Morgunblaðið - 05.07.1959, Qupperneq 11
Sunnudagur 5. júlí 1959
MORCUNBLAÐLÐ
II
^J^venj/yjóÉin lieimiíiÉ
Sjúkdómur í munni algeng-
asta orsök tannmissis
— segir Guðrún Gísladóttir tannlæknir
NÝLEGA er komin til landsins
frú Guðrún Gísladóttir, tannlækn
ir, en hún hefur undanfarið ár
stundað framhaldsnám í tann-
holdssjúkdómum í Bandaríkjun-
um, og lauk prófi í þeirri grein
við Tufts-háskólann í Boston
fyrir skömmu. Þar sem við vit-
um ekki til að neinn stUndi hér
lækningar í þessari sérgrein,
snerum við okkur til Guðrúnar
og báðum hana um að segja okk-
ur eitthvað um þetta efni.
— Já, það er rétt, þessi grein
er lítt kunn meðal almennings
hér á landi, hefur aðeins verið
kennd bóklega í tannlæknadeild
Háskólans hér. I Bandaríkjun-
um er það sifellt að færast meira
í vöxt, að tannlæknar leggi fyrir
sig einhverja sérgrein, alveg eins
og læknar, og almennir tann-
læknar vísi til þeirra eða þeir
hver til annars. Við Tufts-háskól-
ann, sem er einn af kunnustu
lækna- pg tannlæknaskólum
Bandaríkjanna, eru t. d. sérstak-
ar framhaldsdeildir fyrir tann-
réttingar, rótaraðgerðir, barna-
tannviðgerðir og krónu- og brú-
argerð. Það er þó tiltölulega nýtt
í Bandaríkj unum að kennd sé í
háskólum verkleg meðfarð tann-
holdssjúkdóma eða periodontia,
eins og það heitir á erlendum
málum. Þetta er í rauninni ekki
sérgrein, heldur aðeins fullkomn-
ari tanntækni.
Þessi grein af tannlækmngum
fjallar um sjúkdðma, sem eiga
sér stað í umhverfi tannanna, í
holdinu, beinunum og slímhúð-
inni. Þar er auðvitað um fjöl-
marga sjúkdóma að ræða, og oft
Það er sjaldan hægt aff nota
svona flíkur hér á íslandi, en
fyrir þær sem ætla í sumarfrí
suður á einhverja baðströnd-
ina er þetta snotur skyrtujakki
til að bregða sér í utan yfir
sundbolinn.
sjúkdóma, sem geta borizt frá
umhverfi tannanna út í aðra
líkamshluta. Bakteríur eru þar í
raka og hæfilegri hlýju og eiga
auðvelt með að komast þessa leið
inn í blóðið, t. d. ef tannsteinn
nuddar holdið og opnar leiðina.
Okkar verkefni er að lækna sjúk-
dóma í munni með meðulum eða
uppskurði, ef á þarf áð halda.
— Er einhver sérstakur sjúk-
dómur í munni algengari en aðr-
ir?
— Já, langalgengasti sjúkdóm-
urinn er það sem á erlendu máli
nefnist pýorrhea ég kann ekkert
nafn á honum á íslenzku. Hann
lýsir sér í ^jólgum í tannholdi og
pokamyndunum, sem getur orðið
útferð úr, og þegar til lengdar
lætur eyðist festing tannanna.
Þetta er langvarandi sjúkdómur,
sem gerir lítt vart við sig, fyrr
en hann er kominn á það hátt
stig, að tennurnar hafa misst
festingu sína að mestu eða öllu
léyti. Þetta er langalgengasta or-
sök tannmissis eftir 38 ára aldur,
en ekki tannskemmdirnar, eins
og margir halda.
— Og hvað þá?
— Þá getur svo farið að ekki
sé lengur hægt að bjarga tönn-
unum. Aðalatriðið er að fyrir-
byggja að svo langt gangi með
tannhreinsun eða öðru, en þá
verður sjúklingurinn að vinna
með tannlækninum og fara eftir
leiðbeiningum hans.
— Ög hvað á maður helzt að
gera sjálfur til að halda í tenn-
urnar sem lengst?
Tennurnar á að bursta
10 mín. eftir máltíð
— Aðalatriðið er að bursta þær
vel og það ekki seinna en 10 mín.
eftir hvei’ja máltíð. Okkar fæða
er orðin svo fíngerð og breytt frá
því sem áður var, að tennurnar
Guðrún Gísladóttir
slitna ekki eðlilega og ekki reyn-
ir nægilega á gómana. Tannlækn-
arnir verða því nú að slípa af
það sem fæðan sleit áður og
einstaklingarnir verða að kunna
að bursta tennurnar og upp á
gómana, til að örva blóðrennslið,
en það verður þó að gera á þann
hátt að það ekki særi. A tann-
viðgerðarstofu skólans í Boston
kenndum við sjúklingunum að
bursta tennurnar rétt. Hirðing
gómanna er ekki síður nauðsyn-
leg en tannhirðingin sjálf. Ef rétt
er með farið, getur einstakling-
urinn tryggt sér það að halda
öllum sínum tönnum.
Eitt langar mig til að nefna
í þessu sambandi. Þó fólk sé búið
að fá „falskar" tennur, er málið
alls ekki afgreitt fyrir fullt og
allt. Það þarf að láta fvlgjast með
því að gómarnir erti ekki, því
allt sem ertir, getur orsakað
bólgur. Ég hef t. d. fengið til mín
á stofuna í tannlæknaskólanum,
konu, sem var búin að ganga með
tennur, sem ekki fóru nægilega
vel, í 19 ár. Slímhúðin var öll
orðin þrútin. Þegar þannig er
ástatt er hætta á í.ð þetta geti
orðið illkynjað.
— Þú minntist áðan á upp-
skurði. Þarf fólk að leggjast inn
í sjúkrahús, ef skera þarf í tann-
holdið?
— Nei, það eru yfirleitt ekki
neinir stórskurðir. Við fram-
kvæmdum slíka uppskurði á við-
gerðarstofunum. Sjúklingurinn
getur verið á fótum og í vinnu.
Hann fær aðeins úmbúðir, sem
þurfa að fá tíma til að harðna, og
síðan getur hann farið sinna
ferða. Við fengum að sjálfsögðu
æfingu í slíkum uppskurðum í
tannviðgerðarstofu skólans, en
þar unnum við alla daga frá kl.
8—12 og 1—4, og áttum svo að
sækja tíma og undirbúa okkur
undir þá þar fyrir utan. Kennar-
arnir voru ákaflega strangir og
vinnúharðir. En ég var mjög
ánægð með þann undirbúning,
sem ég hafði fengið hér heima
í tannlæknadeild Háskólans. Mér
reyndist það haldgóður og al-
mennur undirbúningur undir
f r amhaldsn ám.
Frú Guðrún hefur í hyggju að
nota þá sérmenntun í tannholds-
sjúkdómum, sem hún hefur nú
aflað sér, og ætlar að opna stofu
í þeirri grein hér í Reykjavík
í haust.
E. Pá.
Tívolígarðurinn
— Opnað kl. 2 í dag —
— Fjölbreytt skemmtitæki —
Kl. 5 skemmta listamennirnir
Lott og Joe Anders
Kynnir: Baldur Georgs sem jafnframt sýnir töfrabrögð.
TVÖ , , K L O V N 1 ‘
skemmta börnum á Tívolí-sviðinu og útbýta gjafapökkum.
í kvöld skemmta Lott og Joe kl. 10.
Útidanslekurr á palli
Stratos.quintettinn leikur
Söngvari: Jóhann Gestsson.
Strætisvagn ekur frá Miðbæjarskólanum í Tívolí
110 feta fiskibátur
Getum einnig útvegað fiskibáta úr stáli og
eik í öllum stærðum frá einni þekktustu
skipasiníðastöð Noregs í fiskibátum.
Fiskibátar
úr stáli
Getum útvegað um næstú áramót —
ef samið er nú þegar — nýsmíði á einum
stálfiskibát ca. 110 smálestir (85 fet).
Teikningar, smíðalýsingao* og aðrar upp-
lýsingar á skrifstofu okkar.
BJÖRN & HALLDÓR
Síðumúla 9 —Sími 36030.