að rýja hér um slóðir og má gera
ráð fyrir að eitthvert hlé verði
á heyskapnum, meðan það stend-
ur yfir. — ÁJ.
Skagafjörður
Sauðárkróki 4. júl. — Sláttur
er fyrir skömmu byrjaður allvíða
hér í Skagafirði, en menn hafa
farið sér hægt að slá, því hér hafa
verið eilífar þokur. í dag er fyrsti
heiðríki dagurinn. Spretta virð-
ist góð. Má gera ráð fyrir, að slátt
ur hefjist almennt fyrir og eftir
þessa helgi. — jón.
Eyjafjörður
Akureyri, 3. júlí. — Heyskapur
er fyrir nokkru byrjaður í Eyja-
fjarðarsýslu, en hefur ekki geng-
ið meira en sæmilega til þessa.
Nokkuð er síðan, að tún eða hlut-
ar þeirra voru það vel sprottnir
að hægt var að slá þau, enda mun
á einstöku stað hafa verið byrj-
að að slá kringum 20. f.m.
Þurrkatíð hefur verið fremur
léleg, en þó hefur tekizt að hirða
upp hey óhrakið. Hins vegar hef-
ur sprettutíð verið ágæt.
Nær alsstaðar í Eyjafirði mun
nú byrjað að slá og sums staðar
er búið að slá allmikið. f gær og
í dag hefur þurrkur verið góður.
Að því er bezt verður vitað,
hefur hvergi orðið vart kals í tún-
um í vor, enda viðrað þannig að
ekki var mikil hætta á því.
Spretta mun því hafa verið nokk
uð jafngóð á harðlendi og mýr-
lendi. Úthagar spruttu snemma
og eru hagar því yfirleitt góðir.
Hretið, sem kom í kringum 17.
júní mun ekki hafa valdið telj-
andi tjóni á graslendi, lambatjón
varð heldur ekki teljandi hér í
Eyjafjarðarsýslu í hretinu. — vig.
Þingeyjarsýsla
Árnesi, Aðaldal, 3. júlí. — Hér
gengur heyskapurinn ágætlega og
er tíð mjög góð. Var almennt byrj
að að slá í síðustu viku. En þeir
fyrstu byrjuðu fyrir hálfum mán-
uði. Hefur verið þurrviðri, það
sem af er slætti, en ekki sterkir
Nokkur orð til Hannesar
ONA úr Hafnarfirði hefur
beðið Velvakanda fyrir eftir-
farandi orðsendingu til Hannesar
á hominu:
„Hannes skrifar nokkrar hug-
leiðingar um kosningaúrslitin í
dálkum sínum miðvikudaginn 1.
júlí. Hann segir, að það eina sem
hafi komið sér alveg á óvart séu
kosningaúrslitin í Hafnarfirði.
Hann hefur um það mörg orð og
talar um „glórulaust pólitískt
hatur“. Alþýðuflokksmenn virð-
ast ekki vera farnir að átta sig
á þvi enn, að Sjálfstæðisflokkur-
inn er alltaf að vinna á hér í bæ,
og var eftir síðustu bæjarstjórn-
arkosningar stærsti flokkurinn í
bænum, þó að Alþýðuflokkurinn
sæi ekki ástæðu til að leita eftir
samstarfi við hann, en vildi held-
ur vinna áram með kommúnist-
um, sem eiga sáralitlu fylgi að
fagna hér og stór-töpuðu núna í
alþingiskosningunum.
Hannes virðist vera alveg for-
viða á því, að allir Hafnfirðingar
skyldu ekki kjósa frambjóðanda
Alþýðuflokksins, „sem tók á sig
eitt erfiðasta hlutverk, sem þjóð-
in hefur nokkru sinni lagt nkkrr
um manni á herðar“, eða svo er
komizt að orði í Alþýðublaðinu.
Hinn nýkjörna þingmann okkar
Hafnfirðinga telur ham. óreynd-
þurrkar. Eru margir bændur
langt komnir að slá túnin og þeir
sem hafa súgþurrkun eru búnir
að hirða allmikið.
Tún voru ágætlega sprottin hér
um slóðir, áfellið mikla í fyrra
mánuði olli ekki stórskaða, enda
þótt það skemmdi gróður nokk-
uð sums staðar. — H-G.
Kópaskeri 3. júlí: — Tíðin
leikur við okkur hér í Öxarfirð-
inum og er ljómandi þurrkur í
dag. Bændur rífa niður heyið
og hirða það jafnóðum.
Sláttur hófst almennt fyrir
viku, spretta er vel í meðallagi
og betri á þessum tíma en verið
hefur lengi. Kuldakastið sem
kom kringum 17. júní drap nokk
ur lömb og einnig nokkuð af
fullorðnu fé.
Dýptkunarskipið Grettir er að
grafa hér í höfninni og verður
hér um hálfan mánuð til þrjár
vikur. — J.Þ.
Þórshöfn, 3. júlí: — Hér á Þórs
höfn og í Þistilfirði hófst sláttur
um 20. júní og er búið að slá
mikið. Bóndi einn, sem hefur kúa
bú hér I grennd við þorpið, er
búinn að hirða 500 bagga og á
mikið laust. Tíð hefur verið
mjög góð að undanförnu, hitar
og sólskin. Tún voru óvenju vel
sprottin. — E.Ó.
Austurland.
Desjarmýri, Borgarfirði eystra,
3. júlí: — Sláttur er ekki almennt
hafinn hér í Borgarfirði eystra,
en þó hafa nýræktir, sem friðað-
ar voru fyrir beit í vor, verið
slegnar. Tún eru yfirleitt illa far
in eftir vorbeit seinni helmings
sr.uðburðar. Spretta er góð, þar
sem friðað var fyrir vorbeit, en
annars staðar heldur stutt á veg
komin. Sláttur mun ekki almennt
hefjast fyrr en undir miðjan
þennan mánuð. — I.L
EGILSSTÖÐUM, 4. júlí — Flestir
eað allir bændur hér um slóðir
eru byrjaðir að slá og margir
búnir að hirða mikið. Heyskapar-
tíð hefur verið mjög hagstæð að
undanförnu. Einstaka bóndi byrj-
aði sláttur um 20. júní. — A. B.
an, og segir hann ekki hafa haft
tækifæri til að sýna, hvað í hon-
um býr. Satt er það, að Matthías
á Mathiesen er enn ungur að ár-
um, en yngri menn en hann hafa
þó tekið sæti á Alþingi og starfað
þar með miklum sóma. Ég þarf
ekki að nefna nein nöfn í því
sambandi, það mun flestum kunn
ugt. Flestir þeir alþingismenn,
sem mjög ungir hafa verið kosnir
á alþingi, eru úr röðum Sjálf-
stæðisflokksins. Sá flokkur hefur
sýnt öðrum flokkum fremur, að
hann ber traust til ungra manna,
engu síður en til þeirra, sem
eldri eru, og þessir menn sem
ungir voru kjörnir á þing, hafa
sannarlega ekki brugðist þeim
vonum, s m við þá voru tengdar.
Að lokum þetta: Þegar núver-
andi forsætisráðherra tók að sér
að mynda stjórn sl. vetur, má
ekki gleyma því, að aðeins vegna
hlutleysis Sjálfstæðisflokksins
var mögulegt að mynda núver-
andi ríkbstjórn og mun það vera
öllum Ijóst, jafnvel Alþ.bl.—Sv“.
Hver byrjaði?
Úr því ummæli Hannesar á
horninu undanfama daga eru til
umræðu, langar Velvakanda sjálf
an gegn venju sinni til að gera
athugasemd við vangaveltur
Hannesar um það, hvort það hafi
Gilsárstekk, Breiðdal, 3. júli:
Sláttur er aðeins byrjaður hér í
Breiðdal, en bændur hafa ekki
lagt kapp á að slá mikið niður,
því hér hafa lengi verið þurrk-
leysur, og dumbungsveður dag
eftir dag. Tún eru ágætlega
sprottin og einnig úthagi. — P.G.
Höfn, Hornafirði: — 3. júlí: —
Hér er sláttur í fullum gangi og
hafa verið stöðugir þurrkar. Er
nokkuð langt síðan þeir fyrstu
byrjuðu,, en flestir eru nýbyrj-
aðir. Grasspretta er all-góð víð-
ast hvar. Gera má ráð fyrir, að
nokkurt hlé verði á heyskapar-
vinnu bráðlega, þar sem enn er
ekki búið að rýja. — G.S.
Suðurland
Kirkjubæjarklaustri, 3. júli. —
Sláttur er ekki almennt hafinn
hér um slóðir. Hins vegar hafa
margir bændur slegið nýræktir,
sem voru orðnar vel sprottnar,
því sprettutíð var ágmt fram yfir
mánaðarmótin maí-júní. Fyrstu
þrjár vikur júní-mánaðar fór
grassprettu mjög mikið fram, en
síðan hefur tíð mátt heita sæmi-
leg.
verið Heimdellingar eða ungir
framsóknarmenn, sem urðu fyrri
til að festa upp áróðurmiða á
götum bæjarins fyrir kosningarn-
ar. Það er auðvitað smekks-
atriði hvort menn vilja yfirleitt
láta banna það að festir séu upp
slíkir miðar, og verður það ekki
gert að umræðuefni hér. En Vel-
vakandi man ekki betur en að
það hafi einmitt verið Alþýðu-
flokkurinn, sem fyrstur flokka
byrjaði að festa upp áróðurs-
miða í stórum stíl fyrir kosning-
amar 1934.
Talað hefur verið um, að í þetta
sinn hafi verið meiri menningar-
bragur á kosningunum hér en áð-
ur hefur verið, og er hinum nýju
reglum sem giltu á kjörstað þakk
að. Þetta er álitamál, og ég er
hræddur um að það hafi valdið
fólki miklu meira ónæði en nauð-
synlegt er, að flokkunum skuli
nú vera bannað að fylgjast með
því hverjir kjósa. Það varð að-
eins til þess að hver flokkur fyrir
sig lét spyrjast fyrir um það hjá
fólkinu sjálfu, hvort það væri nú
búið að sækja kjörstað. í mörg-
um tilfellum var verið að marg-
spyrja þá, sem seint fóru, allan
daginn. Áður fyrr lá það alveg
ljóst fyrir hverjir voru búnir að
kjósa og þurfti þá ekki að ónáða
þá framar.
Þessa viku og þá síðustu voru
menn almennt við rúningu sauð-
fjár, en þegar henni er lokið, má
búast við að tekið verði til
óspilltra mála við heyskapinn.
Eins og nú horfir, lítur vel út
með grasvöxt. — G. Br.
Bergþórshvoli, Landeyjum, 3.
júlí. — Heyskapur er byrjaður
víðast hvar hér og hefur yfirleitt
verið öndvegistíð að undanförnu.
Flestir bændur eru þó skammt
komnir með slátt ,enda hafa
þurrkar verið fremur daufir.
Sprétta er betri en í meðalári.
Það hefur einnig tafið fyrir slætci
að menn hafa verið að rýja fé
sitt. — E.H.
Mykjunesi, Holtum, 3. júlí. —
Heyskapur gengur hægt hér í
Holtum, enda hafa ekki verið
miklir þurrkar að undanförnu,
enda þótt veður hafi verið gott og
engar rigningar. Sumir bændur
byrjuðu aðeins að bera niður upp
úr 20. júni, en flestir hafa verið
að byrja slátt síðustu dgaana. Lít-
ið hefur verið hægt að þurrka
ennþá.
Spretta er nú vðast hvar orðin
ágæt og því orðið mál að slá.
Vantar nú ekki annað en góðan
þuirk til þess að heyskapur hefj-
ist að fullum krafti. Einstaka
bændur hafa verið að setja í vot-
hey undanfarna daga, en aðrir
hafa verið að rýja og marka.
— M.G.
Útsvorsskrá
í Kjósarhreppi
ÚTSVARSSKRÁ í Kjósarhreppl
yfir þá, sem bera 5000 kr. útsvar
og þar yfir.
Sr. Kristján Reynivöllum S.OOO
Njáll í Ásgarði........ 7.500
Guðm. Möðruvöllum .... 7.000
Jón á Morastöðum....... 7.000
Hjörtur á Eyri......... 6.000
Lárus í Káranesi....... 6.000
Ólafur Á., Valdastöðum 5.500
Gylfi á Grímsstöðum ., 5.500
Jón í Blönduholti ..... 5.000
Bjarni á Þúfu ......... 5.000
Alls voru lögð kr. 258.850.00
á 100 gjaldendur.
Helztu útgjaldaliðir eru þessir:
1. Sveitarstjórn...... 15.000
2. Framfærsla ........ 30.000
3. Tryggingar ........ 60.000
4. Menntamál ......... 70.000
5. Samgöngumál ....... 40.000
6. Landbúnaður ....... 25.000
7. Sýslusjóður ...... 14.000
8. Vextir og afborgun .. 13.000
9. Raforkusjóður...... 20.000
10. Til Barnaskólans .. 20.000
Valdast. 30/6 ’59.
SL G.
skrifar úr daglego lífinu ,