Morgunblaðið - 05.07.1959, Side 10
10
MORCVNBLAÐtÐ
Sunnudagur 5. júlí 1959
Stöðugt fer fram þjálfun á
þeim mönnum ,sem komið hefur
til mála að senda í fyrstu eld-
flauginni út í geyminn. Nýaf-
itaðnar tilraunir í Texas sýna að
Fólk
rersti óvinur eldflaugarfaranna
verður svefninn. Roger Carson
(sjá myndina) var hafður í 30
tíma við sömu aðstæður og í 1600
km. hæð og tókst honum að halda
sér vakandi nema aðeins andar-
tak. Fylgst var með honum á
kvikmynd. Sýna myndirnar hér
fyrir ofan hvernig hann barðist
við svefninn.
— 2sh —
Tíundi hver Ungverji hefur1
keypt hljómplötu með ungversku
útgáfunni af hinu vinsæla
ameríska dægurlagi „Heimþrá"
eða Honvagy, eins og það heitir'
á ungversku. Engin hljómplata
hefur selzt eins vel þar í landi
fram til þessa.
Hin kommúníst-
ísku yfirvöld,
sem ekki eru
vön að láta
margt fram hjá
sér fara, áttuðu
sig ekki fyrr en
of seint á þvi að
þetta væri and-
styggileg, kapi-
t a 1 í s k fram-
leiðsla. Þ e s s -
vegna er nú bú-
ið að banna plöt-
una og u n g -
verska söngkonan, Ida Borros,
varð að flýja land. Það eina sem
hún gat haft með sér var eitt
eintak af hljómplötunni, en ágóð-
inn af henni varð eftir í höndum
stjórnarvaldanna.
— En ég vona að ég fái vinnu
í Bandaríkjunum út á hljómplöt-
una, því þangað fer ég núna, segir
veslings Ida og er full bjartsýni.
— —
Bauduin Belgíukonungur hef-
ur orð"fyrir að vera ákaflega al-
varlegur ungur maður. Fyrir
skömmu fór hann í opinbera
heimsókn til Bandaríkjanna, og
virtist skemmta sér „konuglega“.
Hann kom Bandaríkjamönnum
fyrir sjónir sem broshýr, ungur
piltur, sem brá sér úr jakkanum
ef honum var heitt, dansaði við
leikkonuna Debbie Reynolds til
kl. 3 um nótt reykti pípu með
indíánahöfðingja og gerði að
gamni sínu fyrir framan sjón-
varpsvélina. M.a. heimsótti hann
Disneyland, barnaskemmtigarð
Walt Disneys. Konungurinn
skellihló í 40 mínútur og sagði
þegar hann fór: „Þið hafið ekki
hugmynd um hve langt er síðan
ég hefi skemmt mér svona vel“.
Eftir að hann hitti leikkonuna
í fréttunum
Ginu Loliobrigidu, var hann
spurður hvernig honum hefði
Wash ’u Dri
Munið eftir að taka með ykkur pakka
af WASH ‘N DRI í sumatrleyfið.
Hafið ávallt pakka af WASH ’N DRI
í bílnum.
Konur, hafið ávallt WASH ’N DRI
í töskunni.
Einkaumboð:
Halldór Jónsson hf.
Hafnarstræti 18 — Sími 12486 og 23995.
Þvottakvennafélagið „Freyja66
Framhaldsaðalfundur félagsins verður haldinn
mánudaginn 6. júlí í Tjarnargötu 29. kl. 8V2.
Mjög aðkallandi mál á dagskrá auk aðalfundarstarfa.
Mætið stundvíslega. STJÓRNIN.
litist á Lollo. Og því svaraði hann
með því að blístra eins og
amerískur hermaður. Semsagt
Bauduin reyndist alít annar og
miklu kátari konungur en menn
höfðu haldið.
EFTIRFARANDI var nýlega haft
eftir Harry S. Truman í blaða-
viðtali:
— Ég er stolt-
ur af því að vera
stjórnmálamað-
ur. Þegar góður
st j órnmálamað-
ur deyr, verður
hann að stjórn-
vitrlng í hugum
fólksins. — Þess
vegna geri ég
mig fyllilega
ánægður með að
vera aðeins
stj ór nmálamaður
framvegis —
þangað til . . . .
— Nei, ég telst ekki til hinna
mikilhæfu í hópi forseta Banda-
ríkjanna — en ég undi mér ágæt
lega á meðan ég reyndi að vera
það.
Birgitte Bardot er stöðugt
fréttamatur. Nú hefur hún gert
tvennt, sem vekur athygli. Hún
hefur keypt sér stóra skemmti-
snekkju, en það er sá mesti lúx-
us sem hægt er að veita sér, eins
og kunnugt er. Snekkjuna kallar
hún Babette, en það gælunafn bar
hún sjálf sem krakki. Hin fréttin
er sú að hún sé gift í þriðja sinn,
leikaranum Jacques Charrier, er
lék á móti henni í síðustu kvik-
myndinni hennar. Á myndinni
sjást ungu hjónin stíga um borð
í nýju snekkjuna.
Ernest Hemmingway var fyrir
skömmu í Madrid og sat á spjalli
við ungan bandarískan rithöfund,
sem lagði fyrir hann þessa spurn-
ingu: — Eruð þér með nokkuð
nýtt á prjónun-
ura, Hfcmming-
way?
Og gamli mað
urinn trúði hon
um fyrir leynd-
armáli sínu. —
Ég er einmitt
núna að hvíla
mig, sagði hann.
Síðan ég skrif-
aði „Gamli maðurinn og hafið"
er ég búinn að skrifa þrjár skáld
sögur, en ég hef komiö þeiru
fyrir til geymslu í bankahólfi.
Ég dreg þær ekki fram fyrr en
ég er alveg orðinn blankur.
Próf. Erhard er eins og kunn-
ugt er einhver feitasti stjórn-
málamaðurinn í Þýzkalandi (og
er þá miíkið sagt). Meðan á
deilu þeirra Adenauers kanslara
stóð á dögunum, var hann spurð
ur að því á blaðamannafundi,
hvort þessi barátta tæki ekki á
taugarnar. Hann svaraði:
— Ojú, en því er ég bara feg-
inn. Ég hefi nefnilega létzt um
eitt kíló í hverri viku, síðan
þetta byrjaði.
En nú ku deilum þeirra Aden-
auers lokið, svo að það verður
sjálfsagt ekkert af því að próf.
Erhad verði þvengmjór.
A¥
♦ *
BBIDCE
♦ *
ÞAÐ hefur oft valdið misskiln-
ingi milli bridgespilara hvaða lit
eigi að spila út, þegar þriggja
granda sögn hefur verið dobluð
af þeim, sem ekki á að láta út.
í hinni ágætu bók sinni, Contract
bridge — complete, setur Charles
H. Goren fram ákveðnar reglur
í slíkum tilfellum, og eiga þær
við, eins og áður er sagt, þegar
þrjú grönd hafa verið dobluð af
þeim, sem ekki á að láta út.
í fyrsta lagi. Ef sá, sem doblar
hefur sagt einhvern lit, þá verð-
ur félagi hans skilyrðislaust að
koma út í þeim lit, jafnvel þótt
hann eigi eingöngu einspil, og
meira að segja þó hann eigi góð-
an lit og hafi sagt frá honum.
1 öðru lagi. Ef sá, sem á að láta
út, hefur sagt einhvern lit, þá
þýðir doblið hjá félaga (sem ekki
hefur sagt lit), að hann eigi að
koma út í þeim lit.
í þriðja lagi. Þegar hvorugur
varnaspilaranna hefur sagt lit, þá
þýðir doblið, að félagi eigi að láta
út í þeim lit, er blindur hefur
sagt fyrst, nema sá, sem á að láta
út, eigi mjög góðan lit sjálfur,
en hér er aðeins um uppástungu
að ræða, en ekki skilyrðislausa
kröfu, eins og segir í bók Gorens.
Verður því sá, serf? láta á út að
gera það upp við sjálfan sig,
hvort hann telji heppilegra; og
ef til dæmis blindur hefur tví-
sagt einhvern lit, þá er mjög ó-
sennilegt, að félagi eigi við út-
spil í þeim lit.
Reglur sem þessar eru mjög
þýðingarmiklar, og hefur oft
I viljað brenna við, að menn fari
I ekki eftir þeim, og þá er voðinn
j vís.
★
Eftirfarandi spil kom fyrir í
tvímenningskeppni, og með því
að villa fyrir sagnhafanum tókst
Vestri að krækja sér í „topp“:
* 6 5
¥ 9 6
* 8 5 3
* A K G 5 4 2
ð D 10 8 7 *G92
4 N ¥ D 7 5 2
¥ K 8 3 V A ♦ K 9 6
♦ D G 2 S * 10 9 7
* D 3
* Á K 3
V Á K G 10 4
* A 10 7 4
* 8 5
Suður var sagnhafi og spilaði
3 grönd. Vestur lét út spaða 7.
Suður drap með ás og lét út lauf.
Vestur lét drottninguna í, án þess
að hika. Suður áleit nú, að
drottningin væri einspil, og Aust-
ur ætti því 10, 9, 7 og 3 í laufi,
og myndi stoppa litinn. .
Suður þorði ekki annað en
gefa drottninguna, því ef liturinn
liggur eins og hann óttaðist, þá
fær hann ekki nema þrjá slagi
á lauf.
Suður fékk því ekki nema 9
slagi, en hefði annars fengið
a. m. k. 10 slagi, eins og á öllum
öðrum borðunum.